Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FJARLAGAFRUM-
VARPIÐ 1996
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði fram fjár-
lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1996 á
Alþingi síðdegis í gær. Þar er reiknað með, að halli á
ríkissjóði verði tæpir 3,9 milljarðar á næsta ári og að
ríkisfjármál verði komin í jafnvægi árið 1997. Tekjur
ríkissjóðs eru áætlaðar tæpir 120 milljarðar og útgjöld
tæpir 124 milljarðar. Standist þessar áætlanir verður
hallinn 1996 sá minnsti í tólf ár, eða frá 1984, sem er
síðasta árið, sem tekjuafgangur var af ríkissjóði. Minnk-
andi ríkissjóðshalli kemur m.a. fram í því, að lánsfjár-
þörf ríkissjóðs og opinberra aðila lækkar úr 14 milljörð-
um í ár í 11,6 mílljarða á næsta ári.
í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu kemur fram,
að meginmarkmið ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkis-
fjármálum sé að skapa skilyrði til varanlegs hagvaxtar
og aukinnar atvinnu án þess að stofna í hættu stöðug-
leika í verðlagi og lækkun erlendra skulda. Nýta verði
batnandi afkomu þjóðarbúsins til að rétta ríkisfjármálin
af. Óviðunandi sé að safna skuldum, þegar efnahagslíf-
ið er í uppsveiflu og velta þannig skuldunum yfir á kom-
andi kynslóðir. Ábyrg og traust fjármálastefna sé for-
senda þess, að vextir geti lækkað, fjárfesting í atvinnu-
lífinu geti aukizt, hagvöxtur komist á skrið og störfum
fjölgi.
Fjármálaráðuneytið reiknar með því, að tekjur ríkis-
sjóðs aukist á næsta ári um 5,5 milljarða vegna bata í
efnahagslífinu. Ekki er gert ráð fyrir aukinni skatt-
heimtu nema hækkun tryggingagjalds á avinnurekstur
um 0,5% til að vinna upp tekjutap vegna skattfrelsis
lífeyrisiðgjalda, svo og verður 5% hátekjuskattur fram-
lengdur um eitt ár. Sjálfvirk verðuppfærsla í skatt- og
bótakerfinu, þ.á m. persónuafslætti, verður afnumin og
hækkanir sæta ákvörðun ríkisstjórnar hveiju sinni. Þess-
ar breytingar bæta stöðu ríkissjóðs um 1,5 milljarða
króna. Á gjaldahlið verður dregið úr fjárfestingum, aðal-
lega í samgöngum, um 2 milljarða, en hins vegar fer
meira fé í skólamál en áður.
í frumvarpinu kemur fram, að breytingar eru fyrirhug-
aðar á tekjuskattskerfinu, m.a. til að létta svonefnda
jaðarskatta. Þá verður fjármagnstekjuskattur lögfestur
á yfirstandandi þingi. Sérstök nefnd fær það verkefni
að endurskoða tekjuskattslögin og er henni ætlað að
skila áliti fyrir árslok 1996. Það þýðir, að Alþingi verð-
ur að fjalla um málið á árinu 1997 og ný lög geta því
ekki komið til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi á árinu
1998. Það er löng bið eftir umbótum á alvarlegum mein-
semdum tekjuskattskerfisins. ítrekað hefur komið fram
hjá fólki, sem yfirgefur landið í leit að betri lífsafkomu,
að skattaáþjánin er ein höfuðástæðan ásamt atvinnu-
leysi og lágum launum. Vitað er, að skattakerfið fælir
fólk frá aukavinnu, þar sem mestur hluti viðbótartekn-
anna fer oft í skatt. Ekki bætir það framleiðnina í þjóðfé-
laginu, að fólk veigri sér við vinnu. Hvers vegna ætlar
ríkisstjórnin að bíða svo lengi með úrbætur?
I greinargerð frumvarpsins kemur fram, að rekstrar-
halli ríkissjóðs í ár verður 8,9 milljarðar króna. Ekki
er lengra síðan en í júlílok, að fjármálaráðherra full-
yrti, að vegna aukinnatekna myndu fjárlög ársins stand-
ast. Nú, tveimur mánuðum síðar, er ljóst, að hallinn
verður 1,5 milljarði umfram fjárlögin, þrátt fyrir 6 millj-
arða viðbótartekjur ríkissjóðs á árinu. Það leiðir hugann
að því, hversu mikið er að marka niðurstöðutölur fjár-
lagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Heldur sami halladans-
inn áfram og „eðlilegar“_skýringar bornar á borð fyrir
skattgreiðendur eftir á? í frumvarpinu er hallinn 1996
áætlaður tæpir 3,9 milljarðar. Hver verður niðurstaðan,
þegar þingmenn hafa farið höndum um frumvarpið í
jólaösinni og hver verður hún, þegar fjárlagafrumvarpið
fyrir 1997 verður lagt fram næsta haust?
Stefnan, sem mörkuð er í fjárlagafrumvarpinu, er
rétt og á skilið stuðning þings og þjóðar. Haldi hún er
vörðuð leiðin út úr ríkissjóðshallanum og til bættrar
afkomu fólks og fyrirtækja. Vandinn er að standa fast
á stefnunni, þótt á móti blási. Það verður ríkisstjórnin
að gera.
+.-
FORSETAKJÖR
Sveinn
Björnsson
Ásgeir
Ásgeirsson
Kristján
Eldjárn
Vigdís
Finnbogadóttir
Fimmti forseti lýðveldis-
ins kjörinn næsta sumar
29. júní næstkomandi munu íslendingar í
fimmta sinn í sögu lýðveldisins ganga til for-
setakosninga. Pétur Gunnarsson kynnti sér
reglur um framkvæmd kosninganna og þau
skilyrði sem væntanlegir frambjóðendur þurfa
að uppfylla til að vera kjörgengir,
EFTIR þá yfirlýsingu Vig-
dísar Finnbogadóttur,
forseta íslands, að hún
gefi ekki kost á sér til
endurkjörs að liðnu þessu kjörtíma-
bili, 31. júlí á næsta ári, er ljóst að
fimmtu forsetakosningarnar í sögu
lýðveldisins verða haldnar laugar-
daginn 29. júní næstkomandi.
Væntanlegum frambjóðendum, sem
standast kjörgengiskilyrði stjórnar-
skrár og laga, gefst tími þar til fimm
vikum fyrir kosningar, eða til 24.
maí í vor, að skila inn framboðum
og afla þess fjölda meðmælenda
sem stjórnarskráin áskilur.
í 3.-6. greinum stjórnarskrár-
innar er fjallað um kjör
forseta íslands og þær
kröfur sem gerðar eru til
þess sem sækist eftir
embættinu.
Kjörgengur er sérhver
íslenskur rikisborgari """""......
sem náð hefur 35 ára aldri og hef-
ur kosningarétt í alþingiskosning-
um.
Forseti er þjóðkjörinn og kosinn
beinni kosningu af þeim sem rétt
hafa til þátttöku í alþingiskosning-
um.
Kosið síðasta
laugardag í júní
Kjörtímabil forseta er fjögur ár
og kjörtímabil þess forseta sem
kjörinn verður næsta sumar telst
frá 1. ágúst 1996 til 31. júlí 2000.
I stjórnarskránni segir að for-
setakjör eigi að fara fram í júní-
eða júlímánuði en fastur kjördagur
er nú síðasti laugardagur í júní.
Til að framboð teljist gilt skulu
forsetaefni hafa meðmæli minnst
1.500 kosningabærra manna og
mest 3.000.
Ákveðinn fjöldi meðmælenda skal
koma úr hveijum lands-
fjórðungi í réttu hlut-
falli við fjölda kjósenda
þar.
Til Sunnlendinga-
fjórðungs telst Suður-
landskjördæmi, Reykja-
neskjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi
og Borgarfjarðarsýsla úr Vestur-
landskjördæmi. Við síðustu kosn-
ingar þurftu frambjóðendur að afla
minnst 1.120 meðmælenda en mest
2.235.
Til Vestfirðingafjórðungs telst
Vesturlandskjördæmi að frátalinni
Minnst
1.500 - mest
3.000 með-
mælendur
Refsivert að
skila fleiri en
3.000 með-
mælum
Borgarfjarðarsýslu og Vestfjarða-
kjördæmi. Við forsetakosningarnar
1988 var krafist þaðan minnst 95
en mest 195 meðmælenda.
Norðlendingafjórðungur er Norð-
urlandskjördæmi vestra og Norður-
landskjördæmi eystra að slepptri
Norður-Þingeyjasýslu. Þaðan
þurftu forsetaefni að afla a.m.k.
200 en ekki meira en 405 meðmæl-
enda við síðustu kosningar.
Austurlandsfjórðungur er svo
Austurlandskjördæmi, að viðbættri
Norður-Þingeyjasýslu. Þaðan eiga
meðmælendur að vera 85-165.
Óljóst er hvernig kröfum um
fjölda meðmælendanna 1.500-3.000
verður háttað fyrir kosn-
ingarnar næsta sumar.
Breytingar á fjölda þeirra
í einstökum landsfjórð-
ungum ráðast af búsetu-
þróun í landinu frá síð-
ustu kosningum.
Að sögn Ólafs Walters Stefáns-
sonar, skrifstofustjóra í dómsmála-
ráðuneytinu, er það forsætisráðu-
neyti sem ekki síðar en þremur
mánuðum fyrir kjördag auglýsir að
forsetakjör standi fyrir dyrum og
þá jafnframt hvaða meðmælenda-
fjölda sé krafist úr einstökum fjórð-
ungum til að framboð teljist gild.
Þessi háttur er hafður á á fjög-
urra ára fresti, án tillits til þess
hvort forseti gefur kost á sér til
endurkjörs eða ekki.
Nái frambjóðendur ekki að leggja
fram tilskilinn lágmarksfjölda með-
mælenda telst framboð þeirra ekki
gilt en skili þeir aftur á móti fleiri
meðmælum en sem nemur há-
marksfjöldanum getur það varðað
refsingu, sem brot á kosningalög-
um, að sögn Ólafs Walters. í kosn-
ingalögum er lagt bann við að fram-
bjóðendur safni áskorunum eða lof-
orðum um stuðning um-
fram það sem kveðið er á
um í lögum. Er brotið
jafnrefsvert þeim sem
safnar og þeim sem undir-
_______ ritar meðmæli vitandi að
tilskildum hármarksfjölda
meðmælenda er náð. Hins vegar
mun ekkert í lögum banna kjósend-
um að mæla með fleiri en einum
frambjóðanda.
Þær kröfur sem að framan er
lýst eiga við í lok hvers kjörtíma-
bils forseta, hvort sem hann gefur
kost á sér til endurkjörs eða ekki.
I framboði:
Asgeir Asgeirsson
Bjarni Jónsson
Gísli Sveinsson
Auðir og ógildir seðlar
Fjöldi
atkvæða
32.924
31.Q45
4.255
2.223
Hlutfall
atkvæða
46,7%
44,1%
6,0%
3,2%
Samtals: 70.447 100,0%
mBFr'
1 103.890 92,2%
í framboöi: Fjöldi Hlutfall
atkvæða atkvæða
pl Kristján Eldjárn 67.544 65,0%
Gunnar Thoroddsen
35.428 34,1%
Auðir og ógildir seðlar
918
0,9%
1,9%
Samtals: 103.890 100,0%
I framboði:
Fjöldi
atkvæða
Hlutfall
atkvæða
04% 14,0%
2,0%
5,3%
Vifldís Finnbogadðttir 43.611 33,6%
Guðlaugur Þorvaldsson 41.700 32,2%
Albert Guðmundsson 25.599 19,8%
Pétur J. Thorsteinsson 18.139 14,0%
Auðirog ógildir seðlar 546 0,4%
Samtals: 129.595 100,0%
Idi á kjörskrá:! 174.732 fe
126.535 72,4%
í framboði: Fjöldl atkvæða Hlutfall atkvæða
Vigdís Finnbogadóttir 117.292 92,7%
Sigrún Þorsteinsdóttir 6.712 5,3%
Auðirog ógildir seðlar 2.531 2,0%
Samtals: 126.535 100,0%
Framboðsfrestur til 24. maí
Eins og fyrr sagði er skilafrestur
framboða fimm vikum fyrir kjördag
og telst því væntanlega 24. maí
næstkomandi vegna kosninganna
29. júní. Framboðum skal skilað til
dómsmálaráðuneytisins.
Komi aðeins fram eitt gilt fram-
boð telst sá frambjóðandi rétt kjör-
inn forseti íslands en séu frambjóð-
endur fleiri er gengið til kosninga.
Kosningarétt hafa allir þeir sem
rétt hafa til þátttöku í alþingiskosn-
ingum og er staðið að framkvæmd
kosninganna með sama hætti og
um alþingiskosningar væri að ræða.
Að loknum kosningum senda
yfirkjörstjórnir niðurstöður sínar til
Hæstaréttar sem síðan úrskurðar
um kosninguna.
Ekki er gerð krafa um að forseti
skuli hljóta meirihluta eða ákveðið
lágmarkshlutfall atkvæða og telst
sá rétt kjörinn forseti íslands sem
hlýtur flest atkvæði frambjóðenda.
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 23
Dýrustu réttarhöldum í sögu Bandaríkjanna lokið
Reuter
FRED Goldman, faðir Ronalds Goldmans, er hér með dóttur sinni, Kim, eftir að úrskurð- O.J. Simpson fagnar er ljóst var að hann
ur kviðdómsins um sýknu Simpsons hafði verið lesinn upp. hafði verið sýknaður af ákæru um morð.
Kviðdómurinn sýkn-
aði O. J. Simpson
RETTARHÖLDUM aldar-
innar, sem svo hafa verið
kölluð, í máli bandarísku
ruðningshetjunnar O.J.
Simpsons er lokið og kviðdómurinn
kvað í gær upp þann úrskurð, að
hann væri sýkn saka. Þetta mál,
sem haldið hefur Bandaríkjamönn-
um föngnum í meira en ár, hófst
12. júní á síðasta ári þegar hundgá
varð til þess að vekja athygli vegfar-
anda á líkum tveggja manneskja,
sem lágu á gangstétt fyrir utan hús
í Brentwood, fínu hverfí í Los Ange-
les. Hafði fólkið verið stungið marg-
sinnis og voru líkin mjög illa leikin.
Líkin reyndust vera af Nicole
Brown Simpson, 35 ára gamalli,
fyrrverandi eiginkonu O.J. Simp-
sons, og 25 ára gömlum vini henn-
ar, Ronald Goldman. Hafði hann
fengist við ýmislegt um dagana,
meðal annars þjóns- og fyrirsætu-
störf og lét sig dreyma um að verða
leikari. Voru þau oft saman á fínu
veitingastöðunum í vesturhluta Los
Angeles og sat Goldman oft undir
stýri á Ferrari-bílnum hennar.
Þegar lögreglan kom á vettvang
fann hún tvö börn þeirra hjónanna
fyrrverandi sofandi í húsinu en þeg-
ar reynt var að hafa samband við
O.J. Simpson, sem bjó í nokkurra
km fjarlægð, var sagt, að hann
væri í Chicago til að taka þátt í
golfmóti og vegna viðræðna í sam-
bandi við starf hans sem ________
talsmaður Hertz-fyr-
Irtækisins. Vöktu morðin
strax gífurlega athygli
og ekki dró úr henni dag-
inn eftir þegar ljóst var,
að íþróttahetjan og átrúnaðargoð
margra, sjálfur O.J. Simpson, var
grunaður um ódæðið.
Ævintýralegur
eltingarleikur
Næstu daga ræddi Simpson við
lögfræðinga sína og vini og var við-
staddur útför fyrrverandi eiginkonu
sinnar. Fimm dögum eftir morðin
tilkynnti lögreglan, að Simpson
ætlaði að gefa sig fram við hana
ásamt lögfræðingi sínum, Robert
Shapiro. Hann kom þó ekki um
morguninn eins og til stóð og síðar
um daginn sagði Shapiro, að hann
væri horfinn, hefði flúið á hvítum
Ford Bronco, sem vinur hans ók.
Kviðdómur í Los Angeles sýknaði í gær O.J.
Simpson af ákæru um morð á fyrrverandi
eiginkonu sinni og vini hennar. Réttarhöldin
stóðu í níu mánuði og hafa fá eða engin vak-
ið jafn mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar.
nærri.“ Líkja margir
réttarhöldunum við beint
tilræði við bandarískt
réttarfar og þau hafa
kynt undir kröfum um
verulegar umbætur í
dómskerfinu, til dæmis í
þá átt, sem er í Evrópu.
Þá hefur verið lagt til,
að afnumið verði það
ákvæði, að kviðdómend-
ur verði allir að vera á
einu máli og ennfremur,
að sjónvarpsútsendingar
frá réttarhöldum verði
bannaðar.
Sókn og vörn
NICOLE Brown Simpson, fyrrverandi
eiginkona O.J. Simpsons, og Ronald Gold-
man, vinur hennar. Þau fundust látin og
illa leikin fyrir utan heimili hennar 12.
júní á sl. ári.
Líkt við
tilræði við
réttarfarið
Þá um kvöldið fengu sjónvarps-
áhorfendur um öll Bandaríkin að
verða vitni að þeim óvenjulega at-
burði þegar lögreglan elti
Broncoinn um götur Los
Angeles og Simpson aft-
ur í með skammbyssu,
sem hann beindi að höfði
sér. Lauk eltingarleikn-
um með því, að ökumaðurinn, vinur
Simpsons, ók heim að húsi hans þar
sem lögreglan beið.
Skemmtiefni fyrir fjölmiðla
„í þessu máli sameinast allt, kyn-
líf og kynþáttamál, ofbeldi, frægt
fólk og íþróttir, og eina vitnið var
hundur,“ segir Jeffrey Toobin, einn
af þeim fjöldamörgu rithöfundum,
sem nú vinna að bók um réttarhöld-
in, og Lawrence Friedman, lagapró-
fessor við Stanford-háskóla, segir,
að réttarhöldin hafí verið uppákoma
en ekki tilraun til að leiða hið sanna
í ijós. „Þau breyttust í skemmti-
efni, sápuóperu þar sem lögfræðileg
og siðferðileg álitaefni komu hvergi
Hér skal stiklað á
stóru hvað varðar helstu
ákæruatriði og málflutn-
ing verjendanna:
TÆKIFÆRI: Til að sýna, að Simp-
son hefði haft tækifæri til að fremja
glæpinn leiddu saksóknarar fram
vitni, sem báru, að ekkert ______
væri vitað um ferðir hans
frá 9.35 um kvöldið til
klukkan 11. Er því haldið
fram, að hundurinn hafí
gelt klukkan 10.15 og lík-
lega hafí morðin átt sér stað þá.
Vitni varnarinnar draga í efa
tímasetningu morðanna, segjast
sum ekki hafa heyrt neinn hund
gelta en'eitt segir, að hann hafi
fyrst byijað geltið klukkan 10.35.
ASTÆÐA: Vitni skýrðu frá því,
að Simpson hefði oft beitt konu sína
ofbeldi og væri fullur heiftar og
afbrýðisemi. Nokkrum klukku-
stundum áður en Nicole var myrt
reiddist hann henni mjög vegna
þess, að hann fékk ekki að hitta
dóttur sína. Vörnin segir hins veg-
ar, að Simpson hafi verið búinn að
jafna sig eftir skilnaðinn og verið
hamingjusamur með vinkonu sinni,
Paula Barbieri. Nokkur vitni báru,
Hafði enga
fjarvistar-
sönnun
að hann hefði verið niðurbrotinn
maður við útför Nicole.
VOPNIÐ: Bæði líkin voru illa leikin'"
en vopnið hefur ekki fundist. Lík-
skoðari segir, að notaður hafi verið
hnífur með einni egg og sérfræðing-
ur varnarinnar segir, að Goldman
hafi barist lengi við banamann sinn
eða banamenn.
BLÓÐ OG TREFJAR: Sérfræðing-
ar saksóknara segja, að blóð úr
Simpson hafí fundist á morðstaðn-
um; að blóð úr hinum látnu hafí
fundist á heimili hans og í Broncoin-
um og hár af Simpson og trefjar
úr fötum hans hafí fundist á morð-
staðnum og á klæðum hinna myrtu.
Sá framburður lögreglumannsins
Marks Fuhrmans, að hann hefði
fundið blóðugan hanska í garðinumi.
við heimili Simpsons, sem hefði átt
við annan, sem fannst á morðstaðn-
um, var hins vegar ómerktur þegar
vörnin sýndi fram á, að Fuhrman
væri kynþáttahatari og meinsvari.
Sokkar með blóði úr Simpson og
konu hans fundust í svefnherbergi
hans en vörnin reyndi að sýna fram
á, að blóðið hefði komist í sokkana
eftir að þeir voru teknir á heimili
Simpsons.
F J ARVIST ARSÖNNUN: Lög-
fræðingar Simpsons gátu ekki lagt
fram neina fjarvistarsönnun en
reyndu að sá fræjum efasemda í
huga kviðdómenda með ýmsum
________ kenningum. Drógu þeij^
til dæmis í efa, að hann
hefði haft tíma til að
fremja morðin en fyrst
og fremst lögðu þeir
áherslu á, að sönnunar-
gögnum hefði verið komið fyrir eða
væru ekki áreiðanleg.
Dýrustu réttarhöld í
bandarískri sögu
Réttarhöldin yfir O.J. Simpson
eru þau langdýrustu, sem um getur
í bandarískri sögu. Þau hafa kostað
skattgreiðendur í Los Angeles k
sjötta hundrað milljóna kr. og vörn-
in hefur kostað Simpson sjálfan á
sjöunda hundrað millj. kr. Voru
eignir hans metnar á hátt í átta
hundruð millj. kr. en síðan hefur
hann haft nokkur hundruð millj. kr.
í tekjur af sölu bókarinnar „í sann-
leika sagt“ og af ýmsum „minja-
gripum“.