Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ +1 %Mmr&ttnbUfoib STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJARLAGAFRUM- VARPIÐ1996 FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði fram fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinhar fyrir árið 1996 á Alþingi síðdegis í gær. Þar er reiknað með, að halli á ríkissjóði verði tæpir 3,9 milljarðar á næsta ári og að ríkisfjármál verði komin í jafnvægi árið 1997. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar tæpir 120 milljarðar og útgjöld tæpir 124 milljarðar. Standist þessar áætlanir verður hallinn 1996 sá minnsti í tólf ár, eða frá 1984, sem er síðasta árið, sem tekjuafgangur var af ríkissjóði. Minnk- andi ríkissjóðshalli kemur m.a. fram í því, að lánsfjár- þörf ríkissjóðs og opinberra aðila lækkar úr 14 milljörð- um í ár í 11,6 mílljarða á næsta ári. í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu kemur fram, að meginmarkmið ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkis- fjármálum sé að skapa skilyrði til varanlegs hagvaxtar og aukinnar atvinnu án þess að stofna í hættu stöðug- leika í verðlagi og lækkun erlendra skulda. Nýta verði batnandi afkomu þjóðarbúsins til að rétta ríkisfjármálin af. Óviðunandi sé að safna skuldum, þegar efnahagslíf- ið er í uppsveiflu og velta þannig skuldunum yfir á kom- andi kynslóðir. Ábyrg og traust fjármálastefna sé for- senda þess, að vextir geti lækkað, fjárfesting í atvinnu- lífinu geti aukizt, hagvöxtur komist á skrið og störfum fjölgi. Fjármálaráðuneytið reiknar með því, að tekjur ríkis- sjóðs aukist á næsta ári um 5,5 milljarða vegna bata í efnahagslífinu. Ekki er gert ráð fyrir aukinni skatt- heimtu nema hækkun tryggingagjalds á avinnurekstur um 0,5% til að vinna upp tekjutap vegna skattfrelsis lífeyrisiðgjalda, svo og verður 5% hátekjuskattur fram- lengdur um eitt ár. Sjálfvirk verðuppfærsla í skatt- og bótakerfinu, þ.á m. persónuafslætti, verður afnumin og hækkanir sæta ákvörðun ríkisstjórnar hverju sinni. Þess- ar breytingar bæta stöðu ríkissjóðs um 1,5 milljarða króna. Á gjaldahlið verður dregið úr fjárfestingum, aðal- lega í samgöngum, um 2 milljarða, en hins vegar fer meira fé í skólamál en áður. í frumvarpinu kemur fram, að breytingar eru fyrirhug- aðar á tekjuskattskerfinu, m.a. til að létta svonefnda jaðarskatta. Þá verður fjármagnstekjuskattur lögfestur á yfirstandandi þingi. Sérstök nefnd fær það verkefni að endurskoða tekjuskattslögin og er henni ætlað að skila áliti fyrir árslok 1996. Það þýðir, að Alþingi verð- ur að fjalla um málið á árinu 1997 og ný lög geta því ekki komið til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi á árinu 1998. Það er löng bið eftir umbótum á alvarlegum mein- semdum tekjuskattskerfisins. ítrekað hefur komið fram hjá fólki, sem yfirgefur landið í leit að betri lífsafkomu, að skattaáþjánin er ein höfuðástæðan ásamt atvinnu- leysi og lágum launum. Vitað er, að skattakerfið fælir fólk frá aukavinnu, þar sem mestur hluti viðbótartekn- anna fer oft í skatt. Ekki bætir það framleiðnina í þjóðfé- laginu, að fólk veigri sér við vinnu. Hvers vegna ætlar ríkisstjórnin að bíða svo lengi með úrbætur? í greinargerð frumvarpsins kemur fram, að rekstrar- halli ríkissjóðs í ár verður 8,9 milljarðar króna. Ekki er lengra síðan en í júlílok, að fjármálaráðherra full- yrti, að vegna aukinna tekna myndu fjárlög ársins stand- ast. Nú, tveimur mánuðum síðar, er ljóst, að hallinn verður 1,5 milljarði umfram fjárlögin, þrátt fyrir 6 millj- arða viðbótartekjur ríkissjóðs á árinu. Það leiðir hugann að því, hversu mikið er að marka niðurstöðutölur fjár- lagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Heldur sami halladans- inn áfram og „eðlilegar" skýringar bornar á borð fyrir skattgreiðendur eftir á? í frumvarpinu er hallinn 1996 áætlaður tæpir 3,9 milljarðar. Hver verður niðurstaðan, þegar þingmenn hafa farið höndum um frumvarpið í jólaösinni og hver verður hún, þegar fjárlagafrumvarpið fyrir 1997 verður lagt fram næsta haust? Stefnan, sem mörkuð er í fjárlagafrumvarpinu, er rétt og á skilið stuðning þings og þjóðar. Haldi hún er vörðuð leiðin út úr ríkissjóðshallanum og til bættrar afkomu fólks og fyrirtækja. Vandinn er að standa fast á stefnunni, þótt a móti blási. Það verður ríkisstjórnin að gera. FORSETAKJOR Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristji Eldjái Fimmti forseti lýð\ ins kjörinn næsta si 29. júní næstkomandi munu íslendingar í fímmta sinn í sögu lýðveldisins ganga til for- setakosninga. Pétur Gunnarsson kynnti sér reglur um framkvæmd kosninganna og þau skilyrði sem væntanlegir frambjóðendur þurfa _____að uppfylla til að vera kjörgengir._____ EFTIR þá yfirlýsingu Vig- dísar Finnbogadóttur, forseta íslands, að hún gefi ekki kost á sér til endurkjörs að liðnu þessu kjörtíma- bili, 31. júlí á næsta ári, er ljóst að fimmtu forsetakosningarnar í sögu lýðveldisins verða haldnar laugar- daginn 29. júní næstkomandi. Væntanlegum frambjóðendum, sem standast kjörgengiskilyrði stjórnar- skrár og laga, gefst tími þar til fimm vikum fyrir kosningar, eða til 24. maí í vor, að skila inn framboðum og afla þess fjölda meðmælenda sem stjórnarskráin áskilur. í 3.-6. greinum stjórnarskrár- innar er fjallað um kjör forseta íslands og þær kröfur sem gerðar eru til þess sem sækist eftir embættinu. Kjörgengur er sérhver íslenskur ríkisborgari """""^ sem náð hefur 35 ára aldri og hef- ur kosningarétt í alþingiskosning- um. Forseti er þjóðkjörinn og kosinn beinni kosningu af þeim sem rétt hafa til þátttöku í alþingiskosning- um. Kosið síðasta laugardag íjúní Kjörtímabil forseta er fjögur ár og kjörtímabil þess forseta sem kjörinn verður næsta sumar telst frá^ 1. ágúst 1996 til 31. júlí 2000. I stjórnarskránni segir að for- setakjör eigi að fara fram í júní- eða júlímánuði en fastur kjördagur er nú síðasti laugardagur í júní. Til að framboð teljist gilt skulu forsetaefni hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna og mest 3.000. Ákveðinn fjöldi meðmælenda skal koma úr hverjum lands- -------:----- fjórðungi í réttu hlut- falli við fjölda kjósenda þar. Til Sunnlendinga- fjórðungs telst Suður- _ landskjördæmi, Reykja- neskjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi og Borgarfjarðarsýsla úr Vestur- landskjördæmi. Við síðustu kosn- ingar þurftu frambjóðendur að afla minnst 1.120 meðmælenda en mest 2.235. Til Vestfirðingafjórðungs telst Vesturlandskjördæmi að frátalinni Minnst 1.500 - mest 3.000 meö- mælendur Refsivert að skila f leiri en 3.000 með- mælum Borgarfjarðarsýslu og Vestfjarða- kjördæmi. Við forsetakosningarnar 1988 var krafist þaðan minnst 95 en mest 195 meðmælenda. Norðlendingafjórðungur er Norð- urlandskjördæmi vestra og Norður- landskjördæmi eystra að slepptri Norður-Þingeyjasýslu. Þaðan þurftu forsetaefni að afla a.m.k. 200 en ekki meira en 405 meðmæl- enda við síðustu kosningar. Austurlandsfjórðungur er svo Austurlandskjördæmi, að viðbættri Norður-Þingeyjasýslu. Þaðan eiga meðmælendur áð vera 85-165. Óljóst er hvernig kröfum um fjölda meðmælendanna 1.500-3.000 _______ verður háttað fyrir kosn- ingarnar næsta sumar. Breytingar á fjölda þeirra í einstökum landsfjórð- ungum ráðast af búsetu- þróun í landinu frá síð- mmmmmmm ustu kosningum. Að sögn Ólafs Walters Stefáns- sonar, skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu, er það forsætisráðu- neyti sem ekki síðar en þremur mánuðum fyrir kjördag auglýsir að forsetakjör standi fyrir dyrum og þá jafnframt hvaða meðmælenda- fjölda sé krafist úr einstökum fjórð- ungum til að framboð teljist gild. Þessi háttur er hafður á á fjög- urra ára fresti, án tillits til þess hvort forseti gefur kost á sér til endurkjörs eða ekki. Nái frambjóðendur ekki að leggja fram tilskilinn lágmarksfjölda með- mælenda telst framboð þeirra ekki gilt en skili þeir aftur á móti fleiri meðmælum en sem nemur há- marksfjöldanum getur það varðað refsingu, sern brot á kosningalög- um, að sögn Ólafs Walters. í kosn- ingalögum er lagt bann við að fram- bjóðendur safni áskorunum eða lof- orðum um stuðning um- fram það sem kveðið er á um í lögum. Er brotið jafnrefsvert þeim sem safnar og þeim sem undir- ritar meðmæli vitandi að tilskildum hármarksfjölda meðmælenda er náð. Hins vegar mun ekkert í lögum banna kjósend- um að mæla með fleiri en einum frambjóðanda. Þær kröfur sem að framan er lýst eiga við í lok hvers kjörtíma- bils forseta, hvort sem hann gefur kost á sér til endurkjörs eða ekki. 1952 Fjöldi á kjörsk Greiddatkvæ í framboði: l'.f-TtM 7044^ Asgeir Asgeirsson 3,2% ^6,0% Gísli Sveinsson Auðir og ógildir seðlar Sai 1968 ! 103.890 65,0%^ 34,1% J í framboði: Kristján Eldjárn Gunnar Thorodrjst Auðir og ógildir seðlar 0,9% Sai I framboði: 0^14,0% Vigdís Finnbogadrj Guðlaugur Þorvald AlbertGuömundssi Pétur J. Thorstein! Auðir og ógildir seðiar Sai I framboði: 5,3% Vigdís Finnbogadá Sigrún Þorsteinsdi Auðir og ógildir seðlar Sai Framboðsfrestur til 24. maí Eins og fyrr sagði er skilafrestur framboða fimm vikum fyrir kjördag og telst því væntanlega 24. maí næstkomandi vegna kosninganna 29. júní. Framboðum skal skilað til dómsmálaráðuneytisins. Komi aðeins fram eitt gilt fram- boð telst sá frambjóðandi rétt kjör- inn forseti íslands en séu frambjóð- endur fleiri er gengið til kosninga. Kosningarétt hafa allir þeir sem _ í 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.