Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 33 BREF TIL BLAÐSINS Undarleg tíkþessi pólitík Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kemur frískur og fínn úr fríi, þar sem glæsibifreið bíður hans og annarra ráðherra auk dágóðrar launahækk- unar plús skattfríðindi og skilur ekk- ert í óróa fólks með lág laun út af þessari „leiðréttingu" Kjaradóms þeim til handa og segir það ekki koma til greina að breyta því „menn deila jú ekki við dómara". ráðherrar, þingmenn og aðrir embættismenn bera mikla ábyrgð og eiga þetta skil- ið. Þeir gefa sjúklingum, öldruðum, öryrkjum og almennum borgurum smá „pústra" annað slagið, en skilur fólkið virkilega ekki að það er gert í þess þágu, sé til lengri tíma litið? En Davíð forsætisráðherra bendir þessu órólega fólki með þungri áherslu á borgarstjórn sem ¦ ræðst með svo óheyrilega ósvífnum hætti á lífskjör borgarbúa með því að hækka fargjöld SVR, þar er skað- valdurinn, ekki laun hans, þing- manna eða flottheit embættismanna, þeir verða jú að komast með sæmi- legri reisn í eins og eina „Bermúda- skál" í harðviðarinnréttaðan vínkjall- ara Bessastaða, án þess að fólkið sé að kvarta. _ ,_ HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37, Garðabæ. Frá Eygló Þorsteinsdóttur: SONUR minn og vinkona hans voru svo óheppin að kaupa sér farmiða með Emerald Air til London fyrir stuttu. Tilgangur ferðarinnar var aðallega að fara á hina þekktu tón- listarhátíð sem haldin er í Reading árlega. Ferðin átti að hefjast föstu- daginn 25. ágúst sl. kl. 13.55, þ.e. sama dag og tónleikarnir byrja. Reiknuðu þau með að geta komist á svæðið um kvöldmatarleytið og njóta þess sem boðið yrði uppá það kvöldið. Þegar leið að brottför kom í ljós að allt var í óvissu um komu vélarinnar og ekki síður um brott- för hennar aftur héðan af landi. Undirrituð hafði þá samband við skrifstofu Arctic Áir um kl. 17.00 og benti þeim á að þessi mikla seinkun gæti valdið því að þau yrðu alfarið af fyrsta kvöldi tónleikanna og einig strandaglópar í London seint um nótt án nokkurs víss gisti- staðar. Fyrir svörum varð starfs- maður sem kynnti sig sem Stefán. . Ekki vildi hann neitt gera í þessum málum, en nefndi þó að starfsmað- ur þeirra yrði í vélinni og hann mundi reyna eitthvað. Að öðru leyti var hann eins og biluð grammafóns- plata sem endurtók alltaf sömu tugguna, að þetta væri allt sam- gönguráðuneytinu að kenna. Þeir hefðu sett þeim stólinn fyrir dyrnar algerlega að ástæðulausu. Loks rann þó hin langþráða brottför upp, en þá var kl. orðin rúmlega 19.00 um kvöldið. Við innritunarborðið var fjöldi fólks sem var að fara með þessari vél, en ekki til London held- ur Belfast. Þar kom sem sé í ljós Reynslusaga að fyrst yrðu frændur vorir írar heimsóttir. En ekki var nú allur sannleikurinn kominn upp á yfir- borðið, því á leiðinni út var það til- kynnt að ekki yrði lent í London heldur Manchester. Þetta hafði eng- inn haft á orði við þau fyrir brott- för. Þegar svo loks var lent á enskri grund tók við tveggja tíma bið eft- ir rútu sem flytja átti farþegana „síðasta spottann." Loðin svör Fyrir þá sem ekki eru kunnugir á þessum slóðum má geta þess að það tekur um þrjá tíma lágmark að aka frá Manchester til London. Áður en rútan lagði af stað spurðu þau þennan starfsmann Arctic Air hvort hún hefði getað gert eitthvað í því að útvega þeim gistingu í London. Hennar svör voru bæði loðin og léleg. Nei, hún hafði eigin- lega gleymt því, en þau hlytu að redda sér. Þar að auki væri ekkert mál að finna gistingu í London á þessum árstíma. Það má vel vera að þessi starfsmaður hafi verið að fara í sína fyrstu utanlandsferð en almennt er það talið frekar erfitt að finna gistingu á þessum árs- tíma. Með þessi orð hennar að veg- arnesti fóru þau af stað til London, en af einhverjum ástæðum sá þessi starfsmaður sér ekki fært að slást í hópinn í þessari spennandi rútu- ferð. Þegar loks var komið til Lond- on 8-9 tímum á eftir áætlun, hófst heilmikil leit að gististað. Eftir að hafa farið á 10-15 staði í nágrenn- inu fundu þau heimagistingu sem mundi á almennu íslensku máli kallast hálfgerð rottuhola. 25 pund hurfu þar fyrir lítið. Ekki varð þeim sérstaklega svefnsamt á þessum stað og eflaust ekki foreldrum þeirra heldur ef þeir hefðu vitað af þeim á þessu ráfi um stórborgina um miðja nótt. Þegar ferðalangarnir komu heim aftur, reyndar líka í seinkun, var aftur talað við Arctic Air. Þar á bæ var enn boðið upp á sömu tugguna, að þetta væri allt samgönguráðu- neytinu að kenna. Ekki vildu þeir bjóða þeim neitt sem heitið gætu bætur fyrir að hafa þurft að gista í London og tapa af hluta tónleik- anna. í Morgunblaðinu 29. ágúst er haft eftir Gísla Lárussyni, for- svarsmanni Arctic Air, að þeir seu að reyna að skera á öll tengsl við Emerald Air. Arctic Air sé eingöngu að tryggja að farþegar Emerald verði ekki strandaglópar víðsvegar um Evrópu. Þeir beri þó enga ábyrgð á þessum farþegum. Tengsl Ég spyr því? Til hvers var Arctic Air að taka að sér að flytja þetta fólk og fá ekkert nema vandræði út úr því? Ef engin eru tengslin, hvers vegna byrjuðu þeir þá ekki með hreint borð og létu Emerald róa? Þeir sætu þá ekki uppi með fjöldann allan af kvörtunum og hundóánægða farþega sem eru ein- hver versta auglýsing sem hægt er að hugsa sér. Er ekki hér bara á ferðinni gamla góða íslenska „trix- ið" að skipta um nafn og kennitölu þegar halla fer undan fæti og vand- ræðin hrannast upp? Ég vona bara að samgönguráðuneytið fari vel ofan í saumana hjá þessum nýju rekstraraðilum, því það er með ólík- indum hve margir ævintýramenn hafa komist langt í íslensku við- skiptalífí. Alla, sem hyggja á að leggja land undir fót, hvet ég til að ferðast með traustum og vel reknum fyrirtækjum sem hafa áunnið sér góðan orðstír. Því þar sannast hið fornkveðna að gott orð- spor er gulls ígildi. EYGLÓ ÞORSTEINSDÓTTIR, Faxabraut 51, Keflavík. HUGBÚNAÐUR FYRIR windows LAUNAKERFI Frá kr. 14.940. £T| KERRSÞRÓUN HF. "-^1 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 WtAW^AUGL YSÍNGAR FUNDiR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur H.K.R.R. verður haldinn í íþróttamistöðinni í Laugar- dal þriðjudaginn 10. október kl. 19.00. Stjórnin. Hluthafafundur Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., boðar til hlut- hafafundar í kaffistofu frystihússins, Eyrar- vegi 16, Þórshöfn, þriðjudaginn 17. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytt ákvæði hlutafélaga- laga nr. 2-1995. 2. Önnur mál. Stjórnin. Félagsmálaráðuneytið Staða og þróun starfsmenntunar í Evrópu Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins heldur opinn fund fimmtudaginn 5. október nk. um stöðu og þróun starfsmenntunar í Evrópu. Fundurinn verður haldinn í Borgar- túni 6, 4. hæð, kl. 13.00-16.00. Gestur fundarins verður Per Jensen, deildar- stjóri starfsmenntadeildar dönsku Vinnu- málastofnunarinnar og verkefnisstjóri nor- ræns samstarfsverkefnis um starfsmenntun í atvinnulífinu. Ágúst H. Ingþórsson, verkefnisstjóri Sam- menntar, kynnir Leonardó-áætlun Evrópu- sambandsins. Túlkað verður á milli íslensku og dönsku. Félagsmálaráðuneytið, 29. september 1995. KENNSLA Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins og Gísla Rúnars Örfá sæti laus á helgarnámskeið 14. og 15. október. Upplýsingar í símum 588 2545 og 551 9060. Leiklistarnámskeið fyrir börn Ellefu vikna leiklistarnámskeið fyrir börn hefj- ast laugardaginn 7. október nk. í gömlu bæjarútgerðinni, Vesturgötu 11, Hafnarfirði. 6, 7 og 8 ára börn á laugardögum frá kl. 10-11, 9 og 10 ára börn á laugardögum frá kl. 11.30-12.30 og 11 og 12 ára börn á laug- ardögum frá kl. 13-14. Verð 6.900 kr. Systkinaafsláttur. Innritun hafin ísímum 555-0553 og 555-0304. HAFNÁRFlfRÐARLEIKHÚSlÐ l HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR FELAGSSTARF Fiskveiðistjórnun og hugmyndir Gary Becker Heimdallur, félag ungra sjálfstæöis- manna í Reykjavfk, heldur opinn fund um stjórn fiskveiða i Valhöll, Háaleitis- braut 1, í dag, mið- vikudaginn 4. októ- ber, kl. 20.30. Gestir fundarins verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent í félagsvísindadeild Háskóla Islands og Markús Möller, hagfræðingur i Seðlabanka l'slands. Umræðuefni fundarins verða m.a. skrif Gary Beckers, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, um fiskveiðistjórnun í Business Week, reynsla l'slendinga af aflamarkskerfinu og hugmyndir um veiðileyfagjald sem renni í ríkis- sjóð. Allir velkomnir. Félag sjálfstæðimanna íHáaleitishverfi Aðalfundur félagsins verður haldinn i Valhöll þriðjudaginn 10. októ- ber kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin, Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, miðvikudaginn 11. október nk. kl. 20.00. Stjórnin. auglýsingar I.O.O.F. 9= 1771048</2 = 0.9 Hörgshlíð12 Bænastund i kvöld kl. 20.00. D GLITNIR 5995100419 I Fjhst. Atkv. D HELGAFELL 5996100419 VI 2 FRL. I.O.O.F. 7 = 17710048'/2 = Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kí. 20.30 i tengslum við dreifingu Bókar Lífsins. Ræðumaður John Warren. Allir hjartanlega velkomnir. Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Girma Arf- asó frá Eþíópíu verður ræðu- maður. Allir velkomnir. KROSSINN Dúndrandi kveðjusamkoma fyrir Burnie Sanders i kvöld kl. 20.30. Ath.: Við erum í nýju húsnæði í Hlíðasmára 5-7, Kópavogi. FERÐAFÉLAG ÍSLMiDS MÖRKINNI6 - S/M/ 568-2533 Næstu helgarferðir: 1. 7.-8. okt. Þórsmörk - haust- litir. Brottför laugardag kl. 8.00. Nú er besti tíminn til að skoða haustlitina. Góð gisting í Skag- fjörðsskála. Gönguferðir við allra hæfi. Þátttakendum gefst kostur á að tína birkifræ, en ferðin er í samvinnu við Landgræðsluna og Skógrækt ríkisins. Af því til- efni býöur F.f. grillmáltíð á laugardagskvöldinu. Fjölskyld- utilboð. 2. 6.-8. okt. Laugar - Jökulgil og Hraf ntinnusker (f ullt tungl). Brottför kl. 20. Farið ef færð leyfir. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.