Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rosemary West fyr- ir rétt RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir bresku konunni Rosemary West, sem sökuð er um að hafa myrt tíu stúlkur á aldrin- um 15-21 árs, þeirra á meðal dóttur sína og stjúpdóttur. West kveðst saklaus af morð- unum, sem voru framin á átt- unda og níunda áratugnum. Eiginmaður hennar, Fred West, var einnig ákærður fyrir morðin en hann svipti sig lífi í fangelsi áður en hann var leiddur fyrir rétt. Talið er að hann hafí einnig myrt fyrri eiginkonu sína og barnfóstru. Rússar mót- mæla töku togara SENDIHERRA Rússlands í Osló hefur afhent norska utan- ríkisráðuneytinu formleg mót- mæli vegna töku rússnesks togara í vikunni sem leið. Fjög- ur norsk herskip stöðvuðu tog- arann og héldu honum í átta klukkustundir vegna gruns um að skipveijarnir hygðust smygla áfengi til Noregs. Við leit í togaranum fundust 36 flöskur af áfengi. Fær Rushdie Nóbelsverð- launin? SÆNSKA bókmenntaaka- demían skýrði frá því í gær að tilkynnt yrði á fimmtudag hver hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Sænskir Q'ölmiðlar hafa yfirleitt reynt að geta sér til um hver verði fyrir valinu en lítið er um slík- ar vangaveltur í ár. Breski rit- höfundurinn Salman Rushdie hefur einna helst verið nefnd- ur. Kastró til New York? STJÓRN Bandaríkjanna er reiðubúin að veita Fídel Kastró, leiðtoga Kúbu, vega- bréfsáritun til að hann geti verið viðstaddur hátiðahöld í New York í tilefni 50 ára af- mælis Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. The Wash- ington Post hafði þetta eftir bandarískum embættismönn- um í gær. Syni Kovac sleppt SYNI Michals Kovacs, forseta Slóvakíu, var sleppt gegn tryggingu í Austurríki á mánudag, en hann er eftirlýst- ur í Þýskalandi vegna meintra fjársvika. Kovac sagði í sjón- varpsviðtali að óþekktir menn, sem rændu honum í Slóvakíu í síðasta mánuði, hefðu verið í herbúningum. Þeir hefðu dregið hann úr bíl nálægt heimili hans, lamað hann með því að gefa honum rafstuð og neytt hann til að drekka tvær flöskur af viskíi. Mannrænin- gjarnir skildu hann síðan eftir við lögreglustöð í Austurríki. Rannsaka dauða Kelkals París. Reuter. ALAIN Juppe forsætisráðherra Frakklans vísaði á bug í gær ásök- unum þess efnis að iögregla hefði farið óeðlilega að er Khaled Kelkal, meintur hryðjuverkamaður, var felldur í skotbardaga í Lyon sl. föstu- dag. Opinber rannsókn á dauða Kelk- als er hafin en fram kemur á mynd- bandi sjónvarpsstöðvarinnar M6, að lögreglan hafi fyrst sært hann en er hann mundaði síðan byssu sína að lögreglunni hafi kúlnahríð verið látin dynja á honum. „Við hefðum ekkert kosið frekar en ná honum lifandi," sagði Juppe og ítrekaði að um sjálfsvörn hefði verið að ræða er lögreglan skaut öðru sinni að Kelkal. Yfirheyrslur hófust í gær yfir samverkamanni Keikals, Karim Ko- ussa, sem lögregla handsamaði eftir skotbardaga við þá tvo í síðustu viku. í fórum hans fannst byssa sem not- uð var við morð á alsírska strangtrú- arleiðtoganum Abdelbaki Sahraoui í París í júlí. Reuter KRÓATAR opnuðu í gær fjöldagröf með líkum 34 meintra fórn- arlamba hersveita Bosníu-Serba í þorpinu Suho Polje í Bosníu. Reynt verður að bera kennsl á jarðneskar leifar sem þar fundust. Stjórnarher Bosníu rýfur heit við Saraievo Sarajevo. Rcutcr. FULLTRÚAR sveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosniu fordæmdu í gær hersveitir stjórnarinnar í Sarajevo fyrir að skjóta af þunga- vopnum innan vopnlausa svæðis- ins umhverfis höfuðborgina á sveitir Bosníu-Serba suðaustur af borginni. Bardagar blossuðu upp milli Serba og stjórnarhersveita við borgina Trnovo sem er 35 km suðaustur af Sarajevo. Óvinaheij- imir hafa þrisvar skipst á yfirráð- um þar og ráða Serbar henni nú. Um borgina liggur helsta sam- gönguæð suðausturhluta Bosníu. Rufu heitin Með árásum frá vopnlausa svæðinu hefur stjórnarherinn rofið heit um að beita þessum vopnum ekki. Bosníu-Serbar óskuðu strax eftir að fá að flytja þungavopn aftur til vopnlausa svæðisins til sjálfsvarnar en því var hafnað af hálfu fulltrúa SÞ og NATO, sem sögðu að stjórnarherinn yrði látinn sæta ábyrgð. Ólíklegt var talið að ráðist yrði á þá en orrustuþotur NATO sveimuðu yfir Sarajevo í gær og hraðlið SÞ var í viðbragðs- stöðu á Igman-fjalli. Comoroeyjar í Indlandshafi Njgum forset- um hafnað París. Reuter. FRAKKAR höfnuðu í gær þeirri ákvörðun valdaræningjanna á Comoro- eyjum að skipa tvo óbreytta borgara í embætti forseta sem lögleysu. „Tilraun uppreisnarmannanna til að koma á nýrri svokallaðri borgara- legri stjórn er algjörlega ólögleg,“ sagði í yfirlýsingu frá franska utan- ríkisráðuneytinu. „Samfélag þjóðanna, sem fordæmdi valdaránið, verð- ur ekki blekkt með þessari grófu tilraun.“ Frönsku flugmenn- irnir á lífi FRANSKA dagblaðið Paris Match hefur birt myndir af tveimur frönskum flugmönnum ásamt serbneskum hermönnum sem fundu þá eftir að vél þeirra var skotin niður í fyrstu loftárás- um Atlantshafsbandalagsins í Bosníu 30. ágúst. Franska sljórn- in hefur staðfest að flugmennirn- ir séu enn á lífi. Svo virðist sem flugmennirnir hafi meiðst á fæti þegar þeir lentu í fallhlífum á yfirráðasvæði Serba og á myndunum halda þeir um axlir serbneskra her- manna. Að öðru leyti virtust þeir vel á sig komnir og þeir brostu á myndunum. Dagblaðið kvaðst hafa fengið myndirnar „beint frá Pale“, höf- uðstað Bosníu-Serba. Herforingjar, sem voru leystir úr fangelsi í valdaráninu, lýstu því yfir í vikunni sem leið að þeir hefðu tekið við völdunum í landinu en skipuðu síðan tvo óbreytta borgara í embætti forseta á mánudag. Franska stjómin telur að leiðtogi herforingjanna, Combo Ayouba kaf- teinn, sé aðeins „leppur" ævintýra- mannsins Bobs Denards, 66 ára Frakka sem var hrakinn frá eyjun- um árið 1989 eftir að hafa reynt þrisvar sinnum að ræna völdunum. Átti hann miklar eignir á eyjunum og telja sumir, að fyrir honum vaki að komast yfír þær aftur. Verða málaliðar handteknir? Franska dagblaðið Liberation sagði í gær að franska stjórnin hefði sent um 20 liðsmenn úrvals- sveita til Indlandshafs vegna hugs- anlegra aðgerða til að handtaka málaliðana. Mennimir em úr þrem- ur sveitum og ein þeirra réðst inn í flugvél, sem rænt var í Frakk- landi í desember, og drap flugræn- ingjana, fjóra múslimska öfga- menn. MEIRA en 50 lík hafa fundist og 100 til viðbótar er saknað í bæn- um Cabalantian á Filippseyjum sem hvarf nánast í aurskriðu um helgina. Um 2.300 hús í bænum fóru á kaf í aurskriðunni, sem féll þegar hitabeltisfárviðrið Sibyl gekk yfir Filippseyjar. Fárviðrið og úrhelli ollu flóðum og skriðuföllum í 29 Bær hvarf í aurskriðu héruðum og 28 borgum. Meira en 3.900 hús fóru á kaf í skriðuföll- um í nágrannabæjum Cabalantian og tugir manna fórust í skriðum Reuter og flóðum í 12 héruðum. 11.000 af 15.000 íbúum Cabal- antian var bjargað með þyrlum, bátum og farartækjum sem ferð- ast á láði og legi. Meira en þúsund bæjarbúar voru hífðir upp í þyrl- ur af húsþökum. Á myndinni mokar íbúi Cabal- antian aur af jeppa sínum eftir aurskriðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.