Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 23
+r MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 23 írisrján Eldjárn Vigdís Finnbogadóttir veldis- sumar .877 w* 82,0% Fjöldi atkvæða 32.924 Hlutfall atkvæða 46,7% sson •n. 31.045 4.255 2.223 .44,1% 6,0% 3,2% 100,0% jn eðlar S amtals: 70.447 ^ETTfíjH 3.890 ¦ 92,2% ! Fjöldi atkvæða 67.544 Hlutfall atkvæða 65,0% ... ***** i 'i-fMas-íi I"1 •*"yy" ¦ 918 103.890 eðlar Samtals: 0,9% 100,0% 3.196 ****¦***¦ 90,5% 9.595 i Fjöldi atkvæða 43.611 Hlutfall atkvæða 33,6% sgadóttir ryaidsson 41.700 32,2% indsson 25.599 19,8% steinsson 18.139 14,0% eðlar 546 0,4% Samtals: 129.595 100,0% 4.732 ¦1 **^b*****************J ""1 72,4% ! Fjöldi atkvæða 117.292 Hlutfall atkvæða 92,7% jgadóttir iinsdóttir 6.712 5,3% eðlar 2.531 2,0% Samtals: 126.535 100,0% rétt hafa til þátttöku í alþingiskosn- ingum og er staðið að framkvæmd kosninganna með sama hætti og um alþingiskosningar væri að ræða. Að loknum kosningum senda yfirkjörstjórnir niðurstöður sínar til Hæstaréttar sem síðan úrskurðar um kosninguna. Ekki er gerð krafa um að forseti skuli hljóta meirihluta eða ákveðið lágmarkshlutfall atkvæða og telst sá rétt kjörinn forseti íslands sem hlýtur flest atkvæði frambjóðenda. —T— Dýrustu réttarhöldum í sögu Bandaríkjanna lokið Reuter FRED Goldman, faðir Ronalds Goldmans, er hér með dóttur sinni, Kim, eftir að úrskurð- ur kviðdómsins um sýknu Simpsons hafði verið lesinn upp. O.J. Simpson fagnar er ljóst var að hann hafði verið sýknaður af ákæru um morð. Kviðdómurinn sýkn- aði O. J. Simpson RETTARHOLDUM aldar- innar, sem svo hafa verið kölluð, í máli bandarísku ruðningshetjunnar O.J. Simpsons er lokið og kviðdómurinn kvað í gær upp þann úrskurð, að hann væri sýkn saka. Þetta mál, sem haldið hefur Bandaríkjamönn- um föngnum í meira en ár, hófst 12. júní á síðasta ári þegar hundgá varð til þess að vekja athygli vegfar- anda á líkum tveggja manneskja, sem lágu á gangstétt fyrir utan hús í Brentwood, fínu hverfi í Los Ange- les. Hafði fólkið verið stungið marg- sinnis og voru líkin mjög illa leikin. Líkin reyndust vera af Nicole Brown Simpson, 35 ára gamalli, fyrrverandi eiginkonu O.J. Simp- sons, og 25 ára gömlum vini henn- ar, Ronald Goldman. Hafði hann fengist við ýmislegt um dagana, meðal annars þjóns- og fyrirsætu- störf og lét sig dreyma um að verða leikari. Voru þau oft saman á fínu veitingastöðunum í vesturhluta Los Angeles og sat Goldman oft undir stýri á Ferrari-bílnum hennar. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún tvö börn þeirra hjónanna fyrrverandi sofandi í húsinu en þeg- ar reynt var að hafa samband við O.J. Simpson, sem bjó í nokkurra km fjarlægð, var sagt, að hann væri í Chicago til að taka þátt í golfmóti pg vegna viðræðna í sam- bandi við starf hans sem _______ talsmaður Hertz-fyr- irtækisins. Vöktu morðin strax gífurlega athygli og ekki dró úr henni dag- inn eftir þegar ljóst var, að íþróttahetjan og átrúnaðargoð margra, sjálfur O.J. Simpson, var grunaður um ódæðið. Ævintýralegur eltingarleikur Næstu daga ræddi Simpson við lögfræðinga sína og vini og var við- staddur útför fyrrverandi eiginkonu sinnar. Fimm dögum eftir morðin tilkynnti lögreglan, að Simpson ætlaði að gefa sig fram við hana ásamt lögfræðingi sínum, Robert Shapiro. Hann kom þó ekki um morguninn eins og til stóð og síðar um daginn sagði Shapiro, að hann væri horfínn, hefði flúið á hvítum Ford Bronco, sem vinur hans ók. Kviðdómur í Los Angeles sýknaði í gær O.J. Simpson af ákæru um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar. Réttarhöldin stóðu í níu mánuði og hafa fá eða engin vak- ið jafn mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar. nærri." Líkja margir réttarhöldunum við beint tilræði við bandarískt réttarfar og þau hafa kynt undir kröfum um verulegar umbætur í dómskerfínu, til dæmis í þá átt, sem er í Evrópu. Þá hefur verið lagt til, að afnumið verði það ákvæði, að kviðdómend- ur verði allir að vera á einu máli og ennfremur, að sjónvarpsútsendingar frá réttarhöldum verði bannaðar. NICOLE Brown Simpson, fyrrverandi eiginkona O.J. Simpsons, og Ronald Gold- man, vinur hennar. Þau fundust látin og illa jeikin fyrir utan heimili hennar 12. júní á sl. árí. Líkt við tilræði við réttarfarið Þá um kvöldið fengu sjónvarps- áhorfendur um öll Bandaríkin að verða vitni að þeim óvenjulega at- burði þegar lögreglan elti Broncoinn um götur Los Angeles og Simpson aft- ur í með skammbyssu, sem hann beindi að höfði sér. Lauk eltingarleikn- um með því, að ökumaðurinn, vinur Simpsons, ók heim að húsi hans þar sem lögreglan beið. Skemmtiefni fyrir fjölmiðla „í þessu máli sameinast allt, kyn- líf og kynþáttamál, ofbeldi, frægt fólk og íþróttir, og eina vitnið var hundur," segir Jeffrey Toobin, einn af þeim fjöldamörgu rithöfundum, sem nú vinna að bók um réttarhöld- in, og Lawrence Friedman, lagapró- fessor við Stanford-háskóla, segir, að réttarhöldin hafí verið uppákoma en ekki tilraun til að leiða hið sanna í Ijós. „Þau breyttust í skemmti- efni, sápuóperu þar sem lögfræðileg og siðferðileg álitaefni komu hvergi Sókn og vörn Hér skal stiklað á stóru hvað varðar helstu ákæruatriði og málflutn- ing verjendanna: TÆKIFÆRI: Til að sýna, að Simp- son hefði haft tækifæri til að fremja glæpinn leiddu saksóknarar fram vitni, sem báru, að ekkert væri vitað um ferðir hans frá 9.35 um kvöldið til klukkan 11. Er því haldið fram, að hundurinn hafi geltklukkan 10.15 oglík- lega hafi morðin átt sér stað þá. Vitni varnarinnar draga í efa tímasetningu morðanna, segjast sum ekki hafa heyrt neinn hund gelta en'eitt segir, að hann hafí fyrst byrjað geltið klukkan 10.35. ASTÆÐA: Vitni skýrðu frá því, að Simpson hefði oft beitt konu sína ofbeldi og væri fullur heiftar og afbrýðisemi. Nokkrum klukku- stundum áður en Nicole var myrt reiddist hann henni mjög vegna þess, að hann fékk ekki að hitta dóttur sína. Vörnin segir hins veg- ar, að Simpson hafi verið búinn að jafna sig eftir skilnaðinn og verið hamingjusamur með vinkonu sinni, Paula Barbieri. Nokkur vitni báru, Hafði enga fjarvistar- sönnun að hann hefði verið niðurbrotinn maður við útför Nicole. VOPNIÐ: Bæði líkin voru illa leikin<~ en vopnið hefur ekki fundist. Lík- skoðari segir, að notaður hafi verið hnífur með einni egg og sérfræðing- ur varnarinnar segir, að Goldman hafí barist lengi við banamann sinn eða banamenn. BLÓÐ OGTREFJAR: Sérfræðing- ar saksóknara segja, að blóð úr Simpson hafi fundist á morðstaðn- um; að blóð úr hinum látnu hafi fundist á heimili hans og í Broncoin- um og hár af Simpson og trefjar úr fötum hans hafi fundist á morð- staðnum og á klæðum hinna myrtu. Sá framburður lögreglumannsins Marks Fuhrmans, að hann hefði fundið blóðugan hanska í garðinuim ¦. við heimili Simpsons, sem hefði átt við annan, sem fannst á morðstaðn- um, var hins vegar ómerktur þegar vörnin sýndi fram á, að Fuhrman væri kynþáttahatari og meinsvari. Sokkar með blóði úr Simpson og konu hans fundust í svefnherbergi hans en vörnin reyndi að sýna fram á, að blóðið hefði komist í sokkana eftir að þeir voru teknir á heimili Simpsons. FJARVISTARSÖNNUN: Lög- fræðingar Simpsons gátu ekki lagt fram neina fjarvistarsönnun en reyndu að sá fræjum efasemda í huga kviðdómenda með ýmsum kenningum. Drógu þeúi. til dæmis í efa, að hann hefði haft tíma til að> fremja morðin en fyrst og fremst lögðu þeir áherslu á, að sönnunar- gögnum hefði verið komið fyrir eða væru ekki áreiðanleg. Dýrustu réttarhöld í bandarískri sögu Réttarhöldin yfir O.J. Simpson eru þau langdýrustu, sem um getur í bandarískri sögu. Þau hafa kostað skattgreiðendur í Los Angeles á sjötta hundrað milljóna kr. og vörn- in hefur kostað Simpson sjálfan á sjöunda hundrað millj. kr. Voru eignir hans metnar á hátt í átta hundruð millj. kr. en síðan hefur hann haft nokkur hundruð millj. kr. í tekjur af sölu bókarinnar „I sann- leika sagt" og af ýmsum „minja- gripum". '**t*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.