Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TYL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni I CAN SEE THE LI6HT5 OF THE 5CH00L 5US C0MIN6THR0U6H THE F06^ IT 5 LIKE A HU6E M0N5TER PEV0URIN6 EVERYTH1N6IN IT5PATH.. w a -j-j— Ég sé ljósið á skólabílnum Hann er eins og risastórt Hvert ertu að fara? koma í gegnum þokuna. skrímsli sem gleypir allt sem á vegi þess verður ... <WALKIN6 T0 SCH00L Ég ætla gang- andi í skólann. Málstaður og launakjör Frá G. Jökli Gíslasyni: ÞAÐ ERU stærstu forréttindi okkar í lýðræðisríki að við höfum frelsi til að kjósa þá sem yfir okkur ráða. I grundvallaratriðum er þetta þar sem við höfum mest áhrif á stjórnskipun okkar. Þó er þetta þeim annmörkum háð að úrval þeirra sem við fáum að velja úr er takmark- að og oft spuming um að velja hið Skásta frekar en það besta. Stjórn- málamenn standa fyrir ólíka málstaði og yfirleitt er það boðskapur stjórn- arandstöðunnar sem á sér greiðasta samsvörun meðal almennings á hvetjum tíma. Þó er það eitt sem stjómmálamenn virðast alltaf geta verið sammála um og það er að þeir verðskuldi launahækkun. Því er ekki mótmælt að þeir eigi ekki skilið hærri laun heldur er það spuming hversvegna þeir eigi þau skilið frekar en aðrir. Fyrir því era engin viðhlít- andi rök fyrir aðra en stjómmála- menn að trúa, að minnsta kosti ekki fyrir almenning að skilja. Erfíðast er þó að samþykkja afstöðu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur í þessu máli en laun hennar hækka í sam- ræmi við forsætisráðherra. Það er eitt að gera eitthvað sem er í and- stöðu við hlutskipti og skoðanir ai- mennings heldur en að taka þátt í því og samt starfa undir þeim for- merkjum að vera fulltrúi félags- hyggju. Er það ekki einmitt hlutverk slíks leiðtoga að sýna skörangshátt, afsala sér launahækkun og skapa með því fordæmi til eftirbreytni? Það virðist ekki vera, heldur ákveður borgastjóri að bíða eftir aðgerðum formanns eina stjórnarandstöðu- flokks í borgarstjórn. Því var áður fleygt í gamni að þeir borgastjórar Sjálfstæðisflokksins sem tóku við af Davíð Oddssyni væra háðir ákvörð- unum hans áður en þeir gerðu upp hug sinn og svo virðist enn vera þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur við völd. Að bíða svo eftir ákvörðun annars og þá sérstaklega þeim sem leiðir stjórnmálastefnu andstæða þeirri sem maður er full- trúi fyrir er ákveðinn tvískinnungur og þó það sé margt sem sé gagnrýn- isvert i launahækkunum alþingis- manna þá er fátt fyrirlitlegra en fals. Það er enginn skörangsháttur í því. Fyrir síðustu kosningar lofaði R-list- inn því að auka ekki skattbyrði. Holræsagjöld og strætisvagnafar- gjöld era ekki skattar í þrengstu merkingu þess orðs en eru auknar álögur. Það og þessi ákvörðun borg- arstjóra, að bíða eftir ákvörðun for- manns Sjálfstæðisflokksins um það hvort þiggja beri launahækkun langt umfram það sem almenningur fær, setur spurningarmerki við félags- hyggjuanda þessa flokks. Það mikilvægasta sem stjórnmála- menn eiga að hafa til að bera er að vera sjálfír sér samkvæmir, það er ekki nóg að halda fram skoðun eða vera fulltrúi stefnu í orði ef það er ekki í samræmi við hegðun í verki. í síðustu borgarstjórnarkosningum nýtti ég atkvæðisrétt minn og kaus R-listann, í næstu kosningum er ég aftur fijáls til að kjósa það sem ég vil. G.JÖKULLGÍSLASON, Heiðarseli 6, Reykjavík. Fréttir frá Átaki - félagi þroskaheftra og fatlaðra Frá ínu Valsdóttur: VIÐ stofnuðum félagið Átak fyrir tveimur áram og þá þann 20. sept- ember 1993. Við eram búin að kynna borgastjórann fyrir félaginu. Helstu baráttumál hjá Átaki eru launamál á vernduðum vinnu- stöðum og við eram búin að halda tvo félagsfundi. Var annar þeirra um at- vinnumál, þá komu tveir verkalýðsfor- ingjar á fund hjá Átaki og voru frá Iðju og Sókn. Fókið á þessum vemduðu vinnustöðum er ekki í neinum verkalýðsfélögum. Hugsið ykkur að þau sem vinna á þessum stöðum fá engin eftirlaun þegar þau verða 67 ára. Ekki mynd- uð þið vilja láta bjóða ykkur uppá slíkt, og ekki mynduð þig viija þau laun sem þau hafa í dag og era búin að vera með upp undir 10-15 ár. Ekki mynduð þið láta bjóða ykkur þessi laun, þið þama úti í þjóðfélag- inu. Hvemig væri að fara að breyta þessu? Við fóram til Álandseyja í júní síðastliðinn á N.F.P.U. þing. Ráðstefnan var um málefni fatlaðra. Og þarna úti í Álandseyjum var maður að nafni Henning Furulund sem er frá Noregi. Hann er hörku ræðumaður og hann verður hér á íslandi 6.-8. október, þá verður landsþing hjá Landssambandi Þroskahjálpar á Hótel Sögu, starf í umræðuhópum verður á laugardeg- inum 7. október kl. 9-12 í Skálanum. Þar verður Henning Furalund með ræðu. Umræðuhópar eru litlir hópar innan Þroskahjálpar og það helsta sem við ræðum eru mest trúnaðar- mál. Við verðum með aðalfund mið- vikudaginn 4. október ki. 20-22 í gamla Geysishúsinu eða í Hinu hús- inu í Aðalstræti 2 eins og það heitir í dag. Allir velkomnir. ÍNA VALSDÓTTIR. ína Valsdóttir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.