Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLADIÐ AÐSENDAR GREIIVIAR Brýrnarí Madisonsýslu I SUMAR hafa íbú- ar höfuðborgasvæðis- ins horft á miklar og skjótar brúarfram- kvæmdir á Vest- urlandsvegi við Höfðabakka. Ekkert hefur verið til sparað að gera þetta mann- virki sem veglegast og hafa verktakar lagt nótt við dag til að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma. Nú kann einhver að spyrja - til hvers þurftum við nú þessa brú núna í öllu at- vinnuleysinu og erlendu skuldun- um? Gátum við ekki frestað þess- ari framkvæmd t.d. fram yfir næsta álver og varið peningunum í staðinn í varanlega atvinnuupp- byggingu eða hluta af þeim til að vinna heildarskipulag samgöngu- mála fyrir höfuðborgarsvæðið? Gátu ökumenn ekki bara beðið nokkrar sekúndur á þessum gat- namótum í nokkur ár í viðbót -* eins og margir þurfa að gera jafn- vel enn þann dag í dag? Svarið við þessu kann að vera að það hafi verið búið að „eyrnamerkja" þessa peninga - þeir áttu að fara í vegi og brýr á höfuðborgarsvæð- inu jafnvel þótt ekkert heildstætt skipulag landnotkunar og sam- gangna á þessu svæði, sem stend- ur undir nafni, hafi ennþá séð dagsins ljós! Auk þess er líka búið að reikna það út að framkvæmdin sé „fjárhagslega hagkvæm". Þær aðferðir sem núna eru not- aðar hér á landi til að reikna út arðsemi vega gera ráð fyrir að um 60% af arðseminni komi til vegna tímasparnaðar ökumanna. Það er nú svo. Á móti má spyrja hvað atvinnulaus maður - eða bara Gestur Ólafsson maður sem er að fara í vinnu og úr græði mikið í útseldum tíma á að vera nokkrum mínútum fijótari í ferðum á hverri viku eða mánuði? Nú er það svo að kostnaður við eina brú er ekki mikið fé fyrir jafnríka þjóð og við íslendingar teljum okkur vera. Það sem er hins vegar alvar- legra er að í núgild- andi aðalskipulagi Reykjavíkur einnar er gert ráð fyrir að byggðar verði rösklega 20 álíka brýr á næstu árum! Er þetta eina leiðin - og hvað ef Internetið og aðrar tækniframfarir breyta við- skipta- og atvinnuvenjum? Ef við viljum byggja allar þessr brýr verðum við líka að finna þessa peninga einhversstaðar. Það er líka alveg víst að þeir þurfa endan- lega að koma úr vasa almennings og frá fyrirtækjum þessa lands - á kostnað alls annars sem væri hægt að gera fyrir þá. Þetta eru hræðilega mörg þorskígildi ef við reiknum í þeirri mynt. Er til nokkur önnur leið, kann einhver að spyrja? í vegalögum er fá ákvæði að finna um skipulag samgöngumála, sem ætti þó að vera sjálfsagður undanfari vega- gerðar, annað en það að „vegir skulu lagðir í samræmi við skipu- lag". Þetta kann einhverjum að finnast þunnur þrettándi. Þó er þar ákvæði um að 1% af tekjum til vegagerðar skuli varið til rann- sókna og tilrauna við vega- og gatnagerð. Jafnvel Bandaríkja- menn, sem þó kalla ekki allt ömmu sína í skipulagsmálum, gerðu þá sjálfsögðu kröfu, fyrir hartnær í aðalskipulagi Reykja- víkur einnar, segir Gestur Olafsson, er gert ráð fyrir byggingu rösklega 20 álíkra brúa á næstu árum. hálfri öld, fyrir fjárveitingu til uppbyggingu milliríkjavega þar í landi að fyrir lægi samræmt skipu- lag umferðar og landnotkunar áður en nokkurt fé fékkst til fram- kvæmda. Um áratuga skeið hafa skipu- lagsfræðingar þekkt aðrar leiðir en brúarbyggingar og umferðar- mannvirki til þess að nýta betur fjárfestingu í samgöngukerfinu þannig að jafnvel megi koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir eða fresta þeim um ókomin ár. Þess- ari þekkingu hefur hins vegar ver- ið lítill gaumur gefinn hér á landi. Þótt félag íslenskra skipulags- fræðinga hafi á annan áratug beitt NÝJA Höfðabakkabrúin. sér fyrir grundvallarstarfsréttind- um og löggildingu á starfsheiti hafa ráðandi öfl í íslensku þjóðfé- lagi ekki ennþá viljað koma til móts við þá sjálfsögðu kröfu. Þó eru mörg nærtæk dæmi um hvað getur gerst ef skipulagið er ekki í lagi. íslenskir lagasmiðir hafa margt sér til ágætis, enda eru starfandi lögmenn hér á landi um sjö sinnum fleiri á íbúa en t.d. í Finnlandi. Þótt þessi starfsgrein sé fjölmenn má lögmönnum þessa lands ekki gleymast að stöðugt eru að koma til sögunnar ný þekkingarsvið sem líka geta gagnast íslenskri þjóð. Framfarir eru m.a. fólgnar í að viðurkenna þetta. Þegar stjórnendur Reykjavíkur- borgar neyðast tii að hækka far- gjöld með strætisvögnum til þess að minnka hallarekstur þessarar samgönguþjónustu þá er það ein- faldlega vegna þess að stjórnmála- menn á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei viljað að byggð á þessu svæði sé skipulögð þannig að hag- kvæmt sé að reka þar almennings- samgöngur. Og auðvitað þurfa notendur þessarar þjónustu - eða við í sameiningu að borga brúsann. Samgöngur eru, hvort sem okk- ur líkar betur eða verr, orðnar einn stærsti útgjaldaliður hverrar fjöl- skyldu í þessu landi. Auk þess verjum við í ár rúmlega 7 milljörð- um til viðhalds og nýbyggingar vega. En á meðan opinberir aðilar vilja ekki taka á skipulagi þessara mála á mikið raunhæfari hátt en með einfeldningslegri hvatningu um að „spenna beltin og að aka varlega" er ekki von á góðu. Með- an það gerist ekki verður haldið áfram að byggja brýrnar á höfuð- borgarsvæðinu og önnur sam- göngumannvirki hvort sem við höfum efni á þeim eða ekki. í ágætri skáldsögu, Brýrnar í Madison sýslu, segir frá fólki sem hafði það gagn af bandarískri brú- arsmíð að það gat orðið ástfangið við eina slíka brú. Hvað sem líður þörfinni á fleiri umferðarbrúm á höfuðborgarsvæðinu vona ég að minnsta kosti að þær geti þjónað þeim tilgangi. Höfundur er fyrrverandi for- stöðumaður Skipiúagsstofu höfuð- borgarsvæðisins. Kjarasamningar 17 sinn- um skertir með bráða- birgðalögum á 10 árum í UMRÆÐUM um launamál «ru forustu- menn í verkalýðs- hreyfingunni oft sak- aðir um að bera ábyrgð á hinum lágu launatöxtum hér á landi. Ég heyrði það t.d. fyrir nokkrum dögum í dægurmála- þætti ríkisútvarpsins, að maður nokkur hringdi inn og sagði að Alþýðusambandið væri á móti því að hækka launin! Aðrir hringdu inn á eftir og tóku undir þessi orð. Sumir starfsmenn fjölmiðla hafa einnig alið á þessu viðhorfí og lát- ið að því liggja að forustumenn í verkalýðshreyfingunni væru ekki hæfir til að semja um laun fólks, sem væri á lægri launum en þeir sjálfir! Á sama tíma og þessir fjölmiðlamenn reyna þannig að gera forustumenn verkalýðshreyf- ingarinnar tortryggilega í augum láglaunafólks, láta þessir sömu starfsmenn fjölmiðla, eins og þeir beri kjör þessa fólks fyrir brjósti Magnús L. Sveinsson og séu þess umkomnir að ræða þau, enda þótt þeir séu sjálfir á margföldum launum láglaunafólksins! Það vakti líka sérstaka at- hygli í umræðuþætti á Stöð 2, þann 28. sept. sl., um launahækkanir til þingmanna, að þá höfðu nýju þingmenn- irnir, Pétur Blöndal og Gunnlaugur Sig- mundsson, sem ætla auðheyrilega að halda fast í sjálftekin skatt- fríðindi sín, það eitt til málanna að leggja að níða forustumenn í verkalýðs- hreyfingunni niður fyrir slæíega frammistöðu við að hækka launin í landinu. Berst VSÍ fyrir launahækkunum? Það er umhugsunarefni, að í allri þessari umræðu og gagnrýni á hina lágu launataxta, sem verka- lýðsforingjum er kennt um, er ekki minnst einu orði á samtök vinnuveitenda. Maður gæti haldið Þannig má rekja hina lágu launataxta til þess, segir Magnús L. Sveinsson, að stjórnvöld hafa sautján sinhum á tíu árum skert um- samda launataxta. að fólk liti svo á, að VSÍ væri allt- af að berjast við að hækka laun fólks í landinu, en yrði ekkert ágengt vegna þess að forustumenn í verkalýðshreyfingunni stæðu gegn launahækkunum! Umræða af þessu tagi er vægast sagt lágk- úruleg og langt frá því að vera málefnaleg. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, gat ekki orða bundist vegna ummæla nýju þingmannanna í umræðu- þættinum á Stöð 2, sem áður er getið, og sagði að það væri átakan- legt ef þjóðkjörnum þingmönnum ætti að líðast að flytja umræðuna í „ómerkilegan leðjuslag, þar sem menn leggjast í forina og kasta skít hver í annan". Nú hafa flestir fylgst með því, að verkalýðshreyfingin hefur oft þurft að heyja harða baráttu fyrir bættum kjörum og þá stundum þurft að beita verkfallsvopninu. Það hefur borið misjafnan árangur eins og menn þekkja. Því verður þó varla haldið fram af sanngirni, að forustumenn í verkalýðshreyf- ingunni hafi ekki lagt sig fram um að rétta hlut umbjóðenda sinna í slíkum átökum, og tæplega sann- gjarnt að saka þá um, þó ekki hafi meira náðst fram. Samningar 17 sinnum ógiltir með lögum Það er einnig fróðlegt að rifja það upp í þessu sambandi, að stjórnvöld hafa ósjaldan ógilt gild- andi kjarasamninga með löggjöf. Minna má á, að á árunum 1978 til 1988, á 10 árum, settu stjórn- völd 17 bráðabirgðalög, sem skertu eða ógiltu gildandi kjara- samninga, sem verkalýðshreyfing- in hafði gert. Verslunarmenn eru t.d. vel minnugir þess, að 1988 háðu þeir harða launabaráttu og voru í nærri hálfsmánaðar verk- falli áður en samningar við vinnu- veitendur tókust. Það voru engar stórar fúlgur sem verslunarmenn komu með út úr þeim samningum, þó þeir fórnuðu nærri hálfsmánað- ar launum. Fimm mánuðum eftir að samningar voru undirritaðir höfðu stjórnvöld sett þrjú bráða- birgðalög á samningana og síðustu lögin kváðu á um að 2,5% launa- hækkun, sem koma átti 1. sept. 1988 og 1,5% launahækkun sem koma átti 1. des. sama ár, sam- tals 4%, skyldu afnumdar með öllu og enginn hefur séð síðan. Þannig má rekja hina lágu launataxta til þess, að stjórnvöld hafa 17 sinnum á 10 árum skert umsamda launa- taxta, sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir. Ásmundur skammaður! í sambandi við þennan áróður, að lágir launataxtar séu eingöngu á ábyrgð verkalýðsforingjanna en ekki VSÍ, kemur mér í hug þáttur sem var í ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum. Stefán Jón Haf- stein sá um þennan þátt og hafði fengið til sín Einar Odd Kristjáns- son, sem þá var formaður Vinnu- veitendasambands íslands, og Ás- mund Stefánsson, sem þá var for- seti Alþýðusambands Islands. Kja- rasamningar, sem þá voru nýgerð- ir voru til umræðu, og gátu menn hringt og látið skoðun sína í ljós í þættinum. Mikið var um hring- ingar og beindu menn spjcrtum sín- um fyrst og fremst að Ásmundi og kenndu honum um lélega samn- inga. Þegar þættinum lauk, sagði Stefán Jón að það hefði vakið undrun sína, að allir sem hringdu, skömmuðu Ásmund fyrir lélega samninga en enginn skammaði formann Vinnuveitendasambands- ins fyrir að hafa barist gegn launa- hækkunum! Þá sagði Ásmundur: „Ástæðan er sú, að það væntir enginn neins af Einari Oddi!" Höfundur er formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.