Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 7. QKTÓBER 1995____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær Eingreiðslur færðar inn í bótakerfið í fjárlagaræðu flármálaráðherra á Alþingi í gær kom fram að gert sé ráð fyrir að festa eingreiðslur Iqarasamninga inn í grunn bóta- kerfís almannatrygginga og að jaðarskattar bamafjölskyldna lækki. Stjórnarandstaðan segir engar nýjar leiðir famar í frumvarpinu. SkjálftavlrknflQ^^ og vestur af Hveragerði llfof J Stærsti skiálftinn varð kl. I / REYKJAVIK íO { Hengill^ Stærsti skjálftinn varð kl. 03:37 og var hann 3,5 á richter-kvaröa. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og færðist virknin til vesturs. Skammt vestur af Fremstadal, varð Z' Hverageröi ir jarðskjálfti kl. 10:45 og var hann 2,5 á richter-kvarða. —i / /\K£ í Se f -r H. , Þorlákshöfn {,/ ly/ -■i' /. Skjálftahrinan byrjaði um kl. 01 með smáskjálftum sem áttu upptök nálægt Ölkelduháisi. Skjálftahrinan stóð yfir frá um kl. 01 aðfaranótt föstudags og framtil kl. 11 að morgni. — SZ Ibúar vakna við drunur o g skjálfta í FJÁRLAGARÆÐU sinni ræddi Friðrik Sophusson m.a. um áhrif þess afnáms sjálfvirkni í skatta- og útgjaldamálum sem fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir og sagði að með auknum stöðugleika í verðlags- málum væru ekki lengur rök fyrir sjálfvirkri verðuppfærslu ýmissa bóta- og afsláttarliða í takt við vísi- tölubreytingar. Ráðgert er að ákveða breytingar á fjárhæðum við af- greiðslu fjárlaga hveiju sinni. í fram- haldi af þessu hefur verið ákveðið að helstu afsláttar- og bótaliðir skatt- kerfisins verði óbreyttir á næsta ári og ekki er gert ráð fyrir að gjald- skrár verði hækkaðar né skattar og gjöld sem verið hafa tengd vísitölu, s.s. bifreiðaskattur, bensíngjald og skattur í Framkvæmdasjóð aldraðra. Varanlegar eingreiðslur Sömu grundvallarbreytingar verða gerðar varðandi gjöld almannatrygg- ingakerfísins, að sögn fjármálaráð- herra. „Sjálfvirk tenging við laun er afnumin. í staðinn er gerð sú mikil- væga breyting að svokallaðar ein- greiðslur, sem hingað til hafa verið ákveðnar í tengslum við gerð kjara- samninga hverju sinni, eru felldar inn í frumfjárhæðir tryggingabótakerfís- ins. Þetta þýðir að bótafjárhæðir hækka í flestum tilvikum meira um næstu áramót en annars hefði orðið. Jafnframt þýðir þetta að eingreiðsl- urnar verða varanlegar. Ekki þarf lengur að semja um þær í kjarasamn- ingum. Þeirri óvissu er því eytt,“ sagði Friðrik Sophusson. Friðrik gerði einnig grein fyrir því að hann hefði þegar óskað eftir til- nefningu ýmissa aðila í nefnd til að vinna að endurskoðun tekjuskatts- kerfísins með það að markmiði að lækka jaðarskatta. Nefndin eigi að skila tillögum fyrir árslok 1996 og stefnt sé að því að tillögumar geti verið lögfestar næsta haust og komið til framkvæmda á árinu 1997. Lægri jaðarskattar barnafj ölskyldna í þessu sambandi nefndi hann að samkvæmt fjárlagafrumvarfjinu væri gert ráð fyrir að dregið verði úr tekju- skerðingu bamabótaauka. „Þetta jafngildir því að dregið verði úr jaðar- áhrifum skattkerfisins og er þannig fyrsta skrefíð í átt til almennrar lækk- unar jaðarskatta og jaðaráhrifa. Með þessu er jafnframt staða barnaíjöl- skyldna með þunga framfærslubyrði treyst. Þessar tillögur em enn í mótun en gera má ráð fyrir að jaðarskattur þriggja til fjögurra bama fjölskyldna geti lækkað umtalsverð og bamabæt- umar jafnframt hækkað um allt að 10 þúsund krónur á mánuði sé miðað við 200 þúsund króna mánaðartekjur hjónanna. Jaðaráhrifín jafngilda allt að 10% lækkun jaðarskatts," sagði Friðrik Sophusson. Við fyrstu umræðu um fjárlaga- frumvarpið lýstu talsmenn stjómar- andstöðunnar sig sammála markmið- um frumvarpsins en kváðust tor- tryggja leiðimar. í því efni væri ekk- ert nýtt í frumvarpinu að fínna. Mar- grét Frímannsdóttir, Alþýðubanda- lagi, sagði frumvarpið einkennast af því að enn ætti að höggva í sama knémnn og skera niður þjónustu við sjúklinga og aðra sem ættu undir högg að sækja. Þetta væm sömu gömlu úrræðin og einkennt hefðu fjárlagafrumvörp alla valdatíð Frið- riks Sophussonar. Fmmvarpið tefldi í tvísýnu friði á vinnumarkaði þar sem hæpið væri að verkalýðshreyfingin tæki þeirri kjaraskerðingu sem það boðaði þegj- andi. Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, sagði að í fmmvarpinu væm engar nýjar leiðir famar. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, gagnrýndi m.a. að alþingismönnum hefði ekki verið sýndur sami trúnaður og aðilum vinnumarkaðarins og Sam- bandi sveitarfélaga sem kynnt hefði verið eftii frumvarpsins áður en það var lagt fram. Framsókn gagnrýnd Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki, spurði hvort heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson varaformaður fjár- laganefndar ætluðu að láta það yfir sig ganga að framkvæmdum við Gils- fjarðarbrú yrði frestað þrátt fyrir yfír- lýsingar fyrir kosningar. Hann og fleiri stjómandstöðuþingmenn gagn- lýndu sérstaklega það að Framsókn- arflokkurinn, sem lofað hefði 12.000 nýjum störfum fyrir aldamót í kosn- ingabaráttunni og haft hefði á lofti slagorðið Fólk í fyrirrúmi, stæði að þessu fjárlagafrumvarpi, sem gengi gegn fiestum kosningaloforðum flokksins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að meginmarkmið ríkis- stjómarinnar væri að draga úr halla- rekstri ríkissjóðs og skuldasöfnun og stuðla þannig að vaxtalækkun og hagvexti. Valdi Alþingi því verkefni að samþykkja á næstu árum hallalaus fjárlög skapist samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar 9.000 störf í landinu fyrir aldamót og sé þá ekki gert ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum. Mark- mið Framsóknarflokksins um 12.000 störf fyrir aldamót sé því fyllilega raunhæft. HVERGERÐINGAR vöknuðu upp af værum blundi við töluverðar drunur og jarðskjálfta, 3,5 á Ric- hter-kvarða, um kl. 3.30 í fyrri- nótt. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur segir að virknin hafí hafist á Olkelduhálsi, 5 til 7 km norður af Hveragerði, og færst til vesturs. Hann segir ekki hafa komið fram vísbendingar um að meira væri í vændum. Ragnar sagði að smáskjálftar hefðu byijað upp úr kl. 1 í fyrri- nótt. Stærsti skjálftinn hefði verið 3,5 á Richter-kvarða á fjórða tímanum um nóttina. Eftirskjálftar hefðu fylgt honum og færst til vesturs. Þegar virknin var að dofna tók hún sig skyndilega upp aftur og varð jarðskjálfti, 2,5 á Richter- kvarða, skammt norður af Skíða- skálanum í Hveradölum kl. 10.45 í gærmorgun. Ragnar sagði ekki óeðlilegt að virknin tæki sig upp. „Við áttum í rauninni von á því hrinan færði sig til og gæti verið að dofna niður þótt hún tæki sig upp aftur,“ sagði hann. Mesta virkni frá ’52-’54 Ragnar sagði að virknin suður undir Hengli hefði ekki verið meiri frá 1952-1954 frá því í júlí-ágúst í fyrra. Hann sagði að skýringin fælist í jöfnum og þéttum plötu- hreyfingum. „Þótt virknin sé hvim- leið er hún ekki endilega slæm því hún kemur í veg fyrir að mikil orka hlaðist upp og leysist úr læð- ingi með virkilega stórum jarð- skjálfta. Þá er yfirleitt verið að tala um tugi eða hundruð ára,“ sagði hann. Ragnar sagði að töluvert hefði verið hringt á vakt Veðurstofunnar frá Hveragerði vegna skjálftanna í fyrrinótti. Einhveijir hefðu fundið þá í Reykjavík. Engar skemmdir Hvergerðingar virðast almennt hafa vaknað við miklar drunur rétt áður en stóri skjálftinn reið yfir í fyrrinótt. íbúarnir segja að drunurnar hafí verið miklar og óhuggulegar. Sjálfur jarðskjálftinn var snarpur og jörð titraði lengi. Ekkert virðist hafa skemmst eða dottið úr hillum. Hins vegar skröltu munir í hillum og glamraði í öllu lauslegu. Margir sögðust í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins hafa stokkið fram úr og ætlað út og mörgum varð ekki svefnsamt eftir að jarðskjálftinn reið yfír. Þótt j Hvergerðingar séu orðnir vanir skjálftum að þessu tagi bregður þeim alltaf jafn mikið við titring- inn. Spænskar ástríður mæta þýskri reglu Morgunblaðið/Halldór INGVAR E. Sigurðsson og Halldóra Bjömsdóttir sýna afbragðsleik. LEIKUST Þ j ód I e i k h ús i ð , Litla s v i ð i ð SANNURKARLMAÐUR Eftir Tankred Dorst. íslensk þýðing: Bjami Jónsson. Leikarar: Halldóra Bjömsdóttir, Hilmar Jónsson, Ingvar E. Sigurðsson og Rúrik Haraldsson. Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir. Leikmynd: Óskar Jónasson. Búning- ar: Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Föstudaginn 6. október. FERNANDO Krapp er ríkur maður og að eigin áliti og margra annarra karlmennskan holdi klædd. Hann á því skilið að fá fallegustu konuna sem völ er á, konu sem er kvenleikinn holdi klæddur; sönn kona handa sönnum karlmanni. Svo einfalt er það og gengur að sjálfsögðu eftir, burtséð frá því hvað hin tilvonandi brúður er að tuldra í byijun. Það eru hreinar línur, eins og þessar sem leikritið snýst um (a.m.k. á yfirborðinu). í verkinu takast andstæður á 5 sífellu, bæði á opinskáan og dulinn hátt: karl- kona, styrkur-veikleiki, heilbrigt- sjúkt, heiðarleiki-undirferli o.s.frv. Undirliggjandi grunndrættir verks- ins eru þannig allir nokkuð klárir og augljósir. María Kristjándóttir leikstjóri eykur þessi áhrif með því að velja stílfærða útfærslu á verkinu. Og það sama er að segja um leikmynd og búninga. Notaðir eru fáir en sterkir litir - svart og rautt er ríkj- andi - og lítið er um leikmuni. Sviðið er aflangt og rýmið mikið fyrir þá fáu leikarar sem leika í sýningunni. Það eru Ingvar E. Sig- urðsson og Halldóra Björnsdóttir sem fara með aðalhlutverkin, hlut- verk hjónanna Júlíu og Femando Krapp, og það mæðir mikið á þeim að gæða einfalt svart rýmið lífi. Þetta tekst þeim á aðdáunarverðan hátt, leikur beggja og samleikur er frábær. Hilmar Jónsson leikur þriðja hjólið undir vagninum, hann er hugsanlega elskhugi Júlíu (það vit- um við ekki fyrir víst) a.m.k. er hann sá aðili sem er keppinautur Fernandos, andstæðingur sem hann þarf að sigra. Ég var ekki sátt við túlkun Hilmars á greifan- um. Hann er of yeikgeðja, of aum- ur til að geta talist verðugur and- stæðingur hins sanna karlmanns. í túlkun hans skorti þann þokka sem „Don Juan“-týpa verður að hafa til að bera. Rúrik Haraldsson var í litlu hlutverki föður Júlíu og reyndi lítið á hann, en hann skilaði hlutverkinu ágætlega. Tankred Dorst er Þjóðveiji og byggir hann þetta leikverk á spænskri smásögu eftir Miguel de Unamuno. Nú er það svo að hin spænska og hin þýska þjóðarsál er í grundvallaratriðum ólík, næstum ósamrýmanleg (a.m.k. þær frum- hugmyndir sem við gerum okkur um þessar tvær þjóðir). Hugsanlegt er að í því sé að fínna skýringuna á því hvers vegna maður situr að sýningu lokinni með þá tilfinningu að verkið hafi endanlega ekki geng- ið upp: Að hin þýska regla eigi illa við hinn spænska ástríðuhita og óreiðu tilfinninganna. Þrátt fyrir afbragðsleik Halldóru og Ingvars, viðeigandi sviðsmynd og búninga, og texta sem er á köflum mjög skemmtilegur, þá er eitthvað sem virkar ósannfærandi í uppfærslunni í heild. Vera kann að stílfærslan sé of mikil. Hún veldur því m.a. að umskipti eru mjög snögg; bæði milli tíma og rúms í framvindu leiksins, en ekki síður í tilfinningum persóna. Það er lítið sem ekkert nostrað við smáatriði, hinar hreinu grundvallarlínur eru ráðandi. Ahorfandinn stendur uppi með spurningar um hvað það er sem ræður sveiflum og umskiptum til- finninga - en fær engin svör. Til að njóta verksins verður áhorfand- inn því að gefast stílfærslunni á vald, fallast á að kjarni verksins -sé falinn, liggi milli lína og atriða leiksins, bak við sjáanlegar athafn- ir leikaranna. Út frá því má svo vafalaust spá mikið og spekúlera um vald peninganna og veldi til- fínninganna, um sannleika og lyg*> um eðli ástarinnar o.s.frv. Ég hefði þó kosið að fá meira upp á yfirborð- ið, að sjá nánar útfærðar þær miklu i tilfinningar sem óneitanlega búa í verkinu. Heildaráhrif sýningarinnar voru þau að efnið væri á einhvern hátt bælt, að það næði ekki að blómstra. Og það er satt að segja undarlegt að upplifa slík heildaráhrif þegar aðalleikarnir fara á kostum. Hérna hlýtur því ábyrgðin að vera hjá leik- t stjóra og þeim stíl sem hún velur j uppfærslunni. . . . Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.