Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stjórn Yitzhaks Rabins heldur velli á þingi ísraels Naumur meirihluti fyrir PLO-samningi Jerúsalem. Reuter. ÞING ísraels samþykkti í fyrrinótt samning stjómar Yitzhaks Rabins forsætisráðherra við Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) um stækkun sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna. 61 þingmaður greiddi at- kvæði með samningnum en 59 á móti eftir stormasamar umræður í 15 klukkustundir. Atkvæðagreiðslan er ti! marks djúpstæðan klofning meðal ísraela í afstöðunni til friðarviðræðnanna og vaxandi andstöðu við stjóm Verkamannaflokksins sem stendur frammi fyrir þingkosningum í nóv- ember á næsta ári. Þúsundir hægrisinna sátu um þinghúsið eftir blysgöngu um mið- borg Jerúsalem. Margir göngu- manna hrópuðu í sífellu „Rabin er Réttarhöldin yfir O.J. Simpson Litar- hætti kennt um Los Angeles. Reuter. MARCIA Clark aðalsækjandi málsins á hendur O.J. Simpson er sögð hafa tjáð blaðamanni CMY-sjónvarpsstöðvarinnar að litarháttur kviðdómenda hafi valdið því að þeir sýknuðu Simpson. Af hálfu embættis saksóknara Los Angeles er blaðamaðurinn sakaður um að hafa haft rangt eftir henni. „Þeir ftjálslyndu vilja ekki viðurkenna það, en kviðdómur, sem að meirihluta er skipaður blökkumönnum, sakfellir ekki í máli sem svona er vaxið. Þeir láta sig réttlætið engu varða,“ er haft eftir Marciu Clark. Talsmaður CNN sagði að stöðin stæði við frásögn sína og ekki hefði verið að ræða að blaðamaðurinn hefði rætt við hana á þeirri forsendu að ekkert yrði eftir henni haft. Talsmaður saksóknaraemb- ættisins hélt því fram að henni hefðu verið lögð orð í rnunn og ummælin endurspegluðu engan veginn afstöðu hennar. Fred Goldman, faðir Rons Goldmans, sem myrtur var á heimili Nicolé Brown Simpson um leið og hún, hét því í gær, að sækja Simpson til saka vegna dauða sonarins. Hyggst hann höfða einkamál á hendur Simpson en sönnunarbyrðin í máli af því tagi er mun minni en í opinberu réttarhaldi í glæpamálum. Tapaði Simpson slíku máli þyrfti hann ekki að afplána fangavist, heldur tap- aði einungis háum upphæðum. Flytur Simpson? Orðrómur er á kreiki þess efnis að fjölskylda Nicole muni hins vegar falla frá áformum um að höfða einkamál á hend- ur Simpson. Með hagsmuni barna þeirra tveggja að leiðar- ljósi kjósi fjölskyldan fremur að sættast við hann. Fjölmiðlar skýrðu frá því í gær, að Simpson ráðgeri að flytja frá Los Angeles til annað hvort New York, þar sem hann á íbúð, eða til Flórída en þar býr unnusta hans, sýningar- stúlkan Paula Barbieri. svikari“ og nokkrir héldu á styttu af forsætisráðherranum í herbún- ingi þýskra nasista. Blysum var kastað á lögreglumenn og bifreið að minnsta kosti eins ráðherra var grýtt. Stjórnarandstæðingar sögðu samninginn greiða fyrir stofnun palestínsks ríkis á öllum landsvæð- unum sem ísraelar hernámu í stríð- inu 1967. Stjórnarliðar „brugðust" „Þetta var naumur meirihluti vegna þess að tveir af þingmönnum Verkamannaflokksins brugðust kjósendum sínum og snerust gegn stjórninni," sagði Rabin. „Ég for- dæmi þetta, en þar sem við náðum meirihluta höldum við áfram að framfylgja samningnum á Vestur- bakkanum." Samkvæmt samningnum flytja ísraelar hermenn sína frá byggðum Palestínumanna á Vesturbakkanum í áföngum og efnt verður til kosn- inga þar á næsta ári. Áður höfðu Palestínumenn öðlast heimastjórn á Gaza-svæðinu og í Jeríkó á Vestur- bakkanum samkvæmt Óslóarfriðar- samningnum frá árinu 1993. Mun minni andstaða var við þann samn- ing á þinginu, sem samþykkti hann með 61 atkvæði gegn 50. Síðan þá hefur meirihluti samsteypustjómar- innar minnkað og nokkrir þingmenn tekið afstöðu gegn stefnu flokka sinna í deilunni um friðarviðræð- umar. Reuter ÞÚSUNDIR hægrimanna ganga með blys um miðborg Jerúsalem til að mótmæla samningnum um heimastjórn Palestínumanna á V esturbakkanum. Fagnar frestun NATO-stækkunar Moskvu. Reuter. ANDREI Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, fagnaði í gær þeirri ákvörðun NATO-ríkjanna að fresta til 1997 áætlunum um stækkun bandalagsins í austur. „Þetta er rétt ákvörðun," hafði Interfax-fréttastofan eftir Kozyrev í Múrmansk þar sem hann kom við á leið sinni frá Noregi til Moskvu. Eftir heimildum í Bandaríkjunum er haft, að ákveðið hafi verið að fresta stækkuninni til að friða Rússa og í von um að fá þá til að hætta andstöðu við hana. Tími til viðræðna Kozyrev sagði, að fulltrúar Rúss- lands og aðildarríkja NATO ættu að nota tímann til viðræðna um stækkunina en Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur varað við henni og sagt, að hún gæti kynt uhdir úlfúð og átökum í Evrópu. Þau ríki, sem standa því næst að fá aðild að NATO, eru Pólland, Ungveijaland, Tékkland og Slóvak- ía, fyrrverandi bandalagsríki Rúss- lands í Varsjárbandalaginu. Reuter Minnsta vídeóvélin JAPANSKA fyrirtækið JVC kynnti í gær nýja myndbandsupptökuvél sem sögð er sú minnsta sem framleidd hefur verið til þessa. Hún er 14,8 sentimetrar á hæð, 8,8 sm á breidd, 4,3 sm þykk og vegur 520 grömm. Myndavélin verður sett á markað í Japan í desem- ber og er áætlað að liún kosti um 220.000 jen, jafn- virði rúmlega 140 þúsund króna. Skrifstofa norskra umhverfissinna í Múrmansk Lögregla fjarlægir skjöl Ósló. Morgunblaðið. RÚSSNESKA öryggislögreglan (SSB), arftaki KGB í Sovétríkjun- um gömlu, lokaði í gær skrifstofu norsku urrihverfisverndarsamtak- anna Bellona í Múrmansk. SSB hótar að kæra samtökin fyrir að hafa dreift rússneskum ríkisleynd- armálum, að sögn talsmanns sam- takanna í Ósló, Thomas Nilsens. Bellona hefur einkum beitt sér fyrir könnun á umhverfisspjöllum vegna geislamengunar frá kjarn- orkuverum og kjarnavopnum Rússa á norðurslóðum, fyrst og fremst á Kólaskaga. Nokkrir Rúss- ar vinna á skrifstofunni í Múr- mansk. „Þegar starfsmenn komu í vinn- una snemma í morgun var búið að girða svæðið af,“ sagði Nilsen. Hann sagði að fulltrúar SSB hefðu horfið á brott eftir hálfa klukku- stund og tekið með sér mikið af skjölum, tölvudisklingum og öðrum gögnum. Sagt er að SSB hafi eink- um viljað fá í sína vörslu efni um rússneska íshafsflotann. Ciller myndar ; mimiihlutastjóni Ankara. Reuter. TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, hefur myndað minni- hlutastjórn með stuðningi þjóðern- issinna sem hafa verið andvígir lýð- ræðisumbótum sem Evrópusam- bandið hefur reynt að knýja fram. Forseti Tyrklands samþykkti ráðherralistann í fyrrakvöld og fyrsti fundur stjórnarinnar í gær. I stjórninni eru aðeins ráðherrar úr hægriflokki forsætisráðherrans en þjóðernissinnar lengst til hægri, undir forystu Alparslans Turkes, og Bulent Ecevit, sem er hallur undir vinstristefnu og þjóðernis- hyggju, ætla að veija stjórnina falli. Turkes hefur lagst gegn því að slakað verði á baráttunni gegn kúrdískum aðskilnaðarsinnum og Ecevit hefur gagnrýnt samninginn um tollabandalagið. „Ef Ciller ætlar sér í raun að knýja fram tollabandalag er val hennar á samstarfsmönnum furðu- legt,“ sagði í fréttaskýringu tyrk- neska dagblaðsins Hurríyet. Foringi „Gráúlfa" „Furðulegt val“ Fréttaskýrendur segja að Turkes og Ecevit kunni að hætta stuðningi við stjórnina standi Ciller við loforð um að breyta lögum sem takmarka mjög tjáningarfrelsið. Evrópuþingið vill að Tyrkir ógildi ákvæði í lögum um baráttuna gegn hryðjuverkum sem bannar „áróður aðskilnaðar- sinna“ og sett það sem skilyrði fyr- ir staðfestingu samnings ESB og Tyrkja um tollabandalag. Ecevit var forsætisráðherra árið 1974 og fyrirskipaði þá innrás Tyrkja á Kýpur. Herskáir stuðn- ingsmenn Turkes, sem nefndust „Gráúlfarnir", tóku þátt í daglegum drápum og bardögum við öfgasinn- aða vinstrimenn á götum tyrk- neskra borga á áttunda áratugnum sem kostuðu 5.000 manns lífið. Mehmet Ali Agca, Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál II. páfa 1981, var „Gráúlfur". Drápin leiddu til valdaráns án blóðsúthellinga árið 1980 ogTurkes var handtekinn. Hann var kjörinn á þing 1991 eftir að tíu ára bann við starfsemi flokksins var afnumið. > ; > Páfi segir fóstureyðingar i meinsemd á frelsishugsjón New York. Reuter. JÓHANNES Páll II. páfi fjallaði í fyrrakvöld um mál, sem hefur valdið djúpstæðum ágreiningi meðal Bandaríkjamanna, og sagði lög sem heimila fóstureyðingar „siðferðislega meinsemd" á samfélaginu og hefð- bundnum hugsjónum Bandaríkja- manna um frelsi og umburðarlyndi. Um 83.000 manns hlýddu á ávarp páfa í úrhellisrigningu við messu á leikvangi ruðningsliðsins Giants í New Jersey. Hann talaði um Banda- ríkin sem „leikvang guðs“ og sagði það sorglegt að Bandaríkjamenn væru að svíkja háleitustu hugsjónir sínar. Páfi lýsti ófæddum börnum sem „nýrri stétt manna“ sem fengi ekki að njóta fullra réttinda í samfélag- inu. Hann líkti andstöðunni við fóst- ureyðingum við baráttuna gegn kyn- þáttamismunun. „Rétturinn til lífs er helgastur allra réttinda," sagði páfi. „Þegar því er lýst yfir að ófædda bamið - hinn „óþékkti í móðurkviði" - eigi ekki að njóta vemdar samfélagsins, þá eru menn ekki aðeins að grafa undan mikilvægustu gildum Bandaríkjanna og stefna þeim í hættu, heldur að skapa siðferðilega meinsemd í samfé- laginu." Hvetur til aðstoðar við hina fátæku Kaþólska kirkjan hefur verið í fylkingarbijósti í baráttunni gegn fóstureyðingum í Bandaríkjunum ásamt mörgum kirkjum mótmæl- enda. Nokkrir kaþólskir fræðimenn segja þó að bandarískir biskupar hafi reynt að draga úr baráttuþung- anum eftir nokkrar árásir fyrr á ár- inu á sjúkrahús og læknastofur, þar sem fóstureyðingar eru framkvæmd- Páfi hefur þrisvar áður heimsótt Bandaríkjamenn og bandarískir ka- þólikkar hafa ávallt tekið honum ein- staklega vel, þótt margir þeirra séu ekki sammála íhaldsömum skoðun- um hans um getnaðarvarnir, hjóna- skilnaði, prestvígslu kvenna og þörf- ina á skírlífi presta. Áður hafði páfi tekið afstöðu í deilunni um tilraunir repúblikana til að takmarka íjölda innflytjenda og minnka útgjöld ríkisins vegna að- stoðar við hina fátæku. „Það væri svo sannariega sorglegt ef Banda- ' ríkjamenn sneru baki við framtak- sandanum sem hefur ávallt reynt að deila með öðrum þeirri blessun sem Guð hefur veitt hér svo ríkulega." í l >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.