Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 24
<1 LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BILATRYGGINGAR LEIÐININN Á MARKAÐINN Erlent tryggingafélag sem vildi komast inn á íslenska bíla- tryggingamarkaðinn í gegnum útboð FIB gæti hugsanlega gert það með því að velja sér áhættuminnstu tryggingatakana og bjóða þeim betri kjör en tíðkast nú á markaðnum. Forsvarsmenn inn- lendu tryggingafélaganna telja að iðgjöldin séu það lág að ekki verði betur gert, nema með því að greiða iðgjöldin niður með er- lendu fé. Helgi Bjamason kortleggur markaðinn í þessari grein og næstu daga birtast fleiri greinar um bílatryggingamar. "W" TTMISLEGT bendir til þess að lítil samkeppni hafi ríkt á íslenska bílatrygg- ™ ingamarkaðnum. Þó sjást merki um að samkeppnin hafi verið að aukast. Samkeppnisstofnun segir að ís- lenski tryggingamarkaðurinn ein- kennist af fákeppni, í skýrslu sinni um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvmnulífi sem út kom í des- ember sl. Á markaðnum í heild eru 26 fyrirtæki en tvö leiðandi, VÍS með 35% veltunnar árið 1993 og Sjóvá-Almennar með 28%. Ef tryggingamarkaðurinn í heild einkennist af fákeppni verður ekki annað sagt en bílatryggingamark- aðurinn geri það einnig. Sex af þess- um félögum annast tryggingar bif- reiða. Þar af eru tvö fyrirtæki með 70% markaðarins, VÍS með rúm 40% og Sjóvá-Almennar með tæp 30%. Þriðja stærsta félagið er með 13% markaðshlutdeild og hin á bilinu 4 til 8%. Ekki hafa orðið grundvallarbreyt- ingar á hlut.deild tryggingafélag- anna á síðastliðnum tíu árum. Árið 1984 voru félögin sem seinna sam- einuðust í VÍS reyndar með heldur meiri markaðshlutdeild í ábyrgðar- tryggingum, eða 46%, og félögirr sem sameinuðust í Sjóvá-Almennar voru með 31% hlutdeild og í raun 36% ef Hagtryggingu er bætt við en Sjóvá yfirtók það félag. Trygg- ingamiðstöðin hefur tvöfaldað mark- aðshlutdeild sína á þessum árum og Skandia, sem er í eigu samnefnds sænsks tryggingafélags, hefur kom- ið inn á markaðinn. A þessu tíma- bili hafa því minni félögin og ný félög náð viðskiptum frá risunum á markaðnum. Ef litið er á skemmra tímabil, eða frá 1992 þegar Skandia kom inn á markaðinn, sést að VÍS hefur nokk- urn veginn haldið sínu, markaðshlut- deild Sjóvár-Almennra hefur minnk- að úr liðlega 37% í rúmlega 29% en Tryggingamiðstöðin hefur bætt verulega stöðu sína og Trygging hf. hefur einnig sótt í sig veðrið. Útlit er fyrir' að Skandia og Tryggingamiðstöðin hafi aukið við- skipti sín mest á kostnað Sjóvár- Almennra trygginga. Einar Sveins- son framkvæmdastjóri segir að nýtt félag hafi komið inn á markaðinn og náð nokkurum viðskiptum. En Sjóvá-Almennar hafi jafnframt vís- vitandi unnið að tiltekt í stofni bíla- trygginganna. Farið hafi verið skipulega yfir allar tryggingarnar og verðlagningu hagað þannig að vissir áhættuhópar færu annað. „Við teljum að þó stofninn okkar sé minni sé hann mun heilbrigðari en fyrir nokkrum árum,“ segir Einar. Ábyrgð kaupir þjónustu af Sjóvá Eignatengsi eru milli sumra bíla- tryggingfélaganna. Þannig eiga Sjóvá-Almennar 49% hlutafjár í Ábyrgð á móti sænska tryggingafé- laginu Ansvar lnternational. Að sögn Sigurðar R. Jónmundssonar, deildarstjóra hjá Ábyrgð, er félagið sjálfstætt hlutafélag en kaupir margvíslega þjónustu af Sjóvá- Almennum, svo sem skoðun og upp- gjör tjóna, innheimtu_ og tölvu- vinnslu. Skrifstofa Ábyrgðar í Lágmúlanum er því fyrst og fremst sölu- og upplýsingaskrifstofa. VIS, Sjóvá-Almennar, Trygginga- miðstöðin og Trygging eiga saman fslenska endurtryggingu hf. í gegn- um það félag hafa þau m.a. sam- vinnu um endurtryggingar á slysa- tryggingum sjómanna og annarra launþega og endurtryggingar fiski- skipa. Þá eiga Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðin meginhluta hlutafjár í Sameinaða líftrygginga- félaginu hf. Öll félögin eru í Sambandi ís- lenskra tryggingafélaga. Lengst af höfðu þau náið samstarf um bíla- tryggingarnar. Þau voru í stöðugri baráttu við verðlagsyfirvöld og vá- tryggingaeftirlitið um hækkun ið- gjalda. Tjónauppgjör þeirra var sam- eiginlegt og sameiginlegar iðgjalda- skrár á þeim grunni. Þetta hefur breyst á undanförnum árum og frá árinu 1992 hefur uppbygging gjald- skrár þróast á mismunandi hátt þó ekki muni miklu á iðgjöldum. Einkennifákeppni Stjórnendur tryggingafélaganna segja að virk samkeppni ríki á milli þeirra en samkeppnisyfirvöld benda á einkenni fákeppni eins og að fram- an er greint'. Fákeppnismarkaður hefur verið skilgreindur á nokkra vegu, að því er fram kemur í skýrslu Samkeppn- isstofnunar. Ein er sú að hann sé ófullkominn samkeppnismarkaður sem verður til er seljendur eru fáir og hver um sig þó það stór að verð- hækkun eða - lækkun vöru eða þjón- ustu hafi veruleg áhrif á markaðs- verðið. Þegar fáir seljendur eru á mark- aðnum fylgjast þeir náið hver með öðrum. Þegar einn breytir verði, þjónustu, framboði eða öðrum sam- keppnishvötum veit hann að aðrir seljendur munu bregðast við því. Þegar sú þjónusta sem seld er á fákeppnismarkaði er lík í augum kaupenda er líklegt að þeir leiti frá þeim sem eru með hæsta verðið og þangað sem það er lægst. Eins kon- ar ógnaijafnvægi kann að myndast á markaðnum sem lýsir sér í því að enginn seljendi hreyfir sig af ótta við viðbrögð keppinautanna. Verð á fákeppnismörkuðum er því mjög oft svipað án þess að um verðsamráð sé að ræða. Ekki er óalgengt að verðsamkeppni eða jafnvel verðstríð geti verið á hluta fákeppnismarkað- ar, um hylli ákveðinna hópa ef hægt er að halda því leyndu fyrir öðrum hópum. Þótt þessi lýsing eigi almennt við um fákeppni má sjá ákveðin ein- kenni þessa á íslenska bilatrygg- ingamarkaðnum, eins og Samkeppn- isstofnun bendir á. Tiltölulega lítill munur er á al- mennum iðgjöldum tryggingafélag- anna, eins og sést á töflunni sem birt er með þessari umfjöllun. Þau eru þó að kroppa hvert í annað og töluverð undiralda virðist vera á markaðnum, þó enginn hafi lýst yfír allshetjarstríði. Undiralda en ekki „blóðugt stríð“ Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að bíleigendur verði afar lítið varir við samkeppni milli trygg- ingafélanna enda beri tvö félaganna ægishjálm yfir þau sem eftir eru. Bendir'hann á að félögin séu með mjög svipuð iðgjöld. Skandia hafi að vísu verið að reyna og fengið ýmsu áorkað en máttur þess sé ekki mikill þar sem það sé i hlutverki hins litla á markaðnum. Stjórnandi í íslensku trygginga- félagi segir að, þó töluverð sam- keppni ríki milli tryggingafélaganna hafi enginn treyst sér til að fara í „blóðugt stríð“ til að hleypa upp markaðnum. Hann segir að það sé vandi að velja sér áhættu. Ef ein- hver geri innrás á hluta markaðarins elti hinir til þess að halda sínum viðskiptavinum og staðan haldist óbreytt. Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf., telur að nægilega margir þátttak- endur séu á markaðnum til þess að virk samkeppni ríki. Hann segir að þijú stærstu félögin séu stöðugt að nudda einhveiju niður til að vera með betri kjör en hin. Munurinn jafn- ist aftur vegna þess að félag sem situr eftir með hærra iðgjald tapi viðskiptum til hinna. Hins vegar sé til einhver ósýnileg lína sem enginn treysti sér niður fyrir. Þá segist Olaf- ur trúa því að fleiri atriði skipti máli í samkeppninni, eins og til dæmis þjónustan sem félögin veita. „Það er mikil undiralda á þessum markaði. Félögin eru stöðugt að reyna að kroppa hvert í annað og reyna jafnframt að halda viðskiptum og þeim viðskiptavinahópi sem menn vilja hafa áfram. Markaðurinn er íhaldssamur. Ef eitt félag reynir að ná til sín ákveðnum hópi þá svara hin þannig að það félag sem átti frumkvæðið fær ekki þau viðskipti sem reiknað var með,“ segir Gunnar Felixson, framkvæmdastjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Ágúst Ögmundsson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs Tryggingar hf., ber sig vel í sam- keppninni. Félagið hefur heldur ver- ið að bæta við sig undanfarin ár. „Staða okkar er sterk, eins og hjá oddamanni í öllum stjórnum. Þegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.