Morgunblaðið - 07.10.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 25
ÖKUTÆKJATRYGGINGAR
Markaðshlutdeild í bílatryggingum
__ Hlutfall af bókfærðum iðgjöldum
1992 1994
Breytingar á iðgjöldum bifreíðatrygginga
í framfærsluvfsitölu frá september 1991
Heildariðgjöld ökutækjatrygginga 1990-1994
Bókfærð (gjaldfallin) iðgjöld
Fjórar greinar
Benda þessar upplýsingar til
þess að yfir 300 milljóna króna tap
hafi í raun verið á ökutækj atrygg-
ingnnum hjá íslenska Skandia þessi
þrjú ár og að sænska Skandia hafi
greitt inn í félag sitt á Islandi að
minnsta kosti þá fjárhæð.
FJÓRAR tryggingar teljast
til ökutækjatrygginga. Þær
eru ýmist lögboðnar, eins og
ábyrgðartrygging og slysa-
trygging ökumanns og eig-
anda, eða frjálsar tryggingar
eins og húftrygging.
• Ábyrgðartrygging öku-
tækja bætir tjón sem bifreið-
in veldur öðrum. Hún greiðir
það eignatjón sem hún veld-
ur og bætur til slasaðs fólks
sem ekki var í bifreiðinni
sem tjóninu olli og til farþega
annarra en eigenda. Ábyrgð-
artryggingin er lögboðin.
• Slysatrygging ökumanns
og eiganda greiðir bætur til
manna sem slasast en geta
vegna stöðu sinnar ekki átt
kröfu á þann sem tjóninu
olli. Þetta getur átt við þegar
ökumaðurinn er í órétti, svo
dæmi sé tekið. Þessi trygg-
ing var lögboðin árið 1988.
Áður var í boði frjáls trygg-
ing, slysatrygging ökumanns
og farþega, með svipað bóta-
svið. Tryggingastofnun rík-
isins annaðist þessar trygg-
ingar að hluta til ársloka
1993, er lögum um almanna-
tryggingar var breytt.
• Húftrygging (kaskótrygg-
ing) bætir tjón sem verður á
bifreiðinni sem tryggð er og
aðrar bera ekki ábyrgð á, til
dæmis ef bifreiðin er í órétti
eða ef ekið er út af. Bíleig-
andi ákveður sjálfur hvort
hann kaupir húftryggingu.
• Framrúðutrygging er í
eðli sínu húftrygging en fylg-
ir ábyrgðartryggingu flestra
tryggingafélaganna.
þeir stóru eru að takast á kemur
þriðji aðilinn oft best út,“ segir hann.
Trygging er ekki áberandi á mark-
aðnum enda segir Ágúst að fyrir-
tækið vilji ekki ná sér í viðskipti
með bægslagangi heldur smám sam-
an. Það gerist með því að veita góða
þjónustu sem spyijist síðan út frá
viðskiptavinunum.
Skandia hafði töluverð áhrif þegar
það kom inn á íslenska trygginga-
markaðinn. Félagið kom m.a. með
þær nýjungar að hafa lægri iðgjöld
fyrir öruggari ökumenn og hækka
iðgjöld hjá yngri ökumönnum. Hin
félögin mættu þessu með ýmsu móti.
Ekki er þó sanngjarnt að eigna
Skandia allan heiðurinn af breyting-
unum. Félögin sem fyrir voru höfðu
sum hver að minnsta kosti unnið að
.undirbúningi breytinga og innrás
Skandia flýtti því aðeins fyrir.
Peningarnir frá Svíþjóð
. Friðrik Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Vátryggingafélagsins
Skandia, segir að það taki tíma að
vinna tryggingamarkað. Félagið hafi
náð að bæta við sig 1-1 % bílatrygg-
inganna á ári og sé nú komið með
um 10 þúsund ökutæki í tryggingu.
Eru það 7-8% bílaflotans í landinu,
þó markaðshlutdeildin sé lægri þeg-
ar hún er reiknuð eftir iðgjöldum
félaganna á síðasta ári.
Sókn Skandia inn á íslenska
tryggingamarkaðinn hefur kostað
sænska félagið mikla fjármuni á ís-
lenskan mælikvarða. Samkvæmt
uppgjöri Vátryggingaeftirlitsins á
ökutækjatryggingunum tapaði
Skandia tæpum 60 milljónum á öku-
tækjatiyggingum árið 1992 en síðan
hefur reksturinn verið í jafnvægi,
ef eingöngu er litið á opinberar nið-
urstöðutölur.
Móðurfélagið lagði fram nokkurt
hlutafé á árinu 1992. En ekki er
allt sem sýnist. Erlendi eigandinn
hefur lagt félaginu til fé á ýmsan
annan hátt. Þannig er Skandia með
stórkostlegan hagnað af þeim
áhættum ökutækjatrygginga sem
það endurtryggir erlendis, væntan-
lega eingöngu hjá móðurfélaginu,
öll þessi ár. Það greiðir 255 milljónir
í iðgjöld af endurtryggingum öku-
tækja en endurtryggjandinn ber 384
milljóna króna tjón. Með þessu móti
koma 130 milljónir inn í fyrirtækið
frá útlöndum. Harla óvenjulegt er
að sjá slíkar tölur ár eftir ár því
venjulega eru endurtryggingafélögin
fljót að hækka iðgjöldin ef á þau
hallar. En annað virðist búa að baki.
Þá fær félagið verulegar greiðslur
frá Skandia í Svíþjóð í formi umboðs-
launa af endurtryggingasamning-
um, eða sem nemur yfír 130 milljón-
um kr. á þessum þremur árum.
Benda þessar upplýsingar til þess
að yfir 300 milljóna króna tap hafi
í raun verið á ökutækjatryggingun-
um hjá íslenska Skandia þessi þijú
ár og að sænska Skandia hafi greitt
inn í félag sitt á íslandi að minnsta
kosti þá fjárhæð. Erlenda trygginga-
félagið er með þessu að leggja dótt-
urfélagi sínu til fjármagn til að það
standist opinberar kröfur um gjald-
þol en kýs að gera það með þessum
hætti fremur en með hlutafjárfram-
lagi.
Friðrik Jóhannsson viðurkennir
að þessi markaðssókn hafi verið
dýr. Hann bendir á að kostnaður sé
mikill á meðan fyrirtækið sé að
sækja í sig veðrið, tjón hafi verið
heldur meiri en gert var ráð fyrir
og svo vilji eigendurnir gæta varúð-
ar við uppbyggingu bótasjóða.
ísland á póstlistanum
Samkeppnisstofnun bendir á að
opinberar kröfur og reglur sem gerð-
ar eru til tryggingafélaga hamli
nokkuð aðgangi nýrra fyrirtækja að
markaðnum. Hins vegar megi vænta
vaxandi samkeppni í kjölfar EES-
samningsins sem opnaði evrópska
tryggingamarkaðinn.
Nú hafa 37 evrópsk tryggingafé-
lög tilkynnt að þau hyggist bjóða
hér tryggingaþjónustu, án þess að
hafa starfsstöð hér á landi. Þýska
tryggingafélagið Allianz, stærsta
tryggingafélag í Evrópu, er að koma
sér upp starfsstöð í samvinnu við
íslendinga. Þá er ört vaxandi stétt
vátryggingamiðlara í sambandi við
erlend tryggingafélög.
Ekkert af þeim félögum sem til-
kynnt hafa um vátryggingastarf-
semi hér á landi hefur látið vita af
því að það ætli að bjóða bílatrygging-
ar. Samkvæmt upplýsingum Vá-
tryggingaeftirlitsins er algengast að
þau tali um flug- og sjótryggingar
í tilkynningum sínum. Helgi Þórs-
son, tölfræðingur hjá Vátrygginga-
eftirlitinu, segir að í mörgum tilvik-
um virðist ekki vera nein alvara á
ferðum, ísland sé einfaldlega á póst-
listanum hjá þeim eins og önnur lönd
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Til þess að mega bjóða bílatrygg-
ingar hér á landi þarf erlent trygg-
ingafélag að snúa sér til vátrygg-
ingaeftirlitsins í sínu heimalandi og
það sendir íslenska vátryggingaeft-
irlitinu síðan staðfestingu á því að
félagið uppfylli skilyrði um gjaldþol.
Félagið er þá skráð í dómsmálaráðu-
neytinu. Hið erlenda tryggingafélag
þarf að tilnefna uppgjörsfulltrúa hér
á landi. Tilgangurinn er að koma í
veg fyrir að fólk þurfi að sækja
bætur fyrir tjón sitt til útlanda. Þá
þarf erlenda félagið að vera aðili að
sameignarfélagi bílatryggingafélag-
anna, Alþjóðlegum bifreiðatrygging-
um á íslandi, sem kemur fram fyrir
hönd erlendra tryggingafélaga þeg-
ar erlendir bílar valda hér tjóni og
annast uppgjör fyrir þeirra hönd.
Þetta félag á einnig að gera upp
tjón sem ótryggð ökutæki valda hér
i umferðinni, en 50 slík tjón hafa
orðið á þessu ári, svo og líkamstjón
þegar tjónvaldur stingur af frá vett-
vangi. Kostnaðinum er síðan deilt
niður á tryggingafélögin.
Áhugaverður markaður
Líklegt er að útboð FÍB fari fram
í gegnum vátryggingamiðlara. Árni
Reynisson vátryggingamiðlari hefur
ákveðið að einbeita sér að líftrygg-
ingum og ætlar ekki að bjóða í bíla-
tryggingarnar. Það er heldur ekki á
dagskrá hjá þýska fyrirtækinu All-
ianz, stærsta tryggingafélagi í Evr-
ópu, að sögn Guðjóns O. Kristbergs-
sonar framkvæmdastjóra Allíans
hf., enda hefur félagið lagt höfuð-
áherslu á líftryggingarnar eins og
-Árni Reynisson. Guðjón segir að
þetta hafi verið rætt á fundi með
æðstu yfirmönnum þýska félagsins
á dögunum og þar hafi verið ákveð-
ið að fara ekki út í bílatryggingar
að sinni.
Gísli Maack, fulltrúi breska vá-
tryggingamiðlarans NHK Internati-
onal, er hins vegar mun jákvæðari
og á von á því að hann muni taka
þátt í útboði FÍB. Gísli er ekki
hræddur við aðgangshindranir að
markaðnum. Telur hann að auðvelt
verði fyrir hið erlenda tryggingafé-
lag að fá heimild hjá dómsmálaráðu-
neytinu til að selja bílatryggingar
hér. Hægt verði að koma upp að-
stöðu með tiltölulega litlum kostn-
aði. Mætti hugsa sér að vátrygging-
amiðlari eða lögfræðistofa annaðist
innheimtu og uppgjör tjóna og að
samið verði við einhveija skoðunar-
stöð, bifreiðaskoðun eða bílaverk-
stæði um tjónamat. Þá segir hann
að auðvelt eigi að vera að aðlaga
skilmála íslenskum kröfum. Þá séu
Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á ís-
landi sf. opið nýjum bifreiðatrygg-
ingafélögum.
Gísli telur að íslenski bílatrygg-
ingamarkaðurinn sé áhugaverður
fyrir erlend tryggingafélög. Bendir
hann á að aðeins 4% ökutækjatrygg-
inganna séu endurtryggð erlendis.
Það endurspegli áhættumat trygg-
ingafélaganna og segir að því minna
sem sé endurtryggt þeim mun væn-
legri teljist markaðurinn. Þá bendir
hann á gríðarlega sjóðamyndun
tryggingafélaganna, það séu mestu
skattfríðindi á íslandi í dag. „Ég tel
að þetta hljóti að vera áhugavert