Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLATRYGGINGAR
fyrir erlend trygingafélög. Við höf-
um kynnt markaðinn fyrir nokkrum
tryggingafélögum og sagt frá því
að von væri á þessu útboði FIB.
Áhuginn er ótrúlega mikill," segir
Gísii.
Vegna samstarfs síns við breska
miðlarann lítur hann mest til Bret-
lands en þar segir hann að sé hjarta
tryggingamarkaðar heimsins og þar
endi allar tryggingar fyrr eða síðar.
Ekki verður betur gert
Friðrik Jóhannsson hjá Skandia
er ekki eins viss um að áhugavert
sé fyrir erlend tryggingafélög að
fara inn á íslenska markaðinn og
talar þar væntanlega út frá reynslu
sænska fyrirtækisins sem á félagið
sem hann vinnur hjá. „Mér sýnist
að iðgjöldin sem verið er að bjóða
hér nú séu það lág að ekki verði
betur gert. Það verður erfitt fyxir
nýtt félag að kom inn á markaðinn
með iægri iðgjöid," segir hann.
Örn Gústafsson, framkvæmda-
stjóri einstaklingstrygginga hjá Vá-
tryggingafélagi íslands, vísar því á
bug að tryggingafélögin hafi mögu-
leika á að lækka iðgjöld þílatrygg-
inganna eða erlend tryggingafélög
geti boðið lægri iðgjöld. „Ég hygg
að erlent tryggingafélag myndi fyrst
leita til Vátryggingaeftirlitsins til
að fá upplýsingar um tjónareynsluna
á þessum markaði. Áhættudreifingin
yrði væntanlega sú sama hjá FIB-
hópnum og á markaðnum í heild,
og ég á ekki von á því að erlent
tryggingafélag sjái sér fært að
lækka' iðgjöldin þegar það hefur
kynnt sér málið,“ segir Örn. Og
hann telur að íslensku tryggingafé-
lögin séu ekki í stakk búin til að
mæta nýrri samkeppni með lækkun
iðgjalda ef erlent félag kæmi inn á
markaðinn með undirboð sem hann
reyndar segist alls ekki búast við
að gerist.
Erlendur Lárusson, forstöðumað-
ur Vátryggingaeftirlitsins, er ekki
trúaður á að erlent tryggingafélag
sjái sér hag í því að koma inn á
bílatryggingamarkaðinn hér á iandi.
Ekki sé feitan gölt að flá í því efni.
Bjarni Markússon, viðskiptafræð-
ingur hjá líftryggingafélaginu Swiss
Life í Lúxemborg, telur hæpið að
erlend tryggingafélög fari inn á
óþekktan markað til að bjóða mun
lægri iðgjöld en þeir sem fyrir eru.
Grundvallaratriði væri að kortleggja
tjónareynsluna. Ef erlent félag hefði
áhuga á þessum markaði væri skyn-
samlegra fyrir það að reyna að ná
samningum við eitthvert af íslensku
tryggingafélögunum og komast
þannig inn á markaðinn.
Svigrúm í öðrum greinum?
íslensku tryggingafélögin hafa'
rekið ökutækjatryggingarnar með
tapi, samkvæmt uppgjörstölum Vá-
tryggingaeftirlitsins. Eru þau þá
væntanlega að greiða þá grein niður
með iðgjöldum af öðrum trygging-
um. Þetta getur verið hættulegt fyr-
ir félögin. Ef erlent félag sér há ið-
gjöld einhvers staðar á markaðnum
getur það hugsanlega lagt hann
undir sig með lægri iðgjöldum.
Hugsanlegt er að erlent trygginga-
félag sjái sér hag í því að slá af
arðsemiskröfum sínum í bílatrygg-
ingunum til þess að ná fótfestu á
markaðnum í gegnum útboð FÍB og
hugsi sér að ná peningunum inn í
öðrum tryggingagreinum.
Skandia hefur verið að reyna
þessa leið. Félagið hefur áhuga á
líftryggingamarkaðnum sem er
verulega vannýttur hér a landi, ef
svo má að orði komast. íslendingar
standa langt að baki öðrum þjóðum
í því efni. Friðrik Jóhannsson bendir
á að bílatryggingamar séu skyldu-
tryggingar að hluta og því nauðsyn-
legar hverri fjölskyldu. Félag sem
hyggist bjóða einstaklingum trygg-
ingar verði að taka þátt í þeim.
Vilja ekki tryggja þann 18 ára
Þegar menn velta vöngum yfír
því hvaða möguleika erlend félög
kunni að sjá hér á markaðnum stað-
næmast margir við þann tiltölulega
litla mun sem er á iðgjöldum bíla-
trygginga hér á landi þó áhættan
sé mjög misjöfn. Áhættan er ekki
flokkuð jafnfínt og gert er víða er-
lendis. Þróunin hefur þó verið í þessa
átt hér á landi, sérstaklega allra síð-
ustu árin. Því vaknar sú spurning
hvort erlent félag sem hingað kæmi
sæktist aðeins eftir áhættuminnstu
tryggingunum, þegar litið er til ald-
urs og bílategunda. Með því móti
gæti það hugsanlega boðið gott verð
fyrir þessa hópa en vísað mönnum
frá eftir fyrsta tjón.
í sumum Evrópulöndum er gríð-
arlegur munur á iðgjöldum eftir
áhættuflokkum, eins og fram kom
í könnun á iðgjöídum í nokkrum
löndum sem gerð var í tengslum við
undirbúning þessa gi-einaflokks. Sett
var upp ákveðið dæmi um bíl og
forsendur miðaðar við íslenskar að-
stæður, meðal annars að 18 ára
sonur eigandans mætti aka bílnum.
Það vafðist mikið fyrir tryggingafé-’
lögum í London að tryggja bílinn
með þeim skilmálum að strákurinn
mætti aka. Þau félög sem á annað
borð voru fáanleg 'til að tryggja
gáfu upp verð sem augljóslega voru
sett fram til að fæla þennan borgara
frá því að tryggja hjá félaginu. Mun
hagkvæmara er fyrir fjölskylduna
að kaupa druslu fyrir soninn en að
blæða í tryggingaiðgjöld, enda er
það að sögn algengt þar í landi.
Sums staðar eru tryggingatakar
einnig spurðir mjög mikið um per-
sónulega hagi, auk upplýsinga um
bílinn, til dæmis um stöðu, árlegan
akstur, hvort þeir noti bílinn í vinn-
una, búi í blokk eða einbýlishúsi, eða
hafí bílskúr eða bflskýli. í London
skiptir meira að segja máli við hvaða
götu þú býrð. Iðgjöldin ráðast síðan
af þessu. Ef menn bijóta trygginga-
skilmála, til dæmis með því að veita
rangar upplýsingar eða leyfa strákn-
um að keyra, á tryggingafélagið
endurkröfurétt á vátryggjandann
fyrir tjóni sem bíllinn veldur. íslensk-
ir tryggingamenn telja að þetta
myndi ganga illa í íslensku þjóðfé-
lagi þar sem þess hefur almennt
verið krafist að bíleigandinn ráði því
hver ekur.
Má ef til vill orða þetta þannig
að íslenski tryggingamarkaðurinn
sé vanþróaður að þessu leyti. Fólki
stendur til boða að ganga inn í
ákveðnar pakkalausnir og segja má
að tryggingafélögin nálgist við-
skiptavininn með því að segja „þetta
bjóðum við“ fremur en „hvað má
bjóða þér?“ Dæmi um þetta er fram-
rúðutryggingin sem er innifalin í
tryggingaskírteini lögboðinnar
ábyrgðartryggingar, þótt hún. sé
ekki lögbundin og í eðli sínu húf-
trygging. Flestir taka þessa trygg-
ingu þrátt fyrir miklar framfarir í
vegakerfi landsins, enda halda
margir að hún sé skyldutrygging.
Einn viðmælandi iýsir þeirri skoðun
að Islendingar séu ekki eins meðvit-
aðir um tryggingar og ýmsir ná-
grannar okkar í Evrópu og vilji
ákveðnar pakkalausnir svo þeir þurfí
ekki að hugsa of mikið um þetta.
Njóta þess ekki að vera
tjónlausir
F’ramkvæmdastjóri FÍB segir að
íslenskir ökumenn eigi litla mögu-
leika á því að njóta þess að vera
tjónlausir. Tjónamennirnir haldi uppi
háum iðgjöldum. „Neytendur eiga
heimtingu á því að greiða iðgjöld í
samræmi við áhættu. Það gerist
ekki nema í virkri samkeppni," seg-
ir Runólfur Ólafsson.
Gísli Maack vátryggingamiðlari
sér þarna möguleika fyrir erlendu
félögin. „Víða erlendis er þróað
áhættumat. Tjónareynsla er lögð til
grundvallar og verðlagningin fer
eftir því hvað áhættan er mikil,“
segir hann. Telur hann að með þessu
móti mætti lækka bílatryggingarnar
verulega. Jafnframt bendir hann á
mikinn mun á iðgjöldum bílatrygg-
inga hér og í nágrannalöndunum og
segir að tryggingafélögin hafi ekki
getað sýnt fram á að tjón væru fleiri
hér en í nágrannalöndunum. „Ef
erlend tryggingafélög koma inn á
þennan markað sé ég ekki að inn-
lendu félögin geti komist hjá því að
lækka iðgjöldin," segir Gísli.
Taka ekki markaðinn nema
tapa á því
Axel Gíslason, framkvæmdastjóri
Vátryggingafélags íslands, segir að
hugmyndafræðin gangi upp. „Þetta
er ekkert nýtt fyrir okkur. Við erum
með stærsta stofninn í bílatrygging-
um hér og höfum bestu upplýsingar
um dreifingu tjóna milli áhættu-
flokka. Við skoðum þetta reglulega
og tökum mið af niðurstöðunni við
ákvörðun iðgjalda."
Hann segir að áhættan sé skoðuð
eftir aldri ökumanns, kyni, búsetu
og tegund bfls og segir að flokkunin
hafí verið aukist mikið allra síðustu
ár. En Axel bendir jafnframt á að á
íslandi eru einungis 130 þúsund bíl-
ar. Hægt sé að skipta áhættunni upp
í óendanlega marga flokka og að
lokum þannig að hver ökumaður
verði látinn bera eigið tjón. Hann
segir að vátiyggingar snúist ekki um
þetta, heldur um óhappadreifingu.
Axel segir að ekki sé hægt að
taka erlendar iðgjaldaskrár og nota
hér, ekki frekar en að bera saman
iðgjöld milli landa, Erlent trygginga-
félag verði að meta áhættuna út frá
upplýsingum um íslenska markað-
inn. „Við verðleggjum tryggingamar
eftir bestu fáanlegum upplýsingum
svo við séum með sanngjörn iðgjöld.
Ég fullyrði að enginn getur komið
hingað inn á markaðinn og tekið
hann af okkur, nema tapa á því. Það
er einfaldlega ekki hægt,“ segir
Axel.
Gæti skapað usla
Gunnar Felixson segist ekki gera
sér grein fyrir því hvernig erlent
tryggingafélag sem byði í trygging-
ar FÍB-félaga myndi standa að máí-
um. Hann vill ekkert fullyrða um
það hvort Tryggingamiðstöðin geti
hugsað sér að leggja inn tilboð. En
greinilegt er að hann sér ýmis ljón
í veginum. Gunnar segist ekki geta
réttlætt það fyrir öðrum viðskipta-
vinum síns félags að bjóða FIB-
félögum betri kjör en öðrum. Ekki
gangi að flokka menn eftir félagsað-
ild, menn verði að fá iðgjald eftir
því hversu góðir vátryggingatakar
þeir eru.
Gunnar segir að vissulega gæti
það skapað usla á markaðnum ef
erlent tryggingafélag kæmi inn á
hann í gegnum útboð FÍB. „En þetta
mun jafna sig. Islensku félögin munu
laga sig að breyttum aðstæðum. Ný
samkeppni getur ekki orðið okkur
hættuleg ef fjármagnið kemur af
íslenska tryggingamarkaðnum. En
það yrði okkur á sama hátt erfítt
ef iðgjöldin yrðu niðurgreidd erlend-
is frá,“ segir Gunnar.
Vegna umræðna um möguleika
erlendra tryggingafélaga að ná sér
í áhættuminni tryggingatakana með
því að bjóða þeim betó iðgjöld vill
Órn Gústafsson hjá VÍS benda á
reynsluna af Skandia sem gerði
þetta og hækkaði jafnframt iðgjöld
unga fólksins. En meðaliðgjaldið
hafi ekki lækkað að ráði. Örn telur
hugsanlegt að enn megi lækka ið-
gjöld á sumum hópum og hækka á
öðrum en bendir á að með því yrði
enn erfiðara fyrir almenning að
skilja iðgjaldakerfið, það væri nógu
erfítt fyrir.
Framkvæmdastjóri Trygginga-
miðstöðvarinnar tekur undir þá
skoðun að erlent félag gæti hugsan-
lega náð til sín markaði með því að
bjóða ákveðnum markhópum betri
iðgjöld en öðrum. „Það eru alltaf
einhveijir fletir til að gera slíkt.
Auðvitað felst ekki stóri sannleikur-
inn í núverandi gjaldskrám okkar
og má halda því fram að réttlátara
væri að lækka suma hópa meira en
gert er og hækka aðra á móti. Það
er gert víða erlendis á stórum mörk-
uðum en hefur reynst erfitt á okkar
litla markaði," segir Gunnar.
Sem dæmi um þetta má nefna
að íslensku tryggingafélögin hafa
almennt ekki treyst sér til að tak-
marka það hver megi aka bílunum
sem þau taka í tryggingu. Þá er
algengt að börn skrái bílana á for-
eldrana til að fá lægri iðgjöld. Ungt
fólk á aldrinum 17 til 24 ára er
versta áhættan í bílatryggingunum
en félögin geta ekki afmarkað þann
hóp nema með því að takmarka
notkun bílanna. Sum hafa farið þá
leið að hækka sjálfsábyrgðina. Þann-
ig er VIS til dæmis með skilyrði um
sjálfsábyrgð ungra ökumanna þegar
þeir aka annarra manna bílum.
Sjóvá-Almennar hafa látið ökumenn
25 ára og yngri bera 25 þúsund kr.
sjáifsábyrgð í tjónum sem þeir valda,
bæði þegar þeir eru á eigin bíl og
annarra. Félagið hefur nú fallið frá
þessu af markaðsástæðum. Bíleig-
andinn, í flestum tilvikum faðir öku-
mannsins, þurfti yfirleitt að bera
skellinn en ekki tjónvaldurinn sjálf-
ur.
Bindindismenn betri
bílstjórar? -
Ábyrgð hefur valið sér afmarkað-
an markhóp og beinir sínu sölustarfí
svo til eingöngu að honum. Reynt
Morgunblaðið/Halldór
STARFSFÓLK FÍB er þessa dagana að pakka og senda út bréf til félagsmanna, jafnt nýrra sem
eldri, með ósk um umboð til að bjóða út bílatryggingar þeirra. Hér sjást Dagmar Björnsdóttir og
Jónína G. Gústafsdóttir að störfum á skrifstofu FÍB.
er að höfða til fólks sem er félags-
bundið í bindindissamtökum og ýms-
um trúfélögum, eins og Hvítasunnu-
söfnuðinum, Veginum, Krossinum
og fl. Fólkið á kost á sérstökum
afsláttum. Sigurður R. Jónmundsson
segir að þetta hafi gengið vel, rann-
sóknir erlendis og reynslan hér sýni
að fólk sem hafí þennan lífsstíl sé
góðir tryggingatakar.
Skandia hefur gengið einna lengst
í því að flokka markaðinn niður í
áhættuhópa og notar við það reynslu
frá móðurfélaginu í Svíþjóð og syst-
urfélögum á hinum Norðurlöndun-
um, auk þess sem hliðsjón er höfð
af íslenskum aðstæðum. Nú síðast
var farið að flokka áhættuna eftir
bílategundum. Félagið hefur rekið
bílatryggingarnar með miklu tapi
og bendir það ekki til þess að auð-
velt sé að koma inn á þennan mark-
að með því að sækjast eftir áhættu-
minni tryggingunum. Friðrik Jó-
hannsson telur að Skandia sé með
áþekka tjónatíðni og hin félögin. Það
sé með færri yngri ökumenn en á
móti komi að bílarnir séu svo til ein-
göngu í þéttbýlinu þar sem slysin
eru fleiri. Hins vegar telur hann að
Skandia eigi að vera með lægri
meðaltjón vegna þess að eldri öku-
mennirnir aki ekki eins hratt og
þeir yngri. Sér Friðrik fyrir sér
áframhaldandi þróun í verðlagningu
áhættuflokka, eins og í nágranna-
löndunum.
Viðskiptalegt siðleysi
Það kemur víða fram að félögun-
um hefur oft reynst erfitt að fram-
kvæma bónuskerfið til fulls, vegna
ýmissa annarra áhrifa. Á þetta ekki
síst við um ungu ökumennina. Þeir
eru jú yfirleitt synir eða dætur við-
skiptavina viðkomandi félags. Því
finnst tryggingamönnum erfitt að
bjóða þeim upp á mjög há iðgjöld.
Þá eru ýmsar leiðir farnar í kringum
reglurnar, bíllinn skráður á pabbann
og svo framvegis. Þetta vinnur bein-
línis gegn þeirri þróun sem verið
hefur á markaðnum, að flokka
áhættuna meira niður og verðleggja
eftir því.
„Það er erfitt að láta unga fólkið
bera sitt háa iðgjald. Þetta er lítið
félag og allir þekkja alla. Faðirinn
er með sínar tryggingar hér. Þegar
við svo sýnum syninum iðgjaldaskrá
sem byijar á því að refsa honum
fyrirfram kemur sá gamli og ber í
borðið og heimtar lægra iðgjald fyr-
ir strákinn því hann sé svo góður
ökumaður. Nú eða skrifar bílinn ein-
faldlega á sitt nafn,“ segir stjórn-
andi í einu af litlu tryggingafélögun-
um.
Annar bendir á að ef góður við-
skiptavinur hans í tuttugu ár, maður
sem er með allar tryggingar fjöl-
skyldunnar og kannski atvinnurekst-
ur að auki, kæmi til að tryggja bíl
sem sonur hans væri kaupa, þýddi
ekki fyrir félagið að bjóða honum
himinhá iðgjöld. Viðskiptavinurinn
færi bara eitthvert annað og með
allar sínar tryggingar.
Tryggingamaður úti á landi segir
að viðskiptalegt siðleysi viðgangist
í bílatryggingunum. Það eigi sjálf-
sagt að einhveiju leyti við um öll
tryggingafélögin en þó einkum sum
þeirra minni sem verið hafa að kaupa
sér markað. Félögin vinni að nafninu
til samkvæmt svipuðu bónuskerfi. í
því felist að iðgjaldið hækkar ef
menn lenda í tjóni, sérstaklega þeir
sem eru í áhættumeiri flokkunum.
Þetta sé hins vegar ekki þannig í
framkvæmd. Ef til dæmis ungur
ökumaður keyrir á væri honum refs-
að með því að stórhækka iðgjaldið
samkvæmt iðgjaldaskrá félagsins.
Sá bónus ætti að fylgja honum þótt
hann leitaði annað. Svo væri þó ekki
í raun því ungmennið gæti oft geng-
ið inn í annað tryggingafélag og
fengið betri bónus. Þetta þýddi að
tjónvaldarnir tækju ekki út refsingu
sína. Það hækkaði iðgjöldin á öðrum
o g gæfi slæmt fordæmi í umferðinni.
Möguleiki á tangarsókn
Allt ber þetta að sama brunni.
Hugsanlegt er að tryggingafélag
sem vildi bjóða í bestu áhættuna
gæti boðið lægri iðgjöld en hér tíðk-
ast, að öðrum forsendum óbreyttum.
Það er svo annað mál hvernig gengi
að framkvæma slíkt í nálægðinni á
hinum smáa íslenska trygginga-