Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 36
36 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Jónsdóttir
var fædd í Nes-
kaupstað 27. mars
1974. Hún lést í bíl-
slysi sunnudaginn
1. okt. siðastliðinn.
Foreldrar _ hennar
eru Jóna Ólafsdótt-
ir og Jón K. Sig-
urðsson í Neskaup-
stað. Anna átti
fimm systkini. Elst
er Hólmfríður þá
Þorgeir, Sesselja
sem er tvíburi
Önnu, Sigurður og
Ólafur sem er 12
ára. Anna lauk almennu námi
og stundaði síðan ýmis störf,
aðallega verslunar- og af-
greiðslustörf og vann einnig við
afgreiðslu íslandsflugs í Nes-
kaupstað. Hún var íþróttamað-
ur og spilaði knattspyrnu í
meistaraflokki frá 15 ára aldri,
fyrst með Þrótti Nes og síðast
tvö sumur með KR í Reykjavík.
Útför Önnu verður gerð frá
Norðfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
ANNA Jónsdóttir, Þiljuvöllum 19 í
Neskaupstað, fórst í bílslysi aðfara-
nótt 1. okt. sl. Svona atburðir koma
alltaf sem reiðarslag. Ung stúlka í
blóma lífsins er hrifm brott og eftir
stöndum við samferðafólkið. Tómið
við missi Önnu er ógnarstórt. Hún
var vel gerður unglingur, heil i
hugsun og verki og minningin um
hana er ljúfsár en fögur. Hún var
hæglát og yfirveguð og við fyrstu
kynni leit út sem hún væri feimin.
En svo reyndist ekki við nánari
kynni. Hún var bara svona hæglát
og yfirveguð. Knattspyma var
hennar aðaláhugamál og þar komst
hún í fremstu röð. Auk þess iðkaði
hún sund og aðrar iþróttir meðan
hún var yngri.
Anna var í úrvalsflokki stúlkna
sem byrjuðu að vinna hjá okkur
hjónunum í Tröllanausti fýrir um
fimm ámm. Þessar stelpur hafa
síðan haldið mikilli tryggð og starf-
að með okkur milli þess sem þær
hafa verið við nám, heimsreisur eða
sinnt áhugamálum annars staðar
eins og t.d. Anna, sem spilaði knatt-
spyrnu með meistaraflokki KR síð-
astliðin tvö sumur. En þær komu
alltaf aftur. í byijun september sl.
kom Anna austur og hóf störf i
Tröllanausti en þar ætlaði hún að
starfa í vetur. En svo kom hið
óvænta kall. Innst inni var Anna
alvörugefin og hugleiddi og las, já
og ræddi stundum við nána vini um
andleg málefni. Það var töluverður
heimspekingur í Önnu. Hún var ein-
læg og trygglynd og mikill vinur
vina sinna. Hún reyndist okkur
hjónum á erfiðum stundum með
afbrigðum vel og eftir það fannst
okkur hún nánast vera eins og fóst-
urdóttir. Hún bjó við mikið ástríki
í uppvexti. Systkinahópurinn á
Þiljuvöllum 19 ber þess fagurt vitni
að uppeldið var gott. Mannvænlegri
hópur er fáséður.
En nú er hljótt í ranni, sorgin
mikil, sár í hjörtum. Anna er látin,
horfin okkur spm eftir lifa. Hún gaf
okkur öllum sem kynntumst henni
mikið og lífshlaup hennar sem varð
svo stutt var flekklaust og fagurt
í minningunni. Við hjónin vottum
ættingjum og vinum Önnu okkar
dýpstu samúð. Sérstaklega er hug-
urinn hjá fjölskyldunni á Þiljuvöll-
um 19. Við biðjum að sú heiðríkja
sem hvílir yfir minningu Önnu megi
hjálpa þeim og sefa sorgirnar og
gefið þeim frið i sálina þegar frá
líður. Blessuð sé minning Önnu
Jónsdóttur.
Magni og Sigríður.
í kvöld kemur saman í Reykjavík
knattspymufólk alls staðar að af
landinu til að fagna lokum keppnis-
tímabils sem fyrir svo stuttu var
æsileg keppni en er
núna minningar, ljúfar
eða sárar eftir því
hvernig leikirrlir fóra.
Þar verðum við KR-
stelpur eins og aðrir,
en þó ekki, því að það
vantar eina og hún er
ómissandi. Það varð
slys fyrir austan, sem
enginn gat hindrað og
enginn getur aftur tek-
ið. Við vitum að hún
kemur ekki aftur og
við getum ekki hætt
að hugsa um það.
Fyrir rúmum þrem-
ur árum heilsaði Anna Jónsdóttir
frá Norðfírði hressilega upp á okkur
KR-inga á lokahófi knattspyrnu-
manna. Hún vildi koma í KR, af-
henti miða með símanúmerinu sínu
og sagði okkur að hafa samband.
Það fór þó ekki svo að hún kæmi
strax, Þróttur þurfti á öllu sínu
fólki að halda næsta sumar, KR-
ingar vildu gjaman hafa lið til að
keppa við á Neskaupstað og Anna
var trú sínu heimafélagi. En um
haustið var hún mætt í KR-heimil-
ið, ákveðin í að láta ekkert stöðva
sig og þegar hún steig út í vestur-
bæjarsólina var hún komin í KR.
Þennan vetur stóð til að fara í
æfingaferð til Hollands og Frakk-
lands. Við vorum, eins og gengur,
misjafnlega duglegar við alls konar
verk sem varð þó að vinna til að
safna peningum, en Anna Jónsdótt-
ir frá Norðfirði brást aldrei. Það
var ekki nóg með að hún gerði sitt
heldur vann hún líka stundum verk
okkar hinna.
Sjálf ferðin varð kannski ekki
eins góð fyrir fótboltann sem við
spiluðum og við höfðum vonað, en
mórallinn varð enn betri en fyrr og
nú kynntumst við allar Önnu. Hún
átti ekki erfítt með að kynnast nýju
fólki, féll strax inn í hópinn og þeg-
ar heim var komið var eins og hún
hefði alltaf verið í KR.
Sumarið 1994 var það fyrsta hjá
Önnu með okkur. Við höfðum Is-
landsmeistaratitil að veija. Anna
komst ekki í byrjunarlið strax og
kunni því svo sem ekki vel frekar
en aðrir sannir keppnismenn. En í
stað þess að leggja árar í bát óx
henni ásmegin og í okkar huga var
hún þetta sumar það sem Bjarni
Fel. myndi kalla „súper söbb“,
vegna þess að þegar hún kom inn
á gerði hún usla, hristi upp í okkur
hinum sem þar voru fyrir, og sneri
jafnvel leiknum okkur í hag.
Fyrir sumarið, sem var að líða,
sáu allir að nú ætlaði Anna sér
öraggt sæti í byijunarliðinu og það
gekk eftir þrátt fyrir að hún yrði
fyrir meiðslum um vorið. Stundum
finnur liðið, þær sem fyrir era og
hafa verið lengi, að nýja stelpan
er aðkomumaður og hún ætlar að
stoppa stutt. En Anna virtist vera
KR-ingur frá hvirfli til ilja, að
innstu hjartarótum. KR-heimilið
varð hennar annað heimili. Fyrra
sumarið gætti hún þess sem hús-
vörður en það síðara starfaði hún
við knattspyrnuskóla KR auk þess
að þjálfa yngstu stelpurnar í fímmta
flokki. Hún reyndist afbragðs þjálf-
ari, röggsöm og ákveðin og að von-
um stóð liðið hennar sig mjög vel.
KR-fótboltastelpur hafa alltaf
verið mjög samhentur hópur. En í
sumar héldum við enn meira saman
en áður. Það leið vart sá dagur að
við hittumst ekki, á æfingu, í pasta
kvöldið fyrir leik, í léttu spjalli til
að lyfta okkur upp eftir slæman
leik eða til að fagna góðum. Á þess-
um stundum var Anna alltaf hress
og kát og þegar við hugsum um
það eftir á er eins og hún hafí allt-
af verið svo spennt fyrir lífinu, til
í að vera með og reyna það sem
bauðst að reyna. Hún naut lífsins
en velti því Iíka fyrir sér. Nætur-
langar samræður um líf eftir dauð-
ann fá allt aðra merkingu fyrir
okkur nú en þær höfðu fyrir bara
nokkrum dögum.
Við ætluðum að hitta hana i
kvöld. Þegar við vissum að hún
kæmi ekki voram við að hugsa um
að fara ekki heldur. En það hefði
ekki verið hennar stíll. Við minnt-
umst hennar við bænastund í Foss-
vogskapellu á fimmtudaginn, þær
sem gátu minnast hennar á Norð-
firði í dag, þær sem spila fyrir ís-
land í dag gera það af öllu hjarta
með hana í huga. Og næsta vor
þegar boltinn fer af stað í okkar
hópi verður Anna nærri, með kraft
sinn, bjartsýni og fómfýsi fyrir liðið
og félagið sem tengir okkur allar.
Allar stelpurnar í KR ásamt þjálf-
ara, liðstjóra og kvennanefnd senda
fólkinu hennar Önnu innilegar sam-
úðarkveðjur og þakka af heilum hug
fyrir að hafa fengið hana í hópinn
þaðan sem hún getur ekki horfíð
því hún var ómissandi.
Meistaraflokkur KR
í knattspyrnu kvenna.
Hún Anna okkar er dáin. Þannig
hljóðuðu skilaboðin sem mér bárust
sunnudaginn 1. október sl. Anna
var ein af „stúlkunum mínum“ í
meistaraflokki KR. Hún gekk til
liðs við okkur haustið 1993 og var
mikill styrkur fyrir okkur að fá
hana í okkar raðir. Það fór ekki
mikið fyrir Önnu í hópnum, hún
var hæglát en ákveðin og gerði
ávallt sitt besta innan vallar sem
utan. Það hefur stórt skarð verið
höggvið í hópinn okkar við fráfall
hennar og það eru erfiðir tímar
núna að takast á við sorgina. En
eins og sagt er: „Það er engin gleði
án sorgar og engin sorg án gleði.“
Anna var gleði okkar og því syrgj-
um við nú. Við „stúlkurnar mínar“,
sem horfa á eftir góðum félaga og
vini, vil ég segja. Munið Önnu okk-
ar eins og hún var, brosmild og
glöð og minnist hennar með gleði
í huga yfír því að hafa átt hana
að vini og félaga.
Foreldram Önnu og systkinum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og bið Guð að milda sárs-
aukann og sorgina. Önnu minni
þakka ég samfyldina og góð kynni.
Guð veri henni líf og ljós.
Ásta Jónsdóttir.
Það er erfitt að kveðja, sérstak-
lega þegar ungt fólk fer alltof
snemma og maður skilur ekki hvað
honum gengur til, honum sem öllu
ræður.
Við viljum með nokkrum orðum
minnast Ónnu Jónsdóttur sem var
ein af okkur, hún var Þróttari.
Þegar kvennaknattspyrnan rers
sem hsæt hér í Neskaupstað á ár-
unum 1989 til 1993 og við spiluðum
í 1. deild þá var Anna einn af
burðarásum liðsins. Hún hafði
mikla hæfileika til að leika knatt-
spyrnu og hæfíleikarnir nutu sín
enn betur vegna þess hversu mik-
inn áhuga hún hafði á íþróttinni.
Hún hafði mikinn metnað fyrir
framgang kvennaknattspyrnunar í
bænum og lét okkur í stjórninni
heyra það ef henni fannst við ekki
standa nógu vel við bakið á stelpun-
um og oft rökræddum við málin
og stóð hún alltaf föst á sínu. Með
baráttukonu eins og Önnu innan-
borðs þá erum við ekki frá því að
það hafí náðst meira fram fyrir
kvennaboltann en ella hefði orðið.
Húmorinn var samt aldrei langt
undan og þegar komið var saman
þá var Anna ein af þeim sem létu
ljós sitt skína.
Þegar meistaraflokksliðið lagðist
af hér í Neskaupstað fór Anna til
Reykajvíkur og spilaði með KR.
Þar náði hún að festa sig í liðinu
sem hefur verið í toppbaráttu í 1.
deild undanfarin ár.
Missir okkar Þróttara er mikill
en missir fjölskyldu Önnu er mikill
og erfiður og sendum við, knatt-
spyrnufólk í Neskaupstað, okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar Jón, Jóna og fjölskylda.
Megi góður guð styrkja ykkur á
þeim erfíða tíma sem er framund-
an.
Knattspyrnudeild Þróttar
í Neskaupstað.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Önnu Jónsdóttur en hún
lést í hörmulegu bílslysi aðfaranótt
síðastliðins sunnudags.
Anna var leikmaður með meist-
araflokki kvenna í knattspyrnu hjá
KR og kynntumst við þar fyrir
tveimur árum þegar hún kom til
okkar frá Þrótti Neskaupstað, ég
þjálfari, hún var leikmaður.
Anna komst strax inn í KR-hóp-
inn, hún átti mjög auðvelt með að
aðlagast. Það var aldrei lognmolla
í kringum Önnu, það gustaði af
henni og það var mikið líf og fjör
þar sem hún var. Það var alltaf
gaman að fylgjast með því hvernig
Anna fagnaði mörkum sínum, en
það gerði hún á allsérstakan hátt.
Hvernig hún fagnaði markinu sínu
á móti Stjömunni í sumar mun ég
aldrei gleyma, það lifír alltaf í minn-
ingu minni um Önnu.
Það er stórt skarð höggvið í hóp
KR-stelpna og allra KR-inga. En
minningin um hressa og brosmilda
stelpu mun lifa.
Fjölskyldu hennar, ættingjum og
vinum votta ég mína dýpstu samúð.
í gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir dijúpa
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég kijúpa
og kyssa sporin þín.
(DavíðStef.) .
Ama K. Steinsen.
Þegar hringt var í okkur sunnu-
dagsmorguninn 1. októberog okkur
tilkynnt að Anna vinkona okkar
hefði látist í bílslysi um nóttina
voru fyrstu viðbrögðin rosalegt
sjokk og neituðum við að trúa því
að þetta væri satt. Af hveiju, spyr
maður, er svona ungt fólk í blóma
iífsins tekið frá okkur og af hverju
hún Anna okkar? En þegar stórt
er spurt er verður fátt um svör.
Kynni okkar af Önnu hófust fyr-
ir alvöru í fótboltanum í Þrótti
Neskaupstað og spiluðum við sam-
an í mörg ár, og myndaðist sterkur
og góður vinahópur sem ávallt hef-
ur haldist. Stórt skarð hefur nú
myndast í þennan hóp sem aldrei
verður fyllt. Þrátt fyrir misjafnt
gengi í Þrótti komum við oft á óvart
og má það þakka samheldni hópsins
og hve gaman við höfðum af því
sem við vorum að gera. Rifjast þá
upp þegar liðið tók sig saman og
fór í kirkju og bað fyrir um sigur
í leik gegn KR. Vannst hann öllum
til mikillar undrunar 1-0.
Veturinn ’93-’94 lá leið okkar
suður til Reykjavíkur og rættist þá
langþráður draumur Önnu um að
spila fótbolta með KR. Spilaði hún
tvö tímabil með félaginu og ætlaði
hún að mæta sterk til leiks núna
eftir áramótin. En enginn veit sín
örlög fyrirfram og verður hennar
sárt saknað úr boltanum. Anna var
sterkur og traustur persónuleiki
með mikla kímnigáfu og ávallt var
hægt að treysta á hennar félags-
skap, enda átti hún marga vini og
kunningja.
Það var gott 'að tala við hana og
oft var setið og spjallað tímunum
saman. Hugurinn lá þá oft heim til
fjölskyldunnar fyrir austan og til
Sellu tvíburasystur sem dvaldi síð-
astliðin tvö ár á Ítalíu sem au-pair.
Elsku Anna okkar. Við þökkum
þér innilega fyrir allar samveru-
stundirnar og munum við sakna þín
mikið. Elsku Jón, Jóna, Þorgeir,
Sella, Siggi, Ólafur Jón, Hóffí,
Ómi, Örn og aðrir aðstandendur.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Guð styrki ykkur í sorginni.
Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta.
Söknuðurinn laugar tári kinn,
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta.
Dökkur skuggi fyllir huga minn.
í miðjum leik var komið til þín kallið,
klippt á strenginn þinn,
eitt af vorsins fógru blómum fallið.
(H.A.)
Gerður, Hlín og Þórveig.
Élsku Anna mín.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að kveðjustundin á flugvellinum
fyrir þremur vikum hafí verið sú
hinsta. Að hugsa til þess að ég sjái
þig aldrei framar. Þú sem varst
ekki nema 21 árs varst hrifinn frá
okkur í blóma lífsins. En mitt í
sárum söknuði skjóta upp kollinum
yndislegar minningar frá liðnum
tímum, minningar sem verða aldrei
teknar frá manni. Það er margt sem
gerist á lífsleiðinni sem erfitt er að
sætta sig við. Eitt af því erfíðasta
er að horfa á eftir ástinni yfír móð-
una miklu. En Anna mín, það er
mín sannfæring að hlutverki þínu
sé alls ekki lokið, að handan móð-
unnar miklu bíði þín stærra og
veigameira hlutverk.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, Anna mín, og tileinka
þér þessi erindi:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fýrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Stórt skarð hefur nú verið'höggv-
ið í þessa yndislegu fjölskyldu sem
erfitt verður að fylla. Én þótt leikur-
inn hafí verið stuttur og leiktíminn
skammur þá lifír minningin í huga
okkar og hjarta.
Elsku Nonni, Jóna, Hóffí og Ijöl-
skylda, Sella, Þorgeir, Ólafur Jón,
Siggi og aðrir aðstandendu, Guð
gefi ykkur styrk á þessum sorgar-
stundum.
Kveðja, Guðlaug Ólöf.
Mig langar í fáum orðum að
minnast góðrar vinkonu. Orð
megna lítið þegar sorgin ber að
dyram. Ég trúði því ekki, síðasta
sunnudagsmorgun, þegar mér var
sagt að Anna hefði dáið um nótt-
ina. Fyrsta hugsun mín var: Nei,
þetta getur ekki verið satt. Hún var
í heimsókn hjá mér í gærkvöldi.
Það er stutt milli lífs og dauða og
enginn veit hver verður næstur.
Kynni okkar Önnu hófust 1990
þegar ég þjálfaði hana í fótbolta.
Strax kom í ljós að hugur hennar
lá þar, enda var hún gædd miklum
hæfíleikum. Strax urðum við miklir
mátar og góð vinátta hélst alla tíð.
Anna hafði það fram yfir marga
aðra að hún var traustur vinur, allt-
af var hægt að leita til hennar ef
eitthvað bjátaði á.
Minningarnar hrannast upp á
þessari stundu. Við höfum brallað
margt saman og vil ég, elsku Anna,
þakka þér fyrir allar þær ánægju-
legu samverastundir sem við áttum.
Þær lifa í minningunni.
Elsku Jóna, Jón, Sella, Hófí, Þor-
geir, Siggi og Ólafur Jón. Sorgin
er mikil. Megi Guð styrkja ykkur
og hjálpa, en munum að þeir deyja
ungir sem guðirnir elska.
Inga Birna.
Okkur langar að kveðja hana
Önnu vinkonu okkar, sem svo
skyndilega hefur verið tekin frá
okkur. Það er engin orð sem fá
lýst þeim söknuði sem við fínnum
fyrir. Elsku Anna, við munum alltaf
minnast þín sem góðrar og traustar
vinkonu. Takk fyrir allar þær góðu
stundir sem við fengum að njóta
saman.
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Elsku Sella, Jón, Jóna, Ólafur
Jón, Siggi, Þorgeir, Hoffí og fjöl-
skylda. Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Megi Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Þínar vinkonur,
Sigríður Þrúður og Ásta Lilja.