Morgunblaðið - 07.10.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 37
Elsku Anna. Hver hefði getað
trúað því að þú myndir yfirgefa
okkur svona fljótt. Við fráfall þitt
myndaðist stórt skarð í hjarta okk-
ar sem við reynum að fylla upp í
með góðu minningunum sem við
eigum. Við eigum erfitt með að
skilja þessa ákvörðun Guðs að taka
þig burt frá okkur og munum
eflaust aldrei skilja en við reynum
að fullvissa okkur um að þér líði
vel og að þú sért sátt og við vitum
að þú átt eftir að fylgjast með
okkur og taka á móti okkur þegar
okkar tími kemur. Takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Elsku Sella, Jóna, Nonni, Hoffí,
Ómi, örn, Þorgeir, Siggi, Ólafur
og aðrir sem eiga um sárt að binda,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Megi guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Þorbjörg og Karl.
Hver er sem veit, nær daggir dijúpa,
hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst.
Hver er sem veit, nær knéin kijúpa
við kirkjuskör, hvað guði er næst.
Fyrst jafnt skal rigna yfír alla,
jafnt akurland sem grýtta jörð, -
skal nokkurt tár þá tapað falla,
skal týna sauði nokkur hjörð?
Hver er að dómi æðsta góður, -
hver er hér smár og hver er stór?
-1 hveiju strái er himingróður,
í hveijum dropa reginsjór.
(Einar Benediktsson)
Það er stórt skarð höggvið í
raðir knattspyrnukvenna. Lítinn
hóp sem stendur þétt saman í erf-
iðri baráttu. Innan hópsins þekkja
allir alla og jafnan fagnaðarfundir
þegar liðin hittast og gera sér glað-
an dag. Þar fór Anna oft fremst
- hress og kát utan vallar, en erfið-
ur andstæðingur innan.
Við vottum félögum Önnu Jóns-
dóttur í KR, foreldrum hennar og
ættingjum okkar innilegustu sam-
úð.
Meistaraflokkur kvenna og
meistaraflokksráð Breiða-
bliki.
Það var fyrir rúmu ári að leiðir
okkar og Önnu skárust. Sumar af
okkur voru að stíga sín fyrstu skref
fjarri faðmi fjölskyldunnar og hug-
myndirnar um heimilishald voru á
byijunarreit. Aðrar fylgdust grannt
með úr kallfæri. Allar áttum við
það sameiginlegt að vera í boltan-
um og þótt við værum ekki í sama
liði og börðumst hvor á móti ann-
arri á fótboltavellinum, bundust
mörg vinabönd á einu tilrauna-
heimilinu, sem fékk nafnið „Hæl-
ið“. Anna var þar, ásamt mörgum,
tíður gestur og við eigum margar
góðar minningar um Ónnu þaðan
og frá fleiri uppákomum síðastliðið
ár.
Fréttin af sviplegu fráfalli Önnu
hefur skilið okkur eftir harmi slegn-
ar. Um leið og við þökkum henni
stutt en ánægjuleg kynni sendum
við fjölskyldu Ónnu og vinum okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.
Hvert andartak er tafðir þú hjá mér,
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(H. Laxnes)
Hann Björg, Kolbrún Eva,
Sandra Björk, Úlfhildur Osp,
Hulda Kristín og Þóra.
í dag kveð ég Önnu frænku mína
og vinkonu í hinsta sinn. Kveðju-
stund sem mig hafði aldrei órað
fyrir.
Alltaf er maður jafn sleginn yfir
því hvað það er stutt bilið á milli
lífs og dauða. Anna svona lífsglöð
og kát var fyrirvaralaust rifin burt
frá okkur í blóma lífs síns. Það er
einmitt á svona stundum sem ég
finn hversu lítils megnug við erum
gagnvart æðri máttarvöldum.
Aleitnar spurningar öskra út í tóm-
ið en fá ekkert svar. Bara nístingsk-
öld; óskiljanleg þögnin.
Önnu hef ég þekkt frá því ég
man eftir mér. Sem krakkar brölluð-
um við frænkurnar, Anna, Sella og
ég, ýmislegt saman. Þær voru oft í
„pössun“ hjá okkur eða ég í „pöss-
un“ hjá þeim. Prakkarastrik voru
okkar uppáhald og oftar en ekki var
grallarinn Anna í fararbroddi. En
það voru einmitt gömlu góðu
prakkarastrikin sem við Anna rifj-
uðum upp, skellihlæjandi síðast þeg-
ar við spjölluðum saman.
Ég gleymi því aldrei þegar við
vorum reknar úr fyrsta dansskólan-
um okkar eða þegar þær systur
Anna og Sella hjálpuðu mér að
stinga af af barnaheimilinu.
Á unglingsárunum skildu leiðir,
en alltaf vissum við þó hver af ann-
arri. Það var síðan fyrir um sex
árum sem vináttan tók að dafna á
ný þegar við fórum að vinna saman
hjá Siddu, Magna og Bryndísi. Oft
var glatt á Hjalla hjá okkur litlu
fjölskyldunni í Tröllanausti og það
var einstaklega auðvelt og skemmti-
legt að vinna með Önnu. Það var á
þeim tíma sem ég gerði mér grein
fyrir því hversu frábær stelpa Anna
var. Hún var ekki bara þessi glettni,
skemmtilegi grallari. Undir niðri var
líka að fínna einlæga og skilnings-
ríka vinkonu. Hún hafði sérstakt lag
á að skynja hvenær fólk átti bágt
og alltaf var hún boðin og búin að
sýna því stuðning.
Með einlægni sinni og lífsgleði
náði Anna að vinna sér stað í mínu
hjarta sem og-svo margra annarra.
„Lákinn" hún Anna skipaði stóran
sess innan ijölskyldunnar minnar.
Vinátta okkar Önnu hefur aukist
jafnt og þétt undanfarin ár. En það
voru einmitt spurningar eins og þær
sem dynja á mér núna sem við
Anna ræddum svo oft. Pælingar um
dauðann, líf eftir dauðann og til-
gang lífsins voru oft ofarlega í huga
hennar.
Nú er Anna eflaust búin að fá
svör við þessum áleitnu spurningum.
En eftir sitjum við með ekkert nema
óskiljanlega sársaukafulla þögn-
ina... og minninguna um Önnu.
Elsku Anna, það er stutt bilið sem
skilur okkur að — andartakið milli
lífs og dauða. En samt er það bil
sem ekki er hægt að brúa — bil sem
veldur því að ég fæ ekki lengur að
heyra hlátur þinn.
— Að ég fæ ekki lengur að sjá
glettinn svip þinn.
— Að ég fæ ekki lengur að njóta
einlægni þinnar og skilnings þegar
eitthvað bjátar á hjá mér.
— Að ég get ekki lengur faðmað
þig-
Þín er og verður sárt saknað.
Minningin um þig lifír. Sjáumst síð-
ast.
Elsku Jóna, Nonni, Þorgeir, Sella,
Siggi, Ólafur Jón, Hoffý, Omar, Öm
og aðrir ættingjar og vinir, ykkur
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Með orðum Kahlíl Gibrans:
„Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu
þá aftur hug þinn og þú munt sjá
að þú grætur vegna þess sem var
gleði þín.“
Þín vinkona og frænka,
Kristín.
+ Eiginmaður minn,
JAMES W.E. LILLIE,
Tenterden,
Englandi,
ándaðist laugardaginn 23. september sl. Betty A. Liliie.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN FRIÐRIKA JÓNSDÓTTIR,
Aðalstræti 8,
lést á heimili sínu þann 5. október sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jón Egill Bergþórsson, Sigrfður Bachmann,
Skúli Jónsson,
Egili Jónsson.
Við kveðjum í hinsta sinn Önnu
Jónsdóttur, þjálfara dætra okkar í
5. flokki stúlkna í knattspyrnudeild
KR. Hennar verður sárt saknað í
okkar herbúðum. Anna var ljúf
stúlka og góður vinur stelpnanna
og okkar foreldranna. Hún var líka
hæfur þjálfari og síðasta verk
hennar í okkar þágu var að leiða
sínar stelpur og okkar til frækilegs
sigurs í Nóatúnsmóti Afturelding-
ar í Mosfellsbæ í haust.
Foreldrum og fjölskyldu Önnu
vottum við dýpstu samúð okkar.
Missir okkar er mikill.
Kveðja frá KR-stelpunum í 5.
flokki í knattspyrnu og for-
eldrum þeirra.
+
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANN Þ. ALFREÐSSON
hafnarstjóri,
Heinabergi 23,
Þorlákshöfn,
lést í Borgarspítalanum 5. október.
Björg Serensen,
Elísabet Steinunn Jónsdóttir, Halldór M. Ólafsson,
Jón Guðmundur Jóhannsson, Vilfríður Víkingsdóttir,
Valgerður Jóhannsdóttir,
Thorvald Smári Jóhannsson,
Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, Ólafur E. Guðmundsson
og barnabörn.
ERLENDUR
VILHJÁLMSSON
-4- Erlendur Vilhjálmsson
■ fæddist í Vinaminni á Eyr-
arbakka árið 1910. Hann lést í
Borgarspítalanum 24. septem-
ber síðastliðinn og fór útförin
fram 3. október.
MIG langar að senda afa smá
kveðju.
Ég og afi vorum bestu vinir og
sakna ég þeirra tíma þegar ég kom
á sumrin í heimsókn frá Danmörku.
Ég minnist sérstaklega sundlauga-
ferða okkar þar sem við hittum vini
hans sem líka urðu vinir mínir.
Minningar mínar um afa eru'allar
mjög yndislegar. Að síðustu langar
mig að senda honum ljóð sem ég
veit að hann hélt upp á.
Ó minning, minning.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín hlustandi
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
Út í dimmbláan fjarskan
og komu aldrei aftur.
Þitt barnabarn,
Nína Sif Guðnadóttir.
Það er vegna andláts afa míns
sem ég sest við skrif til að riíja upp
gamla tíma og kveðja hann. Það
vill gjarnan sefa sorgina að rifja upp
góðar stundir og er það fyrsta sem
kemur í huga þegar við bræðurnir
5-6 ára gamlir komum úr skóla á
Reynimelinn og hann passaði okkur
þar til mamma kom heim úr vinnu.
Það var alltaf gott að koma á
Reynimelinn, þar var skjól fyrir öll-
um veðranna vindum, því þar ríkti
gleði og léttur andi. Enda var það
ein af lífsreglum afa að heima mátti
alvaran aldrei ná nema vissu marki.
Þetta var ríkjandi alveg fram á síð-
ustu daga hans, þrátt fyrir þrálát
veikindi og sársauka sem þeim
fylgdi.
Minnisstætt er mér þegar afi vann
hjá kvikmyndaeftirlitinu og hann
hóaði stundum á okkur bræðurna
til að koma með sér á bíó, kannski
um miðjan dag er skóla var lokið.
Það var spennandi fyrir unga drengi
að uppgötva nýja heima með afa
sínum. En ekki aðeins var það létt-
leiki sem ég sótti til hans heldur
jafnframt viska og réttlæti. Þegar
ég átti við vandamál að stríða lá
beinast við að ræða þau við hann
og fá góð ráð. Með slíkri leiðsögn
vissi maður af stuðningi og trú á
hveiju sem maður tók sér fyrir hend-
ur. Það var að miklum hluta honum
að þakka hvernig menntavegur minn
fór, enda trúði hann statt og stöðugt
á gildi æðri menntunar.
Afi talaði alltaf við mann eins og
fullorðna manneskju. Hann gerði
mér grein fyrir hlutum og hlustaði
á mig. Við áttum okkur leiki sem
afi átti oft frumkvæðið að, s.s. var
það okkur um tíma kappsmál að
leysa myndgátur Dagblaðsins og
sátum við lengi yfir þessu og ráð-
færðum okkur hvor við annan. Þetta
var dæmigert fyrir samband okkar
afa, því það var ekki aðeins sam-
band afa og barnabarns heldur vil
ég frekar líta á það sem samband
góðra vina. Það var gaman að velta
vöngum með afa og opnaði það fyr-
ir mér nýjar hliðar á málum. Gaman
var sitja með honum og velta sér
uppúr íslendingasögum og kveð-
skap. Þar var afi á heimavelli og
voru það Gerpla og Disneyrímur sem
afi unni hvað mest. Man ég sérstak-
lega eftir eintaki hans af Gerplu sem
eftir margendurtekinn lestur var
orðið slitið og gamalt. Þannig er það
eins með eintakið af Gerplu og afa,
að þó svo að ellin legðist á þau
bæði var innihaldið samt að fegurð
og visku og mun ég ávallt minnast
hans fyrir þær sakir.
Þitt barnabam,
Erlendur S. Guðnason.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir,
ÞÓRDÍS BJARNADÓTTIR,
lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtu-
dagsins 5. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Henrik G. Thorarensen,
Gunnþórunn Arnarsdóttir, Ragnar Hilmarsson,
Hulda Henriksdóttir,
Gunnþórunn Björnsdóttir, Bjarni Guðbjörnsson,
Björn Ragnar Bjarnason, Jóhanna Brynjólfsdóttir,
Gunnar Þór Bjarnason, Jóhanna Einarsdóttir,
Gunnlaugur Þórarinsson
og fjölskyldur.
Geir A. Guðsteinsson.
+
Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
HELGA SIGURGEIRSSONAR,
Hvammi,
Húsavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
+
Einlæg þökk fyrir samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HÖLLU ÁRNADÓTTUR.
Einnig færum við starfsfólki Grensás-
deildar Borgarspítalans sérstakar þakkir.
Heiðrún Þorgeirsdóttir, Benedikt Sigurðsson,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magni Baldursson,
Árni Ibsen, Hildur Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.