Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 38
38 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORBJÖRG
LÍKAFRÓNSDÓTTIR
+ Þorbjörg Lík-
afrónsdóttir
fæddist í Kvíum í
Grunnavíkur-
hreppi, Jökulfjörð-
um, 31. ágúst 1908.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 27.
sept. sl. 87 ára að
aldri. Foreldrar
Þorbjargar voru
Guðrún Haralds-
dóttir, f. 28.7. 1885,
d. 27.5. 1968, og
Líkafrón Sigur-
garðsson, f. 12.7.
1882, d. 4.5. 1968.
Þorbjörg ólst upp í Kvíum hjá
hjónunum Jóni Jakobssyni og
Kristínu Alexandersdóttur.
Hún fluttist. til Isafjarðar um
tvítugt og bjó þar til ársins
1989, þá fór hún til Reykjavíkur
og dvaldi á Hrafnistu við
Laugarás frá 7. des. það ár.
Þorbjörg giftist Gísla H. Guð-
mundssyni sjómanni á Isafirði,
f. 17.9.1907, d. 18.10.1964. Þau
bjuggu í Sundstræti 21, í húsi
foreldra hans. Böm þeirra urðu
fimm. 1) Guðmunda Rannveig,
f. 17.2. 1932, gift Inga S. Er-
lendssyni. 2) Jón Kristinn, f.
24.4. 1933, kona hans var Bára
Guðmundsdóttir, d. 1989. 3)
Guðmundur Hilaríus, f. 19.5.
1935, hann fórst af
Guðbjörgu ÍS 1974,
kona hans var
Ragna Sólberg. 4)
Guðrún, f. 31.7.
1940, var gift Þórði
Finnbjörnssyni. 5)
Matthildur Mess-
íana, f. 9.12. 1945,
gift Sigurði Þor-
kelssyni. Barna-
böm Þorbjargar
eru 18 og bama-
barnabörn 28. Hálf-
systkini Þorbjargar
vom 17 og var hún
elst sinna systkina.
Böra Guðrúnar Haraldsd. og
Guðleifs Guðleifss. vom fjögur:
Haraldur Jónatan, d. 1924,
Guðfinna, Guðbjörg, Eðvarð,
fórst með Trausta úr Súðavík
1968. Börn Líkafróns og Bjam-
eyjar S. Guðmundsd. vom 13:
Guðmundur Sigurður, d. 1989,
Sigurlaug María, d. 1963, Einar
Sigmundur, Friðrika Betúelína,
Guðbjörg, d. 1978, Sigurrós
Laufey, Aðalheiður Bergþóra,
d. 1987, Sigurgeir, Jóhanna
Friðmey, Jóna Kristín Júlía,
Hrefna, Katrin Jóna, Gunnar.
Þorbjörg verður jarðsungin frá
Isafjarðarkirkju laugardaginn
7. október og hefst athöfnin ld.
14.
NÚ þegar amma á ísafirði er farin
er rétt að minnast hennar nokkrum
orðum. Ég sem elsta barnabarnið
varð þeirrar hamingju aðnjótandi
að alast á sumrin upp á ísafirði hjá
ömmu og afa á árunum 1955-1970.
í minningunni var mikil sól og hiti
á ísafirði á þessum árum og einnig
hin tvö sumrin á ísfirðingaplaninu
á Siglufirði. Ef til vill fegrar tíminn
og minningin Þetta. Þá var lent á
pollinum á katalínu-flugbátnum og
ferðast sjóleiðina með Heklunni.
Dokkan, þar sem nú er smábáta-
höfnin, var sérstakur heimur okkar
dokkupúkanna. Gamlir skúrar og
hjallar um allt með sínum leyndar-
málum og felustöðum og dokkan
angaði af siginni grásleppu og bik-
tjöru. Litlir kofar karlanna stóðu í
þyrpingu og þar stokkuðu þeir upp
línuna .og greiddu úr flækjum á
meðan spáð var í veður og afla-
brögð. Enn var landað smáhvelum
í fjörunni og gert þar að þeim og
dokkufólkið keypti _ sveitasmjörið
hjá honum Ömólfi. Á haustin kom
Fagranesið með sauðféð alls staðar
að og því var slátrað í að minnsta
kosti tveim slátilrhúsum í dokk-
unni. Litla húsið hennar ömmu,
Sundstræti 21, stóð á bökkunum
sem kallað var, við hliðina á dokk-
unni. Húsið var jafnan kallað Amst-
erdam og var það áfast stærra
húsi, Sundstræti 23, sem jafnan var
kallað Rómaborg. Þarna stóðu þess-
ar tvær heimsborgir áfastar hvor
annarri þangað til landafræðin
Blómakrossar,
Útfarakran sar &.
Kistuskreytingar
Blómaskreytingar
og afskorin blóm
við öll tækifæri
liFS-j^BLtM
I i a t i n a d ts k r e y t a
Hlíðaimára 8 • Miðjan • Kópavogi
Sí'mi: 5 6 4 4 4 0 6
Opið frá kl. 10 til 21
kenndi okkur annað. Amma vann
alla sína tíð í Efra-íshúsinu og kom
heim í hádeginu til að gefa okkur
afa að borða, því annars hefðum
við afí soltið heilu hungri. Ekki var
matargerðarlist karlmanna fyrir að
fara í þá daga. Gjaman var það
siginn fískur með mörfloti og salt-
fiskur eða siginn bútungur eða grá-
sleppa, en það þótti henni mjög
gott. Ömmu var alltaf hugað um
að maður fengi nóg að borða og
hugsaði síður um sjálfa sig. Undir
lokin þurfti að styðja ömmu að
snyrtiborðinu sínu í íshúsfélagi ís-
fírðinga, ekki voru burðimir meiri,
þó viljinn væri til staðar eins og
alltaf hjá henni. Jonni verkstjóri í
efra húsinu var henni ævinlega
mjög góður og hafi hann miklar
þakkir fyrir, eins og aðrir sem
reyndust henni vel, en þeir eru ekki
ófáir fyrir vestan og hér fyrir sunn-
an. Amma átti láni að fagna með
nágranna. Fólkið frá Kvíum bjó í
Rómaborg og vom henni miklir vin-
ir. Eins var með fjöskyldumar í
Sundstræti 19, bæði Guðmund, Ásu
og fjölskyldu og síðar Hrafn, Her-
dísi og fjölskyldu. Ekki var heldur
langt í Leif Jóhannsson og Ingu
Straumland. Þetta fólk á miklar
þakkir skildar fyrir umhyggju við
ömmu meðan hún bjó ein fyrir vest-
an. Amma var ekki mikið fyrir kyn-
slóðabil og skemmti sér vel með
ungu fólki, sem kunni að gantast
og hlæja, hún hafði létt skap og
naut þess að hafa glatt fólk í kring
um sig, þó aldrei bragðaði hún
áfenga drykki. Yfirleitt þurfti ekki
mikið til að koma henni til að brosa.
Þó „gamla konan“ yrði eldri var
hún síung í anda. Best leið henni
með húsið fullt af gestum til að
stjana við. Þessa mikla örlætis og
gestrisni nutum við barnabömin
Séifræðingar
■ blóniaskreyUnguni
við öll lækilicri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
hennar í ríkum mæli og einnig önn-
ur böm meðan hún bjó fyrir vest-
an. Hún var einstaklega gjafmild
og bamgóð og úr brúnu augunum
geislaði mikil hlýja og einlægni.
Hún var mjög tryggur vinur vina
sinna og hélst vel á þeim. Það var
mikið áfall á sínum tíma þegar hún
missti afa og nokkram áram síðar
Guðmund heitinn Gíslason, eina
barnið hennar, sem fest hafði rætur
á ísafírði. Það var mikil sorg. ekki
bugaði það ömmu og ekki flíkaði
hún tilfinningum sínum. Hún var
sterk og dugleg. Henni féll helst
ekki verk úr hendi og prjónaði mik-
ið á meðan hún hafði heilsu til. Hér
fyrir sunnan tók við erfið sjúkra-
ganga sem nú er loksins lokið til
mikillar friðþægingar fyrir ömmu,
sem þjáðist mikið síðustu árin sín
hér fyrir sunnan. Hún varð um síð-
ir að láta undan hinum erfiða bein-
þynningarsjúkdómi, sem gerði vart
við sig hjá henni á efri áram. En
meiri lífsvilja og seiglu hafa læknar
og hjúkranarfólk vart kynnst. Hún
gafst ekki upp. Hún var af þessari
aldamótakynslóð sem hefur lifað
mestu breytinar á íslensku þjóðfé-
lagi sem nokkur kynslóð á trúlega
eftir að sjá, frá sauðkinnsskóm til
tunglgönguferða, frá ríki sauðkind-
arinnar til ríkis sjónvarps og tölvu-
veraldarvefs. Hún var tökubam og
talaði ævinlega vel um fósturfor-
eldra sína frá Kvíum í Grannavíkur-
hreppi. Ég hef á tilfinningunni að
þar hafi verið rekið fyrirmyndarbú.
Hún ólst ekki upp hjá móður sinni
en naut samvista við hana á Ísafirði
og var það fyrir mína tíð. En ég
man vel þegar móðir hennar, hún
Gunna Hall, eins og hún var kölluð,
lá sína banalegu á Hrafnistu hér í
Reykjavík á sama stað og amma.
Skrýtið hvað tíminn líður hratt, nú
þegar amma fer á fund forfeðra
sinna. Þó amma hefði ekki alist upp
hjá Líkafrón heitnum, pabba sínum,
átti hún gott samband við hann og
var hún elsta barnið hans. Hún átti
13 hálfsystkini frá föður sínum og
var oft kátt í Damminum (Amster-
dam) í gamla daga Þegar Líka-
frónssystkinin vora í heimsókn. Níu
af þeim era lifandi í dag. Hún átti
4 hálfsystkini frá móður sinni. Það
elsta dó snemma, en hin þijú héldu
góðu sambandi við ömmu. Varði í
Súðavík, Gugga á Kleifum og Finna
í Smáíbúðahverfinu. Tvö af þeim
era á lífi í dag. Amma trúði á að
eitthvað tæki við fyrir handan sem
við sæjum ekki og vissum ekki um.
Gerði hún stundum grín og ekki
grín að því að fjölmennt væri hjá
sér í kofanum, þó að jafnaði byggi
hún þar ein. Hún var ætíð bjartsýn
og létt og eflaust hefur það hjálpað
henni óumræðilega mikið á enda-
sprettinum sem varð langur. Vil ég
óska henni alls velfarnaðar á þess-
um tímamótum um leið og ég þakka
fyrir allt það góða sem hún gerði
fyrir mig í svo mörg ár. Megi þú
nú hvíla í guðs friði, amma mín.
Guðmundur Ingason.
Dánarfrétt er skrítin frétt. Það
kom mér ekki á óvart að amma
fengi að fara eins gömul og las-
burða og hún var orðin, en tíminn
stoppað og hugurinn fór á ferðalag
minninganna sem rifjaði upp fyrir
mér svo margt gott úr samskiptum
mínum við þá góðu konu. Ég og
systkini mín sem ólust upp á Isafírði
eyddum miklum tíma hjá ömmu í
Amsterdam og lékum þar oft fram
á rauða nótt þar til hún annaðhvort
sendi okkur heim eða bauð okkur
að sofa. Amsterdam er lágreist hús
í Dokkunnu á ísafírði. í huga okkar
barnanna var það hins vegar stórt
og spennandi hús enda mikið af
vinum og ættingjum sem litu inn í
kaffi hjá ömmu. Ekkert er forvitni-
legra en reynslusögur fullorðna
fólksins og fá að smakka kaffi
meðí, eins og sagt var. Þegar ég
varð eldri reyndi ég að fá ömmu
til að segja mér frá sér og sínum
uppvaxtaráram, en gekk það brösu-
lega. Hún skipaði mér þá yfirleitt
að segja frekar eitthvað af viti og
hætta þessari vitleysu. Orðið harka
er kannski það fyrsta sem kemur
upp í hugann þegar ég tek saman
það sem hún þó sagði mér. Það sem
hafði sært hana í lífinu faldi hún
hins vegar vandlega, en undir hijúf-
um skráp var hlýtt hjarta og höfð-
ingskapur einkenndi alla tíð alþýðu-
konuna hana ömmu mína.
Hún vann lengi í íshúsinu þar
sem æviverk hennar varð dijúgt.
Þegar að starfslokum kom eftir
hartnær 30 ár var hún orðin svo
veikburða að hjálpa þurfti henni í
sloppinn og leiða hana að borðinu.
Mörgum af yngri kynslóðinni þótti
þetta skrítið en hún vildi ekki láta
sig vanta og fyrir því bára eldri sem
yngri vinnufélagar hennar virðingu.
Ég get ekki látið hjá líðast að þakka
öllum í íshúsinu fyrir að leyfa henni
að vinna þar til hún vildi sjálf hætta,
því ég veit hversu mikilvægt það
var fyrir hana að fá að taka þá
ákvörðun sjálf og kveðja með reisn.
Sjórinn er stór þáttur í lífi fólks
á ísafirði og það var borin mikil
virðing fyrir sjómönnum á heimili
ömmu. Þegar setið var við kaffi-
drykkju og spjall og bátahljóð
heyrðist úr fjarska var gert hlé á
samræðunum og kíkt hvaða bátur
væri að koma inn eða fara út.
Amma sagði svo eitthvað á þessa
leið: „Nú fór Hjörtur Stapi á sjó-
inn,“ eða ,jæja, þá er Reynir Torfa
kominn“. Þegar pabbi minn var á
rækju fór ég oft til ömmu og fylgd-
ist með rækjubátunum koma inn
þar til pabba bátur birtist á sjón-
deildarhringnum. Sjómennskan var
þannig órofaþáttur í líf ömmu enda
fóra báðir synir hennar til sjós. Þau
era líka óteljandi skiptin sem ís-
firskir sjómenn birtust á tröppunni,
oft á leiðinni heim úr löndun, til
að færa henni í soðið. Það var mik-
il gagnkvæm virðing sem sýnd var
og hún varð alltaf jafn glöð yfir
hugulsemi þeirra enda var hún van-
ari að gefa en þiggja. Við bömin
urðum vör við gjafmildina, en það
var brýnt fyrir okkur systkinunum
að biðja ömmu aldrei um pening,
ég held að það hafí hins vegar haft
hvetjandi áhrif á gjafmildi hennar.
Það var því oft óþægilegt að þurfa
að kveðja hana með seðil í vasanum
eftir að hún hafði rétt manni budd-
una, beðið mann fyrst að telja hvað
mikið væri í henni og síðan tekið
budduna og sagt „taktu þetta“. Á
unglingsáram mínum fór hún að
gefa vinum mínum pening líka. Það
fannst þeim skrítið enda voru ekki
margir veraldlegir munir í kringum
hana, ef frá er talið sjónvarpið og
frystikistan góða sem alltaf var
stútfull af fiski! Hún var aldrei nísk
og deildi öllu því sem hún átti með
öðram.
Á þessum áram eyddi ég mörgum
stundum í kjallaranum hjá ömmu
við trommu- og síðan hljómsveitar-
æfingar og fetaði þá í fótspor bróð-
ur míns, Rabba, sem hafði lagt
granninn að trommuleikaraferli sín-
um þar nokkram árum áður. Stund-
um var hávaðinn þvílikur að ég
skammaðist mín og spurði ömmu
hvort hún heyrði nokkuð í sjónvarp-
inu, þá svaraði hún jafnan: „Hættu
þessari vitleysu maður, ég heyri
ekkert í ykkur.“ Eða „ég vissi ekki
af ykkur þama niðri!“ Þá vissi ég
að hún var ekki að segja satt en
ofsalega fannst mér flott að eiga
svona ömmu. Á svona stundum
fannst mér allur aldursmunur
hverfa. Það var ekki auðvelt að
ganga fram af henni ömmu, en ég
man eftir einum atburði sem varð
til þess að minna mig á að við vor-
um ekki alveg af sömu kynslóð. Þá
hafði hún beðið mig um að mála
fyrir sig ganginn í Amsterdam ein-
hvern dag á meðan hún væri í
vinnu. Mér fannst það ekki mikið
mál og fékk til liðs við mig nokkra
vini mína. Við máluðum eins og
okkur fannst flottast, veggina
skærgula og hurðirnar fjólubláar.
Þegar hún opnaði húsið í hvíta
vinnusloppnum sínum held ég að
hún hafi næstum misst andlitið
enda líktist gangurinn meira her-
bergi síðhærðra hippa en vistarver-
um fullorðinnar konu.
Líf ömmu var enginn dans á rós-
um, en hún var léttlynd og átti
auðvelt með að gleðjast. Það var
stutt í hláturinn og gleðitárin runnu
ósjaldan niður kinnar þótt tilefnið
væri oftar en ekki fábrotið. Hún
Tobba amma, eins og við kölluðum
hana þegar við vildum stríða henni,
veitti okkur krökkunum mikla at-
hygli og var stolt af bömum sínum
og bamabömum. Vinir ömmu vora
margir en nágrannar í Rómaborg
og Herdís og Hrafn í Sundstræti
19 áttu alltaf sérstakan stað í hjarta
hennar svo og fólkið í Björnsbúð.
Mér þykir vænt um að rifja upp
hvað þetta mæta fólk var henni
gott og hvað amma kunni vel að
meta samskiptin við það. Ég, Sóley
systir og Rabbi bróðir kveðjum
ömmu öll með þakklæti í lijarta
fyrir að hafa fengið að arka með
henni æviveginn.
Amma vildi minnst um sjálfa sig
tala og ég veit að ef ég hefði sagt
henni áður en hún dó að ég ætlaði
að skrifa minningargrein um hana
þá myndi hún hafa bragðist hvumsa
við og sagt mér að nota tímann í
eitthvað annað. Það er hins vegar
gott að fá að kveðja Þorbjörgu
ömmu, sem átti svo stóran þátt í
lífí mínu og okkar systkinanna.
Minningar um samverastundirnar
með henni lifa þótt hún kveðji nú
í veraldlegum skilningi.
Gísli Þór Guðmundsson.
Mig langar að kveðja Þorbjörgu
vinkonu mína og fyrram nágranna
rneð fáeinum orðum.
Þegar við fluttum í Sundstræti
19 haustið 1974, bjó hún í húsinu
við hliðina á okkur, snaggaraleg,
fullorðin kona. Hún var lágvaxin
en snör í snúningum og það komi
fljótt í ljós að hún var með afbrigð-
um greiðvikin og ekki til sá hlutur
sem hún vildi ekki gera fyrir okk-
ur. Það mynduðust fljótlega sterk
vinabönd á milli hennar og fjöl-
skyldu okkar og var mikill sam-
gangur á milli. Það vildi ekki gróa
grasið á milli húsanna, enda var
stöðugt verið að ganga yfir það,
og hefði aldrei hvarflað að okkur
að setja girðingu á milli okkar.
Börnin okkar kölluðu hana
Joggu, enda var nafnið hennar með
því fyrsta sem þau reyndu að segja,
því hún var þeim sem besta amma.
Það var ómetanlegt fyrir þau og
okkur að eiga hans að, því alltaf
var hægt að leita til hennar með
stórt og smátt. Það var börnunum
tilhlökkunarefni að fá að skreppa
fyrir hana í Bjömsbúð, því oftar
en ekki var á innkaupalistanum
malt og appelsín, kexpakki eða jafn-
vel ávaxtadós, sem þau borðuðu svo
sjálf með bestu lyst við eldhúsborð-
ið í Amsterdam.
Þorbjörg var einhver ríkasta
manneskja sem ég hef kynnst. Samt
var hún ekki auðug á veraldlegan
mælikvarða. En hún var svo ánægð
með það sem hún átti og svo stolt
af heimilinu sínu og hveijum hlut
sem hún eignaðist, að margur
mætti taka það sér til fyrirmyndar.
Hún var ekki fædd með neina
silfurskeið í munninum og hafði
þurft að vinna hörðum höndum fyr-
ir sér og sínum alla tíð. Ég ætla
ekki að rekja ævisögu hennar hér,
enda margir aðrir betur til þess
fallnir. En ég veit þó að hún fékk
fyllilega sinn skammt af erfiðleikum
og fékk sjálf að hafa fyrir hlutun-
um, henni var ekki rétt neitt ókeyp-
is. E.t.v. var það þess vegna sem
hún var svo stolt og ánægð með
sitt, hún vissi að hún hafði unnið
fyrir því sjálf. Enda féll henni mun
betur að gefa en þiggja, það fengum
við að finna svo ótal sinnum.
Nú er hún farin þessi sterka
kona. Löngu stríði er lokið, og ég
efa ekki að hún er hvíldinni fegin.
Hún verður jörðuð hér á Isafirði
við hlið Gísla mannsins síns í gamla
kirkjugarðinum. Hún hefur viljað
það sjálf, enda Vestfirðingur af lífí
og sál alla tíð. Hún sagði mér áður
margar sögur frá æskustöðvunum
í Kvíum í Grunnavík, og þó að hún
byggi í Reykjavík síðustu sex árin,
veit ég að hugurinn var ávallt hér
fyrir vestan. Ég býð hana velkomna
vestur og þakka fyrir allt og allt.
Herdís M. Hiibner
og fjölskylda.