Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 43

Morgunblaðið - 07.10.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 43 FRÉTTIR Dagur iðnaðarins á Eyrarbakka SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir „Degi iðnaðarins" sunnudaginn 8. október nk. undir kjörorðinu íslensk sókn með stöðuleikann sem sterkasta vopnið. Eitt iðnfyrirtæki á Suðurlandi er með opið hús þennan dag en það er Alpan hf. á' Eyrarbakka sem fram- leiðir fargsteypta potta og pönnur úr áli. Alpan hf. hefur þá einstöku stöðu að 98% af framleiðsluvörum fyrirtækisins eru seld til útlanda. Verksmiðja félagsins við Búðar- stíg verður opin frá kl. 13 til 17 og í Miklagarði (við hlið kirkjunnar) verður markaðssetning fyrirtækisins kynnt og matreiðslumaður sýnir, hvemig nota á pottana og pönnumar frá Alpan. Kjörís í Hveragerði mun einnig kynna framleiðslu sína í húsa- kynnum Alpan hf. I tilefni af degi iðnaðarins verður Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka með sérstaka kynningu á. jámsmíðaverkfæmm i eigu safns- ins. Jafnframt verða aðrar sýningar safnsins í Húsinu opnar. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka tek- ur einnig þátt í degi iðnaðarins á Eyrarbakka og verður safnið opið frá kl. 13-17. Kl. 14 og 16 býður Sjó- minjasafnið upp á stuttar gönguferð- ir með leiðsögn. Veitingahúsið Kaffi Lefolii í Gunn- arshúsi mun taka þátt í degi iðnaðar- ins á Eyrarbakka og þar geta gestir keypt sér kaffí og meðlæti. Fundur um kvennaráð- stefnuna MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna boða til opins fundar laugardaginn 7. október k!. 14 á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2. Á dagskrá verður fjallað um „NGO Form 95 í Peking, Huairou-hverfi". Þórunn Magnúsdóttir, varaformaður M.F.Í.K., Ragnheiður Hulda Proppé, mannfræðinemi, Margrét Rósa Sig- urðardóttir, prentsmiður, Kolbrún Oddsdóttir, landslagsarkitekt, Guð- rún Jónsdóttir, félagsráðgjafí og Bryndís Dagsdóttir flytja erindi. Einnig ræðir Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður, um helsta ávinning af samþykktum ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um málefni kvenna. Nokkrar litskyggnur frá Fomm- svæðinu verða sýndar og skriflegum fyrirspurnum verður svarað og að lokum verða almennar umræður. Ræðutími er takmarkaður við 5-10 mínútur og skal ekki fara fram úr 10 mín. Fyrirspyijendur em hvattir til að vera stuttorðir. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Opið hús í Hörpu í TILEFNI af Degi iðnaðarins verður opið hús í Hörpu á morgun frá kl. 13-17. Málningaverksmiðja fyrirtækisins að Stórhöfða 44 í Reykjavík verður almenningi til sýnis. Áfylling og pökkun málningar verður í gangi og starfsmenn Hörpu veita gestum upp- lýsingar um málningarframleiðslu og starfsemi Hörpu. Fólki gefst kostur á að gera sín eigin listaverk með Hörpu þekjulit- um. Félagar úr Spaugstofunni, þeir Pálmi Gestsson, Sigurður Siguijóns- son og Öm Ámason, bregða á leik fyrir böm og fullorðna kl. 14, 15 og 16. Kynning á ís- lenskum mat- vælum og by gg- ingavörum í TILEFNI af Degi iðnaðarins nk. sunnudag verður kynning og sértil- boð á íslenskum vömm í nokkrum verslunum. Tilboðin hófust í gær og verða áfram í dag. Kynningin fer fram í verslunum Hagkaups, Byko, Byggt og búið og Fjarðarkaupum. Matvælaiðnaðurinn er mikilvægur og vaxandi hluti iðnaðarins en þar sem ekki er hægt að opna matvæla- fyrirtæki almenningi var gripið til þess ráðs að kynna framleiðslu þeirra í verslunum. íslenskar byggingavör- ur em framleiddar víða um land í smáum sem stóram fyrirtækjum og verður úrval þeirra kynnt í verslunum Byko og Byggt og búið. H-dagur í Hafn- arfirði í dag H-DAGUR, hafnfírskur verslunar- dagur, verður í fjölda hafnfirskra verslana og þjónustufyrirtækja í dag, laugardag. Þátttakendur í H-degi bjóða upp á sértilboð og afslætti í tilefni dagsins og hafa verslanir sínar opnar til kl. 16. H-dagur er átak til að efla verslun í heimabyggð. Slíkir dagar voru haldnir þrisvar í Hafnarfírði sl. haust og tókust vel. Nú er fyrirhugað að halda H-daga fyrsta laugardag í mánuði fram til jóla. Gefið er út sér- stakt blað sem borið er í hvert hús í Hafnarfirði, þar sem þátttakendur auglýsa tilboð sín, en átakið er auk þess kynnt sérstaklega í Sjónvarpi Hafnarfjarðar og Útvarpi Hafnar- fjarðar. Þetta verkefni er unnið í samvinnu ýmissa aðila í Hafnarfirði s.s. Kaup- mannafélags Hafnarfjarðar og stétt- arfélaga, en Hafnfírsk fjölmiðlun hf. annast útgáfuþáttinn og kynningu. Kaffisala í Óháða söfnuðinum KIRKJUDAGURINN í Óháða söfn- uðinum er sunnudaginn 8. október kl. 14 þar sem kvenfélag safnaðarins verður með kaffísölu eftir guðsþjón- ustu. Kvenfélagið hefur haft veg og vanda af margs konar líknar- og mannúðarmálum í Óháða söfnuðin- um og er þessi kaffisala ein helsta fjáröflunarleið kvenfélagsins. Messað er alltaf annan og fjórða sunnudag hvers mánaðar og á sama tíma er barnastarf þar sem börnin fara í safnaðarheimilið þegar komið er að predikun. Fá börnin fræðslu við sitt hæfi í leikjum, söngvum og öðra álíka. í guðsþjónustunni á und- an kaffisölunni taka fermingarbörnin þátt. Það verða nægar veitingar fyrir þá sem mæta í Óháðu kirkjuna á sunnudaginn þar sem ijómaterturnar bíða í röðum eftir því að þeim verði gerð góð skil, segir í fréttatilkynn- ingu. Fundur um framtíðarskip- an lyfjamála ASTRA ísland, Kemikalia og Lyíja- fræðingafélag íslands boða til opins fundar um framtíðarskipan í smá- söludreifíngu fyfja á íslandi að Hótel Örk í Hveragerði sunnudaginn 8. október kl. 12.30-14.30. Fundar- stjóri verður Stefán Jón Hafstein, dagskrárgerðarmaður. Fulltrúi heilbrigðisráðherra kynnir hugmyndir stjórnvalda um útfærslu nýrra lyfjalaga. Þátttakendur í pall- borðsumræðum verða auk hans Ing- olf Petersen, formaður Apótekarafé- lags íslands, Þorvaldur Ámason, yf- irlyfjafræðingur, Vilhjálmur Egils- son, formaður Verslunarráðs og al- þingismaður og Sighvatur Björgvins- son, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Einnig gefst þátttakendum í sal kostur á að bera fram fýrirspumir og taka þátt í umræðunum. Alþjóðadagur Lions ALÞJ ÓÐ AÞJ ÓNUSTUDAGUR Li- onshreyfíngarinnar er 8._ október. Munu Lionsumdæmin á íslandi, af því tilefni, kynna starfsemi sína með ýmsum hætti víða um land. í Reykjavík fer aðalkynningin fram í Kringlunni frá klukkan 13-16 laugardag og sunnudag 7. og 8. október. Auk þess sem upplýsingum um starf hreyfingarinnar verður komið fyrir á veggspjöldum, sem gestir Kringlunnar geta kynnt sér, munu Lionafélagar dreifa bæklingum og veita nánari upplýsingar þeim sem þess óska. Athugasemd um starfslok fram- kvæmdastjóra Alþýðuflokks MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Sigurði Tómasi Björgvinssyni: „Bréf mitt var sent sem trúnaðarmál til flokk- stjórnar og það var ekki ætlunin að ræða það við fjölmiðla. Hins vegar hefur einn fjölmiðill birt bréf- ið í heild sinni þannig að ég hef ákveðið að svara þeirri gagnrýni sem fram kom frá Guðmundi Odds- syni í Morgunblaðinu. Ummæli Guðmundar Oddssonar koma mér ekki á óvart því það er vel þekkt innan flokksins að hann þykist ekki skilja neitt þegar gagn- rýni beinist að honum frá einstakl- ingum og stofnunum flokksins. í þessu tilfelli hefur hann líka valið leið strútsins, hann stingur höfðinu í sandinn og neitar að ræða hlutina á málefnalegum gmndvelli. Guðmundur Oddsson þykist ekki skilja hvers vegna ég skrifa þetta brét til flokksstjórnarmanna. Ég skrifaði uppsagnarbréf þegar ég varð þess áskynja að hann ætlaði að beita bolabrögðum og þvinga framkvæmdastjórn til þess að segja mér upp, eftir að því hafði verið hafnað í apríl. í kjölfarið komu Guðmundur og Sigurður Arnórsson, gjaldkeri af stað dylgjum og per- sónulegum rógi um mig, eins og fram kemur í upphafi bréfsins. Til þess að veija æru mína þá skrifaði ég bréf til þess fólks sem ég hef átt mjög gott samstarf við innan Alþýðuflokksins undanfarin fjögur ár. Það kann hins vegar að vera framandi fyrir Guðmund að leyfa hinum almenna flokksmanni að fylgjast með því sem er að gerast innan flokksins. Guðmundur segir: Hann er að gefa eitthvað í skyn varðandi fjár- málin, en ég hef aldrei fengið krónu eða verið að vinna fýrir peninga í þessum flokki. Svarið við þessu er þetta: í bréfi mínu er því hvergi haldið fram að Guðmundur Oddsson hafi verið á launum eða þegið peninga hjá flokknum. Ég veit að Guðmundur er heiðarlegur í peningamálum og býst því við að hann muni taka fram fyrir hönd gjaldkerans, á fundi framkvæmdastjórnar um helgina, og veita mér aðgang að bókhalds- gögnum flokksins. Það er það eina sem ég hef farið fram á svo að ég geti sinnt þeirri skyldu minni að undirrita reikninga flokksins.“ SVIPMYND frá opna Hornafjarðarmótinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Opna Hornafjarðarmótið NÝLOKIÐ er opna Hornafjarðarmót- inu í brids með þátttöku 44 para víðs- vegar af landinu. Spilað var á Hótel Höfn og spilaform var barómeter með Monrad-uppröðun og spiluð vom 120 spil. Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson og fórst honum það ágæt- lega úr hendi. Sigurvegaramir, nýkrýndir Homa- fjarðarmeistarar, Guðmundur Páll Árnarson og Þorlákur Jónsson, tóku strax góða forystu og juku hana jafnt og þétt enda enduðu þeir með 62,4% skor. Heildarverðlaun námu kr. 400.000 og skiptu 10 efstu pör þeim misjafnlega á milli sín. Einnig voru gefin þrenn humarverðlaun fyrir hæst skor í ákveðnum setum og fjórir flugmiðar með íslandsflugi milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Lokastaðan Guðmundur Páll Amars. - Þorlákur Jónss. 624 Aðalsteinn Jörgensen - Hrólfur Hjaltason 428 Guðlaugur R. Jóhannss. - Ásmundur Pálss. 328 PállValdimarsson-RagnarMagnússon 269 ísak ð. Sigurðsson - Helgi Sigurðsson 230 Kristján Kristjánsson - Ami Guðmundsson 165 Þrösturlngimarsson-ErlendurJónsson 161 Ljósbrá Baldursdóttir - Stefán Jóhannsson 145 Bjöm Theódórsson - Sverrir Ármannsson 120 Guttormur Kristm.son - Pálmi Kristm.son 107 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 21. september sl. hófst þriggja kvölda barómeter og gefur Suðurgarður hf. verðlaunin í mótið. Sextán pör taka þátt I mótinu, sem líkur í kvöld, 5. október. Röð efstu para fyrir síðasta kvöldið er þessi: Hglgi G. Helgason - Kristján Már Gunnarsson 134 Grímur Amarson - Bjöm Snorrason 97 Auðunn Hermannss. - Guðmundur Theodórss. 76 SigfúsÞórðarson-GunnarÞórðarson 42 ÓlafurSteinason-GuðjónBragason __ 20 Þetta eru stig yfír meðalskor. Önn- ur pör hafa færri stig. Næsta mót hjá félaginu er Hrað- sveitakeppnin og formaðurinn, Ólafur Steinason, tekur á móti þátttökutil- kynningum í s. 482 1319. Föstudagsbrids Föstudaginn 29. september var spil- aður eins kvölds mitchell. 20 pör spil- uðu og urðu úrslitin eftirfarandi: N/S-riðill Ormarr Snæbjömsson - Sturla Snæbjömsson 247 ÞórðurSigfússon-EggertBergsson 246 Bjöm Bjömsson - Nicolai Þorsteinsson 229 A/V-riðill Halldór Þorvaldsson - Kristinn Karlsson 262 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 250 AntonValgarðsson-TómasSiguijónsson 245 A föstudögum kl. 19 er alltaf spilað- ur eins kvölds tvímenningur í Þöngla- bakka 1, til skiptis Mitcell og Monrad barómeter. Næsta föstudag, 6. októ- ber, verður því spilaður Monrad baró- meter. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson og allir spilarar velkomnir, skráning á staðnum. Bridskvöld byrjenda Bridskvöld fyrir byrjendur eru nú hafín að nýju og em á föstudagskvöld- um kl. 19.30. Þau em ætluð spiluram sem hafa litla eða enga keppnis- reynslu til að stíga sín fyrstu spor í keppnisbridsinu. Spilaðar eru eins kvölda keppnir, þ.e. enginn er bundinn nema eitt kvöld í einu og spilurum sem koma einir er parað saman. Spiluð eru forgefm spil og fá spilararnir eintak af. spilagjöfinni með sér heim eftir spilamennsku. Skráning er við mæt- ingu á spilastað, sem er húsnæði Bridssambands íslands, Þönglabakka 1, þriðju hæð. Látið nú sjá ykkur og prófíð hvernig er að spila keppnisbrids! íslandsmót kvenna í tvímenningi 1995 íslandsmót kvenna í tvímenningi verður haldið í Þönglabakka 1, hús- næði BSÍ, helgina 28.-29. október nk. Skráning er hafin á skrifstofu Brids- sambands íslands í síma 5879360. Spilaður verður barómeter og hefst spilamennska kl. 11 laugardaginn 28. október. Skráning er til fimmtudags- ins 26. október. Spiluð verða a.m.k. 90 spil og fer spilafjöldí milli para eftir fjölda þátttakenda. Spilað er um gullstig og Evrópustig. Keppnisgjald er 5.000 kr. á parið. Bridsdeild Rang. og Breiðholts Staðan að loknum tveimur af þrem- ur umferðum og hæstu skor. Lokaum- ferð næsta þriðjudagskvöld. Þriðju- daginn 17. október hefst 4ra kvölda barómeter tvím. þar sern öllum er velkomið að spreyta sig. N/S-riðill: Rúnar Hauksson - Rósmundur Guðmundsson 260 EyþórBjörgvinsson-OliverKristófersson 249 FriðrikJónsson-SævarJónsson 236 A/V-riðill: MagnúsTorfason-HlynurMagnússon 262 Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson 243 EinarGuðmannsson-ÞórirMagnússon 238 Staðan eftir 2 lotur: MapúsTorfason-HlynurMagnússon 524 Rúnar Hauksson - Rósmundur Guðmundsson 522 Loftur Pétursson - Jón St. Ingólfsson 483 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 2. október var spilað annað kvöldið af þremur í A. Hansen aðaltvímenningi félagsins. Spilaðar vora 5 umferðir og bestum árangri náðu: Atli Hjartarson - Þorsteinn Halldórsson +47 BjörgvinSigurðsson-RúnarEinarsson +25 Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson +25 Guðlaugur Ellertsson - Viktor Bjömsson +18 Staða efstu para þegar 10 umferðir em búnar af 15: FriðþjófurEinarss.-Guðbr.Sigurbergss. +60 Anna ívarsdóttir - Sigurður B. Þorsteinsson +51 GuðlaugurEllertsson-ViktorBjömsson +48 Keppninni lýkur mánudaginn 9. október. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar öll mánudagskvöld í félagsálmu Hauka- hússins, innkeyrsla frá Flatahrauni. Spilamennska byijar stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Bridsfélag SÁÁ Vetrarstarfsemi Bridsfélags SÁÁ byrjar þriðjudaginn 10. október. Spilað er í Úlfaldanum og mýflugunni Ár- múla 17a og byijar spilamennska kl. 19.30. Spilaðir verða tölvureiknaðir einskvölds tvímenningar. Keppnis- stjóri verður Sveinn R. Eiríksson og eru allir spilarar velkomnir. Nokkrir spilarar þjófstörtuðu þriðjudaginn 3. október og var mynd- aður einn riðill. Spiluð voru 28 spil. Meðalskor var 84 og efstu pör vom: Magnús Þorsteinsson - Sigurður Þorgeirsson 95 Y ngvi Sighvatsson - Orri Gíslason 95 Guðmundur Siguijbömsson - Gestur Pálsson 92 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 28. september 1995 spiluðu 16 pör, meðalskor 210. Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 280 Guðlaugur Nielsen - Þorsteinn Erlingsson 278 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 260 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 248 Sunnudaginn 1. október 1995 spil- uðu 22 pör í 2 riðlum. A-riðill: Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 134 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 132' Þorleifur Þórarinss. - Gunnþórann Erlingsd. 115 Meðalskor 108 B-riðill: Guðlaugur Nielsen - Þorsteinn Erlingsson 230 Jensína Stefánsdóttir - Siguijón Guðröðarson 205 PerlaKolka-StefánSörenson 4 177 Helga Helgadóttir - Sæbjörg .1 ónasdóttir 171 Meðalskor 165

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.