Morgunblaðið - 22.10.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 19
irnar, enda var snemma komið á alls konar
fríðindum, sem misnotuð hafa verið en erfitt
að snúa við. M.a. eru heimfararleyfin, sem
starfsfólk á rétt á annaðhvert ár með fjöl-
skyldu sína til heimalandsins, og fer stundum
í heila hnattferð í leiðinni. Margt fleira í
rekstrinum hefur á síðari árum hlotið mikla
gagnrýni.
Verkefni og umfang þenst út
Umfang Sameinuðu þjóðanna hefur eðli-
lega þanist út með fjölgun aðilarþjóða og
auknum verkefnum. Viðbótin hefur að stórum
hluta verið fátækar þjóðir, sem ekki geta
lagt fram fjármuni til verkefnanna, taka frek-
ar til sín. Aðeins tólf ríki greiða 80% af út-
gjöldunum. Þar eru Bandaríkjamenn lang
stærstir. En jafnvel þeir eru farnir að draga
lappirnar og skulda framlög eins og hinar
stórþjóðimar hafa löngum gert. Aðeins helm-
ingur þáttökuþjóðanna hefur greitt framlög
sín fyrir 1995. Þær þjóðir sem leggja til hafa
á síðustu 1-2 áratugum farið að beina fijáls-
um framlögum sínum í aðrar áttir, m.a. til
að geta haft meira að segja um i hvaða verk-
efni þau fara. Framlögin eru bæði föst og
einnig eru fijáls framlög til sérstofnananna.
Sameinuðu þjóðimar era því komnar í miklar
skuldir og augljóst að verður að finna lausn
á fjármálunum, ef þær eiga að lifa af.
Mest til félagslegra mála
Þótt friðargæslan sé nú það andlit Samein-
uðu þjóðanna sem snýr að almenningi, þá fer
mest af fjármunum stofnunarinnar, bæði
skyldugreiðslunar og fijálsu framlögin, í
efnahagsleg og félagsleg málefni. Fátæku
löndin, sem vilja að Sameinuðu þjóðirnar
auki þróunarhjálpina, gagnrýna áhugleysi
ríkari landanna um þennan málaflokk hjá
SÞ og sérstofnununum. Samt sem áður vinna
sumar þeirra frábær störf sem ekki hefðu
verið unnin án þess. Má nefna sem dæmi að
þremur milljónum barna er árlega bjargað
með bólusetningum, sem Barnahjálparsjóður-
inn og Heilbrigðisstofnun SÞ sjá um og SÞ
eiga stóran þátt í að 60% af öllum fullorðnum
í þróunarlöndunum getur í dag lesið og skrif-
að og 80% barna í þessum löndum gengur í
skóla. Svo nefnt sé 'af handahófi, þá hafa
Sameinuðu þjóðimar gert fólki í 45 löndum
fært að kjósa í fijálsum kosningum. Enginn
efast um að starf Barnahjálparsjóðsins og
Flóttamannastofnunar SÞ hafí orðið milljón-
um fólks og barna til bjargar, en aðrar stofn-
anir hafa sætt gagnrýni fyrir að valda illa
hlutverki sínu, svo sem UNESCO, FAO og
Þróunarstofnunin.
Enginn vafi leikur heldur á því að mikið
starf og góður árangur hafi náðst á vegum
Sameinuðu þjóðanna í þróun alþjóðalaga, sem
smám saman hafa skilað árangri og komið
skikkan á málin áður en skarst í odda. Þar
má nefna hafréttarsáttmálann. Þrátt fyrir
stríð í aldir hefur ekki enn tekist að skipta
landsvæðum heimsins skaplega svo að jarð-
arbúar geti lifað þar í friði, en án stríðs hef-
ur tekist að koma á lögum um skiftingu
hafsins. Sama er um fleiri alþjóðalög. Að-
dragandi þeirra era þessar stóru ráðstefnur,
sem Sameinuðu þjóðirnar efna til, þar sem
allar þjóðir heims koma saman og reyna að
fínna undirstöðu til samskipta í þeim málum
sem varða sameiginlega heimsbyggðina. Ný-
leg dæmi eru Umhverfísráðstefnan í Ríó,
Mannfjöldaráðstefnan í Kairó og Kvennaráð-
stefnan í Kína. Ráðsstefnur sem enginn ann-
ar hefði getað staðið fyrir og sem á endanum
geta endað í samþykktum á alþjóðlegum sam-
skiptá- og umgengnisreglum, sem þjóðirnar
gangast undir eða er þrýst inn í.
Of mikið færst í fang
Upphaflegt viðfangsefni Sameinuðu þjóð-
anna var að viðhalda og koma á alþjóðlegum
friði og öryggi í heiminum og að forða kom-
andi kynslóðum frá hörmungum styijalda,
eins og það er tilgreint í sáttmála SÞ. Marg-
ir eru þeirrar skoðunar að í þessa hálfu öld
hafi samtökin færst of mikið í fang og dreift
kröftunum um of. Auk hinnar eiginlegu frið-
argæslu og eftirlits hafa þær tekist á hendur
að veija flutningaleiðir hjálpargagna, aðstoða
stíðsþreytt ríki við að koma á kosningum,
dómskerfi og að afvopna heri sína. Sumir
ganga jafnvel svo langt að samtökin eigi að
halda sig við það sem þau geta gert og ættu
að gera, en láta öðrum annað eftir, svo sem
hjálparstarfið.
Þarna er úr vöndu að ráða. Eftir lok kalda
stríðsins með öllum sínum ókostum með neit-
unarvaldi í Öryggisráðinu, en um leið með
40 ára ógnarjafnvægi sem hélt heiminum í
skefjum, hefur því hlutverki verið varpað
yfir á Sameinuðu þjóðirnar. Heimurinn setur
allt sitt traust á þær þrátt fyrir allt. En Sam-
einuðu þjóðunum hafa aldrei verið veitt nein
völd. Það stóð aldrei til. Á kaldastríðsárunum
var neitunarvaldinu kennt um valdaleysi
þeirra, en það hefur ekkert breyst. Það eru
Á ALLSHERJARÞINGINU 1946 í Flushing Meadows var ísland formlega tekið inn
ásamt Svíþjóð og Afganistan. Thor Thors situr ásamt fulltrúum hinna landanna fram-
an við ræðustólinn, þar sem má sjá aðalritarann, Trygve Lie, og á forsetastóli Poul-
Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgíu.
AÐALSTÖÐVAR Sameinuðu þjóðanna voru fyrstu árin í gamalli hergagnaverksmiðju
á Long Island, en hafa síðan 1952 verið í glæsilegum eigin höfuðstöðvum á Manhattan.
stórveldin í Öryggisráðinu sem hafa þau völd
sem um er að ræða.
Frá upphafí hafa Sameinuðu þjóðirnar
hangið í lausu lofti yfír gjá milli kenninga
og framkvæmda, milli kennisetninga og
markmiða sáttmálans og blákalds raunveru-
leika stjórnmálaástandsins á okkar tímum.
Aðalverkefnið á þessum 50 áram samtakanna
hefur verið að brúa þetta bil, sem reynist
enn erfíðara á síðustu áram, enda hefur
ákvörðunum ekki verið fylgt með fjárveiting-
um og mannafla til að framfylgja þeim.
Sameinuðu þjóðirnar hafa engan her í raun
og ekki gert ráð fyrir því í sáttmála Samein-
uðu þjóðanna þótt þar sé þeim ætlað að gera
sameiginlegar ráðstafanir til að hindra og
fjarlægja hvers konar ógnun við friðinn og
leysa með friðsamlegum aðferðum deilur og
ástand er geti leitt til ófriðar. Kjarni málsins
er að þeim er ekki ætlað að hafa afskipti
af innanlandsdeilum, einungis hindra ófrið
milli fullvalda
ELEANOR Roosevelt var einn af aðalhöf-
undum Mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Hér er hún árið 1949 í hópi
ungmenna úr starfsliði SÞ, sem hún bauð
heim til sín í Hyde Park, þar á meðal
Elínu Pálmadóttur (önnur frá hægri).
ríkja. En þróunin í heiminum hefur orðið sú
að nú beijast bræður einkum innan landa-
mæra.
Eiga að gæta fengins friðar
Samtökin fóru þó strax 1948 að fikra sig
áfram til friðargæslu, í fyrstu með eftirlits-
sveitum. Það var Dag Hammerskjöld, aðalrit-
ari sameinuðu þjóðanna, og Ralph Bunch sem
1956 lögðu til að stofnaðar yrðu gæslusveit-
ir, sem urðu undirstaða friðargæslusveita
Sameinuðu þjóðanna. Bæði eftirlitsveitir og
friðargæsluveitir SÞ hafa síðan gripið inn í
og komið í veg fyrir átök víða um heim. Eru
friðargæslusveitirnar nú orðnar 35 talsins.
Sumar hafa staðið á milli stríðandi aðila og
hindrað stríð í 20-30 ár, svo sem á Kýpur og
í Gólanhæðum. Friðargæslusveitunum hefur
fjölgað mjög á síðari áram, um fímm á árun-
um 1988 og 1989. í hveiju tilfelli leggja
aðildarlönd til lið úr sínum eigin heijum.
Grundvöllurinn og skilyrðið til að SÞ komi á
staðinn og taki að sér friðargæslu skal vera
sá, að viðkomandi þjóðir séu samþykkar því,
að þær séu búnar að semja um frið með
ákveðnum skilmálum, sem Sameinuðuþjóða-
liðið svo fylgi eftir að séu haldnir. Þetta
gekk lengi vel ágætlega.
Friður hefur víðast haldið. Sameinuðuþjóð-
aliðin fjarlægðu jarðsprengjur, hjálpuðu
flóttafólki að snúa heim og fylgdust með
mannréttindum og stundum lýðræðislegum
kosningum. Menn vilja gleyma því, að á
mörgum stöðum hefur það skipt sköpum.
Nýleg dæmi eru kosningarnar í Suður-Afríku
og í Kambodíu. Annars staðar hefur miður
tekist, svo sem í Angola og Sómalíu, enda
hafa þar verið innanlandsdeilur, sem Samein-
uðu þjóðirnar eiga í raun ekki að hafa af-
skipti af. Sama gildir í Bosníu og Rúanda.
Sameinuðu þjóðirnar eru ekki innrásarher
og liðsveitir á þeirra vegum mega ekki leggja
einum aðila lið gegn öðrum. Þá væru það
ekki friðargæslusveitir. í innanlandsstríði
tveggja eða fleiri aðila geta þær því ekki
annað gert en að horfa á aðila beijast og
reyna að veija íbúana eins og í Bosníu. Þar
hefur þeim þrátt fyrir ómögulegar aðstæður
í 4 ár tekist að koma ótöldum tonnum af
neyðarhjálp til Ma og flóttafólks í samnings-
bundnum friðhelgum borgum. Sameinuðu
þjóðunum er sem sagt ekki ætlað að stöðva
stríð og hafa enga möguleika á því. Ekki er
hægt að vera í senn stríðsaðili og óhlutdræg-
ur stuðpúði. SÞ eiga að koma á friðarsamning-
um, gæta friðar og að skilmálar séu haldnir.
Þetta veldur oft misskilningi þegar við horfum
á bláhjálmana á skjánum og spyijum af hveiju
í ósköpunum þeir geri ekki eitthvað við þeim
hörmungum sem við blasa.
Af hveiju er þá farið út í þetta? Heimur-
inn og aðstæður hafa gerbreyst síðan reglur
voru settar og stofnað til friðargæslusveita.
Ekki aðeins að innanlandsátök hafí blossað
upp um allt eftir að kalda stríðinu og ógnar-
jafnvæginu lauk, heldur hafa fjölmiðlar ög
fjölmiðlatæknin gert að fólk horfir heima í
stofu á hrakið fólk á stríðssvæðum, flótta-
fólk og hungraða og hrópar á Sameinuðu
þjóðirnar að gera eitthvað til að stöðva það
og lina þjáningar. Þá er slakað á skilyrðunum
og tekst oft að ýta SÞ út í vonlausa að-
stöðu. Þegar svo linnir og menn átta sig á
að það kostaði mannslíf og átök, þá skelfist
fólk aftur og hrópar upp að þessu verði að
hætta. Sameinuðu þjóðirnar séu ekki til neins.
Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarin ár
fengið í hausinn slík viðfangsefni í stríðum
straumum og munu halda áfram að fá þau
í framtíðinni. En minna hefur farið fýrir
fjármagni og stuðningi frá meðlimaþjóð-
! unum til að þær hafi bolmagn í að gera
það sem gera þarf. Fyrr en síðar kemur
að því, að ekki verður lengur hægt að
i leggja á SÞ viðfangsefni og búast við
; að þau verði leyst án þess að þátttöku-
þjóðimar taki meiri þátt í því, ekki að-
eins fjárhagslega heldur líka efnislega.
Hlutverkið
endurskoðað
Sameinuðu þjóðirnar hafa legið undir
óvæginni gagnrýni af ýmsum toga að
undanförnu, réttmætri og ósann-
gjarnri. Ýmsar breytingar eru í farvatn-
inu. í Öryggisráðinu hljóta stórveldi á
; borð við Þýskaland og Japan að koma
inn og styrkja það í samræmi við nú-
verandi heimsmynd. Arabaríkin sækja
líka á um fastafulltrúa. Ekki er þó
líklegt að neitunarvaldinu verði
hnekkt ef það er þá æskilegt. Eins er
í skoðun endurskipulagning á rekstri
samtakanna, sem ekki standa lengur
undir yfírbyggingunni og þörf er á
að finna betri aðferðir við friðar-
gæslu. Gunther Grendl hershöfðingi,
sem hefur langa reynslu af stjórnun
friðargæsluliðs, tjáði mér að hann
vildi koma upp Sameinuðu þjóða háskólanámi
fyrir friðargæslurannsóknir.
Fyrst og fremst vantar nýja skilgreiningu
á hlutverki Sameinuðu þjóðanna í samræmi
við ástandið í heiminum, eins og það er í
dag. Þvi þegar á allt er litið er þetta „ein-
asta mamman sem við eigum“, eins og Fær-
eyingurinn sagði.