Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samanburður á ráðstöfunartekjum verkafólks í Danmörku og hér á landi
BJÖRN Grétar Sveinsson ávarpar þing Yerkamannasambandsins undir lok þess.
Morgunblaðið/Kristinn
Mun hærri hjá Döniim
MÁNAÐARTEKJUR fískverkafólks í Danmörku' fyrir dagvinnu eru 30%
hærri en mánaðartekjur fískverkafólks á íslandi þegar tekið hefur verið til-
lit til skattgreiðslu óg greiðslu í lífeyrisjóð, félagsgjöld, atvinnuleysistrygging-
ar og leiðrétt vegna mismunandi verðlags í löndunum. Með sama hætti eru
mánaðartekjur ræstingarkonu til ráðstöfunar 40% haérri en ræstingarkonu
á íslandi og munurinn er 56% á ráðstöfunartekjum byggingarverkamanns
á íslandi og í Danmörku. Munur á ráðstöfunartekjum minnkar þegar tekið
er tillit til þess að unninn er lengri vinnutími á íslandi en í Danmörku.
Björn Grét-
ar endur-
kjörinn
• BJÖRN Grétar Sveinsson var
einróma endurkjörin formaður
Verkamannasambands íslands á
þingi sambandsins sem lauk i gær
og Jón Karlsson, verkalýðsfélag-
inu Fram á Sauðárkróki var kjör-
inn varaformaðúr.
Aðrir í framkvæmdastjórn eru
Hervar Gunnarsson, Verka-
lýðsfélaginu á Akranesi, ritari,
Sigríður Ólafsdóttir, verka-
mannafélaginu Dagsbrún, gjald-
keri, en hún tók við af Halldóri
Björnssyni, Dagsbrún, sem ekki
gaf kost á sér. Formenn þriggja
deilda VMSÍ eru sjálfkjörnir í
framkvæmdastjórn, en þeir eru
Björn Snæbjörnsson, verkalýðs-
félaginu Einingu á Akureyri,
Aðalsteinn Baldursson, Verka-
lýðsfélagi Húsavíkur, og Guð-
mundur Finnsson, Verkalýðs- og
sjómannafélagi Keflvíkur. Að
auki kaus sambandsstjórn tvo
fulltrúa úr sínum hópi I fram-
kvæmdasljórnina en þeir eru Sig-
urður T. Sigurðsson, verka-
mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði
og Karítas Páisdójttir, verkalýðs-
félaginu Baldri á ísafirði.
Þetta kom fram í erindi Eddu
Rósar Karlsdóttur, hagfræðings,_ á
18. þingi Verkamannasambands fs-
lands sem iauk föstudag. Þegar tek-
ið hefur verið tillit til greiðslu fyrir
yfirvinnu hér á landi munar enn 10%
á fiskverkakonunni í Danmörku og
á íslandi og er þá miðað við að físk-
verkakonan íslenska hafi unnið 27,7
tíma í yfirvinnu í'mánuðinum. Fisk-
verkakarlinn nær hins vegar 1%
hærri ráðstöfunartekjum en starfs-
bróðir hans í Danmörku og er þá
reiknað með að hann vinni 51 vinnu-
stund í yfírvinnu í mánuðinum. Um
ræstingarkonuna gildir aftur á móti
að munurinn á ráð3töfunartekjum
hennar og ræstingarkonu í Dan-.
mörku er 25% þótt ræstingarkonan
vinni 10,8 stundir í yfirvinnu f mán-
uðinum og 26% munar á byggingar-
verkamanninum íslenska og þeim
danska þrátt fyrir að sá fyrrnefndi
vittni 39 stundir í yfirvinnu í mánuð-
inum eða tæpar tíu stundir á viku.
Samanburðurinn sundurliðast
nánar þannig, að mánaðarlaun fisk-
verkafólks í Danmörku fyrir dag-
vinnu eru 162.600 kr. og frá þeim
dragast tekjuskattur sem er 62.700
kr. og lífeyrissjóður, félagsgjöld og
atvinnuleysistryggingar sem eru
samtals 10.500 kr.
Eftir standa þá 89.400 kr. og
þegar jafnað hefur verið miðað við
kaupmátt, þar sem verðlag er heldur
dýrara í Danmörku en á Islandi, er
niðurstaðan sú að til ráðstöfunar eru
85.200 krónur. Á íslandi eru mánað-
arlaun fiskverkafólks fyrir dagvinnu
77.000 og frá þeim dragast skattar
7.600 kr. og lífeyrissjóður og félags-
gjöld 3.800 krónur. Til ráðstöfunar
eru þv; 65.600 kr. ogmunarþví 30%.
Mánaðarlaun ræstingarkonu í
Danmörku eru 160.700 krónur. Frá
dregst skattur sem er 61.600 og líf-
eyrissjóður o.fl. sem eru 10.500 og
eftir kaupmáttaijafnað eru til ráð-
stöfunar 84.400 krónur. Mánaðar-
laún ræstingarkonu á íslandi eru
68.600 kr., skattur er 4.800 kr. og
lífeyrissjóður o.fl. er 3.400 krónur.
Til ráðstöfunar eru því 60.400 kr.
Óg munar 40% á henni og ræst-
5921158-552 1370
LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjÓRI
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, LÓGGILTUR FASTEIGNASAU
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Gamli austurbærinn - gott verð
Nýlega endurgerð góð 3ja herb. kjíb. Allt sér. Góðir skápar. Vinsæll
staður. Tilboð óskast.
Skammt frá Hótel Sögu
Stór og góð 3ja herb. íb. á 4. hæð í ágætu fjölbýlish. Sér þvottaaðst.
Langtímalán kr. 4,5 mlllj.
Við Grundarstíg með góðum lánum
Stór og sólrík 3ja herb. íb. 90 fm á 3. hæð. Nýtt gler. Nýtt parket.
Langtímalán um kr. 4 millj. Tilboð óskast.
Barðavogur - þríbýli - gott verð
Rúmgóð 2já herb. íb. í kj. um 63 fm. Sérinng. Tilboð óskast.
Hjallavegur - sérhiti - gott verð
Vel umgengin sólrfk, lítið niðurgr. kjíb. 3ja herb. 40 ára húsnlán kr.
2,6 millj. Ennfremur vinnupláss um 10 fm. Ásett verð kr. 4,5 millj. Til-
boð óskast.
• •
Opið ídag kl. 10-14.
Fjöldi f jársterkra kaupenda.
Margskonar eignaskipti.
Teikningar á skrifstofunni.
ALMEIMNA
FASTEIGMASALAHI
UUGflVEB118 S. 552 1150-552 137B
ingarkonu í Danmörku. Byggingar-
verkamaður í Danmörku er með
190.700 kr. í mánaðarlaun fyrir
dagvinnu, skattur er 78.700 kr. og
lífeyrissjóður o. fl. er 10.500. Ráð-
stöfunartekjur þegar hefur verið
kaupmáttaijafnað eru 96.700 krón-
ur. Mánaðarlaun byggingarverka-
manns á fslandi fyrir dagvinnu eru
71.300 kr. og hann greiðir 5.900
kr. í skatt og 3.600 kr. í lífeyrissjóð
o.fl. Til ráðstöfunar eru 61.800 kr.
og eru því ráðstöfunartekjur danska
byggingarverkamannsins 56% hærri
en þess íslenska.
Ef byggingarverkamaðurinn
vinnur 39 yfirvinnustundur í mánuð-
inum “eru mánaðarlaunin 99.200
krónur. Hann greiðir 17.600 kr. í
skatt og 5.000 kr. í lífeyrissjóð o.
fl. og hefur þá til, ráðstöfunar
76.600 kr. og munar þá 26% á ráð-
stöfunartekjum hans samanborið við
danskan starfsbróður.
Taka ber fram að lífeyrisgreiðslur
eru lægri í Danmörku heldur en hér
á landi og því þarf ungur Dani, sem
ætlar að tryggja sig með sama
hætti og íslendingur, að leggja hluta
af ráðstöfunartekjum sínum til hlið-
ar og minnkar það muninn eitthvað
á því sem er til ráðstöfunar.
Fólk
Nýr prófessor í
lyflæknisfræði
•FORSETI íslands skipaði 17.
október sl. doktor Gunnar Sig-
urðsson, yfírlækni á lyflækninga-
deild Borgarspítalans í persónu-
bundið prófessorembætti við lækna-
deild Háskóla íslands. Staðan er
veitt að fengnum
tillögum lækna-
deildar og háskól-
aráðs. Hin nýja
staða prófessors
við lyflækninga-
deild Borgarspítal-
ans byggir á regl-
Á um Háskólans um
framgang dósenta
að uppfylltum
ströngum kröfum viðkomandi há-
skóladeildar.
Gunnar Sigurðsson er fæddur í
Hafnarfírði 1942, lauk stúdentsprófi
við Menntaskólann í Reykjavík
1962, kandidatsprófi í læknisfræði
frá Háskóla íslands 1968. Stundaði
framhaldsnám í efnaskiptá- og
innkirtlasjúkdómum við Ham-
mersmith-sjúkrahúsið í London
1969-1975. Doktorsprófi frá Lund-
únaháskóla lauk hann 1975. Stund-
aði síðan rannsóknir við Kaliforníu-
háskóia í tvö ár og fjölluðu rann-
sóknir hans aðallega um orsakir
hækkaðrar blóðfitu. Hann hefur
starfað sem sérfræðingur á íslandi
frá 1977, yfirlæknir við lyflækn-
ingadeild Borgarspítalans frá 1982
og dósent í efnaskiptasjúkdómum
við Háskóla íslands frá 1980.
Rannsóknarstörf Gunnars hafa
aðallega fjallað um tengsl blóðfitu
og kransæðasjúkdóma og rannsókn-
ir verið gerðar í samvinnu við Rann-
sóknarstöð Hjartaverndar og
göngudeild Landspítalans fyrir blóð-
fitumælingar. Fjölrnargar ritgerðir
um þær niðurstöður háfa birst í inn-
lendum og erlendum læknatímarit-
um. Síðustu árin hefur hann einriig
unnið að rannsóknarverkefni á erfð-
um beinþynningar hér á landi og
staðið fyrir beinþéttnimælingum á
Borgarspítalanum sl. eitt og hálft
ár.
Gunnar Sigurðsson er kvæntur
Sigríði Einarsdóttur píanókennara
og eiga þau þrjú börn.
Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson
Gleymið ekki
þröstunum
NÚ ÞEGAR frosthörkur eru byr-
jaðar er nauðsynlegt að gefa smá-
fuglunum. Maískorn, sem eru seld
f búðum sem smáfuglafóður, nýt-
ast einungis snjótittlingum og
auðnutittlingum af því að þeir lifa
á fræum yfir vetrarmánuðina. Að
sögn fuglaáhugamanns eru þrest-
ir ekki fræætur og geta því ekki
nýtt sér maískornin og þar af leið-
andi drepst hluti þeirra þegar
koma frostakaflar eins og nú. Því
er nauðsynlegt að fólk gefi líka
þröstunum en þeim líkar mjög vel
við epli sem eru skorin í tvennt
og muldar brauðsneiðar. Starrar
koma líka gjarnan í þannig matar-
gjafir. Einstaka maríuerlur óg
þúfutittlingar sem hafa ekki yfir-
gefið landið enn eiga engar lifslík-
ur, því að þær tegundir lifa á skor-
dýrum og geta því ekki nýtt sér
fæðugjafir.
Barnaslysafulltrúi SVFÍ
Slysavarnir
við húsgrunna
verði hertar
AÐ MINNSTA kosti
þtjú alvarleg slys
hafa orðið síðastliðin
tuttugu ár þegar
böm hafa fallið ofan
í húsgrunna og
steypustyrktarj árn
stungist í þau. Herdís
Storgaard, barna-
slysafulltrúi _ Slysa-
varnafélags íslands,
ségir að það sé mikið
baráttumál Slysa-
varnafélagsins að ákvæði í bygg-
ingareglugerð um varnir við hús-
grunna verði hert.
í byggingareglugerð segir m.a.
að meisturum og byggingastjóra
sé skylt, ef byggingafulltrúi ákveð-
ur, að sjá svo um að hindruð sé
umferð óviðkomandi um vinnustað.
Standi grunnur óhreyfður um lang-
an tíma getur byggingafulltrúi
ákveðið að hann skuli afgirtur á
fullnægjandi hátt eða fylltur.
Herdís segir að ótal dæmi séu
um að börn hafi verið hætt komin
í vatni í húsagrunnum. Lögreglan
í Grafarvogi vakti að fyrra bragði
máls á því við Slysa-
vamafélagið að þess-
um málum væri
ábótavant í hverfinu.
Vandamál um allt
land
„Mörgum þykir
þessi grein bygg-
ingareglugerðar of
væg og að mati
margra geti menn
komist hjá því að
gera þetta. Það þarf ekki að fara
víða um í Reykjavík til þess að
sjá opna og óvarða húsgrunna.
Eg veit reyndar ekki um eitt ein-
asta byggðarlag á landinu þar sem
þetta er ekki vandamál," sagði
Herdís.
Nefnd sem Össur Skarphéðins-
son fyrrverandi umhverfisráð-
herra skipaði, þar sem Herdís
gegnir formennsku, hefur fjallað
sérstaklega um þetta mál. Nefndin
skilaði í gær niðurstöðum til ráðu-
neytisins. Þar er m.a. lagt til að
reglur um varnir við húsgrunna
verði hertar til muna.