Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 23 ERLENT Heitir að virða stjómarskrána Reuter IMELDA Marcos, fyrrverandi for- setafrú Filippseyja, sór í gær eið- staf þingmanna og tekur því sæti í fulltrúadeild þings landsins. Myndin var tekin við athöfnina. Hét hún við það tækifæri að hafa stjórnarskrá landsins í heiðri. Aðeins er um áratugur frá þvi Imelda flýði land ásamt Ferdinand Marcos manni sínum með smán. Hann hrökklaðist frá völdum eftir að hafa sljórnað landinu í 20 ár, þar af í níu ár með herlögum. Frú Marcos er tákngervingur spilling- ar sem viðgekkst í stjórnartíð manns hennar. A hún enn yfir höfði sér 18 ára fangelsisvist vegrna dóma sem hún hefiu- hlotið. Áfrýjaði hún dómnum á sínum tíma og búist er við því að jafnvel einhver ár líði þar til niðurstaða fæst. Verði áfrýjuninni hafnað missir Imelda Marcos sjálfkrafa þingsætið, sem hún vann í kosn- ingum sl. maí. ■ wMramuv - ,„.v, v.m Reuter KOSNINGASPJALD í Varsjá með mynd Kwasniewskis. Máluð hefur verið stjarna Sovétríkjanna gömlu á spjaldið. Forsetakosningar fram undan í Póllandi Walesa sópar að sér fylgi Reuter. t/ * Varsjá. Reuter. KAPPHLAUPIÐ um sigur í pólsku forsetakosningunum, sem fram eiga. að fara 5. nóvember næstkomandi, stendur nú einungis milii tveggja manna, Lechs Walesa forseta og Aleksanders Kwasniewskis, fram- bjóðanda flokks fyrrum komm- únista. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Walesa vaxið ásmegin að und- anförnu og það svo mikið að stjórn- málaskýrendum þykir furðu sæta. Þannig hefur hann aukið fylgi sitt um 10 prósentustig frá í september. Forsetinn sigurviss Walesa sagði á sunnudag að hann hefði nú forystu í kapphlaupinu um forsetastólinn. Aðstoðarmenn for- setans sögðust aðspurðir ekki kann- ast við að nýjar kannanir hefðu ver- ið birtar og gátu því ekki skýrt orð hans. Forsetinn kvaðst algjörlega sannfærður um að hann færi með sigur af hólmi í kosningunum. Það orð hefur farið af Walesa að hann sé fádæma kraftmikill stjórn- málamaður og þykir hann því standa undir nafni nú. Að sögn stjórnmála- skýrenda er ástæðan fyrir hraðri fylgisaukningu hans undanfarnar vikur sú, að honum hefur tekist að sannfæra kjósendur um að pólsk stjórnmál snúist enn um að kalla yfir sig kommúnisma eða andstæðu hans og hann sé sé eini raunhæfi valkosturinn gegn kommúnistum. „Valið mun standa milli Walesa og Kwasniewskis," sagði blaðið Zycie Warzawy um helgina. Sam- kvæmt könnun sem virt stofnun hafði unnið fyrir blaðið naut Walesa fylgis 22% kjósenda, miðað við 17% vikuna áður. Fylgi Kwasniewskis hafði staðið í stað frá fyrri viku og mældist 27%. Fylgishrun Nokkur stemning hefur verið í kringum framboð Hönnu Gronki- ewicz-Waltz seðlabankastjóra og helsta frambjóðanda hægrimanna, sem allt eins hefur verið talin koma til greina sem forseti. Nú hefur hins vegar fylgi hennar dvínað, sam- kvæmt könnun Zycie Warzawy og mælist aðeins 8%. Hefur það minnk- að um helming á þremur vikum. Fylgi annarra frambjóðenda, svo sem Waldemars Pawlaks og Jaceks Kurons, mælist mun minna. lauga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.