Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OSKAR G.
INDRIÐASON
+ Óskar G. Indr-
iðason fæddist í
Asatúni í Hruna-
mannahreppi 1.
apríl 1910. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands 19. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Indriði Grímsson frá
Ásakoti í Biskups-
tungum, síðar bóndi
í Ásatúni, f. 17. maí
1873, d. 19. april
1928, og kona hans
Gróa Magnúsdóttir
frá Bryðjuholti,
Hrunamannahr., f. 21. ágúst
1877, d. 6. júní 1939. Indriði var
sonur Grims Guðmundssonar frá
Kjaranstöðum, síðar bónda í
Ásakoti, Biskupstungum. Móðir
Indriða var Helga Guðmunds-
dóttir frá Brekku í Biskups-
tungum. Gróa var dóttir Magn-
úsar Jónssonar frá Efra-Lang-
holti, síðar bónda í Bryðjuholti
í Hrunamannahr. Móðir Gróu
var Guðný Einarsdóttir frá
Bryðjuholti. Óskar
var fimmti í 11
systkina hópi. Þau
voru í aldursröð
Guðný, f. 1902, lést
þriggja vikna.
Magnús, f. 22.9.
1903, d. 1994. Sig-
ríður, f. 13.8. 1905,
d. 1973. Óskar, sem
hér er kvaddur.
Guðný, f. 23.12.
1912. Helgi, f. 30.1.
1914, d. 1995. Guð-
mundur, f. 15.5.
1915. Laufey, f.
24.2. 1917. Jakob, f.
11.11. 1918, d. 1991. Kristinn, f.
1.5. 1920, d. 1936. Óskar bjó í
Ásatúni ásamt Hallgrími sem nú
er látinn og Laufeyju, systkinum
sínum, og stundaði þar búskap
alla sína starfsævi. Hann fluttist
ásamt systur sinni að Flúðum, í
íbúðir fyrir aldraða, 1989. Óskar
var ókvæntur og barnlaus.
Útförin fer fram frá Hruna-
kirkju í dag og hefst athöfnin kl.
15.00.
Nú vakna þú ísland við vonsælan glaum
af vorbylgjum tímans af djúpi.
Byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum
en afléttu deyfðanna hjúpi.
Og drag þér af augum hvert dapurlegt ský
sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný.
(Steingr. Thorst.)
Þetta dýrðlega ættjarðarljóð orti
skáldið á erlendri grund þegar þjóð-
hátíð var í nánd (1874) og það sá
úr fjarlægð landið rísa úr hafi með
hvítum jöklum og dimmbláum heið-
um. En það sá um leið fyrir hugar-
augum lengra fram nýja öld rísa
með óþekktum fyrirheitum.
Og ný aldarsól reis og í framtíðar-
sýn kvað Hannes Hafstein í alda-
mótaljóðum:
íslenskir menn, hvað öldin ber í skildi,
enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi.
Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi.
Hlífi þér, ættjörð, Guð í sinni mildi.
í kjölfar þessara frelsishugsjóna
fylgdi boðskapur ungmennafélag-
anna sem kveikti neista í btjósti
æskunnar í landinu er sá í hillingum
framfarir komandi aldar.
Þessa er vert að minnast við and-
lát og burtför þessa samferðamanns
og vinar, Óskars Indriðasonar. Hann
fæddist á morgni þessarar aldar
þegar slíkar hugsjónir lágu í loftinu,
sem raunar mótuðu hann alla tíð og
urðu snar þáttur í lífsstefnu hans
og viðhorfi.
Óskar Indriðason fæddist á bæ
þeim í Ytri-Hrepp er Snúss hét en
hlaut síðar nafnið Ásatún. En þar
hófu búskap árið 1902 foreldrar
hans Indriði Grímsson frá Ásakoti í
Biskupstungum og kona hans Gróa
Magnúsdóttir frá Bryðjuholti í Ytri-
Hrepp. Þau eignuðust níu börn og
var Oskar þriðji í röðinni. Þetta var
gamalt býli, áður fyrr hjáleiga frá
Efra-Langholti. Jörðin landlítil og
litlir afkomumöguleikar fyrir barn-
marga fjölskyldu. Bærinn stendur
austan undir lágum ás norðan undir
Langholtsfjalli. Útsýni er þar lítið
en vinalegt þar heima. Ekki ósenni-
legt að álfar byggju þar nærri ef til
væru.
Þegar undirritaður kom í þessa
sveit árið 1942 gat ekki heitið að
hann þekkti þar nokkurn mann. En
hann hafði unnið með og kynnst
nokkuð tveimur bræðranna við hafn-
arvinnu í Reykjavík veturinn áður.
En þeir fengu svo slægjur um haust-
ið á Hvítárholtsengjum og öfluðu
heyja handa hestum.
Kynni okkar Óskars fóru vaxandi
með árunum, þar sem áhugamálin
áttu samleið að ýmsu leyti. Auk
þess má geta þess hér, að ættir
beggja eru raktar til sama bæjar í
sveitinni, að Bryðjuholti.
Árið 1788 bjó þar Einar Bjarnason
og fyrri kona hans Guðrún Kolbeins-
dóttir. Þeirra sonur var Sigurður
Einarsson bóndi í Gelti í Grímsnesi
— langafi undirritaðs. Síðari kona
Einars Bjarnasonar hét Sigríður
Jónsdóttir frá ísabakka. Þeirra sonur
-var Einar Einarsson bóndi í Bryðju-
holti — langafi Óskars Indriðasonar.
Indriði Grímsson lést 1928 en
Gróa kona hans 1940. Þá hafði jörð-
in fengið nýtt nafn og heitir síðan
Ásatún.
Að móður sinni látinni tóku systk-
inin þijú við búi, Óskar, Hallgrímur
og Laufey. Áður en faðir þeirra lést,
hafði hann náð að festa kaup á ein-
um þriðja Efra-Langholts sem var
sjálfstæð jörð. En þá urðu að sjálf-
sögðu skilyrði til búskapar betri og
allt önnur. Búskaparsagan verður
ekki rakin hér, en allt var byggt upp
á jörðinni og allt blómgaðist með
snyrtimennsku og myndarskap.
Hallgrímur lést 1983 en Óskar og
Laufey héldu áfram þar til að þau
létu jörðina í hendur bróðursyni sín-
um og konu hans en fluttu að Flúð-
um, á Dvalarheimili aldraðra.
Þegar nú litið er yfir farinn veg
og liðna ævi þessa látna samferða-
manns, verður mynd hans ekki tæm-
andi hjá þeim sem ekki hefur þekkt
hann frá því fyrsta. Umhverfið skap-
ar manninn er einhversstaðar sagt.
Mun það rétt að vissu leyti. En Ósk-
ar var ef segja mætti fyrst og fremst
bóndi. En fátæktin og alvarleg veik-
indi sem um hríð gengu yfir heimil-
ið hafa mótað vissan þunga honum
í sinni. Auk þess átti hann sjálfur,
jafnvel frá unga aldri, við veikindi
áð stríða, lá margar spítalalegur; var
eitt sinn sendur út til Noregs til
aðgerðar. — Ungur sá hann í anda
bú sitt vaxa, tún breiðast út og þrif-
legan fénað dreifa sér um haga og
rekinn til öræfa á vorin. Og honum
varð að ósk sinni. Hann hafði yndi
af skepnum sínum, sem urðu falleg-
ar og vel fóðraðar í höndum hans.
En einkum voru það þó hestar. Hann
bar mikla elsku til þeirra. Þótt Ósk-
ar væri ekki bjartsýnismaður var
hann framfarasinnaður og fljótur að
tileinka sér nýjungar. Hann var fé-
lagslyndur, sat í stjórn ungmennafé-
lagsins og um skeið formaður
hrossaræktarfélags. Hann fylgdi
samvinnustefnunni og leit björtum
augum til alþýðuskólanna, þar sem
æska landsins gat notið menntunar.
En það mun hafa verið honum þung-
bært að geta ekki notið þess vegna
fátæktar og veikinda heima fyrir.
En honum var svo háttað, að þótt
hann ekki nyti þess sjálfur, þá vildi
hann geta séð æsku landsins vaxa
að menning og þroska og studdi
hvarvetna ungt fólk til dáða. Hann
var handlaginn, reglusemi og snyrti-
mennska rík í fari hans, en sérlega
nákvæmur í hveiju sem var.
En Óskar sá fleira en hina efnis-
legu og hagkvæmu hlið hlutanna.
Hann hafði glöggt auga fyrir fegurð
og dýrð náttúrunnar. „Og hugurinn
gat farið því víðara sem heimahag-
amir voru þrengri," sem sagt var
um eitt góðskáld þjóðarinnar. Og
þótt hann ekki nyti annars en barna-
fræðslu, var hann, ef svo bar undir,
vel ritfær, hafði næma skynjun fyrir
biæbrigðum máls bæði í ræðu og
riti. Þótt hlédrægur væri, hafði hann
mikla tjáningarþörf sem fram kom
í ræðumennsku er hann iðkaði því
meir sem á leið. Þá bar það við,
vegna innri hita, að málið hlýddi
honum svo að áheyrendur hrifust
með, jafnvel svo að eftirminnilegt
var. Þá mætti minnast þess að nú
er sauðkindinni flest til foráttu fund-
ið, þannig að landeyðing blasi við,
að Óskar gat hennar eitt sinn í tæki-
færisræðu með orðunum. „Þetta
drifhvíta náttúrubarn".
Óskar skrifaði ekki opinberlega
utan eina minningargrein um látinn
vin sinn nú á efri árum. En eftir
hann liggur nokkuð í handritum sem
hann hefur e.t.v. skrifað í kyrrð
vornæturinnar að loknu dagsverki.
Þar kunna að finnast gullkorn innan
um.
Óskar kvæntist ekki né átti af-
komendur, en hann sá framtíðina í
æsku landsins. Hann náði háum aldri
þrátt fyrir heilsuleysi allt frá æsku
til elliára.
En hann var ekki einn, Laufey
systir hans stóð jafnan við hlið hans
og annaðist hann af frábærri um-
hyggju og fórnfýsi þar til yfir lauk
og andlát hans bar að á sjúkrahúsi
Suðurlands þ. 14. október síðast lið-
inn.
Óskar er nú farinn burt í ferð þá
sem allir eiga fyrir höndum.
Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest
og hleyptu burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm, það er best
út, að heiman, ef þú berst i vök.
(E.B.)
Sigurður Sigurmundsson
frá Hvítárholti.
Þegar við kveðjum góðan og
gamlan vin koma margar minning-
ar upp í hugann. Hann Óskar í
Ásatúni, nágranni okkar í marga
áratugi, yfírgaf þetta jarðlíf frá
Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi,
eftir langvarandi vanheilsu en
stutta dvöl í sjúkrahúsinu.
Óskar Indriðason var fæddur í
Ásatúni 10. apríl árið 1910. Hann
átti þar heima alla sína ævi, utan
síðustu árin er hann bjó á Heima-
landi á Flúðum ásamt systur sinni,
Laufeyju.
Mín fyrstu kynni af Ásatúnsfjöl-
skyldunni voru þau að ég, sem ung-
ur drengur, var sendur að Ásatúni
einhverra erinda sem ég man ekki
hver voru, en þegar erindinu var
lokið kom Gróa móðir þeirra systk-
ina með þykka brauðsneið með
kjötáleggi og gaf mér. Þetta atvik
hefur lifað í minningu minni og
hefur mér æ síðan verið hlýtt til
þeirra systkina og móður þeirra,
enda oft notið greiðasemi þeirra og
vináttu.
Árið 1928 þegar Óskar var átta
ára gamall missti hann föður sinn
og bjuggu þau systkinin með móður
sinni til ársins 1940 er hún lést.
Það voru harðir tímar og kreppa á
fjórða áratugnum og_stór systkina-
hópurinn í Asatúni. Óskar bar þess
merki æ síðan, að fara vel með alla
hluti og eyða ekki um efni fram.
Árið 1940 eignuðust þau systkinin
Hallgrímur, Oskar og Laufey jörð-
ina.
Óskar í Ásatúni er af svokallaðri
aldamótakynslóð, einn af vormönn-
um íslands. Hanri var hugsjóna-
maður sem vildi fegra landið, rækta
og stækka túnin, bæta bústofninn
og auka velsæld hjá komandi kyn-
slóðum. Eftir að stórvirkar vinnu-
vélar komu til sögunnar voru túnin
í Ásatúni margfölduð að stærð,
húsakostur allur uppbyggður og frá
öllu gengið af einstakri smekkvísi
og dugnaði.
Óskar var unnandi fegurðarinn-
ar. Hann sá fegurðina í náttúrunni,
í bláum tindum fjallanna, fannbreið-
um jöklanna, bylgjandi faxi á gang-
vissum reiðskjóta, grænkandi vor-
gróðri túnanna og ekki síst í upp-
vaxandi tijágróðri. Skógarreiturinn
ofan við bæinn í Ásatúni ber þess
glöggt vitni, að þar hefur verið
unnið af alúð og natni.
Skömmu áður en Óskar hætti
búskap vann hann að því að koma
upp sumarbústaðabyggð vestan í
Langholtsfjalli í landi Ásatúns.
Þetta var hans framlag til þess að
unga fólkið sem tók við jörðinni
hefði af þessu nokkrar tekjur, en
framleiðsluréttur hafði dregist sam-
an síðustu árin. Óskar sá þennan
draum sinn rætast því nú eru sum-
arhúsin orðin hátt á annan tug og
heitu vatni er dælt til þeirra úr
borholu sem er neðan við íbúðarhús-
ið í Ásatúni.
Á fyrstu áratugum aldarinnar
sveif andi ungmennafélaganna yfir
vötnunum. Óskar var einn af þeim
mönnum sem varð gagntekinn af
hugsjón þessarar hreyfingar. Hann
vann af alhug og ósérplægni fyrir
Ungmennafélag Hrunamanna í ára-
tugi og var ætíð reiðubúinn að
leggja fram sitt Iiðsinni við þau
málefni er til heilla og framfara
horfðu. Má þar nefna leiklist og
skógrækt, en hann átti dijúgan
þátt í að rækta upp skógarreitinn
á Álfaskeiði.
Á fundum var Óskar maður sátta
og samvinnu og hvatti þá ungu til
dáða. Þá fylgdist hann vel með
unga fólkinu í sambandi við íþróttir
eftir að hann fór að eldast. Eitt
sinn er Ungmennafélag Hruna-
manna hafði orðið sigursælt á
Skarphéðinsmóti hitti Óskar unga
stúlku daginn eftir mótið, en henni
hafði gengið vel í keppninni og
stuðlað að sigri í félaginu. Óskar
tók í hönd stúlkunnar og þakkaði
henni fyrir frammistöðuna. Þetta
hlýja handtak og þakkarávarp er
ennþá greypt sem perla í minning-
arsjóð þessarar stúlku mörgum ára-
tugum síðar. Sumir skilja eftir sig
gróður í hveiju spori og þannig vildi
Öskar vera.
Á undanförnum árum höfum við
Óskar stöku sinnum rætt saman
og þá hefur hann stundum minnst
á það hvað tæki við eftir þetta jarð-
líf. Á tímabili gætti nokkurs ótta
hjá honum með framhaldið. „Ég
' hef ekki verið nægilega góður mað-
ur og ég veit ekki hvað verður gert
við mig,“ sagði hann.
Daginn sem réttað var í Hruna-
rétt, um miðjan september síðastlið-
inn, heimsótti ég Óskar í sjúkrahús-
ið. Hann var þá lamaður að nokkru
en andlega heilsan í góðu lagi.
Rætt var um fjallaferðir og réttir
en þar hafði Óskar verið þátttak-
andi lengst af sinni ævi. „Ég vona
að ég geti farið á bak honum Hær-
ingi mínurn þegar ég kem yfir
um,“ sagði Óskar, en sá hestur var
honum mjög hjartfólginn. Þá kom
örlítill glampi í augu hans og bros-
vipra í munnvikin og hann sagði:
„Éf ég fæ að hitta hann Jesú þegar
ég er korriinn yfir ætla ég að bjóða
honum á bak honum Hæringi, svo
hann þurfi ekki að ríða þessum
asna.“ Þannig var kímnin ofarlega
hjá Óskari þótt líkaminn væri illa
kominn. „Nú er égtilbúinn að fara,“
sagði hann að lokum. „Ég er búinn
að sjá hann Halla bróður, þau ætla
mörg að taka á móti mér.“
Ég kvaddi Óskar með þéttu hand-
taki og óskaði honum góðrar ferð-
ar. „Má ég vinka til þín?“ sagði
hann um leið og ég gekk út úr
sjúkrastofunni.
Við hjónin sendum ykkur
systkinum og ástvinum Óskars inni-
legar samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur öll.
Skúli, Miðfelli.
Mig langar með örfáum orðum
að kveðja föðurbróður minn, Óskar
Indriðason frá Ásatúni. Þegar ég
hugsa um Óskar frænda kemur
margt í hugann. í sveitinni hjá þeim
systkinum, Laufeyju, Halla og hon-
um, var ég oft tíma og tíma og
tengdist ég þá Óskari. Ég hugsa að
flestum sem minnast Oskars hafi
fundist hann frekar stíflyndur og
strangur, en ég man hann ekki þann-
ig gagnvart mér, hann reyndist mér
blíður og ljúfur. Sumarið sem ég
varð tíu ára var ég í Ásatúni hjá
systkinunum. Óskar minnti mig oft
á þennan tíma nú seinni ár, hvernig
ég gat endalaust hlaupið og alltaf í
stígvélunum sem voru alltof stór, svo
hló hann innilega.
Óskar var ekki allra. Hann gat
oft deilt og átt hörð skoðanaskipti,
því rétt skyldi vera rétt. Hann bar
hag fólksins síns mjög fyrir bijósti
og var ávallt í ábyrgð fyrir allt sem
tengdist Ásatúni. Það háði honum
hvað hann var heilsutæpur en aftr-
aði honum aldrei.
Óskar var mikill hugsjónamaður
og skrifaði greinar og ræður um sitt
helsta áhugamál, hestamennsku og
hrossarækt.
í fyrrasumar buðu þau Laufey og
Óskar mér og fjölskyldu minni til
sín að Flúðum, þar sem þau hafa
búið síðastliðin ár í íbúð í sambýli
eldri borgara. Ég geymi þessa stund
ljúft í huga mér, þau systkinin tóku
frábærlega á móti okkur með dýrind-
is kræsingum og skemmtun. Við
Óskar áttum gott tal saman og sýndi
hann mér minningar sínar, smekk-
lega uppraðaðar og vel geymdar.
Minningin um þig, kæri frændi,
lifir.
Þín frænka,
- Ilelga Jakbosdóttir,
Keflavík.
Fallinn er nú frá kær vinur og
mikill sveitarhöfðingi. Já, hann Ósk-
ar í Ásatúni var afar mikill og sterk-
ur persónuleiki og vakti athygli hvar
sem hann kom, með sitt gráa al-
skegg, svo virðulegur á að sjá, og
alltaf var hlustað af athygli á það
sem Óskar hafði að segja. Gat hann
oft á góðri stund verið mjög skáld-
legur og rómantískur og trúað gæti
ég að nú væri hann búinn að hitta
Hæring sinn og sestur á bak honum
og kominn á þeysireið fram hlíðina
grænu, eins og hann lýsti svo skáld-
lega fyrir okkur, er við sátum sam-
an í sumarbústað í Ásatúnslandi sl.
vor og ræddum lífið eftir dauðann.
Ég var 15 ára þegar ég kom fyrst
í Ásatún með unnusta mínum, Lúð-
vík Guðmundssyni, sem hafði verið
hjá þeim systkinum Halla, Óskari
og Laufeyju öll sumur og flesta
vetur allt frá sex ára aldri til átján
ára aldurs, svo að þama átti hann
sitt annað bernskuheimili. Þarna
hófust mín kynni af þessu elskulega
fólki og hafa þau vinabönd aldrei
rofnað, seinna meir þegar fjölskyld-
an stækkaði var alltaf nóg pláss og
hjartarúm hjá þeim og oft var dval-
ið í Ásatúni með allan hópinn og
var oft þröng á þingi því fjölmörg
eru börnin sem dvalið hafa hjá þeim
systkinum um lengri eða skemmri
tíma og notið þeirra umhyggju og
leiðsagnar en sjálf eignuðust þau
engin böm.
Já, margs er að minnast og margs
er að sakna og minningarnar leita
á hugann. Fallega og ljúfsára mynd
á ég í huga mér af litlum ljóshærð-
um dreng með burstaklippt hár og
bros í augum, sem bar nafn ykkar
bræðra, Hallgrímur Óskar, og var
hjá ykkur á hverju sumri frá barns-
aldri til 14 ára aldurs og færi ég
ykkur systkinum hjartans þakkir
fyrir allt sem þið gerðuð fyrir dreng-
inn okkar. Ég veit að nú hafa þeir
nafnar hist aftur í annarri, fallegri
sveit.
Tveir bræður af þessum systkina-
hópi voru búsettir hér í Keflavík en
em nú látnir, þeir Magnús og Jak-
ob, og var mikil og góð vinátta við
þá og þeirra fjölskyldur okkur mik-
ils virði.
Stórt skarð hefur nú verið höggv-
ið í þennan systkinahóp á síðastliðnu
einu og hálfa ári, þar sem að þrír
bræður hafa fallið frá með nokkurra
mánaða millibili. Eftirlifandi systr-
um, bróður og öðrum ættingjum og
vinum sendum við hjónin ásamt
börnum okkar innilegar vinar- og
samúðarkveðjur.
Óskar var mikill hestamaður en
gat lítið notið þess á efri árum vegna
heilsubrests, en mér finnst fara vel
á því að kveðja hann að sinni með
þessu Ijóði, sem hann hafði miklar
mætur á.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti
þú komst með vor í augum þér
ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í bijósti mér.
(Davíð Stefánsson.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt, gamli
vinur, og megir þú hvíla heill á ný,
í faðmi ljóssins.
Guð blessi þig.
Bjarney Sigurðardóttir.