Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Bílalán samræmast ekki hlutverki Tryggingastofnunar ÞEIR viðskiptavinir Tryggingastofnunar, sem þurfa á bifreið að halda vegna hreyfí- hömlunar, geta átt rétt á ýmsum bifreiðahlunn- indum. Um er að ræða bensínstyrk, niðurfell- ingu bifreiðaskatts, styrki til kaupa á bif- reið, ýmsa hjálpar- tækjastyrki og lán til bifreiðakaupa. Nú hefur Tryggingaráð ákveðið að Tryggingastofnun muni hætta að veita lán til bifreiðakaupa um næstu áramót. Svala Jónsdóttir Eiga sér ekki stoð í lögum Tryggingastofnun hóf veitingu lána til bifreiðakaupa árið 1947, en þá var aðgangur almennings að lánsfé takmarkaður. Auk bílalána veitti stofnunin öryrkjum námslán, svo og lán til verkfæra- og tækja- kaupa, án þess að fyrirmæli væru um það í lögum. Með lagasetningu um málefni fatlaðra hafa þessi verk- efni flust til svæðisskrifstofa málefna fatlaðra. Ríkisendurskoðun hefur gert at- hugasemdir við bílalán Trygginga- stofnunar. í stjómsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun seg- ir: „Lán til bifreiða- kaupa eiga sér ekki stoð í lögum og samræmist það tæpast hlutverki Tryggingastofnunar að stunda lánastarfsemi." Aðstæður á lánamarkaði hafa breyst Lánveitingum Trygg- ingastofnunar var fyrst og fremst ætlað að gera fötluðum kleift að fá lán, þegar erfítt var að fá lán á almennum markaði. Nú er framboð lána á fjármagnsmarkaði mun meira og mörg fyrirtæki bjóða hagstæðari lán en Tryggingastofnun, hvað varð- ar lánstíma, upphæð lána, aldur bif- reiða og ábyrgðir. Bílalán Tryggingastofnunar voru lengst af á sambærilegum kjörum og lán á almennum lánamarkaði, þó að nokkuð hafi dregið í sundur á verðbólgutímum. Hagstæð vaxtakjör lánanna voru því ekki meðvitaður tilgangur þeirra, heldur afleiðing verðlagsþróunar í landinu. Árið 1992 ákvað Tryggingaráð að vísitölubinda bílalánin og þá var um leið gert ráð Lán Tryggingastofhun- ar til bifreiðakaupa eiga sér ekki stoð í lögrim og samræmast ekki því hlutverki stofnunarínn- ar, segir Svala Jón- dóttír, að annast lífeyr- is-, sjúkra- og slysa- tryggingar. fyrir áfangahækkunum vaxta. Bílalánin hafa borið 1% vexti, en nú var komið að framkvæmd vaxta- hækkunar. Vaxtamunur á.bílalánum Tryggingastofnunar og lánum á al- mennum lánamarkaði hefði orðið hverfandi, ef nokkur, eftir fyrirhug- aða hækkun. Því taldi Tryggingaráð ekki lengur grundvöll fyrir þessum lánveitingum stofnunarinnar. Fjárveiting er ekki fyrir hendi Þegar úthlutun bílalána hófst, var Tryggingastofnun með sjálfstæðan fjárhag. Fjármunir til lánveitinganna voru teknir af rekstrarafgangi. Þar ISLENSKT JVIAI Bernharð Haraldsson skóla- meistari kemur mér í nokkurn vanda sem stundum fyrr. Ég þakka honum það athæfi. Bréf hans er í fimm tölusettum liðum og ég reyni að gera því helsta nokkur skil: Bemharð segin 1. „Eins og þú veist þurfa kennarar stundum að tví- eða margtaka fræðin, áður en nem- andinn er fullnuma. Þá kemur fyrir, að nemandinn les alls ekki heima og fer á mis við fróðleik- inn. Fyrir skömmu gerðir þú orð- ið „vélarvana" að umræðuefni. í Morgunblaðinu segir nýverið frá því, að vélbáturinn Oddbjörg sé „vélarvana" suðaustur af Ingólfs- höfða. Reyndist báturinn hafa fengið á sig brotsjó með þeim afleiðingum að vél hans bilaði, en var eftir því sem best varð séð enn á sínum stað í bátnum.“ Með hliðsjón af því, sem B.H. segir vitna ég í 814. þátt: „Til er lýsingarorðið vanur með eignarfalli. Það merkir að vera án, vanta. Handar vanur í Hávamálum er einhendur, hann vantar aðra höndina. Stundum verður okkur orðs vant. Þetta kemur fram í breyttri mynd (veikri) í nokkrum óbeygðum lýs- ingarorðum, svo sem aflvana og máttvana. Mikill vöxtur hljóp um skeið í samsetninguna „vél- arvana" um skip og það þó að þau væru ekki vélarlaus. Það dugði mönnum til þessa orðs, að vélin væri biluð. Nú ætla ég að segja fréttamönnum, til hróss, að þeir hafa lagað þetta að verulegu leyti og segja til dæmis aflvana eða með bilaða vél og fleira sem rétt er.“ Viðbót nú: Satt best að segja þykir mér og ýmsum öðrum ekki mjög ámælisvert að nota orðið vélarvana um skip sem er með „aflvana“ vél, þó að á þessu séu hnökrar ef menn vilja vera hárná- kvæmir. En aðrar eins merking- arbreytingar hafa gerst átölulítið. „2. í æsku minni voru sperðlar hinn besti matur. Nú kallast þeir bjúgu og bragðast vel. Þeir voru Umsjónarmaður Gísli Jónsson 820. þáttur kenndir við hráefnið, sem þeir voru unnir úr, s.s. hrossabjúgu úr hrossaketi o.s.frv. Því undrast ég er ég heyri verslun eina aug- lýsa „sveitabjúgu" margoft fyrr í mánuðinum. Finnst þér þetta standast skv. þinni málvenju?" Já, mér finnst standast að tala um „sveitabjúgu“, þó að það sé ekki eftir minni málvenju. Ég geri ráð fyrir að þetta séu „þjúgu búin til í sveitum" eða önnur sam- bærileg. Ég man eftir útláta- naumum bónda sem þótti kaupa- fólk heimtufrekt og kröfuhart um aðbúnað og viðurgjöming. Meðal annars vildi það, að hans sögn, hafa „kaupstaðarfæði“. Sperðlar heyrist enn og man ég vel eftir hjákátlegri auglýsingu ekki fyrir löngu. Þar voru aug- lýstir hlið við hlið „hrossasperðl- ar“ og „ömmusperðlar“. Enn er frá því að segja, að nú örlar meira en lítið á kynskiptingu hjá bjúgum. Bjúga (= hið boga- myndaða) er nafnorð í hvorug- kyni, beygist eins og auga og nýra. Þar af kemur Bjúgna- krækir. Ekki skulum við fara að tala um „þær bjúgurnar" og það- an af síður *Bjúgukræki. Bernharð orðrétt: „3. í dagblaði _var fjallað um verslunarrekstur. Í feitletaðri fyr- irsögn var talað um „opnun- artíma“, en í meginmáli fréttar- innar um „afgreiðslutíma". Var blaðamaðurínn ekki að rugla saman þeim tíma er tekur að opna verslunina, snúa lykli og snerli, þ.e. „opnunartíma'* og þeim tíma er afgreiðsla má fara fram þ.e. „afgreiðslutíma“?“ Umsjónarmaður: Orðið „opn- unartími" er ótækt í merkingunni „tíminn sem búðin er opin“. Ekki tekur nema andartak að opna búðina. Ég er á sama máli og bréfritari og vitna auk þess í góða menn eins og Árna Böðvars- son og málfarsráðunauta varp- anna. Ef menn hugsa málið er afgreiðslutími örugglega allar þær stundir sem búðin er opin, en „opnunartími" er áður skii- greindur. Nú hvíli ég mig á bréfi B.H. um hríð og geymi síðari hlutann næsta pistli. Matthías Jochumsson var á samkomu, ^ þar sem deildu sr. Amljótur Ólafsson og Guðmund- ur á Sandi. „Fundargerð" Matth- íasar í hringhendum samhendum er gott dæmi um bullandi mælsku hans og hagmælsku. Þijú fyrstu erindin em svo: Heyrist styr í herbúðum, höldur spyr að tíðindum; vex þá byr I voðanum; „Varstu á fyrirlestrinum?" Hljóðagöngin hreinsaði, hallaði vöngum preláti, vall og söng í vélindi, veifaði öngum glottandi. Fellur Doná freyðandi úr Friðjónssonar stálkjafti, hendist on’í helvíti: hann er konungsgersemi. ★ ... Prik fær Einar Sveinbjörns son veðurfræðingur fyrir að muna að ísland er í Evrópu og Frakk- land er á meginlandi þeirrar heimsálfu. En ráðherra utanríkismála á íslandi í útvarpinu: „Síðan eiga ýmsir aðrir [umsækjendur að framkvæmdastjórastöðu NATO] eftir að koma upp á borðið." ★ Áslákur austan sendir: Maron á merinni situr, mjög er hans reiðslq'óti vitur. En visku sína eigin hans áfram um veginn ekki í þverpokum flytuiv Spurningum ósvarað: 1) Kristinn G. Jóhannsson eftir símbreytinguna: „Hvaða sími er á Kroppi í Eyjafjarðarsveit?" Símadaman á móti: „Hver er kroppurinn?" 2) I hvaða félagi skyldu þeir vera sem tala sífellt um þetta og hitt „úti í þjóðfé- laginu“? Ætli þeir séu inni í þjóðfélaginu sjálfír eða utan við það? sem aidrei hefur verið nein fjárveit- ing til bílalána, hefur fjármagn til lánanna verið tekið úr rekstri stofn- unarinnar. Bílalán Tryggingastofnunar hafa kostað mikla vinnu í ýmsum deildum Tryggingastofnunar og hjá umboðs- mönnum. Lánastarfsemi fellur ekki að hlutverki Tryggingastofnunar, sem er að annast lífeyris-, sjúkra- og slysatryggingar. Auk þess getur varla talist eðlilegt að stofnunin taki „veð“ í framtíðarbótagreiðslum líf- eyrisþega með þeim hætti, sem nú er gert. Afgreiðsla bílalána Trygginga- stofnunar hefur oft valdið óánægju, þrátt fyrir skýrar reglur. Ellilífeyr- isþegar þurfa að skila læknisvottorði um hreyfihömlun til að fá lánin og lánveitingar eru byggðar á læknis- fræðilegu mati. Tryggingaráð af- greiðir síðan hveija einstaka umsókn um bílalán. Sú fyrirhöfn sem fylgir bílalánum Tryggingastofnunar er vart réttlætanleg, þegar á það er lit- ið að um er að ræða þjónusþu, sem sinnt er annars staðar í þjóðfélaginu. Fylgst verður með framkvæmd Tryggingaráð hefur falið forstjóra Tryggingastofnunar að fylgjast með framkvæmd þessara breytinga á starfsemi stofnunarinnar í sam- þykkt Tryggingaráðs er óskað eftir því að stofnunin veiti viðskiptavinum sínum upplýsingar um bílalán á al- mennum lánamarkaði. Mun Trygg- ingastofnun leita eftir samvinnu við lánastofnanir um upplýsingamiðlun til viðskiptavina. Jafnframt er forstjóra falið að láta fylgjast með því, hvort viðskiptavin- um Tryggingastofnunar sé synjað um slík lán á almennum lánamark- aði. Ef fram koma kvartanir eftir áramót, um að viðskiptavinum Tryggingastofnunar sé neitað um bílalán, munu Tryggingastofnun og Tryggingaráð bregðast við þeim. Þær upplýsingar, sem stofnunin afl- aði sér um lánamarkaðinn, benda hins vegar til þess að nægt framboð sé af lánum til bifreiðakaupa og því ættu ekki að skapast nein vandræði vegna þessa. Höfundur er dcildarstjóri fræðslu- og útgifudeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins. Sjálfstæðis- konur, gerum okkur gildandi Opið bréf til sjálfstæðis- kvenna Ásgerður Halldórsdóttir TIL AÐ auka hlut kvenna í starfí Sjálf- stæðisflokksins verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. Málefnanefndir á veg- um flokksins, sem starfa milli landsfunda og skila áliti fyrir landsfund, eru 24 tals- ins. Þær eru: Byggðanefnd, efna- hagsmálanefnd, hús- næðismálanefnd, iðnaðarnefnd, orku- nefnd, sjávarútvegs- nefnd, Skattamála- nefnd, skóla- og fræðslunefnd, sveitar- stjórnanefnd, umhverf- is- og skipulagsnefnd, utanríkismálanefnd, viðskipta- og neytenda- nefnd, vinnumarkaðs- nefnd, tryggingamála- nefnd, íþróttá-, æsku- lýðs- og tómstunda- nefnd, nefnd um sam- göngu- og fjarskipta- mál. Þessar ofangreindu nefndir, alls 16, hafa formenn sem allir eru karl- kyns, síðan koma eftirtaldar 6 nefndir sem hafa formenn sem er kvenkyns: Mikilvægt er fyrir stöðu flokksins, segja greinar- höfundar, að konur láti meira að sér kveða í flokksstarfi. Heilbrigðisnefnd, jafnréttis- og fjölskyldumálanefnd, nefnd um mál- efni aldraðra, landbúnaðamefnd, stjómskipunarnefnd, ferðamála- nefnd, nefnd um upplýsingamál. Mikilvægt er fyrir framtíð flokks- ins, að sem flestar konur taki þátt í starfí málefnanefnda, geri sig gild- Helga Ólafsdóttir Katrín Gunnarsdóttir Margrét Sigurðardóttir andi og gefí kost á sér til að stýra formennsku þeirra. Hlutfallið 16 karlar og 6 konur verður að bæta. Formenn málefnanefndar geta haft áhrif á að konur séu tilnefndar og taki virkan þátt í því stefnumark- andi starfi sem málefnanefndir starfa að; við treystum á ykkar stuðning. Virk þátttaka kvenna í stjóm- málastarfi er frumskilyrði þess að unnt sé að styrkja stöðu Sjálfstæð- isflokksins. Með samstöðu karla og kvenna getum við öll gengið bjartsýn inn í 21. öldina. Kjörorð okkar er: „Sjálfstæðiskonur látið að ykkur kveða og málefni flokksins ykkur varða.“ Ásgerður Halldórsdóttir viðskipta- fræðingur, Helga Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, Katrín Gunn- arsdóttir fulltrúi, Margrét Sigurð- ardóttir viðskiptafrœðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.