Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ
ERLEIMT: EVRÓPA
Svalbarði
Bjamaf'eý,.
Skipting norsk íslenska síldarstofnsins
(eftir þyngd) á veiðisvæði 1945-1995
Veiðisvæði/lögsaga 1946-62 1963‘71 1972-85 1986-95
%
%
%
RUSSLAND
Færeyjar 8,8 7,1 0,0 1,3
ísland 27,5 26,6 0,0 0,1
,u Noregur 22,0 36,7 100,0 87,3
JanMayen 11,0 3,0 0,0 1,0
Rússland 22,3 11,2 0,0 6,2
Smugan í Noregshafi 6,9 5,9 0,0 3,1
Svalbarði 0,1 9,1 0,0 0,9
Smugan í Barentshafi 0,6 0,0 0,0 0,1
Evrópubandalagið 0,7 0,5 0,0 0,0
Heildarafii norsk-íslenskrar síldar 1950-1962 (þús.tonn)
Veiðisvæði/
Veiðar . Veiðar Veiðar Veiðar
Færeyinga (slendinga Norðmanna Sovétmanna Samtals
Hlutfall
■mmnrfím
Færeyjar 77,7 13,4 523,0 641,1 4,0%
ísland 72,2 558,0 240,2 987,8 1.858,2 12,1%
Jan Mayen 5,3 483,6 488,9 3,2%
Noregur 0,6 11.311,0 484,4 11.760,0 76,3%
Sovétríkin 101,8 101,8 0,7%
Alþjóðleg svæði 466,6 466,6 3,0%
Evrópubandalagið 84,4 84,4 0,6%
Ótilgreint 19,2 19,2 0,1%
Samtals tonn 150,5 558,0 11.589,1 3.095,7 15.393,2
Hlutfall 1,0% 3,6% 75,3% 20,1% 100,0% 100,0%
Viðræður um skiptingn norsk-íslenzka síldarstofnsins
Hlutur okkar í aflanum
er frá engu upp í 26,6%
HLUTUR okkar úr norsk-íslenzka
síldarstofninum er mjög mismun-
andi eftir tímabilum annars vegar
og hins vegar eftir göngum síldar-
innar. Hlutur okkar úr heildar-
aflanum verð mestur á árunum
1963 til 1971, 26,6%, en minnstur
varð hann enginn árin þar á eft-
ir. Sé litið á dreifingu sfldarinnar
eftir lögsögu ríkjanna, varð hlutur
okkar mestur árin 1945 til 1962,
eða 27,5%. Fiskifræðingar telja
tímabilið frá 1952 til 1962 eina
tímabilið frá stríðslokum, sem
telja má eðlilegt fyrir hegðan og
göngur norsk-íslenzku síldarinn-
ar.
Norsk-íslenzki síldarstofninn
var á sínum tíma stærsti síldar-
stofn veraldar og talið er að veiði-
stofn hans hafí mest verið meira
en 12 milljónir tonna. Hann
hrundi undir lok sjöunda áratug-
arins, en er nú að ná sér á strik
og talinn geta náð 8 milljóna
tonna stærð á næstu árum. Miðað
við stöðu stofnsins í dag, er áætl-
að að hæfilegt sé að veiða úr
honum 800.000 til 1.000.000
tonna árlega.
Norðmenn nær
einir um hituna
Síðustu árin hafa Norðmenn
verið nánast einir um hituna og
veitt 88% síldarinnar frá og með
árinu 1986. íslendingar hófu veið-
ar úr þessum stofni á ný á síðasta
ári og hafa tvö síðustu árin veitt
um 190.000 tonn, mest í lögsögu
Færeyja og á alþjóðlegu hafsvæði,
Síldarsmugunni.
Um þessar mundir standa yfir
viðræður milli íslands, Norð-
manna, Færeyinga og Rússa um
skiptingu síldaraflans milli þjóð-
anna og er stefnt að því að ná
niðurstöðu fyrir vertíðina á næsta
ári. Vinnunefnd fiskifræðinga frá
þessum löndum hefur nú lagt fram
skýrslu um skiptingu norsk-
íslenzku sfldarinnar eftir lögsögu
ríkjanna árin 1948 til 1995. í
skýrslunni er ekki lagt mat á
mögulega niðurstöðu úr skipting-
unni, heldur er tímaskeiðinu skipt
upp í ákveðin tímabil og tíundaður
afli innan þeirra og hvemig hann
skiptist milli þjóðanna og milli lög-
Göngur síldarinn-
ar skipta mjög
miklu máli
sögu þeirra, en miklar breytingar
hafa orðið á stofnstærð og hegðan
sfldarinnar á þessum tíma.
Síldin gengur
til vestur á ný
Eftir hrun norsk-íslenzka sfldar-
stofnsins í lok sjöunda áratugarins
tók fyrir. allar göngur þessarar
síldar á íslandsmið í nær 30 ár
og hélt fullorðna síldin sig innan
norsku efnahagslögsögunnar mest
allan þann tíma. Með vaxandi
stofnstærð á seinni árum fór sfldin
á ný að ganga^ vestur á hafsvæðið
milli Noregs, íslands, Færeyja og
Jan Mayen og náðu göngumar
allt vestur í austasta hluta íslenzkuj
lögsögunnar að vori og fyrri hluta
sumars 1994 og 1995. *
Á fyrsta tímbilinu hryngdi síldin
við Noreg, gekk síðan til vestur
og norðurs í ætisleit, en tók sér
síðan vetursetu á Rauða torginu
austur af íslandi, áður en hún
gekk á ný yfír til Noregs til að
hrygna.
Eftir 1963 breyttust þessar
göngur verulega. Minna varð um
ætisleit í átt til íslands og síldin
fór að hafa vetursetu við Noreg.
Eftir 1971 var stofninn hruninn
og síldin hélt sig alfarið við Noreg.
Eftir 1986 kom mjög sterkur
árangur frá 1983 inn í stofninn
og fór sfldin þá á ný að leita ætis
í átt til íslands, en hún hefur enn
vetursetu við Noreg.
Hlutur okkar
ærið misjafn
Á fyrsta timbilinu var hlutur
íslendinga úr heildaraflanum að-
eins 3,6%, en 12% aflans veiddus.t
innan íslenzku lögsögunnar. Á
næsta tímabili, sem stóð frá 1963
til 1971 veiddu íslendingar 26,6%
heildaraflans og 27,8% vom veidd
innan lögsögu okkar. Sé aðeins
miðað við svokallað stórsfld, eykst
hlutur okkar enn frekar. Á þriðja
tímbilinu var mjög lítið af síld og
það litla sem veiddist var veitt af
Norðmönnum við Noreg. Fjórða
tímabilið er svo frá 1986 til 1995.
Þá veiddu íslendingar um 7,9%
sfldarinnar, en lítið sem ekkert
veiddist innan lögsögu okkar.
Eðlilegar göngur fyrsta
timabilið
Þessar upplýsingar liggja til
gmndvallar væntanlegs sam-
komulags um skiptingu aflaheim-
ilda úr þessum stofni milli þjóð-
anna fjögurra og skiptir miklu
máli fýrir okkur íslendinga við
hvaða tímabil verður miðað og
hvort verður miðað við afla eða
dreifíngu sfldarinnar milli lög-
sagna ríkjanna.
Vísindamenn telja tímabilið
1952 til 1963 eðilegasta tímabili
hvað hegðan og göngur sfldarinn-
ar varðar. Sé miðað við það er ljóst
að hlutur okkar ætti að verða
nokkuð góður, eða um fjórðungur
heildarinnar miðað við göngur
sfldarinnar. Næsta tímabiler okk-
ur einnig hagstætt, en síðan sígur
á ógæfuhliðina. Tvö síðustu tíma-
bilin er aflinn nánast allur Norð-
manna og síldin heldur sig að lang-
mestu leyti innan lögsögu þeirra.
Verði eingöngu miðað við þau
tímabil, verður hlutur okkar lítill.
V etrarstöðvarnar
mikilvægastar
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, vill ekki tjá
sig um líklega niðurstöðu. Hann
telur sér heldur ekki fært að meta
það, hve miklar líkur séu á því að
síldin táki upp sínar fyrri göngur
og hafí vetursetu innan íslenzku
sögsögunnar, þegar stofninn hafí
komist í 8 milljónir tonna. Hann
segir þó að okkur skipti þá mestu
að svo verði.
Til að sfldin breyti hegðan sinni
þurfí annað hvort að koma til að
hún hafí ekki nægilegt rými á
núverandi vetrarstöðvum við Nor-
eg, eða að yngri árgangar fylgi
ekki þeim eldri og hefji vetrarsetu
hér við land. Hann segir að hita-
stig í sjónum skipti einnig miklu
máli og hinn kaldi Austur-Islands-
straumur geti haldið síldinni frá
okkur.
Evrópusambandið o g Marokkó
Vilja hefja
veiðar í nóv-
emberlok
EMMA Bonino, sem fer með sjávar-
útvegsmál í framkvæmdastjóm
Evrópusambandsins, segist vona að
spænsk og portúgölsk skip geti
hafíð veiðar í landhelgi Marokkó
fyrir nóvemberlok.. ESB og Mar-
okkó hafa átt í viðræðum í sex
mánuði um endumýjun á fískveiði-
samningi sínum en samningamenn
Marokkó krefjast þess að dregið
verði úr veiði ESB og auknum afla
verði landað í Marokkó.
ESB stefnir að því að ná endan-
legum samningum á ráðherrafundi
Miðjarðarhafsríkja í Barcelona
þann 27.-28. nóvember. „Ég vona
að hægt verði að ljúka samningum
á næstu dögum,“ sagði Bonino.
Samkvæmt heimildum innan
ESB gæti þó enn orðið einhver töf
á því að samningar næðust sökum
þess að enn ætti eftir að ganga frá
sérstökum samningum við Marokkó
um viðskipta- og samstarfsmál
óháð fískveiðum.
Mörg aðildarríki ESB em andvíg
því að gefa eftir gagnvart Marokkó
í landbúnaðarmálum þar sem þau
óttast að slíkt gæti haft fordæmis-
gildi í öðmm samningaviðræðum.
Pólitískt samkomulag um nýjan
fískveiðisamning náðist þann 13.
október og síðan hefur verið unnið
að því að leggja lokahönd á samn-
inginn.
Um 700 spænskir og portúgalsk-
ir fiskveiðibátar hafa verið bundnir
við höfn frá því að Marokkó rifti
fyrri samningi í aprílmánuði. Eru
um 40 þúsund atvinnutækifæri í
hættu náist ekki samkomulag.
Lettland leggur
inn formlega
aðildarumsókn
Madríd. Reuter.
LETTLAND skilaði í gær form-
legri umsókn um aðild að Evr-
ópusambandinu til forsætisríkis
ráðherraráðs ESB, Spánar.
Maris Riekstins, utanríkisráð-
herra Lettlands, afhenti um-
sóknina í utanríkisráðuneytinu í
Madríd. í yfirlýsingu, sem sendi-
ráð Lettlands gaf út, segir að
umsóknin sé rökrétt skref fram
á við fyrir landið, sem hefur
gert aukaaðildarsamning við
Evrópusambandið.
„Umsóknin nýtur stuðnings
allra stjórnmálaafla á þinginu,
sem kosið var 30. september og
staðfestir pólitiskan vilja Lett-
lands til að halda áfram á braut
lýðræðis, markaðsskipulags og
evrópsks samstarfs,“ segir í yfir-
lýsingunni.
• •
Ogn meiri verðbólga
Brussel. Reuter.
VERÐBÓLGA I ríkjum Evrópusam-
bandsins var nokkru hærri í sept-
embermánuði samanborið við síð-
astliðið ár. Alls mældist hún 3,1%
en var 3,0% í september 1994.
Greindi Eurostat frá þessu í gær.
Verðbólga var undir ESB-meðal-
tali í tíu aðildarríkjum. Lægst var
hún í Finnlandi en mest í Grikk-
landi. í Finnlandi var verðbólga ein-
ungis 0,3% og næst á eftir komu
Belgía og Holland með 1,2% og
1,5%. í Grikklandi var verðbólga
8,4% sem er þó töluvert lægri verð-
bólga en í fyrra. í september 1994
mældist hún 11,9% í Grikklandi.
Þrátt fyrir þetta lágt verðbólgu-
stig er verðbólgan meiri í ESB en
í Bandaríkjunum og Japan. í
Bandaríkjunum hefur verðbólga
verið 2,5% á ársgrundvelli en 0,1%
í Japan.