Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Atta konur frá Flateyri voru veður- tepptar ÁTTA konur frá Flateyri voru veður- tepptar í Reykjavík þegar snjóflóðið féll á þorpið. Konurnar voru í hópi 46 kvenna frá Vestfjörðum sem fóru í fjögurra daga orlofsferð til Glasgow. Hópurinn kom til landsins sl. laugardag og ætlaði að fara til síns heima á sunnudag, en ekki var hægt að fljúga til Vestfjarða vegna veðurs og því varð hóprinn að gista í Reykjavík. Konumar komu með flugi til Vest- fjarða í gær. í hópi kvennanna frá Flateyri eru konur sem misstu eigin- menn sína og böm í snjóflóðinu þeg- ar flóðið féll á heimili þeirra. Eigínkonan veðurteppt í Holti Eiginkona Kristins'Jónssonar, sem fórst í snjóflóðinu, Sigfríður Ás- bjömsdóttir, dvaldist í barnaskól- anum í Holti ásamt syni sínum,, Vil- mundi Torfa, þegar snjóflóðið féll. Heimili þeirra, Olafstún 9, er á hættusvæði samkvæmt staðfestu snjóflóðahættumati. Þeim var gert að yfirgefa húsið og varð niðurstaðan að Sigríður yrði eftir í bamaskól- anum í Holti, þar sem hún starfar. Hjá Kristni gisti um þessar mund- ir Róbert Hallbjömsson sem búsettur er á Suðureyri. Þeir Róbert og Krist- inn fengu gistingu í húsi við Eirar- veg á þriðjudagskvöldið. Kvöldið eftir fór Kristinn til kunn- ingja síns, Sigurðar Þorsteinssonar, sem bjó á Hjallavegi 8 en Róbert varð eftir á Eyrarvegi. Snjóflóðið hreif með sér húsið á Hjallavegi 8 og fómst Kristinn og Sigurður báð- ir, auk Þorsteins, sonar Sigurðar. Húsið í Ólafstúni 9 er hins vegar óskemmt. Elsti sonur Sigfríðar og Kristins, Jón Gunnar, hefur verið við nám í Reykjavík í vetur. Hann fékk að fara um borð í Ægi, sem lét úr höfn í Reykjavík stuttu eftir að flóðið féll, en hann hugðist taka þátt í leit að þeim sem saknað var. Hann fékk fréttir af afdrifum föður síns þegar skipið var komið langleiðina til Flat- eyrar. ------» ♦--------- Fjöldi fólks frá Flateyri kom í hjálp- arstöðina Á ÞRIÐJA tug Flateyringa, sem hafa misst eigur sínar og/eða ást- vini, komu f fjöldahjálparstöð Rauða kross íslands í gærmorgun. Þar áttu þeir stutta samveru- og bæna- stund. Fjöldahjálparstöðin að Rauð- arárstíg 19 verður opin kl. 10-18 laugardag og sunnudag fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri 26. október, vini þeirra og aðstandendur. Fimm sjálfboðaliðar Rauða krossins eru jafnframt starfandi í fjöldahjálparstöð á Flateyri þar sem veitt verður aðstoð og upplýsingar með sama hætti og i Reykjavík. í stöðinni verður leitast við að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda, auk þess sem fólk getur hist til að ræða málin og veita hvert öðru stuðning. Rauði kross íslands sér fólki fyrir nauðsynlegu fé og fatnaði og útvegar húsnæði eftir þörfum. Félagsmálaráðuneytið hef- ur þegar boðið fram nægilegt hús- næði að svo stöddu, en auk þess hefur mikill fjöldi einstaklinga og félaga boðið fram húsnæði og aðra aðstoð. Rauði kross Islands veitir allar upplýsingar í síma 562 6722. Þeir sem koma í fjöldahjálparstöðina eiga kost á stuðningi fólks sem sérstaklega er þjálfað í áfallahjálp. FRÉTTIR BJÖRGUNARMENN lögðu hart að sér og unnu hratt og hvíldarlaust vlð handmoksturinn. Morgunblaðið/Sverrir Ögnarkraftar eyði- leggingar að verki var hafður í því að halda til haga heillegum hlutum og „minningum" og koma í öruggt skjól. Fylgdarmaður okkar um svæðið, Þórir Steinarsson, benti á húsgrunn og sagði að þetta væri gamla heimil- ið sitt. Hann býr sjálfur í Reykjavík en dóttir hans og faðir hafa búið í húsinu en svo vildi til að þau voru ekki heima þegar ósköpin dundu yfír. Erfitt er að átta sig á þeim ógn- arkröftum eyðileggingarinnar sem hér hafa verið að verki. En stutt vettvangsskoðun vekur einnig þá hugsun hvað mjótt er á milli lífs og dauða. Hér tókst að bjarga fólki úr snjónum og svo standa stráheil hús skammt frá húsum sem jöfnuðust við jörðu. Óttast komandi vetur Vendipunktur varð í starfínu á Flateyri þegar Rebekka Rut fannst. Búið var að finna alla sem lentu í snjóflóðinu. Björgunarmenn sem komið höfðu víðsvegar "af landinu fóru að tygja sig til heimferðar. Eft- ir er mikið starf við hreinsun og við að forða eignum frá frekara tjóni. Forráðamenn sveitarfélagsins segja að það sé ekki tímabært að ræða framtíðina í byggðarlaginu svo fljótt eftir þetta mikla og óvænta áfall. Fólk sem rætt var við á götu var mjög slegið og óttaðist komandi vet- ur. Hvemig verður veturinn þegar hann byijar svona? Sumir höfðu á orði að þeir treystu sér varla til að búa lengur á staðnum. Aðrir vildu hinkra við og sjá hveiju fram yndi. Það er áreiðanlega rétt hjá sveitar- stjóranum að fólk er ekki í andlegu jafnvægi eftir slysið og rétt sé að gefa fólki tíma til að átta sig. Áhrifamikil minningarathöfn í gærkvöldi fór fram minningarat- höfn í kirkjunni á Flateyri. Þangað mættu aðstandendur fólks sem hafði farist, almennir þorpsbúar og björg- unarmenn. Allir héldu á kertum. Var þetta mjög sorgleg en jafnframt áhrifarík stund. Nauðsynlegur þáttur í því uppbyggingarstarfí sem fram- undan er hjá Flateyringum, ekki síst tilfinningalega. Leit að fólki í snjóflóðinu á Flateyri lauk um miðjan dag í gær þegar litla stúlkan fannst látin. Helgi Bjamason og Hallur Þor- steinsson fóru um snjóflóðasvæðið þegar leit stóð enn yfír í gær og lýsa aðkomunni. LITLA stúlkan, Rebekka Rut Har- aldsdóttir, sem lengst var Ieitað eftir snjóflóðið á Flateyri fannst um miðj- an dag í gær. Hún var látin. Varð þá ljóst að 20 Flateyringar höfðu látið lífíð í þessu mannskæða snjó- flóði sem féll á hjarta þessa litla þorps. Þegar blaðamenn fóru um leitar- svæðið í gær stóð enn yfír leit að Rebekku. Björgunarmenn voru búnir að moka upp allan snjó í og við hús- ið sem hún og fjölskylda hennar bjó í og stórt svæði neðan við það, enda höfðu brak og munir af heimili þeirra fundist tugi eða hundruð metra neð- an við grunn hússins. Gríðarleg eyðilegging Á annað hundrað björgunarsveit- armenn voru að störfum á snjóflóða- svæðinu og með hunda til aðstoðar. Áberandi var hvað þeir lögðu hart að sér við leitina. Snjóflóðið er mjög þétt í sér og á aðra mannhæð á þykkt. Þegar fylgst var með björgun- armönnum var áberandi hvað þeir unnu hratt við handmoksturinn og hvíldarlaust. Grafa og moksturstæki tóku við snjónum sem þeir ruddu frá sér og fluttu í burtu. Eyðileggingin er gríðarleg. Fjöldi húsa er með öllu horfínn í snjóinn og önnur meira eða minna skemmd. Sum húsin höfðu farið tugi eða hund- ruð metra með flóðinu. Stór jeppi stóð uppi á húsþaki við aðra götu, tugum eða hundruðum metra frá heimili eigandans. Mjótt á milli lífs og dauða Mikið af braki kom úr húsunum við moksturinn og innbúshlutir sömuleiðis. Það stakk blaðamenn að sjá myndabækur bamanna, leikföng og fatnað. Einnig voru húsgögn og aðrir hlutir af heimilunum á víð og dreif um svæðið. Sérstakur maður .. . Morgunblaðið/Sverrir ORÞREYTTIR björgunarmenn hvfla sig milli vakta á Flateyri í gær. Á annað hundrað manns voru að störfum á snjóflóðasvæðinu og áberandi var hve þeir lögðu hart að sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.