Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Milljarða- tugirí leynisjóð- um ROH Tae-woo, fyrrverandi for- seti Suður-Kóreu, kom fram í sjónvarpi í gær og bað landa sina afsökunar á því að hafa sankað saman fé, rúmlega 42 milljörðum ísl. kr., í leynilega sjóði í forseta- tíð sinni. Var féð notað i pólitísku skyni að mestu leyti en hann hélt þó sjálfur eftir rúmlega 14 milljörðum kr. þegar hann fór úr embætti. Getur þetta haft al- varlegar afleiðingar fyrir núver- andi forseta, Kim Young-sam, og almenningur i Suður-Kóreu er ævareiður þeirri yfirgengilegu spillingu, sem lýsir sér i þessu máli. Hér er fólk að hlýða á af- sökunarræðu Roh Tae-woos. Chirac, forseti Frakklands, vendir sínu kvæði í kross Boðar tíma aðhalds og niðurskurðar París. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur farið fram á það við þing og þjóð, að lækkun íjáriagahallans verði gerð að „forgangsmáli allra forgangsmála" og nefnir ekki lengur kosningaloforðin frá í vor um aukna atvinnu og meiri jöfnuð milli þegnanna. Á stuttum forsetaferli sínum hefur Chirac slegið nýtt met í óvinsældum og á fjármálamarkaðinum eru trúverðugheit hans dregin í efa en hann svarar því til, að hann hafi ekki verið kosinn til að vera vinsæll. Chirac sagði á þingi, að framundan væru tvö erfið ár aðhaldssemi og niðurskurðar og fékk það góðan hljóm- grunn hjá þingmönnum stjómarflokkanna en stjómar- andstaðan sakaði hann um að hafa meiri áhyggjur af fjármálamarkaðinum en fólkinu í landinu. -Það kemur í hlut Alain Juppes forsætisráðherra að laga fjárlagahallann áður en kemur til evrópsku myntein- ingarinnar 1999 en staða hans sjálfs er þó mjög óviss. Orðrómur ér um, að Chirac hyggist stokka upp í stjóm- inni og þegar hann var inntur eftir því hvort Juppe yrði áfram forsætisráðherra sagði hann aðeins, að tíminn myndi skera úr um það. Áhættan minnst fyrir Chirac Boðskapur Chiracs um að kauphækkanir og skatta- lækkanir hjá hinni fjölmennu fylkingu opinberra starfs- manna verði að bíða í tvö ár á vafalaust eftir að mæta mikilli andstöðu en svo virðist sem þingmenn stjómarinn- ar séu sammála um nauðsyn þessara aðgerða. Raunar er áhættan kannski minnst fyrir Chirac sjálfan, sem er á sinu fyrsta ári af sjö í embætti og getur varla farið neðar á vinsældalistanum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á fimmtudag, eru aðeins 14% kjósenda ánægð með frammistöðu hans. „Eg veit af eigin reynslu, að landsstjórnin er erfitt verk en líklega vanmat ég það engu að síður,“ sagði Chirac í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld. Steinar Berg Björnsson, nýr framkvæmdastjóri Friðagæsluliðs SÞ í Júgó- slavíu og Kofi Annan, sem verður þar sérlegur full- trúi Boutros Boutros-Gali. Steinar Berg til SÞ í Júgó- slavíu Reuter I N? % > /'.i C:r!wS$-M Þingmaðurinn Austin Mitchell um fyrstu skref væntanlegrar stjórnar Blairs BRESKI þingmaðurinn Austin Mitchell, sem staddur er hér á landi, er einnig þekktur íjöl- miðlamaður og andstæðingur Evr- ópusambandsins, ESB. Núna er hann annar stjómenda viðtalsþátt- arins Target á Sky-sjónvarpsstöð- inni sem er í eigu fjölmiðlakóngsins hægrisinnaða, Ruperts Murdochs. Mitchell er spurður hvort ókeypis kosningaauglýsing af þessu tagi vaidi ekki öfund annarra þing- manna flokksins. „Það getur vel verið. Ég var talsmaður flokksins í viðskipta- og iðnaðarmálum en Neil Kinnock rak mig, að ég held fyrst og fremst fyrir að taka við þessu starfi. Murdoch var á þeim ámm sjálfur myrkrahöfðinginn holdi klæddur í augum flokksmanna. Núna er Tony Blair að reyna að vingast við hann, mér hefur ekki verið boðið neitt en ég vil gjaman starfa í næstu stjóm. Tony Blair er ekki hrifínn af mér vegna þess sem ég hef sagt um ESB“, segir Mitchell hlæjandi. Hann hefur verið þingmaður fyrir Grimsby frá 1977 þar sem hann tók við af Anthony Cross- land, þekktum stjómmálamanni og ráðherra er kom mjög við sögu í fískveiðideilunum 1976. Mitchell segir að hörmulega sé Áframhald ofar á baugi en breytingar komið fyrir útgerð og fiskvinnslu í Grimsby, þar séu nú aðeins um 40 fískiskip alls og þau keppi um aflann á hefðbundnum mið- um sínum við skip annarra ESB-þjóða. Spænskar útgerðir notfæri sér svonefnt kvótahopp til að kaupa upp útgerðar- leyfí í Bretlandi og þær séu mjög óvinsæl- ar í Grimsby. „Bresk stjómvöld geta ekkert við þessu gert, Evrópudómstóllinn hefur úr- skurðað að Spánverjar séu í fullum rétti“, segir þingmaðurinn. Hann segir hags- muni Breta í efna- hagsmálum ólíka hagsmunum flestra annarra aðildarríkja. Þeir hafi t.d. þurft að punga út stórfé vegna landbúnaðar- stefnu ESB sem byggist á fáránlegu og ofvöxnu styrkja- og niðurgreiðslu- kerfí. „Það er ekkert já- kvætt í ESB-sam- starfínu sem við gætum ekki öðl- ast með samvinnu þótt við stæðum fyrir utan sjálf sambandið. Við fórum inn til að hafa áhrif og það Austin Mitcheli. hefur ekki tekist. ESB er í aðal- atriðum frönsk-þýsk valdablokk“. „Getur gengið á vatninu" Tony Blair hefur sveigt flokk sinn mjög inn á miðju og uppskor- ið harða gagnrýni nokkurra gam- alla vinstrisinna. Mitchell segir að hvað sem því líði sjái allir að Bla- ir muni leiða flokkinn til valda í næstú kosningum „enda getur hann bókstaflega gengið á vatrrinu núna“. Blair hyggist halda völd- unum lengi til að marka ótvíræð spor. Mitchell er spurður um muninn á stefnu stóru flokkanna tveggja. Hann segir að fólk sé með réttu óánægt með efnahagsástandið og atvinnuleysið, vandamál sem íhaldsmenn eigi engin svör við, þeir séu hugmyndasnauðir. Blair hafi hins vegar höfðað mjög til miðjumanna, honum muni því reynast örðugt að sættast við hefð- bundin vinstriöfl í Verkamanna- flokknum og gera samtímis öðrum til hæfís. „Það er rétt að það verða ekki nein skyndileg og róttæk umskipti þegar Verkamannaflokkurinn nær völdum, fólk mun fremur taka eftir áframhaldi en mun. En breyt- ingar verða, þær geta orðið miklar en munu taka nokkurn tíma.“ STEINAR Berg Björnsson er kominn til Zagreb í Króatíu, þar sem hann hefur tekið við sem framkvæmdastjóri stjórnunar- sviðs UNPROFOR, Friðargæsl- uliðs Sameinuðu þjóðanna í fyrr- verandi Júgóslavíu. Þar eru í gangi ýmiskonar breytingar. Kofi Annan, aðstoð- arframkvæmdastjóri SÞ, sem undanfarin 3 ár hefur verið yfir- maður allrar friðargæslu sam- takanna, verður nú um sinn að minnsta kosti sérlegur sendi- maður Boutros Boutros-Gali í landinu. Samtímis hefur Steinar Berg verið sendur þangað sem framkvæmdastjóri stjórnunar- sviðs (Director of Administrati- on). En í fyrrum Júgóslavíu er nú um 30 þúsund manna friðar- gæslulið frá fjölmörgum þjóðum með umfangsmikinn rekstur, reksturskostnaður skv. áætlun fyrir seinni hluta ársins 1995 er nálægt 52 milljarðar íslenskra króna. Steinar sagði í stuttu símtali við Morgunblaðið að.hann væri nýkominn á staðinn og að kanna og átta sig á hlutunum, sem væru mikið í lausu lofti: „Það sem gerir reksturinn flókinn er óvissan um hvemig framhaldið verður. Við höfum á þessari stundu ekki hugmynd um hve lengi friðargæslan verður hér í þessu formi.“ „Þátttaka friðargæsluliðs SÞ fer eftir ákvarðanatöku um framhaldið, um hvar áherslan í friðargæslunni kemur til með að liggja. Það er allt galopið á þess- ari stundu, hvort Bandaríkja- menn koma inn í hana og/ eða NATO. Á meðan er viðfangsefni okkar að reka UNPROFOR hér, í því liggja miklir fjármunir.“ „Maður vonast auðvitað til þess að samningar náist á hinum pólitíska vettvangi. Ef samning- ur gengur í gegn, þá verður hægt að draga saman hér. Til- gangurinn með friðargæslunni er að árangur náist og hægt sé að pakka saman og fara og það vonar maður auðvitað." Langur vinnudagnr Steinar hefur aðsetur í höfð- uðstöðvunum í Zagreb. Hann sagði að lífið þar snerist um langan vinnudag, sérstaklega meðan hann er að byija á nýjum stað. Síðasta verkefni Steinars var framkvæmdastjórn hjá friðargæsluliðinu í Sómalíu og brottflutningi þess, en áður var hann framkvæmdastjóri Friðargæsluliðs SÞ í Líbanon, í Gólanhæðum og við friðargæslu á landamærum írans og íraks þar til Flóastríðið braust út.„Maður tekur við næsta verkefni sem manni er fengið og reynir að skila því þokkalega. Þetta er mjög áhugavert og gaman að fá að taka þátt í því“, sagði hann að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.