Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 51 I DAG BRIDS Umsjón Guðmundur l’áll Arnarson ÍTALINN ungi, Alfredo Versace, var rétt nýbúinn að fara niður á sex spöðum, sem hann gat unnið á marga vegu. En hann valdi ranga leið og var sjálfum sér gramur. Strax í næsta spili skilur makker hans við hann í viðkvæmum þremur gröndum, þegar best er að spila fjóra spaða: Suður gefur; 'allir á hættu. Norður ♦ D543 V K93 ♦ 1052 + 1043 Vestur ♦ 92 V Á874 ♦ K43 ♦ G872 Austur ♦ G86 f 1052 ♦ ÁG986 ♦ 95 Suður ♦ ÁK107 V DG6 ♦ D7 ♦ ÁKD6 Þetta var í leik ítala og Kínveija í riðlakeppni HM. Versace vissi ekki af því, en á hinu borðinu höfðu Kínveijar einnig spilað þijú grönd. Þar var norður sagn- hafi og austur hnekkti geiminu strax með því að spila út tígli. En Versace var í suður og fékk út smátt hjarta. Margir hefðu þakkað fyr- ir tækifærið og treyst á átta slagi í svörtu litunum. En Versace var í vígahug. Hann gaf sér að laufið skil- aði ekki fjórum slögum og ákvað að snapa_ einn til við- bótar á hjarta. í öðrum slag spilaði hann spaða á drottn- ingu blinds og síðan tígli úr borði!! Austur lét lítinn tígul og vestur drap drottningu suð- urs með kóng. Og hver get- ur svo sem láð vestri að spila smáu hjarta til baka. En þar með voru níu slagir í húsi og Versaee gat tekið gleði sína á ný. LEIÐRÉTT Gjöf vegna áfallahjálpar NOKKURS misskilnings gætti í frétt Morgun- blaðsins í gær um pen- ingagjöf sálfræðideildar Árhúsaháskóla vegna snjóflóðsins á Flateyri. Þar kemur fram að skól- inn hafi gefið 550 þúsund íslenskar krónur og skal það áréttað að gjöfin var til tveggja íslenskra nem- enda við skólann, sem eru að sérhæfa sig í áfalla- hjálp, svo þeir gætu farið heim til íslands og sinnt hjálparstarfi. Munu þeir vinna með Gylfa Ás- mundssyni yfirsálfræð- ingi á geðdeild Landspít- ala. Pennavinir 18 ÁRA námsmaður í Búlg- aríu skrifast á við íslending til að fræðast um landið: Mikhail Angelor, H. Dimiter Str. No. 9, Balchik 9600, Bulgaria. 17 ÁRA japönsk stúlka með áhuga á bókum, kvik- myndum og tónlist: Toshimi Tsugiyama, 5-35-8 ' SENDAGI Bunkyo-ku, Tokyo - To 113, Japan. 17 ARA stúlka frá Japan sem hefur áhuga á bókum og kvikmyndum: Satomi Kumagai, 109 Egawa Aza Hagis- ho, Ichinoseki-shi Iwate- ken, 021 Japan. Arnað heilla O J\ÁRA afmæli. í dag, Ov/laugardaginn 28. október, er áttræð Ragn- heiður Jóhanna Ólafs- dóttir, Selvogsbraut 23, Þorlákshöfn. Eiginmaður hennar er Björgvin Guð- jónsson. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. ^OÁRA afmæli. Mánu- I Vrdaginn 30. október verður sjötug Kristín F. Fenger, Hvassaleiti 67, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Garðar E. Fen- ger, en hann lést árið 1993. Kristín tekur á móti gestum í Akoges-salnum, Sigtúni 3, milli kl. 17 og 19 á af- mælisdaginn. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. september sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni Katrín Laufey Rúnarsdóttir og Bjarni Daníelsson. Heimili þeirra er í Hlégerði 10, Kópavogi. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Kópavogs- kirkju af sr. Ægi Fr. Sigur- geirssyni Halla Garðars- dóttir og Sveinn Sigpirðs- son. Heimili þeirra er á Kópavogsbraut 11, Kópa- vogi. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí í Bessastaða- kirkju af sr. Braga Friðriks- syni Þóra Margrét Bald- vinsdóttir og Bjarni Bene- diktsson. Þau eru búsett í Þýskalandi. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Ásdís Steingríms- dóttir og Gunnar Carl Zebiz. Þau eru búsett í Reykjavík. Með morgunkaffinu að koma hlaupandi um leið og hún flautar. TM Rog U.8. Prt 0«. - riflbt. iMaiwd (c) 1905 Lcm AnQalM Tnim Sytxkcats ÞÚ verður að fara að minnka brauðskammtinn. HANN á ekki tólf konur, heldur eina konu sem á ellefu hárkollur. STJ0RNUSPA eftir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur háleitar hug- sjónir og lætur skoðanir þínar óhikað íljós. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Ættingi veldur vonbrigðum í sambandi við fyrirhugað ætt- armót. Vandaðu valið á gjöf til vinar sem hefur mjög ákveðinn smekk. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ættir að koma hugmynd- um þínum á framfæri í vinn- unni áður en einhver annar eignar sér þær. Varastu óþarfa eyðslu. Tvíburar (21.maí-20.júní) Hafðu stjórn á skapinu ef einhver lætur þig bíða eftir sér í dag, og varastu náunga sem lofar meiru en hann get- ur staði við. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >“10 Athugaðu vandlega hvað stendur þér til boða í sam- kvæmislífmu svo þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Ferðalag er í vændum. Ljón (23. júli — 22. ágúst) Þótt þú þurfir að sinna heimaverkefni hluta úr degi, gefst þér nægur tími til að njóta skemmtanalífsins þeg- ar kvöldar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn varðandi kaup á dýrum hlut og ættir að ráðg- ast við þína nánustu. Gættu hófs í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þótt þú njótir þess að borða góðan mat, ættir þú að gæta hófs svo línurnar fari ekki úr lagi. Sinntu ástvini í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Taktu því ekki illa þótt óboðnir gestir komi í heim- sókn. Þú átt eftir að njóta heimsóknarinnar og skemmta þér konunglega. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Einhver sem skuldar þér pen- inga lætur dragast að endur- greiða skuldina, og þú ættir að reyna að læra af reynsl- unni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu vel á verði gagnvart náunga sem segir þér ósatt, og hafðu sem minnst sam- skipti við hann. Njóttu kvöldsins heima. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Gleymdu ekki gömlu loforði þegar þú ákveður hvað eigi að gera í kvöld. Tilboð um skjóttekinn gróða getur verið stórgallað. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Taktu enga óþarfa áhættu leit þinni að afþreyingu í kvöld. Fljótfærni getur leitt til ágreinings og vandræða síðar meir. Stjörnuspá á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegu stað- reynda. Viðtökumjtef # ■ m æðaskasf -líttu viö í Kolaportinu ran helgint Kynningarfundur - Hvað er reiki? - Hvernig notum við reiki? - Hveijir geta notað reiki? - Hvaðan kemur reiki? Kynningarfundur í Norræna húsinu í Reykjavík þriðjudaginn 31. október kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Guðrún Óladóttir, reikiméistari, simi 587 1334. VÍá iiWM . Ædiskast ..í Kolaportinu um helgina Seljcndur í Koiaportlnu taka scðiskast um helgUtH og bjúða sérstök lilboð gum vönucRundnm Um helgina verða margir seljendur í Kolaportinu með sérstök tilboð og mikið er af söluaðilum með heimilislist og kompudót. GCOMPUKEPPNI Á SCOMPUDÖGUM BARNA- OG UNGLiNGABÁSAR ÍSLENSK v;;Vs- HEIMILISLIST DÆMI UM OTRULEG TILBOÐ Á AÐISKASTINU UM HELGINA: inu þegar pú verslar. Þar sérðu tilboðín tem boðin eru um helgina. Gæðakjúklingar kg. kr. 450,- Gjölnir kg. kr. 200,- Geirnyt kg. kr. 200,- Kæst skata kg. kr. 200,- Ennþá eru lausir sölubasar nokkrar helgar i nóvember. Vid byrjum ad taka nidur pantanir inn á helgar i desember frá og med næstu mánadarmótum. Við eigum ennþá nokkur laus pláss á jólamarkadi Kolaportsins sem verdur opinn alla daga i desember. Reykt folaid kg. kr. 240,- Lambabuff kg. kr. 420,- Kindakæfa kg. kr. 299,- ____ ____ jöpi* lausardaaa / siCTá LAUCARDÖCUM ajj TBrSI Búnað ©r á nki nkans rtinu taiimim Má bjóða þér í tónleika- og óperuhallir erlendis? Beinar útsenclmgar á Rás 1 í vetur: Annað hvert mánudagskvöld. Síðasta föstudagskvöld í mánuði Oll laugardagskvöld RAS 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.