Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Finnur þú til við hveija hreyfíngu eða stöku sinnum þegar þú hefur veríð lengi
í sömu stellingunni? Agústa Guðmarsdóttir og Guðrún Káradóttir, úr faghópi
um vinnuvemd, gefa ráð gegn álagseinkennum frá vöðvum og liðum.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir . . .
Gættu
að
heilsunni
HVERNIG líður þér? Finnur þú
til við hveija hreyfingu eða
stöku sinnum þegar þú ert
búin/n að veralengi í sömu
stellingunni? Eða finnurðu ef til vill mest
til þegar þú ferð að slappa af? Hvað veld-
ur? Hefurðu hugsað út í það? Gerirðu þér
grein fyrir að öll þau áreiti sem við verð-
um fyrir daglega; líkamleg, andleg og
félagsleg endurspeglast í líkama þínum.
Þau geta magnað hvert annað upp og
leitt til þreytu og sársauka svo úr verður
vítahringur stöðugrar vöðvaspennu.
Hvað er til ráða?
1. Innan vinnunnar.
Þú hefur möguleika á að breyta vinnu-
lagi og aðferðum við vinnu þína. Skoðaðu
hvernig þú beitir þér við vinnu þína og
athugaðu hvort einhverra breytinga sé
þörf til að draga úr álagi. Reyndu að
bæta úr því sem betur má fara, því þann-
ig getur þú oft komið í veg fyrir álagsein-
kenni frá vöðvum og liðum. Gott er að
hafa eftirfarandi í huga:
Guðrún
Káradóttir
Ágústa
Guðmarsdóttir
HUGSAÐU áður en þú framkvæmir.
• Fjölbreytni:
Ef hægt er breyta um stöður, t.d. sitja,
standa og ganga til skiptis gefur það oft-
ast fjölbreyttara álag á líkamann. Ef sá
möguleiki er ekki fyrir hendi er nauðsyn-
legt að nýta hléin vel t.d. til að teygja
úr sér, slaka á eða gera hléleikfimi.
• Vinnutækni:
Eitt af undirstöðuatriðum góðrar
vinnutækni er að hafa verkefnin nálægt
sér og halda miðstöðu liða. Til þess að
ná miðstöðu í baki við að lyfta, beygir þú
í hnjám og mjöðmum og heldur bakinu
beinu í stað þess að bogra. Þá er vogar-
armurinn stuttur og álag á vöðva og
liði í lágmarki. Til að ná tökum á
vinnutækni þarftu að þjálfa
tæknina við raunverulegar
aðstæður, þ.e. ekki æfa vinnu-
tækni með því að lyfta kössum
þegar þú ert að vinna með fólk
og öfugt.
Rannsóknir síðari ára hafa fært okkur
heim sanninn um að góð vinnutækni
dregur úr álagi og hættu á álagsmeinum
frá vöðvum og liðum. Það þarf að veita
góða kennslu í undirstöðuatriðum vinnu-
tækni bæði bóklega og verklega svo
starfsmenn verði færir um að tileinka sér
góð vinnubrögð. Símenntun á þessu sviði
ætti að vera markmið sem flestra stjórn-
enda. Það kostar tíma og peninga að
fræða starfsfólk en þeir peningar eru
fljótir að skila sér aftur. Góður starfs-
maður nýtist ekki ef hann ertímunum
saman frá vinnu vegna verkja, t.d. bak-
verkja eða verkja í hálsi og herðum. Því
er nauðsynlegt að huga að forvömum í
formi fræðslu. Jafnframt þarf að huga
að góðri hönnun á vinnuaðstöðu, sbr.
greinina „Sjúkraþjálfarinn segir ...“ frá
fyrra laugardegi.
2. Utan vinnunnar.
Aðbúnaður á vinnustað og góð vinnu-
tækni er þó ekki það eina sem skipt-
ir máli. Hófleg líkamsrækt byggir
einnig upp vörn gegn álagseinkenn-
um. Þjálfaður líkami þolir meira
álag áður en hann fer að gefa sig
heldur en óþjálfaður.
Sjúkraþjálfarar verða oft varir
við að það vex fólki í augum að
stunda reglubundna líkamsrækt.
Ótal þjá'funarmöguleikar eru fyrir
hendi, t.d. gönguferðir, sund, dans
og golf. Nauðsynlegt er að fólk
hafi gaman af þeirri þjálfun sem
það velur. Þörfin á að losa sig við
aukakílóin er það sem helst rekur
fólk til að hreyfa sig. Það er í raun
bara aukabónus miðað við allt hitt
sem við græðum á því að þjálfa
líkamann. Með þjálfun náum við
að auka úthald, styrk, liðleika og
getum betur slakað á. Blóðrás batnar,
við öðlumst betri svefn og almenna vell-
íðan. Erfiðast er að byija og finna þjálf-
unaraðferð sem hentar. Hún er alltaf til
ef viljinn er fyrir hendi.
Hversu oft er nógu oft?
Best er að æfa 3-5 sinnum í viku í 10-60
mínútur. Þjálfun tvisvar sinnum í viku er
góð byijun og dugir til viðhaldsþjálfunar.
íjálfun einu sinni í viku er betra en ekk-
ert. Góð regla er að hreyfa sig það rösk-
lega að maður nái púlsinum upp og mæðist.
Góð heilsa er
gulli betri
Gæði lífsins byggja fyrst og fremst á
góðri heilsu, sém veltur að miklu leyti á
því hvernig við sinnum líkamanum.
Lifnaðarhættir hafa breyst og við erum
sjaldan líkamlega uppgefin, en við getum
verið andlega uppgefin og sú þreyta safn-
ast upp í líkamanum. Spurningin er hvað
getum við gert til að bæta andlega og
líkamlega líðan, bæði innan sem utan
vinnunnar? Hér að framan höfum við
velt upp atriðum sem skipta máli. Fjöl-
breytni, vinnutækni og líkamsrækt eru
lykilorðin. Það tryggir þér betri líðan og
þú verður betri starfskraftur.
Hraunbúar fagna
7 0 ára skátastarfi
ÞAÐ VAR árið
1925, sem tveir menn
lögðu leið sína frá
Reykjavík til Hafnar-
fjarðar. Það voru þeir
Jón Oddgeir Jónsson,
sem þjóðkunnur er
fyrir slysavarnarstörf
sín, og Lárus Ingólfs-
son, sem síðar varð
landsþekktur gaman-
leikari. Hvaða erindi
áttu þessir ungu
menn í Hafnarfjörð
og höfðu þeir erindi
sem erfiði?
Erindi þeirra var að
koma af stað skáta-
starfi hjá hafnfírskum ungmenn-
um. Þeir leituðu til drengja í
KFUM og fengu þar átta röska
stráka til að stíga fyrstu skáta-
sporin. Þessir drengir hófu skáta-
þjálfun undir leiðsögn og forustu
Jóns Oddgeirs. Það leið ekki á
löngu, þar til þeir höfðu tileinkað
sér nauðsynlega skátamennt, til
þess að geta tekið að sér forustu
í skátaflokkum.
Þeir voru tveir saman, flokks-
foringi og aðstoðarflokksforingi,
sem bráðlega leiddu skátastarfið
í fjórum skátaflokkum.
Brautryðjendur, drengirnir átta,
hófu skátastarfið í Hafnarfirði 22.
febrúar 1925 og strax þá um vor-
ið var komin skáta-
sveit, sem í voru 28
drengjaskátar. Sama
vor fór fyrsti kvenská-
taflokkurinn í Hafn-
arfirði af stað undir
forustu 18 ára stúlku,
Guðrúnar Sigurðar-
dóttur, en hún var
móðir Braga Guð-
mundssonar læknis og
gildisskáta í Hafnar-
firði.
Af drengjunum
átta, sem hófu skáta-
gönguna fyrir réttum
70 árum og ruddu
brautina fýrir oft á
tíðum gefandi og þróttmikið
skátastarf í Hafnarfirði, er einn á
lífi í dag. Það er dr. Benjamín
Eiríksson, sem nýlega átti 85 ára
afmæli.
Skátar í Hafnarfirði eiga hon-
um og skátabræðrum hans sjö
skuld að gjalda. Þeir hlýddu kalli
skátahreyfingarinnar og sýndu
Jóni Oddgeiri og öðrum, að í
Hafnarfirði var æskufólk með hug
og dug, æskufólk sem trúandi var
fyrir hugsjónum skáta og þeirri
þjálfun og útilífi sem þeim fylgja.
Þökk og heiður lýsa upp nöfnin
þeirra. Og síðan hafa komið þús-
undir ungra Hafnfirðinga, stúlkur
og drengir, sem haldið hafa göt-
Hraunbúar í Hafnarfirði
halda upp á sjötíu ára
skátastarf. Hörður
Zóphaníasson fjallar
hér um landnám
skátahreyfíngarinnar
í Hafnarfírði.
una fram á veg og sótt gleði og
giftu í ævintýraheima skátalífs-
ins.
Skátafundirnir, útilegurnar,
vormótin, skrúðgöngurnar, varð-
eldarnir, hjálparstarf ýmiss konar,
bróðurhugur, friðarímgsjón og
vinarhugur, allt talar þetta einu
máli.
í dag fagna hafnfirskir skátar
sjötíu ára skátastarfi í Firðinum.
Klukkan 13.30 hefja þeir göngu
frá Suðurgötu 24, sem einnig ber
nafnið Bristol, en í því húsi átti
skátalíf í Hafnarfirði upphaf sitt.
Þaðan ætla svo syngjandi skátar
að ganga skemmstu leið á Víði-
staðatún, þar sem glæsilegt
skátaheimili á að rísa á næstu
árum. Þetta er táknræn ganga
skáta í Hafnarfirði, frá fortíð til
framtíðar.
Hörður
Zóphaníasson
STOFNFUNDUR Skátafélags Hafnarfjarðar 1925: Efri röð: Sverr-
ir Magnússon, forstjóri Rvik, Hallgrímur Sigurðsson, sjómaður
Keflavík, Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi Rvík, Jón Ingi Guðmunds-
son, sundkennari Rvík, Guðmundur Egilsson, kaupmaður Rvík.
Neðri röð: Hilmar Þorbjörnsson, húsasm.m. Hafnarfirði, Róbert
Schmidt, Rvík, Benjamín Eiríksson, bankastjóri Rvík, Oddgeir
Magnússon, fulltr. Rvík, Þráinn Sigurðsson, forstjóri Bandaríkjun-
um. - Benjamín er einn stofnfélaga á lífi.
Klukkan 14.00 hefst svo afmæl-
ishátíð í íþróttahúsi Víðistaða-
skóla. Þar verður minnst 70 ára
skátastarfs í Hafnarfirði í máli og
myndum. Þar verða veitingar fram
bomar og lífsins notið að hætti
skáta. Þar verður jafnframt sýning
á blaðaútgáfu skáta í Hafnarfirði
á þessu tímabili.
Þess er vænst að hafnfirskir
skátar, yngri sem eldri, fyrrum
skátar og velunnarar skátastarfs-
ins í Hafnarfirði, komi til leiks
og fagni saman 70 ára afmæli
hafnfirskrar skátahreyfingar.
Það verða glaðir og reifir skát-
ar, sem hittast í íþróttahúsi Víði-
staðaskóla klukkan 14.00 í dag,
til að fagna 70 ára skátastarfi
með góðum gestum, vinum sínum
og velunnurum. Þeir eru á leiðinni
til fagurrar framtíðar með kjörorð
sérhvers skáta að leiðarljósi - að
vera viðbúinn.
Það er óhætt að segja, að Jón
Oddgeir og drengimir hans höfðu
erindi sem erfíði í Hafnarfjörð fyr-
ir 70 árum.
Höfundur er skólastjóri.