Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Heimilað
að fara í
Veturinn verður
andlega erfiður
Flateyri. Morgunblaðið.
STEINUNN Jónsdóttir, starfsmaður
Pósts og síma, hefur alla tíð búið á
Flateyri. Hún sagðist ekkert hafa
getað farið út úr húsi allan fimmtu-
daginn eftir að snjóflóðið féll. Hún
sagðist telja að mikili uggur væri í
fólki á Vestfjörðum vegna atburð-
anna nú og síðastliðinn vetur, ekki
síst vegna þess hve stutt væri liðið
af vetrinum.
„Nú er allur veturinn eftir. Það
var farið að líða talsvert á veturinn
þegar hitt var og maður hélt alltaf
að þetta væri kannski að verða búið.
En nú er allt eftir. Veturinn verður
áreiðanlega andlega erfiður fyrir
marga. Ég get ekki
ímyndað mér að fólk
geti sætt sig við að búa
þarna ofarlega á eyrinni
til að byija með. Að
minnsta kosti ekki yfir
vetrartímann og á með-
an það er að jafna sig.
Það fer trúlega eitthvað
af yngra fólkinu í burtu,
Steinunn Jónsdóttir
en sumir koma væntanlega aftur.
Það er svo sem alltaf að gerast að
fólk fari tímabundið í burtu,“ sagði
Steinunn.
Hún sagðist ekki reikna með því
að fara, að minnsta kosti ekki í bráð,
en hún á eina dóttur sem
ennþá býr á Flateyri
með son sinn. Þá rekur
hún bókaverslun á Flat-
ejTÍ ásamt fjölskyldu
sinni og sagði hún erfiða
tilhugsun að hætta í
þeim rekstri. Hún sagð-
ist ekki trúa öðru en að
Flateyri ætti framtíð
fyrir sér þrátt fyrir þá
atburði sem þar hefðu
orðið. „Það er hægt að
þétta byggðina héma
niðri á eyrinni. Það eru
lóðir þar fyrir þá sem
vildu vera héma áfram.
En það verður trúlega
ekki byggt þar sem flóðið féll, að
minnsta kosti ekki í bráð. Það tekur
sinn tíma fyrir fólk að jafna sig á
þessu, bæði andlega og líkamlega og
svo fjárhagslega. Það er allt sem
hjálpast að,“ sagði Steinunn.
Blysför á
sunnudags-
kvöld
FÉLAG framhaldsskólanema gengst
fyrir blysför á morgun, sunnudag,
vegna hinna válegu atburða á Flat-
eyri, til að sýna eftirlifendum og
aðstandendum hinna látnu stuðning
ogsamúð.
í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að nemendur framhalds- (|J
skóla á höfuðborgarsvæðinu ætla að
ganga f samfylgd niður Laugaveg
að Ingólfstorgi. Lagt verður af stað V
frá Hlemmi kl. 20. Kl. 21 verður
bænastund á Ingólfstorgi og þolend-
um hamfaranna vottuð samúð.
Kyndlar verða seldir við upphaf
göngunnar og rennur ágóði af sölu
í sjóð til styrktar íbúum Flateyrar.
Morgunblaðið/Halldór
T qTitvkiq mirvnQf LOGANDI kerti flutu á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi. Nemendur Menntaskól-
XJCt Lll II LCXi 11111II lö L ans í Reykjavík minntust á þennan hátt þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri.
Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður
ásútgáfan
Glerárgötu 28 - Akureyri
Áskriftarsími 462 4966
hús sín
Flateyri. Morgunblaðið.
ÍBÚUM í húsunum á svæði sem
nær upp að Hjailavegi og Ólafstúni
var síðdegis í gær heimilað að fara
í hús sín í fylgd björgunarsveitar-
manna í 30 mínútur. Á fundi Al-
mannavarna kl. 16.30 var ákveðið
að minnka hættusvæðið á Flateyri
og miðast það nú við hús ofan Öldu-
götu.
Stjórn Almannavarna Flateyrar-
hrepps kemur saman til fundar á
ný kl. 11 í dag og ákveður þá hvert
framhaldið verður, en hátt í 40 íbúð-
ir eru enn á hættusvæði.
Jón Gunnar Egilsson, snjóflóða-
fræðingur frá Veðurstofunni, og
Oddur Pálsson, snjóaeftirlitsmaður,
könnuðu ástandið í fjöllunum ofan
Flateyrar í gær og þeir munu kanna
það aftur í bítið í dag. Þeir töldu
snjóflóðahættu enn vera til staðar
úr Innra-Bæjargili, en hún var þó
talin minnkandi miðað við að
óbrejdt veður héldist.
Eignir lagfærðar
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það sem nú tæki við á
Flateyri væri að lagfæra eignir og
tryggja að ekki verði frekari
skemmdir á þeim. Hann sagði að
björgunarsveitarmenn og yfirstjóm
aðgerða á staðnum hafi staðið sig
með mikilli prýði.
„Það er undravert hversu vel
gekk að koma björgunarsveitar-
mönnum, læknum og öðru hjálpar-
liði á svæðið og það sýnir sig í þetta
skiptið að TF-LÍF, hin nýja þyrla
Landhelgisgæslunnar, hefur haft
töluvert mikið að segja. Auðvitað
komu varnarliðsþyrlur líka, en hins
vegar valdi TF-LÍF leiðina fyrir
þær. Það er því greinilegt að þetta
er mjög mikilvægt tæki. Sama er
að segja um varðskipin sem komu
með björgunarlið á staðinn. Það var
þó lán í óláni að það var hægt að
koma stórum hópi með skömmum
fyrirvara á svæðið,“ sagði Ólafur
Helgi.
Allt gert sem mögrilegt var
Flateyri. Morgunblaðid.
„FÓLK er harmi slegið, eins og gef-
ur að skilja, og við erum það öll.
Allir hafa misst nána ættingja eða
vini og félaga," segir Einar Oddur
Kristjánsson alþingismaður á Flat-
eyri en hann kom í gær til heima-
byggðar sinnar.
Einar Oddur var í Reykjavík og
segist hafa frétt af slysinu þegar
félagi hans, Hinrik Kristjánsson í
Kambi hf., hafi hringt til hans um
klukkan hálf fimm nóttina örlaga-
ríku. Hann fór strax ásamt Einari
Kristni Guðfinnssyni alþingismanni
í stjórnstöð Almannavarna ríkisins
og var þar allan daginn.
Ekki var búið að finna Rebekku
Rut þegar blaðamaður hitti Einar
Odd á Flateyri í gær.
Hann sagði að öll
áherslan væri lögð á að
finna hana og lítið hægt
að segja um framtíðina
fyrr en búið væri að
því. „Síðan verða menn
að hugleiða aðstæður
sínar, ekki er staður eða
stund til þess að ræða
það nú,“ segir Einar
Oddur.
Ekki þýðir að
storka örlögunum
Hann segir þó ljóst
að enginn muni byggja
á því svæði sem snjó-
Einar Oddur
Kristjánsson
flóðið féll yfir. Ekki
þýddi að storka nátt-
úruöflunum. Viður-
kennir Eihar Oddur að
farið sé að þrengjast
um byggingarland á
Flateyri eftir þessa
skelfilegu reynslu en
hann bendir þó á að nóg
land sé í Önundarfirði.
Einar Oddur var ekki
búinn að fara í hús sitt
á Sólbakka, rétt innan
við snjóflóðið, sagðist
hann ekki vera búinn
að fá til þess leyfi. Vildi
hann fara sem fyrst
kon ryn A til a m rvb Q 111
snjó því loftþrýstingur snjóflóðsins
hefði brotið glugga á húsinu.
„Snjóflóðið hefur farið á báða
vegu út fyrir þekkt snjóflóðamörk.
Talið var að innri mörkin væru 70-80
metrum frá Sólbakka en greinilegt
er að það hefur farið yfir garðinn
°g yfir gamlan grunn á húsi ömmu
minnar. Það hefur tekið jeppann
minn sem stóð á plani og fært niður
í sjó.
Ég var í stjórnstöð Almannavarna
ríkisins í gær og er ákaflega þakklát-
ur að hafa getað fylgst með hvað
allt gekk stórkostlega vel. Ég get
ekki annað séð en að allt hafi verið
gert sém mögulegt var,“ segir Einar
Oddur Kristjánsson.
Lætur eftir
sig dóttur
ek/ci aj olctóberbólcunum
loaySakta.l'M,-
HALLDÓR Ólafsson, sem fórst í
snjóflóðinu á Flateyri, var ekki 20
ára, eins og fram kom Morgunblað-
inu í gær, heldur 24 ára. Þá var
ranghermt að Halldór væri barn-
laus. Hann lætur eftir sig litla dótt-
ur, Hrafnhildi Ósk, fimm ára.
Beðizt er velvirðingar á rang-
herminu, sem stafaði af því að
Morgunblaðið hafði rangar upplýs-
ingar í höndum.
Þá urðu mistök við tæknivinnslu
þess valdandi að nöfn hjónanna
Gunnlaugs P. Kristjánssonar og
Geirþrúðar Friðriksdóttur féllu út
úr upptalningu um þá látnu í Flat-
eyrarslysinu á bls. 2 í gær. Hjónin
bjuggu í Tjamargötu 3. Þau láta
eftir sig sex uppkomnar dætur.