Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 29
AÐSENDAR GREINAR
Tilboð til fjöl-
skyldna í vanda
Að lifa góðu og
ánægjulegu
fjölskyldulífi
Fjölskyldumeðferð-
arheimili er nýtt úr-
ræði sem Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur-
borgar hefur yfir að
ráða. Heimilið hefur
nú verið starfrækt í
tæpa 8 mánuði, en það
var opnað formlega í
byrjun mars á þessu
ári. Heimilið er stað-
sett í virðulegu gömlu
húsi í vesturbænum og
rúmar fjórar fjölskyld-
ur í senn, sem þó fer
eftir stærð fjölskyldna,
ijölda bama og aldurs þeirra. Þeir
sem búa á heimilinu koma þangað
af fúsum og fijálsum vilja, en sam-
eiginlegt markmið allra flölskyldna
sem koma til meðferðardvalar á
heimilinu er að verða færari um að
lifa góðu og ánægjulegu íjölskyldu-
lífí.
Hvað er Fjölskyldu-
meðferðarheimili?
Fjölskyldumeðferðarheimili er
staður þar sem fjölskyldur hafa
möguleika á að búa í lengri eða
skemmri tíma og fá hjálp við að
takast á við þann vanda sem fjöl-
skyldan á við að stríða. Vandinn
getur verið margvíslegur, fjölskyld-
umar em ólíkar og þær hafa ólík
markmið að stefna að á meðan á
dvölinni stendur. Á heimilinu gefst
fjölskyldum kostur á að fá hjálp til
sjálfshjálpar. Þegar fjölskylda sækir
um meðferðardvöl á heimilinu þarf
hún að vera búin að gera upp við
sig að hún vilji hjálp og að það
muni kosta mikla vinnu á meðan á
því stendur, en starfsfólkið á heimil-
inu er viðkomandi fjölskyldum til
hjálpar í þessari vinnu. Það sem
liggur til grundvaliar því að árang-
ur náist í meðferðinni
er gagnkvæm virðing
og hreinskilni aðila.
Starfandi við heimil-
ið era 10 starfsmenn,
en þar er vakt allan
sólarhringinn. Þrír
starfsmenn vinna ein-
ungis á næturvöktum.
Forstöðumaður heimil-
isins er félagsráðgjafi,
og með MA-próf í fé-
lagsvísindum auk þess
að hafa fjölskyldumeð-
ferðarnám að baki, þar
starfa einnig tveir fé-
lagsráðgjafar í 50%
starfi og hefur annar
menntun í fjölskyldu-
meðferð en báðir hafa langa reynslu
af vinnu með fjölskyldum. Meðferð-
arfulltrúar era fjórir með ólíkan
menntunarbakgrann, þroskaþjálfi,
mannfræðingur, fóstra og heim-
spekingur, sem langt er kominn í
guðfræðinámi, öll hafa þau víðtæka
reynslu af meðferðarstörfum.
Hvað felst í meðferðinni?
Þegar fjölskylda hefur ákveðið
að nýta sér meðferðartilboð á Fjöl-
skyldumeðferðarheimilinu er veitt
aðstoð við að setja upp markmið
sem fjölskyldan stefnir að með dvöl-
inni. Markmiðin þurfa að vera skýr,
þau verða að vera raunveruleg
þannig að mögulegt sé að ná þeim
og þau verða að vera viðkomandi
mikilvæg. Markmiðin verða einnig
að gefa vísbendingu um það félags-
lega samhengi sem lausnin felur í
sér, og fela í sér þær breytingar
sem verða þegar markmiðinu er
náð.
Markmið foreldra geta til dæmis
verið:
• að bæta samskiptin í fjölskyld-
unni
• að geta sett bömum sínum mörk
• að læra nýjar uppeldisaðferðir
Fjölskyldumeðferðar-
heimili er, segir Helga
Þórðardóttir, nýtt
úrræði hjá Félags-
málastofnun Reykja-
víkurborgar.
og tileinka sér þær
• að takast á við erfiðleika í sam-
skiptum við aðra
• að elda næringarríkan mat og
halda heimili
• að læra betur á sjálfan sig
• að setja sjálfum sér mörk
• að takast á við lífið án vímuefna
Flestir foreldrar setja sér um það
bil 6-10 meginmarkmið í upphafi
en til að ná hveiju markmiði fyrir
sig þarf viðkomandi að ná mörgum
litlum markmiðum. Sem dæmi má
nefna að þeir foreldrar sem eiga
erfitt með að setja börnum sínum
mörk þurfa að byija á því að reyna
sig í nýjum skilgreindum aðstæð-
um, t.d. það að fá barn til að hlýða
og sitja rólegt við matarborðið get-
ur tekið langan tíma fyrir foreldra,
ef þeir hafa fram að þessu ekki
lagt áherslu á slíkt.
Annað dæmi getur verið að grípa
ekki til líkamlegrar eða andlegrar
refsingar þegar atferli barns er /
mjög neikvætt. Foreldri sem kann
ekki aðrar leiðir fær möguleika á
að breyta aðferðum sínum með
stuðningi og leiðbeiningu án for-
dæmingar. Gengið er út frá því að
foreldrar vilji vera góðir við bömin
sín og að þeim vegni vel í lífinu.
Að ná uppsettum markmiðum
getur tekið misjafnlega langan
tíma. Allar fjölskyldur sem flytja
inn á heimilið gera í upphafí samn-
ing til þriggja mánaða, samningur-
inn er síðan endurskoðaður að þeim
Helga
Þórðardóttir
tíma liðnum og hugsanlega end-
urnýjaður. Á þriggja mánaða fresti
meta foreldrarnir stöðu sína og fjöl-
skyldunnar með tilliti til árangurs
og er matið gjarnan sett á skala
sem oft er notaður í meðferðinni.
Skalinn metur framför viðkomandi,
ef 0 er staðan áður en fjölskyldan
flytur inn þá er 10 staðan þegar
viðkomandi hefur náð sínum mark-
miðum. Foreldrarnir meta sjálfir
hvaða markmiðum þeim fínnst þeir
hafa náð og að hveiju þeir þurfí
að einbeita sér betur.
Hugmyndafræðin að baki
meðferðinni
Á heimilinu fer fram umhverfis-
meðferð, þar sem unnið er með alla
þætti daglegs lífs. Vikulegir með-
ferðarfundir era haldnir með hverri
fjölskyldu þar sem sett era upp þau
markmið sem stefnt er að þá vik-
una og árangur af síðustu viku
metinn. íbúafundir era einnig
haldnir einu sinni í viku þar sem
rætt er um heimilishaldið og sam-
skiptin innan heimilisins. Heimilið
er stórt heimili þar sem allir bera
sína ábyrgð á heimilishaldinu. Fjöl-
skyldumeðferð fer fram í viðtala-
formi.
Gengið er út frá því að hver og
einn sé sérfræðingur í eigin lífí en
starfsmennirnir þeir kraftar sem
viðkomandi getur nýtt sér til að ná
uppsettum markmiðum. Fjölskylda
sem kemur til dvalar á heimilið og
biður um aðstoð gerir sér kannski
ekki grein fyrir hverskonar hjálp
hún vill, en foreldramir era ósáttir
við ríkjandi ástand og hafa hugsan-
lega fengið skilaboð frá umhvefínu
um að þeir standi sig ekki nógu
vel. Þeir vilja gjarnan reyna að
sinna bömum sínum betur, gefa
þeim meiri blíðu og umhyggju, veita
þeim meiri athygli, gefa þeim holl-
ari mat, setja þeim skýrari mörk
og hætta að refsa þeim. Þeir for-
eldrar sem er í neyslu vita einnig
að ef þeir halda áfram í neyslu
geta bömin ekki verið hjá þeim
lengur. Allir foreldrar vilja bömun-
um sínum vel, en hvemig á að fara
að þessu öllu saman? Þegar foreldr-
ar koma með börnum sínum til
dvalar á meðferðarheimilinu, koma
þeir meðal annars til að læra það
sem þeim sjálfum auðnaðist ekki
að læra á uppvaxtaráram sínum.
Lausnamiðuð
fjölskyldumeðferð
Litið er á fjölskylduna sem kerfí
hlutverka og tengsla og öll fjöl-
skylduvinna miðast við að fjölskyld-
an eigi möguleika á að þróast og
taka breytingum. í fjölskyldunni
hafa einstaklingar ólík hlutverk og
foreldramir hafa meiri ábyrgð og
völd en bömin. Mikilvægt er að
þessi skipting sé skýr í fjölskyldum,
foreldrarnir era þeir sem þurfa að
setja bömum sínum reglur, taka
ákvarðanir og veita ást og um-
hyggju. Böm þurfa góðar fyrir-
myndir sem þau geta treyst. Vega-
nesti foreldra er því mikilvægur
þáttur í þessu sambandi. Ef foreldr-
ar hafa ekki gott veganesti upplifa
þau gjaman vanmátt sinn gagnvart
umhverfínu og sínum eigin bömum.
Megináhersla meðferðarinnar er
að leita lausna. Vandinn er viður-
kenndur en fjölskyldan kemur í
þeirri von að hún finni lausn á vand-
anum. Meðferðin felur meðal ann-
ars í sér að fínna út með fólki hvað
það er sem kemur í staðinn fýrir
vandamálið og hvernig lífíð verður
öðruvísi þegar vandinn er leystur.
Þannig fæst mynd af því hvað það
er sem viðkomandi vill ná fram með
meðferðinni og hvað hann er tilbú-
inn að leggja sig fram um. Litið
er svo á að viðkomandi sé nú þegar
búinn að taka eitt skref í átt að
lausn með því að koma til meðferð-
ar og er viðkomandi hjálpað til að
finna út hvað þarf að gera til að
komast næsta skref í átt að lausn
vandans.
Sjálfsmynd foreldra getur verið
mjög neikvæð við komu á heimilið
og sjálfsmatið lélegt. Neikvæð
sjálfsmynd kallar gjaman á nei-
kvæð viðbrögð við ráðleggingum
og ráðum og því er hlutverk starfs-
fólks á heimilinu meðal annars að
veita jákvæða styrkingu, örva fólk
til að leita nýrra og betri lausna
og hvetja foreldra til að gera meira
af því sem þeir gera vel . Það virð-
ist e.t.v.mótsögn, en oft er árang-
ursríkasta leiðin til að fínna lausn
á vandamáli að tala um það sem
ekki er vandamál.
Höfundur er forstöðunmður fjöl-
skyldumeðferðarhcimilis Félags-
málastofnunar Keykjavíkurborgar.
Bókasöfn
og alnetið
HLUTVERK bókasafna í samfé-
lagi okkar, samfélagi sem farið er
að kenna við upplýsingar, verður
hér eftir sem hingað til að gera
upplýsingar aðgengilegar öllum.
Upplýsingatæknin auðveldar fijáls-
an aðgang að upplýsingum og
greiðir fyrir því að þeim sé komið
á framfæri. Hún eflir lýðræði og
jafnar möguleika einstaklinga til
áhrifa í samfélaginu.
ÁÍmenningsbókasafnið, ólíkt
ýmsum öðrum bókasöfnum, er öll-
um opið, ungum sem öldnum, háum
sem lágum. Stundum hefur almenn-
ingsbókasafnið verið kallað fríríki
í samfélaginu því þar þarf gesturinn
ekki að gera grein fyrir sér, allir
eru velkomnir og allar óskir era
jafnmikilvægar. Oft er almennings-
bókasafnið fyrsta og ætíð mikil-
vægt skref í þekkingarleit manna.
Fáir geta veitt sér það að eignast
sjálfír allar þær bækur sem þeir
þurfa eða langar til að lesa og þá
er ómetanlegt að geta farið á bóka-
safnið.
Með tilkomu alnetsins (Internet)
hafa opnast áður óþekktar víddir á
leið til þekkingar. Trú þeirri hugsjón
sinni að gera upplýsingar aðgengi-
legar sem flestum voru bókasöfn
meðal fyrstu notenda alnetsins.
Notkun þess í upþlýsingaleit er tal-
in ómissandi viðbót við upplýsingar
fengnar úr eigin safnkosti. I árdaga
alnetsins voru upplýsingar þar
fremur óaðgengilegar og notendur
þurftu að búa yfir talsverðri kunn-
áttu til að rata þar um. Sérþjálfað
starfsfólk bókasafna leitaði því oft
upplýsinga fyrir notendur.
Veraldarvefurinn (World Wide
Web) er nýlegt hjálpartæki á alnet-
inu og með myndrænum hugbúnaði
(Mosaic, Netscape) er nú hægt að
nálgast upplýsingar á þægilegan
hátt með því að benda á orð eða
Með alnetinu (Internet)
segja, Þórdís Þorvalds-
dóttir, Anna Torfa-
dóttir og Erla Kristín
Jónasdóttir, hafa opn-
ast áður óþekktar víddir
á leið til þekkingar.
myndir. F'ólk er tiltölulega fljótt að
tileinka sér þessa nýju leitartækni.
Bókasöfn um allan heim eru því sem
óðast að taka þessa nýju tækni í
þjónustu sína og bjóða gestum sín-
um að leita sjálfir. Borgarbókasafn
Reykjavíkur, fyrst almennings-
bókasafna hér á landi, býður nú
gestum sínum aðgang að veraldar-
vef alnetsins en í Þjóðarbókhlöðu
hafa 17 ára og eldri haft aðgang
um nokkurt skeið. Mörg önnur söfn
hér á landi eru að hugsa sér til
hreyfings.
Nokkur bókasöfn hérlendis hafa
nú þegar heimasíður á alnetinu.
Söfnin geta tengt við heimasíðuna
gagnagrunna annarra bókasafna
og ýmsar aðrar upplýsingalindir,
sem þau telja góðar fyrir notendur
sína. Þannig létta söfnin notendum
leitina.
Áhugamál fólks eru margbreyti-
leg og það er algjör bylting fyrir
hina ýmsu áhugahópa að geta nýtt
sér alnetið. Ættfræði er áhugamál
margra og er alnetið kjörinn vett-
vangur fyrir þá sem vilja rekja
ættir sínar og annarra. Ættfræðifé-
lagið (http://rvik.ismennt.is/
~halfdan/aett.aettfr.htm) er með
heimasíðu á netinu og hefur tengt
við hana ýmsa gagnlega grunna og
upplýsingar til að auðvelda fólki
leitina. Taka má annað dæmi. ís-
lendingar ferðast mikið og vilja
fræðast um þá staði er þeir ferðast
til. Auðvelt er að nota svokallað
City Net (http://www.city.net)og
lesa sér til um viðkomandi borg og
fá nýjustu upplýsingar um það sem
í boði er t.d. á sviði leikhúsa og
tónlistar.
Hin síðari ár hefur nokkuð verið
rætt um upplýsingaskyldu opin-
berra aðilja en með alnetinu hefur
opnast ný og þægileg leið til al-
mennings. Almenningsbókasafnið í
Silkeborg (http://www.silke-
borg.bib.dk) í Danmörku er mjög
framarlega í alnetsþjónustu og vora
starfsmenn safnsins hvatamenn
þess að fundargerðir bæjaryfírvalda
vora settar á alnetið ásamt ýmsum
öðrum upplýsingum er varða Silke-
borg s.s. tölfræðilegar upplýsingar.
Silkeborg hefur verið nefnd Den
elektroniske by - hinn rafvæddi
bær. Það er tilhlökkunarefni að
geta á alnetinu séð t.d. hve langur
biðlisti er á leikskólann í næsta
nágrenni, geta sótt um húsaleigu-
bætur heiman frá sér eða geta
kynnt sér þau námskeið sem í boði
era víða um land við hinar ýmsu
menntástofnanir.
Mikilvægt er að koma í veg fyrir
að fólk skiptist í tvo hópa í upplýs-
ingaþjóðfélaginu.. Bókasöfn gegna
hér miklu hlutverki, því ekki eiga
allir þann búnað sem til þarf, og
með því að bjóða upp á aðgang að
alnetinu koma þau í veg fyrir að
ákveðinn hópur verði utanveltu.
Höfundar eru borgarbókavörður
og deildarstjórar í Borgarbóka-
safni Reykjavíkur.
IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
ÍSYAirBORGA H/F
HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751