Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens | FUÓTUE ! SETTU 'a KÁS riAAM.i iNOertz þiAriuRinN/yeie>iAAAe>- 111(? iisju"aapc^ ai/?/srA Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Hæ, strákur... viltu Þetta er auðvelt... við „Til eignar“? Þú Við skulum bara segja að koma í kúluspil? Svona spilum bara til gamans ... átt við að þú hafir ég sé ekki nýkominn upp í nú, ég skal kenna þér ... Nei, við spilum upp á „til spilað áður? póstvagninn ... eignar“ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Er sjónvarpið okkar að leggja sig niður? Frá Sigríði Ingadóttur: GETUR það verið að sjónvarpið okkar allra landsmanna vinni nú leynt og ljóst að því að útrýma sjálfu sér? Ég spyr mig þessarar spurningar daglega nú orðið er ég kem úr vinnu, kveiki af gömlum vana á tækinu og sest fyrir framan það með tebollan minn í leit að fréttum, fréttaskýringum og fróð- leik af mönnum og málefnum. Ég vonast jafnvel eftir einhveiju til að brosa að í lok dagsins. Adam gamli Smith hélt því fram að hin ósýnilega hönd markaðarins tryggði mönnum hámarksgæði fyrir lágmarksverð á markaði hinn- ar fijálsu samkeppni. Þetta hafa stjómendur sjónvarpsins bersýni- lega ekki skilið, nema þeir séu vís- vitandi að leggja sjálfa sig niður af tillitssemi við Stöð tvö og hina nýju rás einstaklingsframtaksins sem nú er í bígerð. Hvernig eru ákvarðanir teknar um það hvernig fé okkar skuli varið við gerð innlendra frétta, fréttaskýringa og efnis sem varðar mannlíf í þessu landi? Hver ákveð- ur hvaða efni er boðlegt og hvenær er skynsamlegt að senda það „í loftið"? Hvernig hefur ríkissjón- varpið efni á því að bjóða okkur, dyggum áhorfendum sínum, upp á síbilju og samhangandi flatneskju þess sem kallast Dagsljós í nærri einn og hálfan klukkutíma á degi hveijum og það á besta útsending- artíma? Til að kóróna leiðindin sem grípa mann heima í stofu ber umgjörð Dagsljóssins og fréttanna allt annað ofurliði. Hvers vegna má ekki spara umbúðimar og gefa nýja sjónvarpsfólkinu, í Dagsljósi og á fréttastofunni, tíma til að læra á miðilinn áður en því er att fram í aðalfrétta- og fréttaskýr- ingatíma sjónvarpsins? Hvar er Sigrún Stefánsdóttir? Hvar er einn hæfasti fréttamað- ur þjóðarinnar og ríkisútvarpsins, Sigrún Stefánsdóttir? Hún hefur ekki séSt á skjánum síðan henni var haTnað við ráðningu í frétta- mannsstarf íyrir nokkm. Hún hef- ur samt gegnt því starfi með hluta- starfí við Háskóla íslands um ára- bil. Sigrún kemst ævinlega að kjarna hvers máls með vönduðum og áhugaverðum fréttaflutnigi á góðu íslensku máli. Henni tekst að taka á flóknum viðfangsefnum og veita áhorfanda nægar upplýs- ingar og bregða upp víðu sjónar- horni. Spumingar hennar eru bein- skeyttar og snúast um alaðatriði hvers mál. Virðing hennar fyrir viðmælendum fer ekki á milli mála né heldur það að hún hefur unnið heimavinnuna sína áður en hún fer á vettvang. Þetta gerir fréttaflut.n- ing hennar sérstæðan og áhuga- verðan. Getur það verið að sjón- varpið hafí átt þess kost að fast- ráða þennan starfsmann en látið það tækifæri fram hjá sér fara? Sé það rétt, sem fleygt er, að Sig- rún sé hætt á fréttastofunni þá er það slys fyrir sjónvarpið, fíölmiðla- deild Háskóla Islands og alla lands- menn. Ég vil losna við leiktjöld Dagsljóss Ég finn hina ósýnilegu hönd markaðarins grípa þéttingsfast um kverkar mínar í hvert sinn sem ég sest við viðtækið nú orðið og reyni að halda mér vakandi. Hin ósýni- lega rödd þess sama markaðar hvíslar að mér; „Láttu undan sér- visku þinni, fáðu þér myndlykil og bráðum kemur Moggasjónvarpið.“ Ég berst á móti þessu en velti fyr- ir mér hvort þessi lágkúra sé sprottin af hugsjónum nýfijáls- hyggjunnar og hvort markmiðið sé að eyðileggja ríkissjónvarpið svo við verðum öll að fá okkur mynd- lykla. Ég óska þess að fá aftur reisn og upplýsingar á fréttatíma um erlend og innlend málefni og losna við leiktjöld Dagsljóss. Ég óska þess að sjá aftur eðalfrétta- manninn Sigrúnu Stefánsdóttur á skjánum með fréttir af því sem okkur varðar á þessu landi. Yfir- völd ríkisútvarpsins hljóta að hafa verið í löngu fríi fjarri manna- byggðum meðan þessar breytingar gengu yfír. Ég trúi því ekki að óreyndu að sr. Heimir Steinsson sé handbendill nýfijálshyggjunnar úr röðum stuttbuxnaliðs Sjálfstæð- isflokksins og vinni markvisst að því að leggja sjónvarpið okkar nið- ur. SIGRÍÐURINGADÓTTIR, Bollagötu 5, Reykjavík. Harma- ljóð Harmur í okkar hjörtum er, íslenska þjóðin sorgir ber. Snjóflóð féll við Önundarfjörð, hættuleg er vestfirsk jörð. Um marga kinn nú fellur tár, flóðið skilur eftir sár. í snjónum er fólkið kannski látið. Víða um lönd er grátið. Við getum ekkert gert, þar sem áður var Iandið bert, snjórinn hefur fallið og bælir nú margt kallið. Veðurguðimir óblíðir eru, illsku sinni að Flateyri sneru. Margir hafa misst allt sitt, um þetta ^allar Ijóðið mitt. Anna Pála Sverris- dóttir, 12 ára. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.