Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VERÐLAUNARITGERÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 27 Kynþáttahatur og kynþáttafordómar .. Morgunblaðið/Ásdís BJORN Bjarnason menntamálaráðherra afhendir Pétri Waldorff verðlaunin. ÁSTÆÐAN fyrir því að ég tek þátt í þessari keppni er sú að ég hef kynnst bæði fordómum og kyn- þáttahatri. Fordómar geta stundum verið eðlilegir vegna vanþekkingar manna og þröngsýni sem hægt er að leiðrétta. Aftur á móti er kyn- þáttahatur hættulegt. Það byggir á tilfinningu og andúð á öðrum kyn- þáttum. Slíkt hatur getur orðið til þegar manni er sýnd óvirðing og er niðurlægður vegna t.d. litarhátt- ar. Reynsla mín er sú, að fjögurra ára gamall fór ég með foreldrum mínum og systur til Angóla í Afríku og bjuggum við þar í rúmlega sex ár við tvö tilfelli. Það var mikið ævintýri og ég vildi ekki hafa misst af þeirri reynslu. Faðir minn starf- aði fyrir sænska þróunarstofnun, en hann var kennari við angólansk- an fiskimanna- og stýrimannaskóla. Við bjuggum í litlu fiskimannaþorpi rétt utan við höfuðborg landsins, Lúanda. Margir norrænir starfs- menn unnu við skólann og voru með börn á mínum aldri. Flestir bjuggu þessir starfsmenn og börnin þeirra saman í húsaþyrpingu rétt hjá sjálfum skólanum. Við bjuggum aftur á móti fyrir utan svæðið inni í þorpinu og nokkrar aðrar fjöl- skyldur. Það hafði það í för með sér að við sem bjuggum í þorpinu. kynntumst Angólunum mun fyrr og lærðum að tala þeirra tungu- mál, sem var portúgalska, og eign- uðumst marga góða vini. Þeir kenndu okkur að veiða og búa til teygjubyssur. Með teygjubyssunum veiddum við dúfur og aðra fugla. Ég minnist þess hvað mér fannst leikföngin þeirra miklir fjársjóðir, t.d. hlaupahjól úr tré og ég keypti eitt slíkt fyrir litla bíla sem maður kaupir hér í búðum, en um leið lærði ég að kaupa og selja og var alltaf að prútta og skipta á ýmsum hlutum fyrir aðra, það er angólsk verslunarmenning sem ég er hættur að stunda núna. Þegar ég kom heim á sumrin og var í sveitinni með ömmu og frændsystkinum mínum reyndi ég að stunda slíka skipti- verslun og það gekk stundum að fá krakkana til að skipta á ein- hveiju, en amma hafði engan skiln- ing á þessu og leit á þetta sem glæp- samlega verslunarhætti og eyði- lagði fyrir mér alla samninga. Þannig er þetta mismunandi, í Angóla þykja þeir efnilegir sem byija fljótt að reyna að prútta og kaupa og selja, því það er litið á það sem sjálfsbjargarviðleitni. Á Islandi þykir þetta aftur á móti hálfglæpsamlegt. Það er eitt sem við verðum að læra til að geta virt hvert annað, að siðir okkar eru ólík- ir. Siðirnir í mínu landi þurfa ekki að vera betri en siðirnir í einhverju öðru landi, þeir eru bara öðruvísi og það sem er rétt á íslandi er kannski rangt í Angóla. Á laugardögum fengum við nor- rænu krakkanir að horfa á kvik- myndir í samkomusal sem tilheyrði íbúðum norrænna þróunarstarfs- manna, einhveiju sinni fengu allir að bjóða með sér gestum. Við úr þorpinu buðum með okkur besta vini okkar, sem klæddi sig í sín fín- ustu föt og hlakkaði til að fá tæki- færi til að sjá kvikmyndasýninguna. Þeir sem stjórnuðu sýningunni meinuðu vini okkar að koma inn. Hann var berfættur eins og þeir voru svo margir, því hann átti enga skó sem pössuðu á hann og óx svo hratt að foreldramir voru í vand- ræðum með hann. Maðurinn við dyrnar notaði það sem yfirskin að hann vildi enga berfætta, þeir væru svo skítugir á fótunum. Vinur okk- ar varð öskureiður og við mjög hissa. Á þessum tíma skildi ég ekki alveg hvað gerðist, ég held ég skilji Ritgerðin fékk fyrstu verðlaun íslensks hluta norrænnar ritgerða- samkeppni ungs fólks, Með pennann að vopni. Höfundur er Pétur Waldorff. Efnið er kyn- þáttafordómar og birt- ast verðlaunaritgerðirn- ar í stærstu dagblöðum Norðurlanda. það betur í dag. Vinur okkar, sem var svolítið eldri en við, tók þetta mjög nærri sér og hann var lengi að taka okkur í sátt þessa hvítu vini sína því fyrir honum vorum við allir hvítir menn, kynþáttahatarar. Við gátum aldrei unnið traust hans alveg aftur. Þessi heimski hvíti dyravörður hafði enga tilfinningu fyrir því sem gerðist, hann var bara að hugsa um gólfið í salnum og fannst óþægilegt að fá einhvern sem var öðruvísi, hann var þröng- sýnn og fordómafullur, einn af þess- um sem gerir mann reiðan og skap- ar kynþáttahatur. Þetta mál var tekið fyrir og reglunum um gestina var breytt okkur í hag, en það sem var alvarlegast í þessu var að við misstum besta vin okkar allavega tímabundið vegna heimsku og for- dóma fullorðinna. Ég held að börn séu ekki fordómafull en þau eru fljót að læra þá ef það er fyrir þeim haft. Kynþáttafordómar Til eru ýmsar frásagnir af því hvemig framandi kynþættir komu Evrópubúum fyrir sjónir. Á fyrri öldum og janvel í upphafi þessarar aldar, töldu sumir að hvíti kynstofn- inn væri kominn lengst í þróuninni og notuðu þróunarkenningu Darw- ins sem rökstuðning. Slíkar hug- myndir réttlættu það m.a. að Evr- ópulönd gerðu ýmis önnur lönd í öðrum heimsálfum, sem ekki voru eins tæknivædd og þau, að nýlend- um sínum og var rökstuðningurinn meðal annars fólginn í því að segja að þessar þjóðir væru svo frum- stæðar að þær gætu ekki stjórnað sér sjálfar. Það er hægt að lesa um slíkt í bókum frá þessum tíma, hvernig þeir lýsa Afríkubúum sem frumstæðum mannöpum og töldu að þroskastig þeirra væri eins og barna í Evrópu. Meira segja góðir rithöfundar eins og danska skáld- konan Karen Blixen lýsir þeim sem vanþroska verum sem henni þótti mjög vænt um. Fordómarnir frá þessum tíma hafa verið mjög líf- seigir og hafa enn áhrif á hugmynd- ir manna um Afríkubúa. Þegar við komum í frí til íslands, man ég að margir spurðu pabba að því, hvort þeir nenntu nokkuð að vinna þessir negrar, eða hvort nokkuð væri hægt að kenna þeim. Ég minnist í sambandi við slíka fordóma, að í Lesbók Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu var lýsing á því hvernig breskir ferðalangar sáu íslendinga fyrr á öldum pg eiginleika þeirra. Þar segir að íslendingar séu litlir og ljótir og letin sé að gera útaf við þá, hreyfingar allar séu mjög hægar og það skýri það hvað við séum á lágu þróunarstigi. Þetta fannst okkur skemmtilegt að sjá hvernig menn dæma út frá einhveij- um forsendum sem ekki passa og við íslendingar sem erum svo vissir um að við séum komnir af hraustum víkingum og margir trúa því að ís- lenski kynstofninn sé jafnvel sá duglegasti í heimi. Hvað er kynþáttur? Þegar ég var að velta þessu fyr- ir mér kom mér í hug, að það eru mjög fáir held ég, sem ég þekki sem eru af einhverjum hreinræktuðum kynþætti. Flestir eiga forfeður ein- hvers staðar í ættinni sem eru af erlendu bergi brotnir. Þegar ég var átta ára og þar til ég var tíu bjó ég í Stokkhólmi. I hverfinu þar sem ég bjó bjuggu margir flóttamenn frá Suður-Afríku, einnig fólk sem var að læra við háskólann og var frá ýmsum löndum. Þegar ég hugsa til baka voru flestir vinir mínir blandaðir, þ.e.a.s. þeir áttu foreldra sem voru af ólíku þjóðerni t.d. var besti vinur minn sonur finnskrar konu og Spánveija, annar vinur minn var ættaður frá íran í föður- ætt en frá Finnlandi í móðurætt. Ein bekkjarsystir mín var dóttir Svía og Mósambikana. Við töluðum öll sænsku og við lékum okkur sam- an, rifumst stundum en kynþátta- hatur þekktum við ekki, kannski vorum við stundum fordómafull og það er nokkuð sem getur komið WAAGE fyrir alla en hægt er að leiðrétta. Við montuðum okkur oft af löndum okkar og stundum vorum við í sam- keppni og lentum í rifrildi um hvert landið væri betra, þá sérstaklega í íþróttum, og t.d. hver væri með besta lagið í Eurovision, en það var nokkuð sem við gleymdum yfirleitt daginn eftir. Það er eins og að ríf- ast við einhvern sem heldur með KR en halda sjálfur með Val. Sjálf- ur á ég þýskan langafa, ég er sem sé hreinræktaður bastarður og þannig sé ég framtíðina fyrir mér verða hér á þessari jörð, það verða ekki til neinir kynþættir heldur bara eitt mannkyn. Það verður enginn leið að koma í veg fyrir blöndunina og ekki heldur æskilegt, þannig munu kynþáttadeilur leysast, ég vona það alla vega. Allar kenningar sem ganga út á að einn kynþáttur sé lægra settur eða lakari en annar eins og kom fram í gyðingaofsókn- unum í Þýskalandi og í Apartheid- stefnunni í Suður-Afríku eru rangar og eiga ekki rétt á sér. Við erum öll mannverur og höfum sama rétt til að lifa á þessari jörð. STEINAR SKOVERSLUN 20% afsláttur af kuldaskómfrá SALAMANDER ® í 4 daga 28.10-1.11 r Teguod: CAMEL M9,6 Tegund: g CAMEL OOTS I1761 -i Tegund: CAMEL • BOOTS 11743 Tegund: 30^3^5 ^9232 — Stærðir:4l-46 • Litur: Brúnn Stærðir: 40-46 • Litur: Brúnn Stærðir: 41-46 • Litur: Svartur St.: 36-41 • Litir: Dökkbrúnn, Ijósbrúnn Camel Boots-skóna er alltaf hægt að þekkja á sterku hágæðaleðri, fullkomnum vinnubrögðum og einstakri hönnun. Þú finnur gæðin. Kuldaskórnir frá Camel Boots eru allir með hreinu ullarfóðri og eru margar gerðir til. Póstsendum samdægurs • Tökum á móti notuoum skóm til handa bágstöddum STEINAR WAAGE / STEINAR WAAGE / sT SKOVERSLUN / SIMI 568 9212 £ SKOVERSLUN SÍMI 551 8519 / o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.