Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
NATO
7ghAuK\D
Ég er hérna með einn ansi efnilegan í stöðuna. Hann er búinn að vera að leika sér
í herleikjum síðan hann var bárn . . .
Eitt lengsta flug Landhelgisgæslunnar frá upphafi
. , ••
Flaug inn Onundarfjörð
í ókyrrð og byljum
EITT lengsta flug Landhelgisgæsl-
unnar frá upphafi var farið í
tengslum við björgunarstörfin á
Flateyri í fyrradag. TF-LÍF var þá
um tíu klukkustundir á flugi við
afar erfið flugskilyrði. Auk þess
var minni þyrl-
an, TF-SIF, í
stöðugum flutn-
ingum milli
Reykjavíkur og
Grundaríjarðar
og Grundar-
fjarðar og Rifs.
Benóný Ás-
grímsson flug-
stjóri á TF-LIF
lýsir mikilli að-
dáun á fórnfýsi björgunarsveitar-
manna og þyrluflugmanna varn-
arliðsins.
Áhöfn TF-LÍFs, fimm manns,
var ræst út rétt rúmlega kl. 7 á
fimmtudagsmorgun og hófst strax
undirbúningur fyrir fólksflutninga.
„Það var ekki flugfært vestur
fyrst um morguninn. Utlit var fyr-
ir að varðskip sem var statt úti
fyrir Vesturlandi yrði fyrst til að
komast til Flateyrar. Það var því
lögð áhersla á það að koma fólki
héðan frá Reykjavík í báðum þyrl-
unum til Grundarfjarðar í veg fyr-
ir varðskipið," sagði Benóný.
Opnast fyrir flug
Þegar leið á morguninn opnaðist
fyrir flug íslandsflugs til Rifs og
lentu tvær vélar flugfélagsins þar
með um 30 manns.
„Við hófum síðan að fetja þann
mannskap frá Rifi til Grundar-
fjarðar í veg fyrir varðskipið. Þeg-
ar því var lokið kom í Ijós að veðr-
inu hafði eitthvað slotað. Þá var
ákveðið að reyna að fljúga TF-LÍF
vestur. Mest áhersla var lögð á að
koma leitarhundum til Flateyrar.
Við lögðum síðan af stað með þijá
hunda sem höfðu komið frá Aust-
Leiðbeindu varn-
arliðsþyrlunum
hvar heppilegast
var að fara inn
fjörðinn
fjörðum og þijá menn með þeim.
Veðrið var þokkalegt í sunnanverð-
um Breiðafirðinum en þegar fór
að nálgast Bjargtanga hvessti mik-
ið og stóð vindur af norðnorð-
austri í -tíu til tólf vindstigum.
Skyggnið var frá hálfum upp í fjóra
kílómetra á leiðinni. Þyrlan tók
vindinn vel á sig, en við urðum að
fljúga mjög lágt, nánast alla leiðina
að Barða, nesinu á milli Önundar-
ijarðar og Dýraijarðar, því það var
talsverð ísing þegar ofar dró. Hita-
stigið var um frostmark. Þegar við
komum í mynni Önundarfjarðar
jókst snjókoman talsvert. Við ætl-
uðum fyrst að fljúga inn miðjan
fjörðinn eftir ratsjá en það reynd-
ist svo mikil ókyrrð fyrir honum
miðjum að við hrökkluðumst út í
Barðann. Eftir það flugum við
sjónflug, þ.e.a.s. eftir landsýn en
ekki mælitækjum. Við héldum okk-
ur rétt ofan fjöruborðsins í sunnan-
verðum fírðinum. Vind lægði þegar
við komum inn í fjörðinn en hann
varð mjög byljóttur og mun meiri
ókyrrð var inni í fírðinum en fyrir
utan hann. Þarna skipti sköpum
sú aflrrnkla vél sem TF-LÍF er
búin. Þannig flugum við inn ljörð-
inn þar til við vorum þvert fyrir
eyrinni en þá beygðum við til norð-
urs og lentum á uppfyllingunni við
bryggjuna," sagði Benóný.
Flutningar til ísafjarðar
Þegar TF-LÍF hóf sig til flugs
á ný voru þyrlur varnarliðsins á
leiðinni norður með Vestfjörðun-
um. „Við gátum leiðbeint þeim
hvar væri heppilegast að fara inn
fjörðinn. Ég dáist að flugmönnum
vamarliðsins því skilyrði til flugs
voru mjög erfið. Við höfum það
fram yfír þá að við þekkjum land-
ið og höfum farið þarna yfír áður.
Þeir eru staðsettir hér á landi í
e.t.v. tvö ár og eru kannski að
fljúgá inn þennan ijörð í fyrsta-
skipti," sagði Benóný.
Benóný sagði að það hefði verið
alveg á mörkunum að hægt hefði
verið að fljúga til Flateyrar en þó
hefði engin áhætta verið tekin.
Áhöfn TF-LÍFs hélt aftur til
Rifs og sótti þangað tólf manns,
lækna, hjúkrunarfræðinga, björg-
unarfólk og búnað. Þá var klukkan
orðin 14.30. Seinna flugið inn til
Flateyrar gekk vel fyrir sig og
hafði veðrið dálítið gengið niður.
Þar var beðið í eina klukkustund
eða þar til boð komu um að þyrlan
flytti þijú fórnarlömb snjóflóðsins
ásamt læknum og hjúkrunarfólki
til Isafjarðar.
„Við fórum frá Flateyri til ísa-
ijarðar þegar klukkan var rúmlega
17 og vorum komnir til ísafjarðar
um kl. 17.30. Þar tókum við elds-
neyti og skömmu síðar bárust
fyrirmæli um að við kæmum til
Reykjavíkur og þar lentum við kl.
20.“
Þá hafði TF-LÍF verið á flugi í
tæpar tíu klukkustundir en útkallið
sjálft varað þrettán klukkustundir.
„Það er mikil spenna sem fylgir
svo löngu flugi, sem tekur verulega
á alla sem í þessu standa. Ég dá-
ist alltaf jafnmikið að björgunar-
og hjúkrunarfólki sem tekur þátt
í þessu starfi. Það er tilbúið til að
hlaupa af stað hvenær sem kall
berst um borð í þyrlur eða skip í
mjög slæmu veðri. Það spyr einsk-
is en leggur ótrautt af stað. Ég
dáist alltaf jafnmikið að því,“ sagði
Benóný.
Leitað í snjóflóði
Fyrri reynsla
nýttíst vel
SNORRI Hermannsson
var vettvangsstjóri leit-
arinnar á Flateyri en
hann kom í fyrsta hópnum,
sem kom til Flateyrar frá
ísafirði. í hópnum voru 187
leitarmenn ásamt leitar-
hundum, en þegar mest var
tóku liðlega 300 manns þátt
í leitinni.
- Þú varst vettvangs-
stjórí við leitina í Súðavík,
hvernig nýtist sú reynsia
sem þar fékkst?
„Sú reynsla sem við öðluð-
umst við björgunina í Súða-
vík nýttist mjög vel. Vægt
til orða tekið. Sérstaklega á
það við um þá björgunar-
menn, sem tóku þátt í þeirri
leit, þeir vissu nákvæmlega
hvaða stjómunaraðgerðum
var verið að vinna eftir. Til-
högunin var sú sama og gekk
alveg upp.“
- Hvaða iærdóm má draga af
þessum slysum?
„Við höfum öðlast ákveðna
reynslu, sem seinna verður miðlað
áfram til fleiri aðila. Til dæmis til
Snorri Hermannsson
►Snorri Hermannsson er fædd-
ur 2.4.1934. Hann er húsasmiður
að mennt og kennir við Fram-
haldsskóla Vestfjarða. Snorri er
kvæntur Auði Hagalín Hrafns-
dóttur og eiga þau fímm böm.
þeirra sem taka að sér vettvangs-
stjórnun á vegum almannavarna.
Þarna höfum við ákveðið form í
höndunum þótt aldrei sé hægt að
nýta það alveg út í hörgul en það
er ákveðinn grunnur sem hægt
er að vinna eftir sama hvar er.
Hann nýtist vel. Það kemur alltaf
upp ákveðið ferli sem unnið er
eftir en svo eru alltaf ýmis hliðar-
mál sem verður að taka á.
Ég hef ekki haft tíma til að
fara yfir ferlið enn þá og kanna
hvað hefði mátt fara betur. Ég
gerði það eftir flóðið í Súðavík og
þar voru atriði sem maður sá að.
hefði átt að vinna með öðrum
hætti. Af því lærði maður og það
var ekki endurtekið hér.“
- Voru það einhver ákveðin
vandamál?
„Vandamálið var að við fengum
óreynda sjálfboðaliða í Súðavík
auk þess sem þeir voru of ungir.
Það verður að setja aldurstak-
mark, annað er ekki hægt og það
var gert hér. Það er engin spurn-
ing að leitin tekur á menn. Þetta
er erfiðara en margur heldur,
bæði andlega og líkamlega. Þó
menn télji að þeir séu sterkir þá
hefur þessi vinna veruleg áhrif."
- Er einhver munur á þessum
tveimur snjóflóðum í Súðavík og á
Flateyri?
„Veður var ólíkt. Það voru yfir
11 vindstig í Súðavík en veðurhæð
var ekki neitt svipuð því á Flat-
eyri. Svo má vera án þess að ég
hafi fengið það stað-
fest, að snjóalög hafí
verið frábrugðin. Þá
held ég að flóðið á Flat-
eyri sé stærra og ann-
ars eðlis. Það virðist
Þjálfunin
er stanslaus
allt árið
þá. Það hefur oft verið svo hér
að stuttu eftir flóð kemur annað.
Það eru fjölmörg dæmi um það.
Við leitina í Súðavík voru 30 tæki
en hér á Flateyri voru 60 tæki
og það er mikill munur þar á. Ég
gat því verið með 60 manns við
leit í einu. Um leið og hundur
merkti svæði komu björgunar-
menn og fóru að grafa og þegar
hann merkti á öðrum stað var
annar hópur sendur inn. Þessir
sendar skipta sköpum við leit í
snjóflóði en þetta eru'dýr tæki sem
björgunarsveitarmenn eru að fjár-
festa í fyrir sig persónulega. Sveit-
ir eiga þetta.“
- Hundarnir skipta greinilega
miklu máli við leit?
„Ég hef sagt það oftar en einu
sinni að það eru þeir sem stjóma
þessu í raun fyrir okkur. Ef við
ættum að leita stangarleit. þá yrði
það mjög erfitt. Þetta er ekki ein-
göngu snjóflóð heldur rústabjörg-
un. Húsin eru brotin og brak er
í flóðinu og þá eru menn að stinga
stöngum í veggi sem einhver gæti
legið undir. Hundar skipta því
sköpum við að finna fólk fljótt."
- Þarf þá ekki að fjölga hund-
um á sjóflóðsvæðum?
„Það er dýrt að reka þessa
hunda. Þeir þurf mikið fæði og
eigendur þurfa að hafa mikinn
áhuga á þessu auk þess sem þjálf-
unin þarf að vera stanslaus allt
árið. Sami maðurinn getur ekki
--------- verið með marga
hunda. Þeir hafa reynt
að vera með tvo því
þegar hundur eldist
verður annar að vera
tilbúinn til að taka við
vera eins og stál og mun þéttara."
- Hvernig fer leit fram í snjó-
flóði?
„Fyrst og fremst eru það hund-
arnir, sem mæðir á. Þeir eru látn-
ir hlaupa um flóðið en þeir skynja
lykt sem jafnvel berst á ská frá
þeim sem grafínn er. Þrátt fyrir
það finna þeir lyktina og fara að
krafsa. Þá koma björgunarmenn
að með skóflur og fara að grafa.
Þegar lokið er við um eins metra
djúpa holu er hundurinn látinn
fara þar niður til að ákveða í hvaða
stefnu á að grafa. Þetta er síðan
endurtekið þar til sá fínnst sem
grafínn er.
Enginn björgunarmaður fer út
á hættusvæðið án þess að bera
senditæki innan klæða. Þetta eru
nauðsynleg tæki fyrir björgunar-
menn. Lendi þeir sjálfir í snjóflóði
þá er auðvelt fyrir okkur að fínna
en þjálfunin getur tekið þijú ár.
Hundarnir fara á sérstök nám-
skeið til að reyna getu sína og
þar eru þeir prófaðir af erlendum
dómurum. Sumir standa sig en
aðrir falla og verða að koma að
ári. Þeir eru flokkaði í A-, B- og
C- flokk. í A-flokki eru hundar
sem við getum notað í snjóflóði.
Það er stundum reynt. að nota
hunda í B-flokki en það er þá í
neyð.“
- Hefur þú myndað þér skoðun
á hvað er helst til varnar snjóflóð-
um?
„Nei, ég get ekki ímyndað mér
hvað væri helst til varnar í tilvik-
um sem þessum. Maður stendur
alveg agndofa. Það hefði ekki
nokkur maður getað gert sér þetta
í hugarlund. Það er ekki hægt.
Þetta er svo langt fyrir utan allan
raunveruleika."