Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 15 FRÉTTIR Fjárskortur háir starfsemi á vegum Björgunarhundasveitar íslands Hundar verði á stöðum þar sem flóðahætta er FORMAÐUR Björgnnarhunda- sveitar íslands segir að æskilegast sé að leitarhundar séu á staðnum í öllum bæjarfélögum þar sem snjó- flóðahætta er fyrir hendi. Hins veg- ar hái skortur á fjármagni uppbygg- ingu sveitarinnar. Björgunarmenn á Flateyri hafa verið á einu máli um að leitarhund- ar hafi unnið ótrúlegt starf við leit að þeim sem lentu í snjóflóðinu aðfaranótt fímmtudags. Nú eru 14 hundar á útkallslista björgunar- hundasveitarinnar og að sögn Ingi- mundar Magnússonar, formanns sveitarinnar, er hægt að nýta fleiri hunda í neyðartilvikum. Björgunarhundar eru í Reykja- vík, Keflavík, á Stykkishólmi, ísafírði, Bolungarvík, Akureyri, Egilsstöðum og í Neskaupstað. Þá er hafin þjálfun hunda á Patreks- fírði og Siglufirði. í löndum þar sem snjóflóðahætta er til staðar, svo sem Noregi og Sviss, er víða lögð mikil áhersla á að nægir björgunarhundar séu til staðar á hættusvæðum enda geti fyrstu 2-3 klukkutímarnir eftir að snjóflóð falla skipt sköpum um hvort takast megi að bjarga manns- lífum. Þegar snjóflóðið féll á Flat- eyri voru hundar m.a. fluttir þangað frá Egilsstöðum og komu ekki á staðinn fyrr en 9 tímum eftir að flóðið féll. „Það er ekki æskilegt að þurfa að flytja hunda langar leiðir, þótt ferðalög hafí ekki slæm áhrif á þá. Best væri ef hundar væru í hveiju einasta þorpi úti á landi þar sem snjóflóðahætta er. Það hlýtur tví- mælalaust að verða stefnan í fram- tíðinni og eins að bregðast við áð- ur, með því að flytja hunda á sva^ði þar sem snjóflóðahætta er fyrirsjá- anleg. Þessi mál hljóta þó að enda á einum punkti, á spurningunni um peninga," sagði Ingimundur. Litlar tekjur Ársvelta Björgunarhundasveitar íslands er rúm 1 milljón króna, að sögn Ingimundar. Þar sem sveitin sé dreifð um landið hafí hún enga sérstaka tekjuöflun en fái framlag frá Landsbjörg. Ingimundur sagði að litlar tekjur sveitarinnar hafi staðið starfseminni fyrir þrifum. í kjölfarið á slysinu í Súðavík í janú- ar hafí sveitin þó fengið stuðning frá þáverandi ríkisstjórn og einnig hafí Slysavarnafélag íslands stutt við bakið á sveitinni. Tekjurnar fara' að mestu í að greiða kostnað við námskeið fyrir hunda og eigendur þeirra. Ingi- mundur sagði að á síðasta ári hafi komið upp liugmynd um að færa starfsemi sveitarinnar inn í björg: unarskóla sem Landsbjörg og SVFÍ eru með. En í ljós hafi komið að kostnaðurinn við tvö vikulöng nám- skeið á ári var það mikill, sam- kvæmt gjaldskrá björgunarskólans, að hætt var við það. Horft til Gufuskála „Við töldum okkur ekki geta lát- ið okkar félaga greiða þennan kostnað og ákváðum að halda okk- ur við gamla kerfið þar sem reynt er að lækka kostnaðinn við nám- skeiðin með.því að fá utanaðkom- andi aðila og fyrirtæki til að láta af hendi húsnæði og fæði,“ sagði Ingimundur. Ingimundur .segir að sveitin hafi STARF leitarhundanna við aðstæður eins og á Flateyri er talið ómetanlegt. Myndin var tekin í lok leitar í gær. feiigið inni með námskeið í septem- ber í ókeypis húsnæði á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Áhugi á þjálfun björgunarhunda hefur aukist mjög undanfarið og sagði Ingimundur að um 25 hundar hefðu verið bæði á vetrar- og sumamámskeiði sveitar- innar. „Á Gufuskálum er kjörin aðstaða fyrir okkur og það hefur verið draumur björgunarsamtak- anna að fá þar fasta aðstöðu og setja upp björgunarskóla. Því vær- um við mjög hlynntir og ef að stækka á björgunarhundasveitina væri það mál sem vert er að at- huga„ en eins og er hafa björgunar- samtökin ekki efni á þessu," sagði Ingimundur Magnússon. Fólk býður húsnæði, föt o g mat RAUÐA krossinum hefur borizt fjöldi gjafa og tilboða um aðstoð frá almenningi eftir að fréttist af snjóflóðinu mannskæða á Flat- eyri. Guðbjörg Sveinsdóttir geð- lyúkrunarfræðingur, sem hefur umsjón með fjöldahjálparstöð þeirri, sem Rauði krossinn hefur sett upp í kjallara Rauðarárstígs 18, segir að félagsmálaráðuneyt- ið hafi boðið fram fjölda íbúða um allt land fyrir fólk, sem misst hafi heimili sín í snjóflóðinu. „Hér hafa líka verið stöðugar hringingar fólks, sem býður fram aðstoð sína á einn eða ann- an hátt,“ segir Guðbjörg. „Fólk býður húsnæði, föt og mat og í gær fimmtudag, komu hér marg- ir með kökur og brauð fyrir þá, sem nutu hér aðstoðar." Sterkari viðbrögð en eftir Súðavíkurslysið Guðbjörg segir að viðbrögð almennings séu jafnvel enn sterkari en eftir snjóflóðið í Súðavík í janúar. Þar spili inn í hversu stutt sé frá Súðavíkur- slysinu og það fólki í fersku minni. Hún segir að Rauði krossinn sé að ýmsu leyti betur í stakk búinn til að bregðast við slysi af þessu tagi vegna reynslunnar af Súðavikurslysinu. „Eftir slysið í Súðavík voru haldnar æfingar í samræmi við það og ekki er langt síðan haldin var almannavarnaæfing og við settum upp neyðarathvarf hér í kjallaranum eins og nú hefur verið gert. Skipulag þessara hluta hefur verið bætt eftir Súða- víkurslysið og allt gengur eftir því skipulagi.“ Með starfsfólki Rauða krossins í fjöldahjálparstöðinni stai*far áfallahjálparhópur frá Borgar- spítalanum. iMU'acgCTg n omkom, 1 er savnet tfer skred 19 döda isnö- skredpa Island -jwsrs ~ FVI D0DE SOk rammel katastrwfen BAi aafess 5S3SSSWÍ SSS3 lsland igjen rammet ras av tragedie 1 sammen i sorgen ^~'BSSBll§ii Storskred pá Isla MM' r&s: Island sdrger overde 4lí Mikil umflöllun á Norðurlöndum MIKIÐ hefur verið fjallað í blöð- um í Noregi og Svíþjóð um snjó- flóðið sem féll á Flateyri aðfara- nótt fímmtudags. Slá blöðin fréttinni upp á forsíðu auk þess sem fjallað er um málið í máli og myndum á innsíðum þeirra. í Danmörku birtu öll stærstu blöðin fréttir af atburðinum og í mörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum var sagt frá spjóflóðinu. Þá var þess getið á Sky- og CA/7V-sjónvarpsstöðvun- um. Nokkur blaðanna, þeirra á meðal Aftenposten, Dagbladet, Verdens Gang og Stavanger Aft- enblad sendu blaðamenn og ljós- myndara til íslands, auk þess sem fréttamaður frá IVTB-frétta- stofunni norsku kom hingað til lands. Þá hafa fjölmargar beiðn- ir borist til íslenskra fjölmiðla um aðstoð við efnis- og mynda- öflun. Umfjöllun blaðanna svipar til skrifa þeirra í janúar er fjórt- án fórust í snjóflóði sem féll á Súðavík. Leggja norsku blöðin mikla áherslu á harmleikinn á borð við „íslendingar sameinaðir í sorginni", „Snjóflóðið lagði allt í rúst á leið sinni", „Níu létust í sömu götu“, „Er orða vant“ „Norðmaðurinn Kjell missti 19 vini“,og „Leitað að hinum Iátnu“. Á forsíðu Aftenposten er birt mynd af Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún huggar syrgjanda í Hallgrímskirkju. Þá birtir Verdens Gangnötn hinna látnu og umfjöllun um náttúruhamfar- ir fyrr á öldinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.