Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
í snakki z Bugles lúðrar Maarud flögur Kim's snakk Þykkva- bæjar skffur Piknik kartöflu- stautar
Mettaðar fitusýrur (hörð fita) 92,6% 47,3% 40,8% 39,3% 21,6%
Einómettaðar fitusýrur 5,5% 41,5% 45,2% 47,6% 69,3%
Fjölómettaðar fitusýrur í> 1,4% 10,0% 12,8% 12,4% 2,2%
Annað <^\í /y' 0,5% 1,2% 1,2% 0,7% 6,9%
Fituhiutfall af heild 26,8% 38,1% m 26,6% 16,3% laí„32,0%
! ^
■FBTÍTA _ í kökum Myliu * sandkaka Þýsk marsipan- kaka
Mettaðar f itusýrur (hörð fita) 31,6% 36,0%
Einómettaðar fitusýrur 42,5% 46,2%
Fjölómettaðar fitusýrur 13,5% 6,4%
Annað 12,4% 11,4%
p|TA Gunnars Bandarískt
í majonesi B majones majones
Mettaðar fitusýrur (hörð fita) 7,4% 14,6%
Einómettaðar fitusýrur 59,7% 28,4%
Fjölómettaðar fitusýrur 30,9% 55,3%
Annað 2,0% 1,7%
í matarolíu Wesson sólblóma- olía Kraft 1 kornolía Kraft jurtaolía Filippo Berio ólífuolfa (extra virgin) Filippo Berio ólífuolía Sojaolía frá Smjör- líki hf.
Mettaðar fítusýrur (hörð fita) 9,8% m 12,7% 15,0% 16,2% 26,1% 14,8%e
Einómettaðar fitusýrur 13,5% 24,5% 21,6% 72,4% 70,3% 22,8%
Fjölómettaðar fitusýrur 75,8% 62,1% 62,6% 10,0% 13,0% 61,8%
Annað 0,9% 0,3% 0,8% 1,4% 0,6% 0,6%
í smjöri
og smjörlíki
Mettaöar fitusýrur (hörö fita)
Einómettaðar fitusýrur
Fjölðmettaðar fitusýrur
Annað
Smjör Smjörvi Létt & laggott Létta ÉéáS Klípa Sólblóma 65 Sólblóma 40 Blóma- Ljóma soja smjörlíki s Kjarna smjörlíki Jurta smjörlíki
65,9% 49,2% 55,4% 26,0% 59,2% 21,4% 13,7% 20,7% 41,4% 22,7% 35,6%
28,0% 25,9% 25,1% 37,4% 25,9% 39,6% 36,6% 30,3% 43,7% 64,6% 40,1%
1,0% 22,2% 14,6% 34,2% 12,3% 32,9% 46,4% 45,7% 11,8% 6,5% 17,7%
5,1% 2,7% 4,9% 2,4% 2,6% 6,1% 3,3% 3,3% 3,1% 6,2% 6,6%
„MÉR KOM mest á óvart hversu
mikið er af harðri fitu í snakkij
kartöfluflögum og þess háttar. I
Bugles-kornlúðrum er fituhlutfall
tæplega 27% og þar af eru 92,6%
mettaðar fitusýrur, sem eru taldar
óheppilegar þar sem þær auka
LDL-kólesteról í blóði,“ segir
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir,
sem nýlega gerði rannsókn á feit-
meti. Bergþóra er 24 ára ogstund-
ar nám í lífefnafræði við Háskóla
íslands, en rannsóknina vann hún
fyrir Sigmund Guðbjamason 0g
naut einnig styrks frá Nýsköpun-
arsjóði.
Sá sem matreiðir veltir jafnan
fyrir sér öðrum eiginleikum fitu
en næringar- eða matvælafræð-
ingur. Hitunareiginleiki fitu eða
olíu, ásamt bragði, skiptir hinn
fyrrnefnda mestu máli meðan
næringar- eða matvælafræðingur
er líklegri til að velta fyrir sér
hvort fitan er mettuð, einómettuð
eða fjölómettuð.
Góð og vond fita
Fjölómettuð fita er álitin tiltölu-
lega holl, einómettuð skaðlaus en
mettuð (hörð) slæm. Bergþóra
bendir á að það geri sér ekki all-
ir grein fyrir því að fita í matar-
æði er mikilvæg orkuuppspretta
fyrir líkamann, rétt eins og kol-
vetni og prótein.
Olía er m.a. hert til að fjölga
notkunarmöguleikum og auka
geymsluþol. Grænmetisolíur eru
til dæmis oft hertar til að búa til
smjörlíki. „Trans-ómettaðar fitu-
sýrur myndast fyrst og fremst við
herðingu fitu. Þær eru því í hertri
jurtafitu og hertri fiskfitu sem
gjarnan er notuð í smjörlíki og í
matvælaiðnaði. Þær eru óvenju-
legar að því leyti að þær finnast
ekki í náttúrunni nema í mjög
takmörkuðum mæli. Rannsóknir
hafa sýnt að mikil neysla á trans-
fitusýrum getur hækkað styrk
LDL-kólesteróls, slæma kólester-
ólsins, í blóðinu, eins og mettaðar
fitusýrur gera. Einnig hafa
nokkrar rannsóknir sýnt fram á
að mikil neysla á trans-fitusýrum
lækkar styrk góða kólesterólsins,
HDL.
Niðurstöður úr rannsóknum
mínum sýndu að Ljóma-smjörlíki
hefur hæst hlutfall trans-fitusýra
af þeim afurðum sem rannsakað-
ar voru. Það kom raunar ekki á
óvart því í Ljóma eru hertar fi-
skolíur. Langminnst er af trans-
fitusýrum í smjöri, sem ekki kem-
ur heldur á óvart því þó að hreint
smjör sé ekki unnið úr hertum
olíum er vitað að trans-fitusýrur
*
Rannsókn á feitmeti á Islandi
undimar líkari kartöfludufti.
Þykkvabæjar-skrúfur komu best
út af snakki í rannsókninni, með
tilliti til fituhlutfalls, sem var
16%.“
Kökur
Tvær kökur voru í rannsókn
Bergþóru, Marsipan-kaka frá
Kuchen Meister og Sandkaka frá
Myllunni. „Mælingar mínar stað-
festu að smjörlíki sem notað er í
bakaríum er oft úr hertum fisk-
olíum. Minna virðist þó vera af
þeim í smjörlíki sem notað er við
bakstur á íslensku sandkökunni
en þýsku marsípankökunni."
Majones
Bergþóra
kannaði fitusýr-
ur í Gunnars-
| majonesi, sem
framleitt er af
Gunnarsmay-
onnaise sf. og
Hellmann’s Real,
sem framleitt er
í Bandaríkjunum.
„Mettaðar fitu-
sýrur eru helmingi
fleiri í bandarísku af-
urðinni, en einnig er tals-
vert meira af íjölómettuðum
fitusýrum í henni. í Gunnars-majo-
Hörð fita leynist
víða í matvælum
rannsókn á feitmeti sem algengt er á
Hlutfall fitu í matvælum segir ekki alla
söguna um hollustu, því miklu skiptir
hvers eðlis fítan er. Brynja Tomer
vissi lítið sem ekkert um mun
á góðu og vondu kólesteróli og
enn minna um slæmar og góðar
fítusýrur fyrr en eftir samtal
sitt við Bergþóru Hlíðkvist
Skúladóttur, sem nýlega gerði athyglisverða
íslenskum heimilum.
verða til með náttúru-
legum hætti í maga
nautgripa.“ Bergþóra
áréttar að mikla neyslu
þarf til að trans-fitu-
sýrur hafí þessi nei-
kvæðu áhrif, en eigi
að síður sé full ástæða
til að vera meðvitaður
um magn þessara fitu-
sýra í matvælum.
Matarolía
Bergþóra fitusýru-
greindi sex tegundir af
matarolíu, Wesson-sól-
blómaolíu, Kraft-korn-
oliu, Kraft-jurtaolíu,
Filippo Berio-ex tra
vergin-ólífuolíu, Fílippo Berio-
ólífuolíu og Soja-olíu frá Smjörlíki
hf.
„Hæst hlutfall af fjölómettuð-
um fitusýrum var í sólblómaol-
íunni frá Wesson. Samsetning á
fítusýrum var aftur á móti mjög
lík í jurtaolíu frá Kraft og ís-
lensku sojaolíunni og er sú sam-
setning mjög góð miðað við það
sem talið er æskilegt í neyslu
manna. Það kom mér á óvart að
hæst hlutfall af
mettuðum fitusýrum
er í ólífuolíunum.
Það er því greinilega
eitthvað annað en
samsetning á fitu-
sýrum sem gerir þær
jafn eftirsóttar og
raun ber vitni.“
Smjör og smjörlíki
Smjör og smjörlík-
istegundir sem Berg-
þóra rannsakaði
voru: Sólblóma 65,
Sólblóma 40, Létta,
Smjörvi, Blómasoja,
Ljóma, Klípa, Smjör,
Kjarna, Létt oglagg-
ott, og Jurta..
„Samsetning á þessum afurðum
er mjög fjölbreytt. Langmest er
af fjölómettuðum fitusýrum í Sól-
blóma 40 og mest er af mettuðum
fítusýrum í smjöri, tæplega 66%,
sem kemur ekki á óvart. Meira
er af mettuðum fitusýrum í
Smjörva, Klípu og Létt & laggott
en í smjörlíki sem notað er í bakst-
ur, Kjarna, Jurta og Ljóma. Þó
ber að hafa í huga að viðbitsteg-
Bergþóra Hlíðkvist
Skúladóttir
undirnar eru yfírleitt fítuskertar
en ekki smjörlíkið. Hagstæðasta
samsetning á smjörlíki sem viðbiti
væri að hafa sem minnst af fitu
og hlutfallslega lítið magn af mett-
aðri fitu.“ Bergþóra segist hafa
orðið ánægð að sjá að samræmi
var milli innihaldslýsinga og niður-
staðna hennar. „Það sýnir að vel
er staðið að merkingum hjá þess-
um framleiðendum og að ástæðu-
laust er að rengja það sem stend-
ur á umbúðum.“
Kartöfluflögur
Bergþóra kannaði samsetningu
á fítusýrum í Bug/es-snakki,
Maruud-kartöfluflögum með salt-
og piparbragði, Kim’s, Þykkva-
bæjar-skrúfum með papriku og
Pj'kn/k-kartöflustrimlum.
„Samsetningin var mjög ólík,
en ef höfð eru í huga slæm áhrif
af mettuðum fitusýrum á hjarta-
og æðakerfi er Ijóst að sneiða
ætti hjá Bugles. I þessum korn-
lúðrum eru nær 93% af fitunni
mettaðar fítusýrur. Þetta er þó
ekki feitasta snakkið, því fituhlut-
fall í Maarud-flögum var hæst,
38%. Það kom mér raunar ekki á
óvart, því þegar ég malaði flögurn-
ar fyrir mælingu, urðu þær að
olíukenndum graut, en hinar teg-
nesi er aftur á móti mest af ein-
ómettuðum fitusýrum, sem hvorki
eru taldar hollar né óhollar. Þessar
niðurstöður sýna greinilega að
þessir tveir framleiðendur nota
mismunandi hráefni."
Bergþóra segir það hafa í alla
staði verið mjög lærdómsríkt að
gera þessa rannsókn. „Það er
ómetanleg reynsla að gera rann-
sókn frá upphafí til enda og ólíkt
því sem við gerum dags daglega
í skólanum. Eg var með aðstöðu
á Raunvísindastofnun Háskóla Is-
lands, þar sem starfsfólk var mjög
hjálplegt og leiðbeindi mér eftir
þörfum. Mér fannst gaman að
vinna fyrir Sigmund Guðbjamason
og vona að ég komi til með að
vinna meira fyrir hann í framtíð-
inni.“
Hún telur mikilvægt að gera
frekari rannsóknir á fituefnasam-
setningu í matvælum okkar, bæði
innlendum og innfluttum. „Neyt-
endur verða að geta gert sér grein
fyrir því að margar fæðutegundir
eru mjög fituríkar, t.d. kartöflu-
flögur og annað nasl.
Jafnframt er mikilvægt að þeir
viti hvort of mikið eða lítið er af
mettuðum eða ómettuðum fitusýr-
um í fæðunni og hvort þessar fitu-
sýrur eru í æskilegum hlutföllum."
\
)
)
)
)
i
>
i
!
>
l
\
i
l
í
I
L
I
I
I
I
I
!
I