Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 55

Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 55 FRÉTTIR Skemmtanir ■ KUSK heldur fyrstu tónleika sina eftir hlé á fímmtudagskvöld ,í Rósen- bergkjallaranum og hefjast þeir um kl. 23. Hljómsveitin kemur fram eftir nokk- urt hlé og mun kynna efni af væntanleg- um geisladisk sínum. Aðgangur ókeypis. ■ EINKAKLÚBBURINN heldur haustfagnað sinn á Ingólfscafé föstu- dagskvöld í tilefni af útkomu nýs frétta- bréfs. Félagar í Einkaklúbbnum fá frítt til kl. 2 og einnig verður bjór seldur á hálfvirði. Gulli Helga verður á efri hæð- inni og DJ Tommi á þeirri neðri. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fimmtudag spilar hljómsveitin Botn- leðja. Húsið opið kl. 22-1. Á föstudags- kvöld sér Sljórnin um diskóstuðið og á laugardagskvöld er Siggi Hlö í búrinu með meira diskó. Á mánudag er Lista- klúbburinn me_ð dagskrá um Arthur Mill- er í þýðingu Árna Ibsen. ■ LANGISANDUR AKRANESI Hljómsveitin Draumalandið skemmtir laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa: Einar Þór Jóhannsson, Lárus Már Hermannsson, Ríkharður Mýrdal Harðarson og Sigurdór Guðmunds- son. ■ NUNO MIGUEL OG MILLJÓNA- MÆRINGARNIR leika á föstudags- kvöldið í Siglufirði og á laugardags- kvöldið í Sjallanum, Akureyri. ■ AMMA LÚ Á föstudagskvöld verður haldin Knickerbox hátíð i tilefni af opnun verslunarinnar að Laugavegi 62. Húsið opnar kl. 23 og verður tekið á móti gestum með kokteil í boði Southern Comfort. Dansarar og módel verða svo með tískusýningu frá Knickerbox. Það verða svo D.J. Maggi Magg FM og DJ Nökkvi sem sjá um tónlistina. Á laugar- dagskvöld verður sýndarveruleiki á boð- stólum í boði Smirnoff. Það er svo DJ Kiddi Big Foot sem sér um tónlistina. ■ BUBBI MORTHENS leikur á föstu- dagskvöld á Hafurbirninum, Grindavik og á láugardagskvöldinu á La Parilla, Sandgerði. Með Bubba leikur bassaleik- arinn Þorleifur Guðjónsson. Tónleik- amir hefjast kl. 11. ■ BLÚSBARINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin J.J Soul Band. Þeir flytja blúsbræðing meó stnu lagi og stöku bossanovalög. Hljóm- sveitina skipa breski söngvarinn J.J. Soul, gítarleikarinn Eðvarð Lárusson, bassaleikarinn Stefán Ingólfsson, á trommur leikur Steingrimur Óli Sig- urðarson og á pianó Ingvi Þór Korm- áksson. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtudags- kvöld heldur hljómsveitin Fjallkonan útgáfutónleika. A föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Skítamórall og hljóm- sveitin Sixties tekur við og leikur á sunnudagskvöldinu. Jet Black Joe leika svo mánudags- og þriðjudagskvöld og Vinir vors og blóma á miðvikudags- og fímmtudagskvörd 16. nóvember. ■ SNIGLAR ætlar að halda svokallaða Vetrarsorgardrykkju laugardagskvöld í félagsheimili sínu að Bíldshöfða 14 þar sem fram kemur hljómsveitin K.F.U.M. & The Andskodans en hana skipa: Andri Hrannar, Arnar Smokie, Bryn- dís Sunna, Katrin Hildur, Ofur-Bald- ur, Óli Jó og Steini Tótu. Húsið opnað kl. 21 en hljómsveitin hefur leik um miðnætti. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika Ragnar Bjarnason og Stefán Jökuls: son föstudags- og laugardagskvöld. í Súlnasal á laugardagskvöldið er það svo Ríósaga sem er skemmtidagskrá með Ríó Tríó. Eftir sýningu er svo dansleik- ur með hljómsveitinni Saga Klass. Hús- ið verður opnað kl. 19 íyrir matargesti og kl. 23.30 fyrir þá sem ætla að koma á dansleik. ■ GARÐAKRÁIN, GARÐABÆ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Klappað og klárt með þeim Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálms- dóttur. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld er einkasamvæmi í aðalsal. Sýning Ladda í Ásbyrgi heldur áfram föstu- dags- og laugardagskvöld. Á laugar- dagskvöld. I aðalsal leikur hljómsveitin Karma eftir miðnætti. Á sunnudags- kvöld er svo Intercoiffure hársýning. ■ NÆTURGALINN Hljómsveitin Út- lagar léikur föstudags- og laugardags- kvöld. ■ GULLÖLDIN Á föstudagskvöld skemmtir Heiðar snyrtir Grafarvogsbú- um. Skemmtunin hefst kl. 20.30. Hljóm- sveitin Tarnús leikur og syngur gömlu íslensku gullaldarlögin.’ ■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld leikur dúettinn Blátt áfram. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur trúbad- orinn Guðmundur Rúnar og á sunnu- HLJÓMSVEITIN Kusk heldur tónleika í Rósenberg á fimmtu- dagskvöld. dagskvöld leikur Teitur Guðna. Jón Ingólfs tekur síðan við og leikur mánu- dags- og þriðjudagskvöld og dúettinn Blátt áfram leikur miðvikudagskvöld. ■ RÚNAR ÞÓR leikur föstudags- og laugardagskvöld í Fjörugarðinum, Hafnarfirði. Með honum eru Sigurður Árnason bassaleikari, fyrrum meðlimur í Náttúru og Jónas Björnsson á trommur. ■ VINIR VORS OG BLÓMA leika í Sjallanum Akureyri föstudagskvöld. Meðal gesta eru D.J. Kiddi Bigfoot og þijár stúlkur frá Módelsamtökunum verða með undirfatasýningu. Á laugar- dagskvöld leikur W&B i félagsmiðstöð- inni Dynheimum. ■ VINIR DÓRA leika fímmtudagskvöld í Kringlukránni en hljómsveitin hefur nýlega gefíð út geisladisk er ber heitið Hittu mig. ■ JET BLACK JOE heldur tónleika i Loftkastalanum fímmtudagskvöld þar sem einnig koma fram söngkonan Emil- iana Torrini og Radíusbræður skemmta. Húsið opnað kl. 20.30. Jet Black Jóe er senn á förum utan og eru þetta þvi síðustu forvöð að beija þá aug-. um. Einar Lyng snúður á X-inu leikur fram eftir nóttu. ■ SÓL DÖGG leikur á skemmtistaðn- um Calypso í Vestmannaeyjum um helgina. ■ FEITI DVERGURINN Á föstudags- kvöld leika Næturgalarnir og á laugar- dagskvöldinu leikur hljómsveitin He's A live. ■ SSSÓL heldur almennan dansleik á Inghóli Selfossi föstudagskvöld. Sólin hefur verið í fríi síðustu misseri vegna sýninga á söngleiknum Rocky Horror. Miðaverð er 1.200 kr. og aldurstakmark 18 ár. KEPPENDURNIR sem kepptu fyrir íslands hönd í Englandi. F.v. Þorvaldur Gunnarsson, Jóhanna Ella Jónsdóttir, Jón Stefnir Hilm- arsson, Snorri Engilbertsson, Berglind Freymóðsdóttir, Doris Ósk Guðjónsdóttir, Henríetta Magnúsdóttir og Jón Ágústsson. Islenzk pör kepptu í Wales FJÖGUR íslenzk pör kepptu í Welsh Grand Prix-Bonanza danskeppninni, sem haldin var í Prestaty i Welsh í Englandi nýlega. Alls tóku um 200 danspör þátt í keppninni. í aldurshópi 12-14 ára tóku þátt fyrir íslands hönd Doris Ósk Guð- jónsdóttir og Snorri Engilbertsson og komust i 8. sæti í ballroom-döns- um en 48 pör tóku þátt í keppninni. Jóhanna Ella Jónsdóttir og Þorvaldur Gunnarsson kepptu í svokölluðum youth-flokki, 16-21 árs, í ballroom- dönsum og urðu sigurvegarar. Einn- ig kepptu þau í latin-dönsum og höfn- uðu í 3. sæti. Keppt var í flokki 16 ára og eldri — amatör — og náðu þau 2. sæti í ballroom-dönsum og 3. sæti í latin-dönsum. Jóhanna og Þorvaldur enduðu keppni á sunnu- dagskvöld með því að taka þátt í boðskeppni í tíu dönsum samanlagt og náðu þau þar 3. sæti. Henríetta Magnúsdóttir og Jón Ágústsson kepptu einnig í youth- flokki í ballroom-dönsum og náðu þau þar 4. sæti og 5. sæti í amatör- ballroom-keppninni. Berglind Frey- móðsdóttir og Jón Stefnir Hilmars- son kepptu í aldurshópi 35 ára og eldri (senior) og náðu þau 2. sæti í latin-dönsum og 2. sæti í boðskeppni í tíu dönsum samanlagt. Á sunnudagskvöld var haldin liða- keppni með glensi og gamni. Fjögur lið kepptu og voru þau frá Eng- landi, íslandi, Skotlandi og írlandi. Þess má einnig geta að Jóhanna Ella Jónsdóttir og Þorvaldur Gunn- arsson kepptu hálfum niánuði áður á Staffordshire Open, þar sem þau lentu í 2. sæti í keppninni Rising Stars Amatör, 16 ára og eldri, í lat- in-dönsum og 3. sæti i ballroom- dönsum. I Amatör open urðu þau i 4. sæti. Kanadískur töframaður á McDonald’s KANADÍSKI töframaðurinn Andrew Magic sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi á McDonald’s Hressó um helgina. Andrew hefur stundað töfrabrögð frá 7 ára aldri og hefur sýnt víða, bæði í Norður- og Suður-Ameríku en hann er nú í fýrsta sinn á ís- landi. Ef veður leyfír mun Andrew leika listir sinar í garðinum hjá Hressó, annars inni í salnum. Sýning- arnar byija kl. 14, 15 og 16 bæði laugardag 11. og sunnudaginn 12. nóvember. Ræða fjárlagafrumvarpið SVANHILDUR Svavarsdóttir tal- meinafræðingur flytur erindi um Asperger heilkenni á fræðslufundi í Umsjónarfélagi einhverfra sem verður haldinn í kvöld, fimmtudag- inn 9. nóvember, í Bugl við Dal- braut kl. 20.30. í frétt frá stjóm Umsjónarfélags einhverfra segir m.a.: „Böm/ungl- ingar með Asperger heilkenni eru t.d. með truflaða hæfni til gagn- kvæmra tjáskipta, eru þrasgjörn, nota málið sérkennilega, eru oft klunnaleg í hreyfingum, hafa öfga- fullán áhuga eða siði og nota lítil svipbrigði eða handahreyfingu.” Sýnt verður myndband um Asperg- er heilkenni. Umræður og fyrir- spurnir í lokin. w w -leikur að lœra! Vinningstölur 8. nóv. 1995 5*7*9*12*13*17*25 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 JET Black Joe heldur tónleika í Loftkastalanum á fimmtudags- kvöld. ■ SÓLON ÍSLANDUS Á föstudags- kvöld verður tangó á efri hæðinni og á laugardagskvöld halda þeir Hjörtur Howser og Eysteinn Eysteinsson upp stemmningu með tónlist frá ýmsum tíma- bilum. Á þriðjudagskvöld verður jasstríó Óla Stephensen á Sólon. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fímmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur dúettinn Amar og Þórir. ■ ÖLKJALLARINN Trúbadúettinn Rúnar og Ingvar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Á efnisskránni er að fínna m.a. mikið af bítlalögum í bland við annað s.s. rokk og popp. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- og iaugardagskvöld skemmta þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiriksson. ■ Tónleikar með danshljómsveitinni T-World eru föstudagskvöld í Norður- kjallara MH og hefjast kl. 22.30 og kost- ar 500 kr. inn. Fræðslufundur í Umsjónarfé- lagi einhverfra SVANHILDUR Svavarsdóttir tal- meinafræðingur flytur erindi um Asperger heilkenni á fræðslufundi í Umsjónarfélagi einhverfra sem verður haldinn í kvöld, fimmtudag- inn 9. nóvember, í Bugl við Dal- braut kl. 20.30. í frétt frá stjórn Umsjónarfélags einhverfra segir m.a.: „Böm/ung- lingar með Asperger heilkenni eru t.d. með truflaða hæfni til gagn- kvæmra tjáskipta, eru þrasgjörn, nota málið sérkennilega, em oft klunnaleg í hreyfingum, hafa öfga- fullan áhuga eða siði og nota lítil svipbrigði eða handahreyfingu." Sýnt verður myndband um Asperg- er heilkenni. Umræður og fyrir- spurnir í lokin. -----» ♦.4--- ■ HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsunum við Reykjanes- braut kl. 20 fimmtudagskvöld 9. nóvember. Hjólað verður upp fyrir Fella- og Hólahverfí og um Selja- hverfi, niður í Mjódd og ferðinni lýkur við Fákshúsin. Öllu hjólreiða- fólki er velkomið að slást í hópinn. TILBOÐ I N, OVEMBER Vandaðir gripir á einstöku verði! '0' Hrærivél MUM 4555EU Ein vinsælasta hrærivélin á Islandi í mörg ár. Nú á jólabakstursafsláttarvcröi. Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með. Verð: 16.900 kr. stgr. Ryksuga VS 62A00 Nýjasta ryksugan frá Siemens á sérstöku kynningarverði fyrir þrifna Islendinga. 1300 W. Létt og lipur, kröftug og endingargóð. Verð: 11.900 kr. stgr. Símtæki með símsvara EUROSET 832 Snoturt og fyrirferðarlítið símtæki með spólulausum símsvara. Með skjá og hátalara. Þctta er tækið sem þú hefur verið að bíða eftir. Verð: 11.900 kr. stgr. Þráðlaust símtæki GIGASET 910 Létt og meðfærilegt þráðlaust símtæki með skjá, laust við allar truflanir. Langur endingartími rafhlöðu. Fylgir þér eins og skugginn um híbýli þín. Verð: 26.900 kr. stgr. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvitárskála • Hellissandur: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guöni Hallgrimsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúö • Isafjöröur Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur. Rafsjá • Siglufjöröun Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyöarfjöröur: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn I Hornafiröi: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grlndavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi í vcrslun okkaraö Nóatíini SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.