Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 55 FRÉTTIR Skemmtanir ■ KUSK heldur fyrstu tónleika sina eftir hlé á fímmtudagskvöld ,í Rósen- bergkjallaranum og hefjast þeir um kl. 23. Hljómsveitin kemur fram eftir nokk- urt hlé og mun kynna efni af væntanleg- um geisladisk sínum. Aðgangur ókeypis. ■ EINKAKLÚBBURINN heldur haustfagnað sinn á Ingólfscafé föstu- dagskvöld í tilefni af útkomu nýs frétta- bréfs. Félagar í Einkaklúbbnum fá frítt til kl. 2 og einnig verður bjór seldur á hálfvirði. Gulli Helga verður á efri hæð- inni og DJ Tommi á þeirri neðri. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fimmtudag spilar hljómsveitin Botn- leðja. Húsið opið kl. 22-1. Á föstudags- kvöld sér Sljórnin um diskóstuðið og á laugardagskvöld er Siggi Hlö í búrinu með meira diskó. Á mánudag er Lista- klúbburinn me_ð dagskrá um Arthur Mill- er í þýðingu Árna Ibsen. ■ LANGISANDUR AKRANESI Hljómsveitin Draumalandið skemmtir laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa: Einar Þór Jóhannsson, Lárus Már Hermannsson, Ríkharður Mýrdal Harðarson og Sigurdór Guðmunds- son. ■ NUNO MIGUEL OG MILLJÓNA- MÆRINGARNIR leika á föstudags- kvöldið í Siglufirði og á laugardags- kvöldið í Sjallanum, Akureyri. ■ AMMA LÚ Á föstudagskvöld verður haldin Knickerbox hátíð i tilefni af opnun verslunarinnar að Laugavegi 62. Húsið opnar kl. 23 og verður tekið á móti gestum með kokteil í boði Southern Comfort. Dansarar og módel verða svo með tískusýningu frá Knickerbox. Það verða svo D.J. Maggi Magg FM og DJ Nökkvi sem sjá um tónlistina. Á laugar- dagskvöld verður sýndarveruleiki á boð- stólum í boði Smirnoff. Það er svo DJ Kiddi Big Foot sem sér um tónlistina. ■ BUBBI MORTHENS leikur á föstu- dagskvöld á Hafurbirninum, Grindavik og á láugardagskvöldinu á La Parilla, Sandgerði. Með Bubba leikur bassaleik- arinn Þorleifur Guðjónsson. Tónleik- amir hefjast kl. 11. ■ BLÚSBARINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin J.J Soul Band. Þeir flytja blúsbræðing meó stnu lagi og stöku bossanovalög. Hljóm- sveitina skipa breski söngvarinn J.J. Soul, gítarleikarinn Eðvarð Lárusson, bassaleikarinn Stefán Ingólfsson, á trommur leikur Steingrimur Óli Sig- urðarson og á pianó Ingvi Þór Korm- áksson. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtudags- kvöld heldur hljómsveitin Fjallkonan útgáfutónleika. A föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Skítamórall og hljóm- sveitin Sixties tekur við og leikur á sunnudagskvöldinu. Jet Black Joe leika svo mánudags- og þriðjudagskvöld og Vinir vors og blóma á miðvikudags- og fímmtudagskvörd 16. nóvember. ■ SNIGLAR ætlar að halda svokallaða Vetrarsorgardrykkju laugardagskvöld í félagsheimili sínu að Bíldshöfða 14 þar sem fram kemur hljómsveitin K.F.U.M. & The Andskodans en hana skipa: Andri Hrannar, Arnar Smokie, Bryn- dís Sunna, Katrin Hildur, Ofur-Bald- ur, Óli Jó og Steini Tótu. Húsið opnað kl. 21 en hljómsveitin hefur leik um miðnætti. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika Ragnar Bjarnason og Stefán Jökuls: son föstudags- og laugardagskvöld. í Súlnasal á laugardagskvöldið er það svo Ríósaga sem er skemmtidagskrá með Ríó Tríó. Eftir sýningu er svo dansleik- ur með hljómsveitinni Saga Klass. Hús- ið verður opnað kl. 19 íyrir matargesti og kl. 23.30 fyrir þá sem ætla að koma á dansleik. ■ GARÐAKRÁIN, GARÐABÆ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Klappað og klárt með þeim Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálms- dóttur. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld er einkasamvæmi í aðalsal. Sýning Ladda í Ásbyrgi heldur áfram föstu- dags- og laugardagskvöld. Á laugar- dagskvöld. I aðalsal leikur hljómsveitin Karma eftir miðnætti. Á sunnudags- kvöld er svo Intercoiffure hársýning. ■ NÆTURGALINN Hljómsveitin Út- lagar léikur föstudags- og laugardags- kvöld. ■ GULLÖLDIN Á föstudagskvöld skemmtir Heiðar snyrtir Grafarvogsbú- um. Skemmtunin hefst kl. 20.30. Hljóm- sveitin Tarnús leikur og syngur gömlu íslensku gullaldarlögin.’ ■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld leikur dúettinn Blátt áfram. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur trúbad- orinn Guðmundur Rúnar og á sunnu- HLJÓMSVEITIN Kusk heldur tónleika í Rósenberg á fimmtu- dagskvöld. dagskvöld leikur Teitur Guðna. Jón Ingólfs tekur síðan við og leikur mánu- dags- og þriðjudagskvöld og dúettinn Blátt áfram leikur miðvikudagskvöld. ■ RÚNAR ÞÓR leikur föstudags- og laugardagskvöld í Fjörugarðinum, Hafnarfirði. Með honum eru Sigurður Árnason bassaleikari, fyrrum meðlimur í Náttúru og Jónas Björnsson á trommur. ■ VINIR VORS OG BLÓMA leika í Sjallanum Akureyri föstudagskvöld. Meðal gesta eru D.J. Kiddi Bigfoot og þijár stúlkur frá Módelsamtökunum verða með undirfatasýningu. Á laugar- dagskvöld leikur W&B i félagsmiðstöð- inni Dynheimum. ■ VINIR DÓRA leika fímmtudagskvöld í Kringlukránni en hljómsveitin hefur nýlega gefíð út geisladisk er ber heitið Hittu mig. ■ JET BLACK JOE heldur tónleika i Loftkastalanum fímmtudagskvöld þar sem einnig koma fram söngkonan Emil- iana Torrini og Radíusbræður skemmta. Húsið opnað kl. 20.30. Jet Black Jóe er senn á förum utan og eru þetta þvi síðustu forvöð að beija þá aug-. um. Einar Lyng snúður á X-inu leikur fram eftir nóttu. ■ SÓL DÖGG leikur á skemmtistaðn- um Calypso í Vestmannaeyjum um helgina. ■ FEITI DVERGURINN Á föstudags- kvöld leika Næturgalarnir og á laugar- dagskvöldinu leikur hljómsveitin He's A live. ■ SSSÓL heldur almennan dansleik á Inghóli Selfossi föstudagskvöld. Sólin hefur verið í fríi síðustu misseri vegna sýninga á söngleiknum Rocky Horror. Miðaverð er 1.200 kr. og aldurstakmark 18 ár. KEPPENDURNIR sem kepptu fyrir íslands hönd í Englandi. F.v. Þorvaldur Gunnarsson, Jóhanna Ella Jónsdóttir, Jón Stefnir Hilm- arsson, Snorri Engilbertsson, Berglind Freymóðsdóttir, Doris Ósk Guðjónsdóttir, Henríetta Magnúsdóttir og Jón Ágústsson. Islenzk pör kepptu í Wales FJÖGUR íslenzk pör kepptu í Welsh Grand Prix-Bonanza danskeppninni, sem haldin var í Prestaty i Welsh í Englandi nýlega. Alls tóku um 200 danspör þátt í keppninni. í aldurshópi 12-14 ára tóku þátt fyrir íslands hönd Doris Ósk Guð- jónsdóttir og Snorri Engilbertsson og komust i 8. sæti í ballroom-döns- um en 48 pör tóku þátt í keppninni. Jóhanna Ella Jónsdóttir og Þorvaldur Gunnarsson kepptu í svokölluðum youth-flokki, 16-21 árs, í ballroom- dönsum og urðu sigurvegarar. Einn- ig kepptu þau í latin-dönsum og höfn- uðu í 3. sæti. Keppt var í flokki 16 ára og eldri — amatör — og náðu þau 2. sæti í ballroom-dönsum og 3. sæti í latin-dönsum. Jóhanna og Þorvaldur enduðu keppni á sunnu- dagskvöld með því að taka þátt í boðskeppni í tíu dönsum samanlagt og náðu þau þar 3. sæti. Henríetta Magnúsdóttir og Jón Ágústsson kepptu einnig í youth- flokki í ballroom-dönsum og náðu þau þar 4. sæti og 5. sæti í amatör- ballroom-keppninni. Berglind Frey- móðsdóttir og Jón Stefnir Hilmars- son kepptu í aldurshópi 35 ára og eldri (senior) og náðu þau 2. sæti í latin-dönsum og 2. sæti í boðskeppni í tíu dönsum samanlagt. Á sunnudagskvöld var haldin liða- keppni með glensi og gamni. Fjögur lið kepptu og voru þau frá Eng- landi, íslandi, Skotlandi og írlandi. Þess má einnig geta að Jóhanna Ella Jónsdóttir og Þorvaldur Gunn- arsson kepptu hálfum niánuði áður á Staffordshire Open, þar sem þau lentu í 2. sæti í keppninni Rising Stars Amatör, 16 ára og eldri, í lat- in-dönsum og 3. sæti i ballroom- dönsum. I Amatör open urðu þau i 4. sæti. Kanadískur töframaður á McDonald’s KANADÍSKI töframaðurinn Andrew Magic sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi á McDonald’s Hressó um helgina. Andrew hefur stundað töfrabrögð frá 7 ára aldri og hefur sýnt víða, bæði í Norður- og Suður-Ameríku en hann er nú í fýrsta sinn á ís- landi. Ef veður leyfír mun Andrew leika listir sinar í garðinum hjá Hressó, annars inni í salnum. Sýning- arnar byija kl. 14, 15 og 16 bæði laugardag 11. og sunnudaginn 12. nóvember. Ræða fjárlagafrumvarpið SVANHILDUR Svavarsdóttir tal- meinafræðingur flytur erindi um Asperger heilkenni á fræðslufundi í Umsjónarfélagi einhverfra sem verður haldinn í kvöld, fimmtudag- inn 9. nóvember, í Bugl við Dal- braut kl. 20.30. í frétt frá stjóm Umsjónarfélags einhverfra segir m.a.: „Böm/ungl- ingar með Asperger heilkenni eru t.d. með truflaða hæfni til gagn- kvæmra tjáskipta, eru þrasgjörn, nota málið sérkennilega, eru oft klunnaleg í hreyfingum, hafa öfga- fullán áhuga eða siði og nota lítil svipbrigði eða handahreyfingu.” Sýnt verður myndband um Asperg- er heilkenni. Umræður og fyrir- spurnir í lokin. w w -leikur að lœra! Vinningstölur 8. nóv. 1995 5*7*9*12*13*17*25 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 JET Black Joe heldur tónleika í Loftkastalanum á fimmtudags- kvöld. ■ SÓLON ÍSLANDUS Á föstudags- kvöld verður tangó á efri hæðinni og á laugardagskvöld halda þeir Hjörtur Howser og Eysteinn Eysteinsson upp stemmningu með tónlist frá ýmsum tíma- bilum. Á þriðjudagskvöld verður jasstríó Óla Stephensen á Sólon. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fímmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur dúettinn Amar og Þórir. ■ ÖLKJALLARINN Trúbadúettinn Rúnar og Ingvar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Á efnisskránni er að fínna m.a. mikið af bítlalögum í bland við annað s.s. rokk og popp. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- og iaugardagskvöld skemmta þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiriksson. ■ Tónleikar með danshljómsveitinni T-World eru föstudagskvöld í Norður- kjallara MH og hefjast kl. 22.30 og kost- ar 500 kr. inn. Fræðslufundur í Umsjónarfé- lagi einhverfra SVANHILDUR Svavarsdóttir tal- meinafræðingur flytur erindi um Asperger heilkenni á fræðslufundi í Umsjónarfélagi einhverfra sem verður haldinn í kvöld, fimmtudag- inn 9. nóvember, í Bugl við Dal- braut kl. 20.30. í frétt frá stjórn Umsjónarfélags einhverfra segir m.a.: „Böm/ung- lingar með Asperger heilkenni eru t.d. með truflaða hæfni til gagn- kvæmra tjáskipta, eru þrasgjörn, nota málið sérkennilega, em oft klunnaleg í hreyfingum, hafa öfga- fullan áhuga eða siði og nota lítil svipbrigði eða handahreyfingu." Sýnt verður myndband um Asperg- er heilkenni. Umræður og fyrir- spurnir í lokin. -----» ♦.4--- ■ HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsunum við Reykjanes- braut kl. 20 fimmtudagskvöld 9. nóvember. Hjólað verður upp fyrir Fella- og Hólahverfí og um Selja- hverfi, niður í Mjódd og ferðinni lýkur við Fákshúsin. Öllu hjólreiða- fólki er velkomið að slást í hópinn. TILBOÐ I N, OVEMBER Vandaðir gripir á einstöku verði! '0' Hrærivél MUM 4555EU Ein vinsælasta hrærivélin á Islandi í mörg ár. Nú á jólabakstursafsláttarvcröi. Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með. Verð: 16.900 kr. stgr. Ryksuga VS 62A00 Nýjasta ryksugan frá Siemens á sérstöku kynningarverði fyrir þrifna Islendinga. 1300 W. Létt og lipur, kröftug og endingargóð. Verð: 11.900 kr. stgr. Símtæki með símsvara EUROSET 832 Snoturt og fyrirferðarlítið símtæki með spólulausum símsvara. Með skjá og hátalara. Þctta er tækið sem þú hefur verið að bíða eftir. Verð: 11.900 kr. stgr. Þráðlaust símtæki GIGASET 910 Létt og meðfærilegt þráðlaust símtæki með skjá, laust við allar truflanir. Langur endingartími rafhlöðu. Fylgir þér eins og skugginn um híbýli þín. Verð: 26.900 kr. stgr. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvitárskála • Hellissandur: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guöni Hallgrimsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúö • Isafjöröur Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur. Rafsjá • Siglufjöröun Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyöarfjöröur: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn I Hornafiröi: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grlndavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi í vcrslun okkaraö Nóatíini SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.