Morgunblaðið - 17.11.1995, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.11.1995, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGVI Hiibner. Gítarleikur í sérflokki. Góð ferð á ljúfum nótum TÓNLIST Geisladiskur BETRIFERÐ Sólóplata Tryggva Hiibner. Utsetn- ingan Tryggvi Hiibner. Hljómsveitin Con Brio: Tryggvi Htíbner gítar, hljómborð, Pálmi Gunnarsson bassi, Tómas Jóhannesson trommur. Sér- stakir gestatónlistarmenn: Eyþór Gunnarsson congatrommur í einu ’lagi, dr. Kristján Þórarinsson klass- ískur gitar í einu lagi. Höfundar laga: Tryggvi Hiibner, Jón Ólafsson eitt lag, Peter Green eitt lag. Upptöku- menn: Jón Kj. Ingólfsson, Jens Hans- son, Sigurður Ingi. Hljóðblöndun: Jens Hansson, Tryggvi Htíbner. Staf- ræn eftirvinnsla: Snorri Kristjáns- son, Óskar Páll Sveinsson. Geim- steinn hf. gefur út, 33,66 mín, 1.690 krónur (1.359 á nóvemberafslætti Japis). TRYGGVI Hiibner hefur lengi verið í hópi okkar snjöllustu gítar- ieikara og hér sendir hann frá sér geisladisk með níu lögum, öllum spiluðum án söngs og verður ekki -annað sagt en vel hafí til tekist. Sjálfur er Tiyggvi höfundur sjö lag- anna, Jón Olafsson bassaieikari á eitt lag og að auki er á plötunni meistaraverk Peter Green, lagið Albatross. Platan ber nafnið Betrí ferð, og sjálfur verð ég að játa að ferð mín með Tryggva á vængjum gítarsins á þessari plötu er með þeim betri sem ég hef lengi farið. Tónlistin er öll á þægilegum nót- um, afslöppuð en þó áleitin og þrungin orku þar sem snilli Tryggva á gítarinn nýtur sín í ríkum mæli. Það er langt síðan ég hef hlustað á tónlist sem farið hefur betur í mig, eins og maður einhvern veginn endurnærist á sálinni eftir að hafa hlustað á hana. Platan hefur yfír sér sterkan heildarsvip, með mis- jöfnum blæbrigðum þó, og umfram allt hefur hún þá eiginleika að vaxa við hverja hlustun. Það er dálítið erfítt að gera upp á milli einstakra laga á plötunni því öll hafa þau eitthvað við sig sem gleður andann og eyrað. Lagið Fúnksjón með sínu fönkaða yfir- bragði er býsna áleitið sem og Flug- þrá og Hanskinn er upptekinn, og titillagið Betrí ferð vinnur stöðugt á, en öll eru þessi lög eftir Tryggva. Lag Jóns Ólafssonar Yogananda er einnig afbragðs gott og minnir dá- lítið á hina afslöppuðu tónlist Enyu hinnar írsku, og er ekki leiðum að líkjast. Pálmi Gunnarsson leikur á bassa og Tómas Jóhannesson á trommur og skila þeir sínu hlutverki í bak- varðasveitinni með sóma, þótt at- hyglin beinist fyrst og fremst að gítarleik Tryggva, sem er í sér- flokki að mínu mati. Ef ég get sett eitthvað út á þessa plötu þá er það helst útlit plötuhulsturs, sem er kannski ekki beint „sölulegt" að sjá. Hins vegar ættu unnendur góðrar tónlistar í vönduðum flutn- ingi ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara og þeim óska ég góðrar ferðar. Sveinn Guðjónsson »au de *&!(♦*»* DðU>r4t sp 'M vJOvrUit«j> Laugardalshöll ..axu toMónleikar af/„ IÐNSKÓUNN f REYKJAVfK TÆKNIBRAUT Stúdentsnám jafnhliða eða að loknu starfsnámi Innritað: 20.-23. nóv. 1995 kl. 15.00-18.00 Helgárpósturinn fiM. Mbl. '★★★ Ó. H. T. Rás 2 ★ ★★★ Tíminn DUFA Sýnd kl. 11 í A-sal. B.i. 12 ára. 4 P* w Tár imfrEiNi Kvikmynd eftir Gísla Snæ Erlingsson Sýnd í B-sal kl. 4.50 og 6.55. Miðav. kr. 750. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Miðaverð kr. 700. STJÖRNUBlÓLfNAN - Verðlaun: Biómiðar. Simi 904 1065. Reuter KENNETH sjálfur mætti í fylgd leikkonunnar Joan Coll- ins. FÖRUNAUTAR Mickey Ro- urke voru tveir, saxófónn og kona, sem ekki er vitað hvað heitir. Um hávetur NÝJASTA mynd leiksljórans Kenneth Branagh, „In the Bleak Midwinter", eða Um hávetur, var frumsýnd í London á miðviku- daginn. Frumsýningin var hluti kvikmyndahátíðarinnar í London og að sjálfsögðu mættu margir frægir gestir til að berja mynd- ina augum. Hún er kölluð Jade og er háklassa vændiskona og hugsanlega stórhættulegur morðingi. En hver er hún? Fyrrum ástkona þin? Kona besta vinar þíns? QAVID CARUSO Stenstu hana? ' (ÚrNYPDI LINDA FIORENTINO CHAZZ PALMINTERI -Jlillijjf* :JlUJ:JiJ 'Jt iiUJjí KLIKKAÐASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSNINS! SVMD í HÁSKÓLABÍÖI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.