Morgunblaðið - 29.11.1995, Page 51

Morgunblaðið - 29.11.1995, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 51 SAMBi SAMMi KI0B0C SAMBÍ ri&a SAMm cy^-O ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 SNORRABRAUT 37, SÍMI 5S2 5211 OG 551 1384 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 NETIÐ HEITASTA MYND ARSINS sandrabullq^ MICHELLE PFEIFFER StíOWlGIRLS | BÍÓHÖLLIN: Sýnd kl. 9 | og 11.15. BIÚBORGIN: Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. ™BRnXjKSis MADISON COUNTY CMNtEASTWOOD MKRVL STREKI' '■ '■ ■ . Sýnd kl. 4.50, 7.10 og 9.30. BOÐFLENNAN Phil Hart SliNBAD Sýnd kl.4.50, 6.55, 9 og 11. GoldenEye 007~ ASSASSINS j>0CAH0MTA5 SantaClauSE Löng leið á toppinn í BYRJUN ársins 1992 þekkti enginn Quentin Tarantino, en í lok þess sama árs var hann hyllt- ur sem einn frumlegasti leik- stjóri veraldar. Hann þurfti að hafa fyrir frægðinni. Hann fæddist í Knoxville, Tennessee, fyrir 32 árum. Móðir hans, Connie Zastoupil, sem er hálfur Cherokee-indíáni, var aðeins 16 ára gömul þegar hún eignaðist hann. Hún flutti snemma með son sinn til Los Angeles. Tarantino gerðist fljótt mikill kvikmyndaáhugamaður. Hann ákvað að hætta í skóla 16 ára gamall og gerðist sætavísir í klámkvikmyndahúsi. Þar staldr- aði hann þó stutt við og gekk í leiklistarskóla, enda hafði hann ávallt dreymt um að verða leik- ari. Hann reyndi fyrir sér í Hollywood sem slíkur eftir tveggja ára nám, en varð lítt ágengt. Eina hlutverkið sem hann hlaut á fyrstu árum sínum í bransanum var í einum þætti sjónvarpsþáttanna Klassapíur eða „Golden Girls“, sem Elvis- eftirherma. Árið 1986 lék hann í fyrstu kvikmynd sinni. Það var myndin „My Best Friend’s Birthday", en besti vinur hans, Graig Hamann, gerði handrit hennar. Sú mynd var aldrei fullkláruð vegna mis- taka í eftirvinnslu. Um sama leyti fór Quentin að skrifa handrit og vinna fyrir sér sem afgreiðslumaður á mynd- bandaleigu. Hann seldi fyrsta handrit sitt, að myndinni „True Romance“, fyrir 2 milljónir króna. Upp úr því fóru hjólin að snúast og hann fékk ýmis verkefni við að lagfæra handrit annarra og slíkt. Loks fékk hann ósk sína upp- fyllta og leikstýrði fyrstu mynd sinni, „Reservoir Dogs“, sem hann fjármagnaði með aðstoð eins aðalleikarans, Harvey Keit- els. Þar með hófst ferill hans fyrir alvöru og seinna gerði hann Reyfara eða „Pulp Ficti- on“, sem var meðal vinsælustu mynda seinasta árs. Quentin hefur einnig fengist töluvert við kvikmyndaleik og lék nýlega í myndinni Uppgjörið, eða „Desperado" sem nú er ver- ið að sýna í einu kvikmyndahúsa borgarinnar. TARANTINO er meðal vinsælustu leikstjóra Hollywood. Hálf öld í brans- anum BANDARÍSKI stjórnmála- maðurinn Jesse Jackson hefur löngum verið mikill aðdáandi tónlistarmannsins Quincy Jones. Hann sótti nýlega kvöldverð sem hald- inn var Quincy til heiðurs í tilefni hálfrar aldar afmælis tónlistarferils hans. Hérna er hann ásamt listamannin um. Meðal annarra kvöld- verðargesta má nefna Opruh Winfrey, sem stjórn- ar spjallþætti í Bandaríkjun- um. Kvöldverðurinn var haldinn í New York. BJÖRGVIN söng af innlifun. Sveiflan í algleymingi HLJÓMSVEIT Tommy Dorsey kom í heimsókn hingað til lands um síð- ustu helgi og spilaði fyrir dansi á Hótel íslandi á laugardaginn. Þessi stórhljómsveit er meðal annars fræg fyrir að hafa spilað undir hjá Frank Sinatra og nú fetaði Björgvin Hall- dórsson í fótspor hans við góðar undirtektir. Að sjálfsögðu söng aðal- söngvari sveitarinnar, Walt Andrus, einnig með henni. Stjórnandi hennar er Buddy Morrow. <' Morgunblaðið/Jón Svavarsson INGVELDUR Björgvinsdóttir, Jenný Davíðsdóttir og Jónína Pálmadóttir. UNNUR Arngrímsdóttir, Arngrímur Hermannsson, Helga Bestla Jónsdóttir, Hermann Ragnar Stefánsson, Anna Hallgrímsdóttir, Björn Hermannsson og Henný Hermanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.