Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftirlitsstofnun EFTA um kæru vegna vörugjalds A Akvörðun frestað STJÓRN Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel frestaði því á fundi sínum í gær að taka ákvörðun um að senda EFTA-dómstólnum kæru á hendur íslenzkum stjómvöldum vegna fyrirkomulags álagningar og innheimtu vörugjalds hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins verður málið tekið fyrir á stjóm- arfundi í næstu viku. ESA telur það ekki samræmast EES-samningnum að áætla gjald- stofn vömgjalds þegar um innfluttar vörar er að ræða, en miða við raun- verð innlendra vara. Þá sé það samn- ingsbrot að veita innlendum fram- leiðendum gjaldfrest en ekki erlend- um. Nefnd á vegum ijármálaráðherra, með þátttöku hagsmunaaðila, hefur enn ekki skilað af sér frumvarpi um breytingar á lögum um vöragjald. Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé næsta víst að stjóm ESA muni ákveða að vísa málinu til dóm- stólsins í næstu viku, hafi þá ekkert komið fram af hálfu íslenzkra stjóm- valda um að breytingar séu á næsta leiti. Frestur sá, sem ESA veitti ís- iandi til að breyta lögum, rann út í ágúst síðastliðnum. Hins vegar gæti tekið nokkra daga, eftir að ákvörðun hefur verið tekin, að ganga frá mál- inu í hendur EFTA-dómstólsins. Islensk kona starfandi sem arkitekt í Moskvu Hannar 250 milljóna klúbb HLÉDÍS Sveins- dóttir, þritugur ís- lenskur arkitekt, starfar nú við að hanna, teikna og taka þátt í byggingu næturklúbbs og veitingastaðar í Moskvu sem er áætlað að muni kosta milli 200 og 250 milljóna króna. Hlédís hefur verið í Moskvu síðan í mars og verður að Hkind- um þar þangað til framkvæmdum lýk- ur í mars á næsta ári. Aðalverkfram- kvæmdir við staðinn hefjast í dag. Staðurinn hefur fengið nafnið Mirage, er um 1.600 fermetrar að stærð og stendur við götuna Nóví Arbat, sem borgaryfirvöld vilja að verði ein helsta miðstöð skemmtanalifsins þar í borg. Mirage á að sögn Hlédísar að verða aðaltónleika- og sýninga- klúbburinn í borginni, og á að höfða til nýríkra Rússa og vel- stæðra ferðamanna. Hlédís útskrifaðist með meist- aragráðu í arkitektúr frá UCLA í Los Angeles árið 1993 og fékk í kjölfar þess starf við hönnun á itöiskum veitingastað þar í borg. Maður sem var að gera tilboð í hönnun nætur- klúbbsins bað hana um að hefja hönnun- arvinnu fyrir sig, sem hún og gerði. Tilboðsgjafinn hreppti síðan verkið og Hlédís var ráðin til að stýra hönnun og verkstjórn. Hún hefur nú fengið þijá íslendinga til starfa; vinkonu sína, Höllu Hamar, íslenskan verktaka við fram- kvæmdir, Ólaf Auð- unsson, sem er með á sínum snærum sænska iðnaðar- menn sem hafa með- al annars unnið í St. Pétursborg, og íslenskan pípulagningamann. „Þetta er mikið og dýrt verk og verður dýrara með hveijum deg- inum. Það hefur mikið gengið á því að aðstæður hér eru allt aðr- ar en annars staðar í veröldinni. Ég hóf störf sitjandi á gólfi gal- tómrar, ómálaðrar skrifstofu með pínulítið teikniborð fyrir framan mig,“ segir Hlédis. Byggingin sem hýsa mun Mirage var gríðarstórt stúkað flæmi í byijun, þannig að bijóta þurfti niður alla veggi áður en hægt var að hefjast handa við hönnun og innréttingar. „Við höfum glímt við rúss- neskt skrifræði og algengt er að þurfa að greiða fyrir öll leyfi undir borðið, auk þess sem emb- ættismennimir vilja alltaf fá fleiri og fleiri eyðublöð og teikn- ingar í hendur. Rússnesku verka- og iðnaðarmennirnir vinna líka mjög hægt og notast við gamaldags aðferðir, þannig að við fengum ítalska verka- menn sem stungu af eftir að hafa fengið greiðslu. Þá ákváð- um við að fá norræna iðnaðar- menn til starfa. Þetta er því erf- itt og stöðugt læti í gangi, en ekki þó þannig að mér stafi hætta af. Verkið er líka óskap- lega spennandi." Fleiri verkefni í Moskvu Mirage á að vera í síð-gotnesk- um anda en einkennist annars af tilraunagleði. Hlédís segir dýr- ustu efni vera notuð við gerð staðarins, nýjustu hljóð- og ljósa- tækni, listamenn geri súlur og skraut og kappkostað sé að öðm leyti að gera staðinn sem glæsi- legastan. Hún hefur fengið fleiri verk- efni í Moskvu, annars vegar hönnun tveggja íbúða og hins vegar útfærslu innviða hjá bankastofnun í borginni, og kveðst telja líklegt að takist vel til með Mirageverði verkefnin fleiri. Hún kveðst þó ekki ætla að festa rætur í Rússlandi. Ljósmynd/Loftur Atli Hlédís Sveinsdóttir Kjaradeila röntgentækna á Ríkisspítulum Búist við samn- ingafundi í dag* BÚIST er við því að samninganefnd- ir Ríkisspítalanna og röntgentækna hittist á formlegum fundi í dag. Ein- ungis óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli aðila frá því fímmtán röntgentæknar hættu störfum um síðustu mánaðamót í kjölfar þess að stjómendur spítalanna drógu ekki til baka uppsögn á föstum yfirvinnu- greiðslum. „Við sinnum héma sérhæfðum rannsóknum eins og segulómun, æðarannsóknum og tölvusneið- mynda- og ómskoðunum, eða öllum slíkum bráðarannsóknum fyrir utan venjulegar röntgenrannsóknir. Það era fímm manneskjur að hjálpa okk- ur við þetta og þær eru auðvitað búnar með vinnukvóta sinn fyrir löngu,“ segir Ásmundur Brekkan, prófessor og forstöðulæknir röntgen- deildar Landspítalans. Óvissa vegna helgarvaktar Landspítalinn er með helgarvakt um næstu helgi og sagði Ásmundur að algjör óvissa ríkti með hvernig tækist að klára það. „Þessir röntgentæknar telja sig ekki vera í verkfalli. Þeir telja sig ekki vera i vinnu héma, og þess vegna hefur ekki af þeirra hálfu ver- ið rætt neitt um það sem alltaf hefur verið sjálfsagður hlutur með allar heilbrigðisstéttir, að taka að sér neyðarþjónustu. Þá umræðu munum við taka upp við þeirra stéttarfélag," sagði hann. Morgunblaðið/Sverrir Jólaljós áÞjóðminjasafni BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, kveikti á jólatré Þjóð- minjasafnsins í gær á degi heil- ags Nikulásar. Jólasýning Þjóð- minjasafnsins er að þessu sinni helguð jólaljósum og síðan munu íslensku jólasveinamir að veiýu heimsækja safnið frá og með 12. desember þegar sá fyrsti kemur til byggða. Lögum fæðingar- orlof í end- urskoðun VERIÐ er að endurskoða lög um fæðingarorlof og segir heilbrigðis- ráðherra að þar sé meðal annars verið að skoða hvort veita eigi kon- um rétt á að hefja fæðingarorlof mánuði fyrir áætlaða fæðingu. Fram kom í viðtali Morgunblaðs- ins við Reyni Tómas Geirsson pró- fessor á kvennadeild að vinna kvenna á meðgöngu, einkum ef um væri að ræða erfiðisvinnu, sé talin vera áhættuþáttur fyrir fyrirbura- fæðingar og í raun séu margar konur óvinnufærar undir lok með- göngu. Því gæti það verið þjóðhags- lega hagkvæmt að að gera öllum þunguðum konum kleift að hætta vinnu fjórum til átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Sérstök nefnd, undir forustu Daggar Pálsdóttur lögfræðings, á að skila tillögum varðandi fæðing- arorlof um miðjan janúar. „Það er álit okkar að það hafi að öllum líkindum minni kostnað í för með sér að fæðingarorlof sé gefíð fjórum vikum fyrir fæðingu því á móti sparast veikindadagar. Þetta er eitt af því sem nefndin er að skoða. Þá er nefndin einnig að skoða rétt feðra á fæðingarorlofi,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra. ♦ ♦ ♦ VR hyggst byggja 20 ný orlofshús VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur, VR, hyggst byggja 20 ný orlofshús í Miðhúsaskógi í Biskupstungum. Yngvi Þór Lofts- son landslagsarkitekt hefur verið fenginn til að gera uppdrátt og til- lögu að skipulagi svæðisins. VR á nú 20 orlofshús í Miðhúsaskógi. í tillögu orlofsstjómar VR um hugsanlega framtíðaruppbyggingu i Miðhúsaskógi segir m.a. að byggð verði allt að 20 hús á næstu 10 árum og heildarskipulag fyrir byggðina verði gert strax. Athugað verði hvort hægt sé að setja upp aðstöðu fyrir tjöld og tjaldvagna inn við Hrútá og aðstaða fyrir börn og unglinga verði gerð eins vel úr garði og kostur er. Gönguleiðir á og út frá svæðinu verði merktar og gerð verði kostnaðaráætlun um vegavið- hald. Tillaga um óbreytt útsvar og holræsagjald hjá Reykjavíkurborg á næsta ári Greiðslubyrði borg- arsjóðs um tveir milljarðar árið 1996 BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borg- arstjóra um að leggja til við borgarstjóm að útsvar í Reykjavík verði óbreytt eða 8,4% árið 1996. Jafnframt er gert ráð fyrir að holræsagjald verði óbreytt á næsta ári. Greiðslubyrði borgarsjóðs á árinu 1996 er um 2 milljarðar en var um 500 milljónir árið 1993. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að fremur illa hafi gengið að selja eign- ir borgarinnar á árinu. Á næsta ári yrði horft til þess hvort selja mætti aðrar eignir svo sem Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar og hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þá mætti skoða af alvöru sölu á Malbikunar- stöð Reykjavíkurborgar og Gijótnám Reylqa- víkurborgar. Fyrsta afborgun Borgarstjóri sagði að greiðslubyrði borgar- sjóðs hafi verið um 500 milljónir árið 1993, um 760 milljónir árið 1994, um 1,6 milljarð- ar árið 1995 og verður um 2 milljarðar árið 1996. „Þetta er mjög stórt stökk og aðalástæðan er sú að tekið var stórt lán hjá Westdeutsche Landesbank árið 1993, eða 2,8 milljarðar vegna áranna 1992 og 1993,“ sagði Ingi- björg. Lánsupphæðin var tæpir þrír milljarð- ar til sjö ára og var fyrsta afborgun á þessu ári. „Lánið var tekið til að brúa hallann á borgarsjóði, en borgarsjóður hafði verið rek- inn með halla um langt árabil," sagði hún. „Ef ég man rétt var hallinn á borgarsjóði um 2,4 milljarðar árið 1993.“ Lán ekkí greidd niður Ingibjörg sagði það ekki einfalt að koma fjárhagsáætlun fyrir árið 1996 heim og sam- an og ljóst að skuldbreyta þarf lánum að stærstum hluta. Miðað við óbreytt útsvar verður ekki hægt að greiða niður lán en áhersla lögð á að minnka lántökur. Skulda- aukning árið 1995 yrði líklega um 800 millj- ónir en var 2,8 milljarðar árið 1993 og 2,8 milljarðar árið 1994. Sala eigna „Yið höfum verið að ná þessu verulega niður en treystum okkur ekki að óbreyttu útsvari til að fara að greiða niður lán,“ sagði borgarstjóri. „Við leggjum til að útsvar verði óbreytt og teljum ekki vera forsendur til að hækka það og við verðum að leita allra leiða áður en farið verður í slíka aðgerð." Þá kom fram hjá borgarstjóra að holræsagjald yrði einnig óbreytt á næsta ári. Borgarstjóri sagði að sala eigna hefði ekki gengið vel. Hugmyndir voru um að selja ríkinu Heilsuverndarstöðina sem er í 60% eigu borgarinnar. „Öll sú starfsemi sem þar fer fram er á vegum ríkisins," sagði Ingibjörg. „Langur leigusamningur hefur verið gerður við umhverfismálaráðuneytið um húsnæði borgarinnar við Vonarstræti og er því máii ólokið. Við höfðum bundið vonir við íbúðir borgarinnar við Aðalstræti en salan á þeim hefur gengið fremur hægt enda ekki mikil hreyfing á fasteignamarkað- inum.“ Sagði Ingibjörg að horft hafi verið til eigna borgarinnar, sem ekki væru auðseljan- legar og nefndi sölu á Skýrsluvélum rikisins og Reykjavíkurborgar og Landsvirkjun. „Svo eru fyrirtæki sem mér finnst ástæðíw til að skoða af fullri alvöru án þess að ég hafí myndað mér nokkra skoðun á þessu stigi en það eru Malbikunarstöðin og Gijót- námið,“ sagði hún. „Það sem fyrst og fremst þarf að huga að er markaðurinn. Það kann að vera að þar sé ákveðin fákeppni. Borgin er stór við- skiptaaðili við fyrirtækið og hefur þar af leiðandi hagsmuni af að gjaldskráin sé til- tölulega lág. En þetta eru fyrirtæki sem ég held að hljóti að koma til skoðunar miðað við þá stöðu sem uppi er en ég vil ekki segja neitt um hver niðurstaðan verður.“ \ X i \ \ :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.