Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krafa RLR að blaðamaður Morgunblaðsins upplýsi um ónafngreinda heimildarmenn sína BOGI Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, sótti málið, en krafa hans er sú að Agnesi Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins verði með úrskurði gert að svara spumingum um það hvaða gögn hún hafi haft undir höndum og frá hvaða mönnum hún hafi fengið gögn og upplýs- ingar er hún ritaði í Morgunblaðið 25. - 28. mars á þessu ári fjórar greinar þar sem gerð var söguleg úttekt á endalokum Sambands ís- leriskra samvinnufélaga og uppgjöri viðskipta SÍS við Landsbanka íslands. RLR vinnur að rannsókn sem beinist að ætluðu trúnaðarbroti starfsmanna Landsbankans í tengslum við efnisöflun blaðamannsins. Sú rannsókn hófst með bréfi ríkissaksóknara til RLR þar sem RLR var falið að rannsaka hvort miðlað hefði verið upplýsingum til Agnesar með hætti sem bryti gegn ákvæðum laga um þagnarskyldu banka- starfsmanna og ákvæðum hegningarlaga um þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Bogi Nilsson sagði að fyrir lægju skýrar vísbendingar um að Agnes hefði byggt grein sína á trúnaðarupplýsingum sem starfsmenn Landsbanka íslands hefðu látið henni í té. Agnes hefði við yfirheyrslu hjá RLR — þar sem henni var kynnt að fyrir lægi í málinu saman- burður á orðalagi í skrifum hennar og orða- lagi ákveðinna trúnaðarskjala í bankanum — neitað að svara öllum spurningum um á hvaða heimildum hún hefði byggt skrif sín. Þar sem vitnum væri ekki skylt að gefa lögreglu skýrslu samkvæmt íslenskum lögum hefði RLR ekki átt annars kost en að krefjast þess að hún svaraði spumingunum fyrir dómi. Með vitund og vilja saksóknara Því hefði blaðamaðurinn neitað og þá hefði RLR krafist þess úrskurðar sem málflutningur stæði nú um. Bogi Nilsson tók fram að aðgerð- ir sínar í málinu væru með vitund og vilja embættis ríkissaksóknara. Bogi Nilsson sagði að samkvæmt ákvæðum 39. greinar laga um meðferð opinberra mála væri öllum skylt að bera vitni fyrir dómi. Um væri að ræða mikilvæga laga- og siðferðis- skyldu ails almennings að bera vitni fyrir dómi, skýra satt og rétt frá og stuðla að réttri niður- stöðu dómsmála. Með gildistöku nýrra laga um meðferð opin- berra mála 1. júlí 1992 hafi verið sett í lög ákvæði um undanþágu blaðamanna frá vitna- skyldu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Fyrir gildistöku þessara laga hafi íslensk lög ekki veitt blaðamönnum neinn rétt til að skor- ast undan vitnaskyldu. Bogi Nilsson reifaði norrænar skýrslur sem m.a. íjölluðu um vitnaskyldu blaðamanna _og sagði að ljóst væri að Blaðamannafélag Is- lands hefði engin áhrif haft á þessa löggjöf hér á landi, hvetju sem um væri að kenna. Lítil opinber umræða hefði verið um stöðu blaðamanna varðandi mál af þessu tagi hér- lendis. Stöðug umræða um þessi mál erlendis og ályktun frá Alþjóðasamtökum blaðamanna frá árinu 1957, þar sem sagði að samtökum blaðamanna væri treyst til að tryggja að rétt- ur þeirra væri virtur í löggjöf hvers lands, hefði ekki haft áhrif hér á landi. Ákvæðið sem veitir blaðamönnum undan- þágu frá almennri vitnaskyldu er að fínna í 1. málsgrein 53. greinar laga um meðferð opinberra mála og er á þá leið að þeim sem beri ábyrgð að lögum á efni sem birt er opin- beriega án þess að höfundur sé nafngreindur sé óskylt áð skýra frá fyrir dómi hver höfundur- inn sé. Þetta eigi þó ekki við ef vitnisburðar sé krafíst vegna afbrots sem ætla megi að varði þyngri refsingu en fésektum eða varð- haldi eða vegna brots gegn þagnarskyldu i opinberu starfí, enda sé vitnisburður nauðsyn- legur fyrir rannsókn máls og ríkir hagsmunir í húfí. Túlkun vinsamleg fjölmiðlafólki Bogi kvaðst telja að þessa grein bæri að skýra á þann hátt að undanþágan taki einnig til kröfu um að veita upplýsingar um ónafn- greinda heimildarmenn nafngreinds blaða- manns eins og við eigi í tilviki Agnesar. Lagaákvæðið tryggi að varði brot ekki þyngri refsingu en sektum eða varðhaldi og snúist mál ekki um brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi sé ekki hægt að krefja þá sem bera ábyrgð á fjölmiðlaefni svara um nöfn heimildarmanna. Þessa túlkun lagaákvæðisins sagði Bogi Nilsson vinsamlega fjölmiðlafólki. í henni fæl- ist að ef sú rannsókn sem hér um ræði hefði snúist um ætluð brot starfsmanna Islands- banka ætti undanþáguákvæðið við og engin krafa um vitnisburð Agnesar Bragadóttur hefði verið lögð fyrir dóminn. En það sem skipti máli sé að hér eigi í hlut Landsbanki íslands. Starfsmenn Landsbank- ans séu opinberir starfsmenn og því ekki að- eins bundnir þagnarskyldu samkvæmt ákvæð- um laga um viðskiptabanka heldur einnig sam- kvæmt þeim kafla almennra hegningarlaga sem fjallar um brot í opinberu starfi. Mánaðargamall hæstaréttardómur yfir fyrr- Málflutningur hafinn í Héraðs- dómi Reykjavíkiu’ Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um þá kröfu RLR að Agnesi Bragadóttur blaðamanni verði gert að svara spumingum fyrir dómi um það hverj- ir voru heimildarmenn hennar að greinum sem birtust í Morgunblaðinu í mars í vetur og voru söguleg úttekt á uppgjöri viðskipta SÍS og Landsbanka íslands. Pétur Gunnarsson fylgdist með málflutningnum. um forstöðumanni hagdeildar Búnað- arbankans staðfesti að Hæstiréttur líti á starfsmenn ríkis- bankanna sem op- inbera starfsmenn. Hvað sem mönnum þyki um það að önnur lög gildi um opinbera starfs- menn en starfs- menn einkageirans séu slík lög stað- reynd og leiði til þess að refsing fyrir t.d. fjárdrátt fram- inn í opinberu starfi sé 50% þyngri en ella. manna ríkisbanka sé þess vegna þyngri en einkabanka og refsiábyrgð starfsmanna ATVR þyngri en verslunarmanna í einkageiranum eins og dómaframkvæmd sýndi. Eins kvæðu lög á um hvenær blaðamönnum væri skylt að bera vitni fyrir dómi og sú skylda hvíldi á Agnesi í þessu máli. Margir vildu sjálf- sagt að blaðamenn gætu verið með öllu undan- þegnir vitnaskyldu til að vemda trúnað við heimildarmenn sína og víða væri tekist á um slík sjónarmið. Sú leið sem íslenski löggjafínn hefði farið væri tiltölulega vinsamleg fjölmiðlafólki og gerði að skilyrði vitnisburðar að brot varðaði þyngri refsingu en sektum eða varðhaldi, rann- sókn beindist að þagnarskyldubroti opinberra starfsmanna, vinisburðurinn væri nauðsynleg- ur rannsókn og ríkir hagsmunir væru í húfi. Öllum þessum skilyrðum væri til að dreifa í máli þessu. Nauðsyn og ríkir hagsmunir Varðandi það hvort vitnisburður Agnesar væri nauðsynlegur fyrir rannsóknina eins og lögin gera að skilyrði þess að vitnisburðar sé krafíst sagði Bogi Nilsson að það lægi skýrt fyrir í rannsóknargögnum að svo væri. Einnig sagði hann það skilyrði uppfyllt að um ríka hagsmuni sé að tefla, bæði einkahagsmuni, al- mannahagsmuni og hagsmuni viðskiptalífsins. Þótt hver sem er geti sett sig í þau spor að lesa um samskipti sín við banka í dagblaði daginn eftir ráði einkahagsmunirnir ekki úrslit- um heldur það að við slíkt ástand geti banka- kerfíð ekki búið því það vinni gegn markmiðum þess og grafi undir möguleikum þess til að gegna hlutverki sínu í þjóðlífinu. Grundvallar- skilyrði þess að aðili fái tækifæri til að geyma trúnaðarmál annars aðila sé að hann varðveiti þau leyndarmál sem honum er trúað fyrir. Varðveiti banki ekki leyndarmál viðskipta- vina sinna muni þeir snúa sér annað. Það sé mikið í húfi að ríkisbanki eins og Landsbanki íslands, sem í áraraðir hafí verið í fyrirsvari fyrir og fyrirmynd bankakerfisins hér á landi, gæti leyndarmála. í því máli sem rannsókn RLR beinist að megi ætla að fyrirsvarsmaður Landsbankans, bankaráðsmaður eða banka- stjóri, hafí brugðist trúnaði viðskiptavinar og þar með brugðist bankanum. Bogi Nilsson hafnaði því einnig að Agnes gæti vikist undan að svara spumingunni á þeim forsendum að þá væri hætt við að hún játaði á sig hlutdeild í þagnarskyldubroti opin- bers starfsmanns. Það lagaákvæði væri til þess eins að sá sem er spurður sem vitni verði ekki sóttur til saka þótt hann skýri rangt frá ef réttur vitnisburður hefði orðið til að varpa sök á hann sjálfan. Jón Steinar Gunnlaugsson ■ hæstaréttarlög- maður flutti málið fyrir hönd Agnesar Bragadóttur og krafðist þess að kröfu rannsóknar- lögreglunnar yrði synjað. Hann kvaðst mótmæla því að ákvæði hegningar- laga um þagnar- skyldu opinberra Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri og “ um ^banlfa- Jon Steinar Gunnlaugsson hrl. starfemenn. Nú á Refsiábyrgð starfs- dögum gildi ein og sömu lögin um viðskipta- banka og sparisjóði og taki þau jafnt til ríkis- banka og einkabanka. Þar sé að fínna ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna þessara stofn- ana og varði brot á því ákvæði sektum eða varðhaldi. Eðli starfsemi bankanna og þagnarskylda starfsmannanna sé eitt og hið sama, hvort um sé að ræða einkabanka eða ríkisbanka og þagn- arskyldunni sé ætlað það eitt að vemda hags- muni viðskiptavinanna. Hann mótmælti því að byggt yrði á nýlegum dómi Hæstaréttar um að fyrrum forstöðumaður hagdeildar Búnaðar- banícans hefði gerst sekur um brot í opinberu starfí, enda lægi ekkert fyrir í forsendum dóms- ins um að spumingin um réttarstöðu banka- mannsins sem opinbers starfsmanns hefði fengið efnismeðferð í málinu og því hefði tilvís- un til þess hæstaréttardóms ekki þýðingu. Jón Steinar sagðist aðallega byggja mál sitt á 51. grein laga um meðferð opinberra mála, en samkvæmt því ákvæði er manni ekki skylt að svara spurningu að viðlagðri vitnaábyrgð ef ætla má að svarið feli í sér játningu hans við því að hafa framið refsiverðan verknað. Rannsókn RLR beinist að meintu broti banka- starfsmanns á þagnarskyldu. Brotið hafí þá verið framið með því að afhenda blaðamanni upplýsingar sem þagnarskyldu voru bundnar. Þær upplýsingar hafi birst í Morgunblaðinu fyrir atbeina Agnesar í greinum sem hún beri ábyrgð á samkvæmt prentlögum og einsýnt sé að þar sem Agnes hafi miðlað þessum upp- lýsingum kunni hún að sitja undir þeirri sök að hafa gerst sek um hlutdeild í hinu meinta broti bankastarfsmanns. Hún geti þess vegna ekki svarað spurningum um hver hefði veitt henni upplýsingar án þess að kalla yfir sig hættu á að vera sjálf sökuð um hlutdeild í broti viðkomandi. Þetta sé óyfirstíganleg ástæða fyrir því að synja kröfu RLR. Sérstaða blaðamanna Hafni dómurinn þessum rökum krefst Jón Steinar þess að kröfunni verði synjað á þeim forsendum að blaðamenn njóti sérstakrar stöðu og ríkir almannahagsmunir séu við það bundn- ir að ekki séu skertir möguleikar blaðamanna til að njóta og virða trúnað við heimildarmenn sína. í því sambandi vísaði hann til ákvæða 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningar- frelsi, ákvæðis 10. greinar mannréttindasátt- mála Evrópu, sem hefur lagagildi á íslandi, og ti! fyrrgreindrar 53. greinar laga um með- ferð opinberra mála. Hann sagði réttinn til að taka við og miðla hugsunum og tjáningu annarra njóta vemdar stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála og veiti þessi ákvæði blöðum og blaðamönnum aukna vemd, enda gegni þeir aðilar þýðingarmiklu hlutverki í þágu almennings í lýðræðissamfé- lagi og við störf þeirra séu bundnir almanna- hagsmunir sem ekki séu alltaf jafnaugljósir til skamms tíma og aðrir þrengri hagsmunir. Jón Steinar sagði að gagnvart greinum Agnesar Bragadóttur horfði málið þannig við að þær fjölluðu um mál sem varði íslenska almannahagsmuni og eigi fullt erindi til al- mennings. Samband íslenskra samvinnufélaga hafi verið umfangsmikið félag með víðtækri þátttöku almennings og hafi átt í víðtækum viðskiptum við Landsbanka Islands, ríkis- banka. Með því að birta upplýsingar um við- skipti þessara aðila sinni fjölmiðlar aðeins lýð- ræðislegri skyldu sinni. Greinar Agnesar hafi verið söguleg úttekt og fíallað um liðna at- burði og þótt heimildarmenn hafi e.t.v. brotið gegn þagnarskyldu hafi þær upplýsingar sem fram komu aðeins sögulega þýðingu. Jón Steinar sagðist halda því fram að fyrr- greind 1. málsgrein 53. greinar laga um með- ferð opinberra mála vemdaði rétt Agnesar til að neita að svara spumingum fyrir dómi þar sem, eins og hann hefði áður rakið, þagnar- skylda opinberra starfsmanna ætti ekki við um bankamenn, og því væri aðeins til rannsóknar brot gegn þagnarskyldu bankastarfsmanna sem einungis gæti varðað sektum eða varðhaldi. Ríkari hagsmunir Um það hvort sú nauðsyn sem lög gera kröfu um sé til staðar í málinu kvaðst Jón Steinar ekki geta um dæmt hafandi verið synj- að um aðgang að rannsóknargögnum málsins. Loks kvaðst hann hafna því að skilyrði laga- ákvæðisins um ríka hagsmuni væri til staðar í þessu máli. Einsýnt sé að þeir hagsmunir sem bundnir eru því að Agnes Bragadóttir fái að virða trún- að við heimildarmenn sína séu ríkari en hags- munir þeir sem tengjast grun rannsakenda um að framið hafi verið brot í opinberu starfi. Jón Steinar vísaði því á bug að almanna- hagsmunir byggju að baki þagnarskyldu bankastarfsmanna. Þeirri reglu væri einungis ætlað að standa vörð um einkahagsmuni við- skiptavina bankanna. Þá sagði Jón Steinar að við lægi að rann- sóknarlögreglustjóri vægi að starfsheiðri Ag- nesar Bragadóttur í greinargerð sinni, þegar hann tiltaki af handahófi nokkur ummæli úr greinunum og staðhæfi að markmið greina- skrifanna hefði verið að varpa ljóma á starfs- menn Landsbanka íslands á kostnað viðskipta- manns bankans og að birting trúnaðarupplýs- inga af því tagi og með þeim hætti sem gert var eigi tæpast nokkuð skylt við lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla. Jón Steinar tiltók dæmi úr greinunum þar sem starfsmenn bankans væru harðlega gagn- - rýndir og sagði óviðeigandi af rannsóknarlög- reglustjóra að setja fram í greinargerð mein- ingar um efni greinanna og hugleiðingar sínar um meintar skoðanir blaðamannsins. Jón Steinar sagði að ætla mætti rannsóknin helgað- ist að einhveiju Ieyti af þeim skoðunum sem rannsóknarlögreglustjóri telji að komi fram í greininni og sé svo hljóti það að teljast býsna hráslagalegur boðskapur íslensks stjórnvalds. Starfsskilyrði blaðamanna í þessu máli sé tekist annars vegar á um hagsmuni ríkisins af því að afla upplýsinga vegna rannsóknarhagsmuna og hins vegar um hagsmuni blaðamanna af að vera lausir undan þvingun af því tagi sem hér sé beint að trúnað- arsambandi blaðamanns og heimildarmanns. Þetta mál snerti stárfsskilyrði blaðamanna og varði rétt þeirra til að taka við og birta upplýs- ingar ef sá sem lætur þær í té vill ekki að rfafns síns sé getið. I lýðræðisríki verði að veita blöðum og blaðamönnum víðtækt frelsi til að afla slíkra upplýsinga án þess að þeir sem þær veita þurfi að óttast að trúnaður við þá verði rofínn. Jón Steinar vitnaði til þess að stjórn Blaða- mannafélags íslands hefði ályktað um stuðning við málstað Agnesar Bragadóttur í þessu máli, enda væri trúnaðar við heimildarmenn krafist í siðareglum stéttarinnar og mörg dæmi þess erlendis að blaðamenn kysu frekar að taka á sig viðurlög en að rjúfa þann trúnað. Sýni það betur en flest annað hve trúnaðarskyldan sé mikils metin í hópi þess fólks sem starfi á sviði fréttamiðlunar. Jón Steinar taldi augljóst að hætt væri við því að fólk veigraði sér við að tala við og veita blaðamönnum upplýsingar ef það gæti ekki treyst því að það geti notið nafnleyndar og þar með rýrt möguleika fjölmiðla á að sinna hiutverki sínu. Vegna þess að alkunna væri hve mikils metin trúnaðarskylda væri meðal blaðamanna forðuðust fyrirsvarsmenn rann- sókna yfírleitt að Ieita upplýsinga af þessu tagi, þótt þess væru dæmi í mun alvarlegri málum en hér væri um að ræða. Vegna þess hve sjaldgæf mál af þessu tagi væru nyti rétt- ur blaðamanna til að varðveita trúnað við heim- ildarmenn sína í reynd mun víðtækari verndar en dómaframkvæmd gæfi til kynna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.