Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR hlutar verksins „Sjö“, á efri hæð Stöðlakots. Morgunbiaðið/Ásdis Hvítir regn- bogar an sjö eru þar augljós tákn m.a. Verkin eru í björtum litum og fjalla um sjálf sig á þann hátt, til dæmis, að verk númer fjögur er í laginu eins og talan fjórir og verk númer fímm er í fimm einingum og svo fram- vegis. Manneskjan er kross „Samkvæmt gamalli trú er regnboginn tenging milli tveggja heima. Það var óvei\ju- mikið um regnboga í sumar. Maður sá oft regnboga dag eft- ir dag og oft tvöfalda, eða hluta af boga hér og þar,“ sagði Messíana þegar blaðamaður hitti hana að máli. Hún sagði að sýningin hefði verið nær til- búin þegar regnbogarnir fóru að leita tenginga við verkin. „Um daginn sá ég fimm regn- boga og ég trúi þ ví að hægt sé að sjá sjö í einu. Ég hef heyrt um að hægt sé að sjá hvítan regnboga í tunglsljósi en ég sá fimm sinnum hvítan regnboga um daginn. Það var mjög sér- kennilegur dagur..“ Litirnir í sýningunni eru þeir sömu og þéttleiki lita sem eru næst jörðu og upp úr. „Það nota allir myndlistarmenn þessa liti en ég vil nota þá dálít- ið loftkennda. Minn rauði litur er frekar kaldur alveg eins og rauði liturinn í regnboganum. Ég vil hafa jarðsambandið dá- lítið létt.“ Aðspurð um notkunina á krossforminu sagði hún að það væri alls engin trúarleg ástæða fyrir því. „Krossinn er tákn fyrir manneskjuna. Manneskj- an með útréttar hendur er eins og kross í laginu og armarnir mætast í hjartanu." Sjö undir súð í verki númer þrjú er uppá- haldslitur listakonunnar, blár, í aðalhlutverki þar sem hann sprengir sig út úr myndinni og mynd númer tvö er tvær hring- laga plötur. „Þetta eru tvær sólir“, segir Messíana. Verk númer sjö er staðsett uppi á lofti undir súð og það eru sjö myndir sem mynda það verk sem er hengt upp eins og lítil saga. Tónlistin í salnum á neðri hæðinni fellur inn í sama hug- myndaheim og annað á sýning- unni. Sjö hljóðfæri, þar sem mannsrödd er sjöunda hljóð- færið, koma við sögu í einföldu en seiðandi tónverki. „Röddin er þessi hvíti tónn. Ég hef ekki samið mikið af tónlist en ég hef unnið mikið með tónskáldum og hlusta mikið á tónlist. Ég hugsaði með mér að nú mætti ég leyfa mér að semja tónlist, verða tónskáld og leika verkið á minni eigin sýningu," sagði Messíana að lokum og brosti. Fágætar ljósmyndir í nýrri Islandsbók ÞESSA dagana er að koma út bók eftir Frank Ponzi sem hann nefnir ísland fyrir aldamót. I bókinni er safn ljósmynda sem lítt hafði verið vitað um í meira en hálfa öld. Mynd- irnar sem teknar voru á glerplötur á harðindaárunum 1882-1888 eru meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru af íslandi og íslendingum. Þær eru verk tveggja breskra heldri manna, Walter H. Trevelyans og Maitland James Burnetts sem stunduðu lax- og silungsveiði í ís- lenskum ám. Myndirnar lýsa „dimmu og dapurlegu skeiði ís- landssögunnar" eins og segir í kynningartexta, en heimildargildi þeirra er ótvírætt. Meðal mynda í bókinni er eina myndin sem til er af íslenskum hesti við strit í breskri námu. Texti bókarinnar er á ís- lensku og ensku. Frank Ponzi er listfræðingur. Hann hefur áður sent frá sér ísland á 18. öld og ísland á nítjándu öld. Bæjarstjóm og menningarmála- nefnd Mosfellsbæjar efnir til sýn- ingar á ljósmyndum úr ísland fyrir aldamót á neðstu hæð í Kjarna. Sýningin hefst á föstudaginn. Messíana Tómasdóttar MESSÍANA Tómasdóttir leik- myndahöfundur sýnir í Stöðla- koti til 16. desember. Verkin á sýningunni eru öll unnin með akrýllitum á japanpappír og plexigler og mynda til sam- ans innsetn- inguna „Til sjöunda regn- bogans“. Messíana er fjölhæfur lista- maður því fyr- ir utan að stunda mynd- list hefur hún gert fjölda leikmynda og bún- inga fyrir atvinnuleikhús og sjónvarp auk þess sem hún hef- ur samið leikrit, tónlist og skrif- að ljóð. Dæmi um ljóð Messíönu má sjá framan á sýningarskrá þar sem þema sýningarinnar er dregið saman og í sýningar- salnum hljómar tónverkið Til sjöunda regnbogans eftir Messíönu. Stöðlakot er í hópi minnstu sýningarrýma hér á landi. Það er hlýlegt og örlítið gamaldags og er ekki laust við baðstofu- andrúmsloft. Það fyrsta sem manni dettur í hug við að skoða sýningu Messíönu eru trúarleg- ar tengingar. Krossform og tal- FJÖLSKYLDAN á Neðra-Hálsi í Kjós sumarið 1882. Úr bókinni ísland fyrir aldamót eftir Frank Ponzi. ..blabib - kjarni málsins! Kvöldstund með Jóni Gnarr og Sigurjóni JÓN Gnarr og Sigurjón Kjartansson verða með „uppistand" og grín- skemmtun í kvöld kl. 21.00 í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leik- stjóri er Óskar Jónasson. „Þeir fé- lagar Jón og Siguijón hafa getið sér gott orð fyrir útvarpsþátt sinn Heimsendir á Rás 2 auk þess sem þeir hafa kennt landsmönnum „hegðun, atferli og framkomu" í Dagsljósi í'vetur,“ segir í kynningu. Ennfremur segir: „Þeir Jón og Siguijón munu á skemmtunum sín- um fara um víðan völl, myrða mann og annan og gera grín að sjálfum sér og öðrum karlmönnum, vanda- málum þeirra, sigrum og sorgum.“ Fyrsta skemmtunin verður sem fyrr segir fimmtudaginn 7. desem- ber, sú næsta miðvikudaginn 13. desember og sú þriðja laugardaginn 16. desember. Sýningamar hefjast kl. 21.00, húsið verður opnað kl. 20.00 og er miðaverð 750 krónur. Sjö myndlist- armenn sýna SJÖ myndlistarmenn opna sýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, föstudaginn 8. desember kl. 18. Nafn sýn- ingarinnar er Skíma. I kynningu segir: „Sýningin gefur fólki tilefni að eygja ljós í skammdeginu og horfa til bjartari daga.“ Sýnendur em Hringur Jóhannesson, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sig- urður Þórir, Þorbjörg Hösk- uldsdóttir og Örn Þorsteins- son. Listamennirnir hafa haldið fjölmargar sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 14. jan- úar. FÍI.AG Lót.C.lLTRA BlfRI IDASAIA / / •• ________________________________________________ _ •• m armÆr m ma mm m m jm m m ^em m m mmm mmm mmm m m m ^m mmmm. m m mm mmm mm mmm mmr l l l-AG LÖGGI1.TRA BU RKIDA.SALA SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 6 MANAÐA VANTAR BÍLA Á SKRÁ Pontlac Bonnevllle SE árg. '92, ek. 54 þ. km„ vlnrauður, sjálfsk., r/r, ál- felgur, cc. V. 2.550.000. Ath. skipti. - FRIAR AUGLYSINGAR Toyota Landcrusier VX árg. '93, ek. 76 þús. km., grár, sjálfsk., álfelgur, cen., rafm. í öllu. V. 4.390.000. Ath. skipti. Áhvílandi bílalán. M. Benz 300D árg. '86, rauöur, sjálf- sk., leðurinnr. V. 1.250.000. Góöur í leigubílaakstur. MMC L-300 árg. '90, ek. 82 þús. km„ hvítur/drapp 4WD. V. 1.220.000. flsusu Trooper LS árg. '91, ek. 76 þ. km., dökkblár, 5 g., 7 manna. Jj V. 1.950.000. Ath.skipti. fRenault Clio RT árg. ‘92, ek. 69 þús. km., drapp, sjáffsk. V. 690.000. '2 Ath. skipti. fToyota Double Cap diesel árg. ^ ‘91, ek. 88 þús. km„ Ijósblár, 31" jc dekk, hús, gangb., króm, einn * eigandi. V. 1.460.000. Ath. skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.