Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 26

Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR hlutar verksins „Sjö“, á efri hæð Stöðlakots. Morgunbiaðið/Ásdis Hvítir regn- bogar an sjö eru þar augljós tákn m.a. Verkin eru í björtum litum og fjalla um sjálf sig á þann hátt, til dæmis, að verk númer fjögur er í laginu eins og talan fjórir og verk númer fímm er í fimm einingum og svo fram- vegis. Manneskjan er kross „Samkvæmt gamalli trú er regnboginn tenging milli tveggja heima. Það var óvei\ju- mikið um regnboga í sumar. Maður sá oft regnboga dag eft- ir dag og oft tvöfalda, eða hluta af boga hér og þar,“ sagði Messíana þegar blaðamaður hitti hana að máli. Hún sagði að sýningin hefði verið nær til- búin þegar regnbogarnir fóru að leita tenginga við verkin. „Um daginn sá ég fimm regn- boga og ég trúi þ ví að hægt sé að sjá sjö í einu. Ég hef heyrt um að hægt sé að sjá hvítan regnboga í tunglsljósi en ég sá fimm sinnum hvítan regnboga um daginn. Það var mjög sér- kennilegur dagur..“ Litirnir í sýningunni eru þeir sömu og þéttleiki lita sem eru næst jörðu og upp úr. „Það nota allir myndlistarmenn þessa liti en ég vil nota þá dálít- ið loftkennda. Minn rauði litur er frekar kaldur alveg eins og rauði liturinn í regnboganum. Ég vil hafa jarðsambandið dá- lítið létt.“ Aðspurð um notkunina á krossforminu sagði hún að það væri alls engin trúarleg ástæða fyrir því. „Krossinn er tákn fyrir manneskjuna. Manneskj- an með útréttar hendur er eins og kross í laginu og armarnir mætast í hjartanu." Sjö undir súð í verki númer þrjú er uppá- haldslitur listakonunnar, blár, í aðalhlutverki þar sem hann sprengir sig út úr myndinni og mynd númer tvö er tvær hring- laga plötur. „Þetta eru tvær sólir“, segir Messíana. Verk númer sjö er staðsett uppi á lofti undir súð og það eru sjö myndir sem mynda það verk sem er hengt upp eins og lítil saga. Tónlistin í salnum á neðri hæðinni fellur inn í sama hug- myndaheim og annað á sýning- unni. Sjö hljóðfæri, þar sem mannsrödd er sjöunda hljóð- færið, koma við sögu í einföldu en seiðandi tónverki. „Röddin er þessi hvíti tónn. Ég hef ekki samið mikið af tónlist en ég hef unnið mikið með tónskáldum og hlusta mikið á tónlist. Ég hugsaði með mér að nú mætti ég leyfa mér að semja tónlist, verða tónskáld og leika verkið á minni eigin sýningu," sagði Messíana að lokum og brosti. Fágætar ljósmyndir í nýrri Islandsbók ÞESSA dagana er að koma út bók eftir Frank Ponzi sem hann nefnir ísland fyrir aldamót. I bókinni er safn ljósmynda sem lítt hafði verið vitað um í meira en hálfa öld. Mynd- irnar sem teknar voru á glerplötur á harðindaárunum 1882-1888 eru meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru af íslandi og íslendingum. Þær eru verk tveggja breskra heldri manna, Walter H. Trevelyans og Maitland James Burnetts sem stunduðu lax- og silungsveiði í ís- lenskum ám. Myndirnar lýsa „dimmu og dapurlegu skeiði ís- landssögunnar" eins og segir í kynningartexta, en heimildargildi þeirra er ótvírætt. Meðal mynda í bókinni er eina myndin sem til er af íslenskum hesti við strit í breskri námu. Texti bókarinnar er á ís- lensku og ensku. Frank Ponzi er listfræðingur. Hann hefur áður sent frá sér ísland á 18. öld og ísland á nítjándu öld. Bæjarstjóm og menningarmála- nefnd Mosfellsbæjar efnir til sýn- ingar á ljósmyndum úr ísland fyrir aldamót á neðstu hæð í Kjarna. Sýningin hefst á föstudaginn. Messíana Tómasdóttar MESSÍANA Tómasdóttir leik- myndahöfundur sýnir í Stöðla- koti til 16. desember. Verkin á sýningunni eru öll unnin með akrýllitum á japanpappír og plexigler og mynda til sam- ans innsetn- inguna „Til sjöunda regn- bogans“. Messíana er fjölhæfur lista- maður því fyr- ir utan að stunda mynd- list hefur hún gert fjölda leikmynda og bún- inga fyrir atvinnuleikhús og sjónvarp auk þess sem hún hef- ur samið leikrit, tónlist og skrif- að ljóð. Dæmi um ljóð Messíönu má sjá framan á sýningarskrá þar sem þema sýningarinnar er dregið saman og í sýningar- salnum hljómar tónverkið Til sjöunda regnbogans eftir Messíönu. Stöðlakot er í hópi minnstu sýningarrýma hér á landi. Það er hlýlegt og örlítið gamaldags og er ekki laust við baðstofu- andrúmsloft. Það fyrsta sem manni dettur í hug við að skoða sýningu Messíönu eru trúarleg- ar tengingar. Krossform og tal- FJÖLSKYLDAN á Neðra-Hálsi í Kjós sumarið 1882. Úr bókinni ísland fyrir aldamót eftir Frank Ponzi. ..blabib - kjarni málsins! Kvöldstund með Jóni Gnarr og Sigurjóni JÓN Gnarr og Sigurjón Kjartansson verða með „uppistand" og grín- skemmtun í kvöld kl. 21.00 í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leik- stjóri er Óskar Jónasson. „Þeir fé- lagar Jón og Siguijón hafa getið sér gott orð fyrir útvarpsþátt sinn Heimsendir á Rás 2 auk þess sem þeir hafa kennt landsmönnum „hegðun, atferli og framkomu" í Dagsljósi í'vetur,“ segir í kynningu. Ennfremur segir: „Þeir Jón og Siguijón munu á skemmtunum sín- um fara um víðan völl, myrða mann og annan og gera grín að sjálfum sér og öðrum karlmönnum, vanda- málum þeirra, sigrum og sorgum.“ Fyrsta skemmtunin verður sem fyrr segir fimmtudaginn 7. desem- ber, sú næsta miðvikudaginn 13. desember og sú þriðja laugardaginn 16. desember. Sýningamar hefjast kl. 21.00, húsið verður opnað kl. 20.00 og er miðaverð 750 krónur. Sjö myndlist- armenn sýna SJÖ myndlistarmenn opna sýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, föstudaginn 8. desember kl. 18. Nafn sýn- ingarinnar er Skíma. I kynningu segir: „Sýningin gefur fólki tilefni að eygja ljós í skammdeginu og horfa til bjartari daga.“ Sýnendur em Hringur Jóhannesson, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sig- urður Þórir, Þorbjörg Hösk- uldsdóttir og Örn Þorsteins- son. Listamennirnir hafa haldið fjölmargar sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 14. jan- úar. FÍI.AG Lót.C.lLTRA BlfRI IDASAIA / / •• ________________________________________________ _ •• m armÆr m ma mm m m jm m m ^em m m mmm mmm mmm m m m ^m mmmm. m m mm mmm mm mmm mmr l l l-AG LÖGGI1.TRA BU RKIDA.SALA SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 6 MANAÐA VANTAR BÍLA Á SKRÁ Pontlac Bonnevllle SE árg. '92, ek. 54 þ. km„ vlnrauður, sjálfsk., r/r, ál- felgur, cc. V. 2.550.000. Ath. skipti. - FRIAR AUGLYSINGAR Toyota Landcrusier VX árg. '93, ek. 76 þús. km., grár, sjálfsk., álfelgur, cen., rafm. í öllu. V. 4.390.000. Ath. skipti. Áhvílandi bílalán. M. Benz 300D árg. '86, rauöur, sjálf- sk., leðurinnr. V. 1.250.000. Góöur í leigubílaakstur. MMC L-300 árg. '90, ek. 82 þús. km„ hvítur/drapp 4WD. V. 1.220.000. flsusu Trooper LS árg. '91, ek. 76 þ. km., dökkblár, 5 g., 7 manna. Jj V. 1.950.000. Ath.skipti. fRenault Clio RT árg. ‘92, ek. 69 þús. km., drapp, sjáffsk. V. 690.000. '2 Ath. skipti. fToyota Double Cap diesel árg. ^ ‘91, ek. 88 þús. km„ Ijósblár, 31" jc dekk, hús, gangb., króm, einn * eigandi. V. 1.460.000. Ath. skipti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.