Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Flutningnr grunn- skólans, hvað nú? FLUTNINGUR grannskólans er yfir- vofandi 1. ágúst 1996. Þá munu sveitarfélög- in, stór og smá, bera fulla ábyrgð á rekstri skóianna. Tugþúsund- ir nemenda og þús- undir kennara eiga þá allt sitt undir því að vel verði að flutningn- um staðið. Ef litið er til baka og gluggað í það sem skrifað hefur verið um flutninginn fær maður það á til- finninguna að ekkert sé að óttast. Loforðin Már Vilhjálmsson Síðastliðið vor kepptust for- ystumenn ríkis og sveitarfélaga, allir sem einn, við að fullvissa þjóðina um að vel verði að verki staðið. Skólarnir yrðu auðvitað betur reknir hjá sveitarfélögunum en hjá ríkinu. Búið yrði betur að nemendum og tími væri kominn til að endurskoða kjör kennara, þau væra þjóðinni til vansa. Öll þessi góðu orð mikilsmetandi manna tendruðu vonarneista í hugum kennara. Kannski myndi skólinn batna við flutninginn og kjör þeirra skána. Miklar brejrt- ingar voru framundan en líka spennandi tímar og birta. Menntamálaráðherra skipaði í 3 nefndir til þess að vinna að undir- búningi flutningsins undir forystu sér- stakrar verkefnis- stjórnar. í tveimur þessara nefnda hafa kennarafélögin haft sína fulltrúa. Fulltrúar menntamálaráðuneyt- is, fjármálaráðuneytis, sveitarstjórna og sam- taka kennara hafa ali- ir lýst því yfir að nauð- synlegt væri að sátt væri um flutninginn. Hvað nú? Kennuram þykir ekki lengur nein sér- stök ástæða til bjartsýni. Áhyggj- ur hafa aukist frá því í vor og sú hugsun læðist að mörgum að við flutninginn geti skólastarfi verið töluverð hætta búin. Undirbún- ingsvinna er að vísu komin lengra á veg. Mörgum vandamálum hefur verið ratt úr veginum en mörg eru enn óleyst. Tæknileg atriði eins og með hvaða hætti sveitarfélögin komi til með að rækja skyldur sínar í samræmi við ákvæði grannskóla- laga, ákvæði reglugerða og að- alnámskrár grunnskólans hafa öll fengið ítarlega umfjöllun í nefnd- unum og samkomulag er um mörg þeirra. Vandamálin sem núna eru uppi snúast flest um kennarana sjálfa, laun þeirra og réttindi. í upphafi hélt ég, í einfeldni minni, að sú nefnd ráðherra sem ijallar um réttindamálin kæmi til með að eiga allra nefnda náðugasta daga. Vilji væri fyrir því að skerða á engan hátt réttindi eða kjör kennara. Þetta hefur ekki orðið raunin. Starf í réttindanefndinni hefur verið mikið og málin flókin. Aðilar hafa ekki, alls ekki, verið tilbúnir að skrifa upp á það að kennarar haldi algerlega óskertum réttindum. Skuldasöfnun sveitarfélaga Fjárhagsstaða flestra sveitarfé- laga er víst afar slæm. Flest þeirra safna skuldum og halli ríkissjóðs er víst hátíð sé miðað við halla- rekstur sveitarfélaganna. Það er sveitarfélögunum því ákaflega mikilvægt að þeir tekjustofnar sem þau fá umráð yfir við flutning- inn tryggi þeim nægilegt fé til þess að standa undir rekstri grannskólanna. Fjármagnið verð- ur að vera nægilegt til þess að þau geti að fullu rækt skyldur sínar samkvæmt lögum. Hér er ekki síst átt við það ákvæði grannskólalag- anna að allir grannskólar skuli verða einsetnir árið 2000. Um þetta era sveitarstjórnamenn og kennarar fyllilega sammála. Það er ekki síður mikilvægt að ganga þannig frá málum að tekju- stofnarnir verði eyrnamerktir skól- unum þannig að illa statt sveit- arfélag falli ekki í þá freistni að Fsr þinn hundur í skóinn? -landsins mesta úrval af jólavörum fyrir dýravini DÝHARÍKIÐ ...fyrir dýravini! við Grensásveg sími 568 6668 Vilji sveitarfélögin yfir- taka grunnskólann, með kennurum hans, verða þau, að mati Más Vil- hjálmssonar, að semja við kennara. flytja fjármagn frá skólunum til annarra verkefna. Gæði skóla- starfs mega ekki ráðast af fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins. Állir eiga að hafa jafnan rétt til náms. Það segja lögin! Samningamál sveitarfélaga og kennara Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fyrir nokkra fram í sjónvarpi og lýsti þeirri ætlan sveitarfélaganna að yfirtaka kjarasamninga kennara við ríkið. Kennarar hefðu samning við ríkið út árið 1996. Ef taka ætti upp kjarasamninga við kennara, sem hann reyndar hefði ekkert umboð til, yrðu það að vera þríhliða við- ræður sveitarfélaga, ríkis og kenn- ara. Formaðurinn nefndi einnig í umræddu viðtali að ekki væri nein sérstök ástæða að bæta kjör kenn- ara. Þetta eru miklar fréttir. Sveitarfélögin geta ekki yfirtek- ið ákvæði kjarasamninga. For- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga ætti að vita að kjara- samningur er ekki kjarasamningur nema að hann sé undirritaður og samþykktur af báðum aðilum. Til þess að til verði kjarasamningur, eða kjarasamningar, milli kennara og sveitarfélaganna þarf fyrst af öllu að setjast niður og hefja samn- ingaviðræður! Kennarafélögin hafa lýst því yfir að þau óski eftir samningaviðræðum við sveitarfé- lögin sem allra fyrst. Forystumenn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga ættu að muna að samningamenn Verzlun- arskóla íslands reyndu, í kjara- samningum við kennara í lok marsmánaðar, að fá áskrift að launalið kjarasamnings kennara og ijármálaráðherra án þess að réttindapakkinn fylgdi með. Þá liðu ekki margir dagar þar til þeim varð ljóst að þessi skerðingarleið væri ófær. Kennarar létu ekki vaða yfir sig. Aðalfundur Hins íslenska kenn- arafélags 10. og 11. nóvember síð- astliðinn lýsti þeirri skoðun sinni að lífeyrisréttindi, sem og önnur réttindi, væru óaðskiljanlegur hluti af umsömdum kjörum launa- manna. Þetta eru allir kennarar sammála um. Ósjaldan hefur „réttindavopninu" verið beitt sem rökum fyrir lakari launum opin- berra starfsmanna heldur en sam- bærilegra hópa á almennum mark- aði! Sveitarfélögin hafa haft fleiri mánuði til þess að endurskipu- leggja sig svo þau verði færari um að taka við grunnskólanum. Þau hafa haft nægan tíma til þess að ákveða með hvaða hætti þau vilja koma fram sem samningsaðili. Þess vegna vekur það furðu að forysta þeirra lýsi yfir umboðs- leysi sínu. Að lokum Nemendur eiga að hafa jafnan rétt til náms. Við flutning grunn- skólans verður að tryggja sveit- arfélögum nægilegt fjármagn til þess að þau geti veitt nemendum þennan rétt. Það verður því að tryggja að það fjármagn sem ætl- að er í rekstur skólanna fari í rekstur skólanna. Þúsundir kennara missa vinn- una við flutning grunnskólans frá ríki yfir til sveitarfélaga. Það er líklegt að flestir þeirra muni kjósa að halda áfram að starfa við kennslu þó svo vinnuveitandinn verði annar. Til þess að svo geti orðið þarf að ganga frá kjara- samningi við kennara. Kjarasamn- ingar kennara fást ekki í áskrift. Hvorki hluti þeirra eða þeir í heild sinni. Vilji sveitarfélögin yfirtaka grunnskólann, með kennurum hans, verða þau að semja. Hafi forasta sveitarfélaganna ekki samningsumboð er ekki seinna vænna en að gera eitthvað í því máli. Höfundur er formaður hagsmuna- nefndur Hins íslenska kcnnnrnfé- lags. II a v; 1 '] r f r )': 0 cll '5 T á n æstu Slielstöfí ■ ■ Fylltu út þennan miða og þú gætir fengið wm fallegt íslenskt jólatré að gjöf frá |3r Skógræktinni og Skeljungi. r Dregið verður 1 5. desember. n Hringt verður í hina heppnu. Staöur - Hvaða umhverfisátak styrkir Skeljungur? Skilaöu miöanum á Shellstöö fyrir 11. desember. Skógrsekt með Skeljungi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.