Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 57 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Endurskoðum fisk- veiðistj órnunina Frá Kristmundi Ásmundssyni: NÚVERANDI fiskveiðistjórnun (kvótakerfí), var komið á laggirnar til að hindra ofveiði ákveðinna físki- stofna við ísland og jafnframt tryggja hámarks nýtingu og af- rakstur þeirra fyrir landsmenn alla. Einnig skyldi kvótakerfið vera einn af hornsteinum vísindarann- sókna á áðurgreindum fiskistofnum, þar sem réttar tölur um afla úr þeim lægju ætíð fyrir. Jafnframt er það sérstaklega tekið fram í núgild- andi lögum um fískveiðistjórnun að lífríkið í hafinu umhverfis okkur innan fískveiðilögsögunnar, sé sam- eign okkar alira. Um þessi markmið er engin ágreiningur hjá þorra fólks. En hafa þessi markmið náðst með núverandi fyrirkomulagi á stjórnun fiskveiða eins og ætlun var? Því miður verður að svara þess- ari spurningu neitandi. Þvert á móti virðast þau fjariægjast í sífellu. Fiski kastað Undanfarin ár hafa þær raddir orðið allháværar meðal þeirra sem þekkja til í greininni, að ómældu magni af fiski sé kastað. Menn kasta undirmálsfíski, dauð- blóðguðum físki og öðrum skemmd- um físki sökum mun lægra verðs sem fæst fyrir hann og þar með tilfínnanlegs tekjumissis viðkom- andi í því kvótaleysi sem margir búa við. Sömuleiðis neyðast menn til að kasta þeim fisktegundum sem slæðast í veiðarfæri, ef kvóti er búinn, þótt verið sé að sækja í aðra stofna. Einnig er keyrt framhjá vikt og fiskur viktaður inn undir fölskum formerkjum og seldur sem slíkur. Sérstaklega virðist þetta eiga við um þorskveiðar og kveður svo rammt að því, að heyra má einstaka sjómenn tala um að allt að 20-25% af þeim þorski sem veiðist komi hvergi fram í aflatölum. Af framangreindu er því ljóst að enginn veit hve mikið er veitt úr hinum ýmsu fiskistofnum hér við land og þá ekki síst úr þorskstofnin- um. Rannsóknir marklausar Allar rannsóknir sem byggjast á uppgefnum aflatölum eru þannig marklausar. Öll úthlutun kvóta byggist að stórum hluta á þessum rannsóknum og er nánast brosleg ef ekki væri um slíkt lífsspursmál íslensku þjóðarinnar að ræða. Fiskur sem er hent gefur ekki af sér krónu í þjóðarbúið. Alvarleg- ast er kannski það, að ekki verður hann til að auka viðkomu stofnsins í framtíðinni. Nýting og arðsemi fiskstofns eins og þorsksins er því augljóslega versnandi í þessu umhverfi. Brostnar forsendur Það verður þjóðinni jafnframt æ ljósara að ákvæðið um að fískurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar er bara að verða orð á pappír og án stoðar í raunveruleikanum. Út- hlutaður kvóti er framseljanlegur og er það alfarið ákvörðun útgerð- armannsins. Sjómenn og aðrir bein- ir hagsmunaaðilar hafa ekkert um það að segja. Lög um forkaupsrétt sveitarfélaga á skipum er sniðgeng- in. Kvóti er bókfærður í fyrirtækj- um og jafnframt afskrifaður á fimm árum. Greiða ber erfðaskatt af kvóta skv. dómi og svona má halda áfram. Hægt og hljótt, undir forystu kvótasinna og andstæðinga veiði- gjalds, er staðið fyrir mestu eigna- upptöku í íslandssögunni. Þessa eignaupptöku verður að stöðva. Þau markmið sem menn settu sér í upp- hafi, um aflastjórnun, hámarksaf- rakstur tegunda, grundvöll vísinda- vinnu auk sameignar þjóðarinnar á fiskistofnunum, hafa þannig ekki náðst. Þvert á móti eru þau íjarlæg- ari, og halda áfram að fjarlægjast. Aflamarkskerfið hefur þannig brugðist þjóðinni í öllum grundvall- aratriðum. Nýjar leiðir Þegar núverandi fiskveiðistjóm- unarkerfí er gagnrýnt heyrir maður gjarna þau tilsvör að þetta sé það skársta sem til er og að við verðum að sætta okkur við það á meðan ekkert annað betra finnst. Þetta er einungis órökstudd full- yrðing sem hefur verið endurtekin nógu oft til að fólk trúi henni. Þvert á móti er það skoðun und- irritaðs að afnema beri kvótakerfið og koma á fiskveiðistjórn sem byggi á sóknarstýringu og eðlilegu afla- gjaldi. Með réttri útfærslu á því er hægt að tryggja að allur afli komi að landi, sé viktaður og skráður undir réttum formerkjum. Einnig hverfur eignin á fiskistofnunum aftur til baka til réttmætra eigenda sinna sem er almenningur í landinu. Binda ber ákvæði um sameign þjóðarinnar í stjómarskrá lýðveld- isins. Höfundur er einn af 265 þús. eigend- um auðlindarinnar umhverfís hafið. KRISTMUNDUR ÁSMUNDSSON, Leynisbrún 7, Grindavík. Morgunverdarfundur Föstudaginn 8. desember 1995, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 . ^ íslenskt á krossgötum FVH boðar til fundar um nýjungar í sjónvarpsmálum. Frummælendur: Páll Magnússon sjónvarpsstjórí Sýnar Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður Útvarpsráðs Á fundinum verður m.a. rætt um: • Hvaða áhrif hafa nýjar sjónvarpsstöðvar á markaðinn? • Sölu ríkis á útsendingarrásum • Hvemig bregst RÚV við þessari samkeppni? » Hvað er neytandinn tilbúinn tíl að greiða fyrir fjölmiðia? FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.