Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Göran Persson væntanlegnr forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð Harður, ákveðinn en ekki maður fólksins GÖRAN Persson fjármálaráðherra, lengst til hægri á mynd- inni, ræðir hér við starfsbræður sína frá Finnlandi og Noregi þá Iiro Viinanen og Sigbjörn Johnsen. Stokkhólmi. Reuter. GÖRAN Persson, fjármálaráð- herra Svíþjóðar og væntanlegur eftirmaður Ingvars Carlssons sem forsætisráðherra og leiðtogi jafn- aðarmanna, á erfitt verk fyrir höndum. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur Jafnaðarmanna- flokkurinn tapað þriðjungi kjós- enda sinna frá því í kosningunum á síðasta ári og eru ástæðurnar fyrst og fremst efnahagsástandið í Svíþjóð, niðurskurður í velferðar- kerfinu og umræðan um Monu Sahlin, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra, og misnotkun hennar á opinberu greiðslukorti. Persson, sem er 46 ára að aldri, nýtur virðingar í Svíþjóð og er- lendis fyrir raunsæi í stjórnmálum og aðhaldssemi í fjármálum en hann hefur hins vegar ekki haft orð fyrir að vera „maður fólksins" eins og kallað er. Innan verkalýðs- hreyfingarinnar og meðal óbreyttra flokksmanna hafa menn nokkurn vara á sér gagnvart hon- um og hann á eftir að sannfæra marga um réttmæti þeirra ein- kunnarorða sinna, að „aðhald í dag tryggi velferð á morgun". Persson er fæddur 20. júní 1949 og ólst upp ásamt fjórum systkin- um sínum í Vingáker fyrir sunnan Stokkhólm. Var faðir hans bygg- ingarverkamaður og móðir hans heimavinnandi og oft heldur þröngt í búi. Persson sýndi það hins vegar snemma, að hann er útsjónarsamur og 10 ára gamall var hann farinn að drýgja tekjur heimilisins með því að safna tóm- um flöskum vítt og breitt um bæinn. Áhugi á stjórnmálum í skóla varð Persson strax at- kvæðamikill í nemendafélögum og það var ekki rokkið eða íþróttir, sem áttu hug hans allan, heldur umræður um stjórnmál. 17 ára gamall varð hann formaður í fé- lagi ungra jafnaðarmanna í Vingáker og vegna metnaðar síns og stjórnmálaáhuga var hann stundum kallaður „Machiavelli frá Vingáker". Persson hóf nám í félagsfræði við háskólann í Örebro en hætti því þegar hann varð leiðtogi jafn- aðarmanna í bænum Katrineholm, þá 26 ára gamall. Var hann fyrst kjörinn á þing 1979 en sex árum síðar sneri hann sér aftur að bæj- armálunum í Katrineholm. Varð hann kunnur fyrir að láta hendur standa fram úr ermum en líka fyrir að fara sínu fram. Beitti hann sér meðal annars fyrir því að brjóta niður gamla miðbæinn og byggja upp aftur en um það mál voru miklar deilur á síðasta áratug. Göran Persson fluttist til Stokk- hólms 1989 þegar hann varð menntamálaráðherra en eitt af embættisverkum hans þá var að gera miklar breytingar á yfirstjórn skólamála. Þótti hún áður ein- kennast af mikilli skriffínnsku en var eftir breytinguna skilvirkari og einfaldari í sniðum. Beitti sér fyrir breytingum Jafnaðarmenn voru utan stjóm- ar á ámnum 1991 til 1994 og á þeim tíma var Persson varafor- maður fjárhagsnefndar sænska þingsins. Þegar jafnaðarmenn unnu síðan kosningarnar á síðasta ári fór nokkur skjálfti um sænska fjármálamarkaðinn enda var ótt- ast, að jafnaðarmenn myndu taka upp sína keynesísku efnahags- stefnu og að þessu sinni undir forystu manns, sem var kunnur fyrir allt annað en aðgerðaleysi. Þessar áhyggjur reyndust óþarfar. Persson hefur beitt sér staðfastlega fyrir aðhaldssemi í peningamálum og áunnið sér vel- vild frammámanna í atvinnu- og fjármálalífinu þótt það sama verði kannski ekki sagt um alla kjósend- ur hans. Hann hefur haft forystu um þær breytingar, sem gerðar hafa verið á velferðarkerfinu, og þótt mögm árin í sænsku efna- hagslífi séu langt í frá að baki, þá eru flestir sammála um, að það sé komið inn á rétta braut. Persson, sem býr í Malmö, skildi við fyrri konu sína á síðasta ári og búa dætur þeirra tvær með móður sinni. Er hann nú kvæntur aftur. Rétt verð 4 44.900 Þú sparar 5.000 EDESA pvottnvél m. BOO r.minínpn vjndn nSctnskr. SANSUJ *iJjómtírikjrir.nrmit«.-flf, oöninr ki. 54.900 Þúgetur sparað altt að 19.200 RflFTíEKJflPERZLUN ISLflilDS ff Opið 1ChOO - 19KX) mánud. - laugard. 13.00. - 1800 sunnud. Síminn er 568 8660 Viö erum í Skútuvogi 1 við hliðina á IKEA - ANNO 1929- Fyrir síðustu jól hefur skótahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. 10 ára ábyrgð ^ 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir ^ Eldtraust íslenskar leiðbeiningar ^ Jólatré með skrauti - 3 gerðir Reuter PARÍSARBtJAR ganga um borð í einn þeirra báta sem franska stjórnin hefur Ieigt til að sigla fólki um Signu. v*iCLAIR€ m sí■5»'*»/- •" Á Ófé/tfj/aðéxr rjjl • Skátahúsið, Snorrabraut 60 VíuiA Blússa kr. 4.700 Pils kr. 3.600 Axlabönd kr. 2.400 Sýningarsalur Heklu, Laugavegi 174 jl Axlabönd kr. 2.4 JOSS KRINGLUNNI Afram verkföll París. Reutcr. FRANSKIR kennarar, starfs- menn sjúkrahúsa og flugfélaga sögðust í gær ætla að hefja verk- föll í dag. Stéttarfélagið Force Ouvriere, sem hefur gegnt lykil- hlutverki í verkföllum síðustu tveggja vikna, hvatti í gær til mótmæla um allt land og að fleiri stéttir, jafnt í ríkis- sem einka- geiranum legðu niður störf. Stéttarfélagið krefst þess að Alain Juppé forsætisráðherra dragi til baka niðurskurðar- áform stjórnarinnar á velferðar- kerfinu og að viðamiklar viðræð- ur við verkalýðshreyfinguna fari fram. Á ríkisstjórnarfundi í gær lýsti Jacques Chirac Frakklands- forseti yfir fullum stuðningi við stefnufestu Juppé en forsetinn hefur til þessa haft lítil afskipti af deilunni. Charles Pasqua, fyrrum innan- ríkisráðherra, er nú situr í öld- ungadeild þingsins, gagnrýndi hins vegar flokksfélaga sinn Juppé harðlega og hvatti Chirac til að breyta um stefnu gagnvart verkfallsmönnum. „Frakkar þurfa drauma, von og eldmóð. Þeir hafa þörf fyrir einhvern er talar um ástina en ekki bara vexti og fjárlagahalla," sagði Pasqua í viðtali við tímaritið l’Express. I I I I I I I ! I I I i I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.