Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 35
34 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HELJARSTÖKK ÚT í ÓVISSUNA SKOÐANIR eru skiptar innan launþegahreyfingarinnar um það, hvort forsendur gildandi kjarasamninga séu brostnar eða ekki. Þessi ágreiningur sagði til sín hjá fulltrúum hreyfing- arinnar í launanefnd ASÍ og VSÍ. Hann segir einnig til sín í því, að rúmur helmingur félaga innan Verkamannasambands- ins sagði ekki upp samningum. Hann segir loks til sín í því að félög, sem sögðu upp samningum, hafa sum hver dregið uppsagnir sínar til baka. Verkalýðsfélag Grindavíkur samþykkti með nokkrum meiri- hluta, svo dæmi sé tekið, að draga uppsögn á kjarasamningi til baka. Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri samþykkti á hinn bóginn að halda uppsögn á samningi félagsins til streitu. Ekki var þó eining um þá afstöðu. 170 stóðu að henni en 140 gegn. Reiknað var með því í upphafi, að febrúarsamningarnir leiddu til 3,5% kaupmáttarauka á samningstímanum. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASI, telur að kaupaukinn verði 2 prósentustigum meiri, eða 5,5%. Þessu veldur minni verðbólga en reiknað var með, sem og hækkun desemberuppbótar, en hún er metin til 1,1% hækkunar. Sáttaframlag ríkisstjórnarinn- ar er metið á milljarð króna. Það felur í sér fráhvarf frá tekju- tengingu atvinnuleysisbóta, hækkar tryggingabætur og flýtir viðbótar skattfrádrætti vegna lífeyrisiðgjalda. Sitt hvað hefur gerzt á þjóðmálasviði, sumt gagnrýnisvert, sem ýtt hefur undir óróa á kjaravettvangi. Á móti vegur, að bati segir víða til sín í þjóðarbúskapnum. Spáð er áframhald- andi stöðugleika og lágri verðbólgu á næsta ári, eða 2,4%. Atvinna er heldur að aukast. Stækkun álversins í Straumsvík bætir enn atvinnuástandið. Horfur eru á, sem fyrr segir, að febrúarsamningarnir feli í sér meiri kaupauka en reiknað var með. Vaxandi samkeppni á neytendamörkuðum kemur fólki og til góða. Byrjandi bata í atvinnulífi og efnahagsbúskap þjóðarinnar má ekki glutra niður með heljarstökki út í óvissu ótímabærra átaka á veikburða vinnumarkaði. Það er því fagnaðarefni að meirihluti verkalýðsfélaga sýnir ábyrgð í afstöðu á ögurstundu í þjóðarbúskapnum. FRAKKAR KOMA NIÐUR Á JÖRÐINA FRANSKA ríkisstjórnin hefur tilkynnt þá fyrirætlan sína að taka á nýjan leik þátt í hernaðarsamstarfi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eftir þrjátíu ára fjarveru á fundum her- málanefndar bandalagsins og varnarmálaráðherra þess. Þetta er söguleg ákvörðun um fráhvarf frá stefnu Charles de Gaulle, hershöfðingja og forseta Frakklands, sem lét NATO flytja höfuðstöðvar sínar frá París og herlið sitt út úr Frakklandi árið 1966. Frakkar gefa þá skýringu á sinnaskiptum sínum að Atlants- hafsbandalagið hafi breytzt. Það má vissulega til sanns vegar færa. Hlutverk bandalagsins er annað en áður, eins og hinar umfangsmiklu friðargæzluaðgerðir, sem fyrirhugaðar eru í Bosníu, sýna. Hins vegar sýnir ákvörðun frönsku stjórnarinnar líka að hún hefur horfzt í augu við raunveruleikann og endurskoðað gaullismann hvað varðar hlutverk sitt í Evrópu. Ákvörðun de Gaulles á sínum tíma markaðist af andstöðu við forystuhlut- verk Bandaríkjanna og draumsýn um að Frakkland gæti ann- ars vegar orðið sjálfstæður áhrifavaldur í alþjóðamálum og hins vegar forysturíki sameinaðrar Evrópu, sem væri óháð Bandaríkjunum hernaðarlega og pólitískt. Raunveruleikinn er sá, að Frakkar hafa orðið hvorugt. Þeir gátu ekki leyst úr Bosníudeilunni, þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar. Sameiningarmáttur Evrópuríkja reyndist heldur ekki nægur til að takast á við vandann í Bosníu. Friður var saminn fyrir tilstilli Bandaríkjanna og nú hafa Evrópuríkin viðurkennt að friðargæzluaðgerðirnar í Bosníu eru ófram- kvæmanlegar án þátttöku bandarískra hermanna. Um leið og Frökkum er nauðsynlegt að bregðast við þessum staðreyndum, hafa þeir í fyrsta sinn um langt skeið fengið tækifæri til að ganga til nánara samstarfs við hin NATO-rík- in með fullri reisn. Frakkar hafa því komið niður á jörðina er þeir segjast munu taka þátt í þróun varnarmála í Evrópu í samvinnu við Bandaríkin, en ekki í andstöðu við þau. Frakkar telja sig nú geta haft meiri áhrif með aukinni þátttöku í NATO en með því að standa utan við ákvarðanir bandalagsins. Um leið viður- kenna þeir gildi samvinnu og samráðs í alþjóðamálum og mættu gjarnan gera það á fleiri sviðum, til dæmis hvað varð- ar kjarnorkutilraunir á Kyrrahafseyjum. KOSNINGASKÝRSLUR 1995 eru ekki aðeins safn tölfræðilegra upplýsinga um þingkosningarnar síðastliðið vor, heldur hefur verið gerð vinnumarkaðskönnun á fram- bjóðendum, hliðstæð almennri vinnumarkaðskönnun, sem gerð var um sama leyti. Þar með fæst saman- burður á frambjóðendum annars vegar og landsmönnum hins vegar. Skýrslan gefur einnig áhugaverðar upplýsingar um mismun flokkanna, til dæmis hvað þátttöku kvenna, atvinnu frambjóðenda og menntun varðar. Sjálfstæðisflokkurinn bendir gjarnan á að hann sé stærsti verka- lýðsflokkur landsins, en það endur- speglast ekki í frambjóðendum. Frambjóðendur Kvennalistans slá öllum við hvað hlutfallslegan ijölda sérfræðinga og háskólamenntaðra varðar. Ef enn er leyfilegt að tala um öreigaflokk kemst Þjóðvaki kannski næst því að vera slíkur flokkur. Hlutfallslega séð eru frambjóð- endur mun menntaðri en lands- menn, svo þeir eru ekki þverskurður af þjóðinni. Um þriðjungur þeirra sem hafa háskólamenntun eru lög- fræðingar, viðskipta- eða hagfræð- ingar... og þeir háskólamenntuðu raða sér gjaman í efstu sætin. Vaxandi hlutur kvenna: áhrif Kvennalistans? Ýmislegt forvitnilegt má lesa úr Kosningaskýrslum um hlut og þátt- töku kvenna. Alls voru frambjóð- endur 843. í fyrsta skipti eru fleiri konur en karlar í framboði, eða 425 konur og 418 karlar. Eins og bent er á í skýrslunni skiptir það tölu- verðu máli að allir frambjóðendur Kvennalista eru konur. Áð þeim frátöldum var hlutfall kvenna með- al frambjóðenda 42% í kosningun- um nú, en 38% 1991. Konur sækja sig einnig í kosningaþátttöku. Undanfarnar kosningar hefur þátt- taka kvennanna verið heldur minni en þátttaka karla, en var nú í fyrsta skipti aðeins yfir þátttöku karl- anna, 87,5% á móti 87,3% hjá körl- unum. Árið 1959 var hlutfall kvenna í framboði 8%, en þokaðist smátt og smátt upp og var órðið 25% í kosn- ingum 1978 og 1979. Þegar Kvennalistinn bauð í fyrsta skipti fram 1983 varð hlutfall kvenfram- bjóðenda skyndilega 35%. Hvort tilvera Kvennalistans hefur áhrif á sjálf stjórnmálin er vandmælt, en áhrifin á tölfræðina eru auðsæ. Sé hins vegar litið á þijú efstu sæti listanna er skiptingin ekki jafn hagstæð konum, því í þeim hópi var hlutfall karla 58%, en hlutfall kvenna aðeins 42%. Þetta er þó breyting frá kosningunum 1991, þegar aðeins 37% í þremur efstu sætunum voru konur. Skiptingin milli karla og kvenna í þessum efstu sætum er misjöfn eftir kjördæmum. Reykjavík kemur áberandi illa út hvað konurnar varð- ar, því aðeins 33% frambjóðenda í þremur efstu sætum höfuðborgar- listanna eru konur. Hagstæðust konum er skiptingin á Reykjanesi, því þar eru 54% efstu frambjóðenda konur. Óánægðar konur í Sjálfstæðis- flokknum geta í skýrslunni séð svart á hvítu að hlutfall kvenna og karla í efstu sætunum er lang verst í þeirra flokki. Aðeins 17% af efstu frambjóðendum á Sjálfstæðisflokks- listum eru konur, svo heil 83% efstu frambjóðenda eru karlar. í heild er myndin nokkuð önnur, því 35% frambjóðenda Sjálfstæðisflokks eru konur en 65% karlar, en samt sem áður er þó flokkurinn áfram með lægst hlutfall kvenna. Fyrir utan að allir frambjóðendur Kvennalistans eru konur, þá er hlut- fall kvenna í efstu listum hagstæð- ast hjá Alþýðubandalaginu og óháð- um og Þjóðvaka, þar sem hlutfall kvenna er 42%. Hlutfall kvenna á listunum almennt er hæst hjá Þjóð- vaka eða 52%. Hvað aldur snertir er ekki mikill' munur á aldri kven- og karlfram- bjóðenda. Meðalaldur karlanna er ívið hærri, 44,7 ár, en 43 hjá kven- Hagstofan gefur út Kosningaskýrslur Endurspegla flokk- arnir þá kjósendur sem þeir höfða til? Hagstofan hefur gefíð út Kosningaskýrslur 1995. í þetta sinn fylgir einnig rækileg úttekt á frambjóðendum. Sigrún Davíðsdóttir gluggaði í skýrsluna og bregður upp svipmynd af frambjóðendum ___samanborið við þjóðina og veltir fyrir sér hvað niðurstaðan_ segi um ímynd flokkanna. Hlutfall kvenna af frambjóðendum víð alþingiskosningar 1959-95 n t f t 50% 46% 46% 1 lli Kvennalistinn bauð fram við kosningar 1983 59 '63 '67 7174 7879'83 '87 ’91 ’95 Hlutfall kvenna í þrem efstu sætum við alþingiskosningar 1995 Reykjanes Norðurl. eystra Austurland Suðutland Norðurl. vestra Vestfirðir Vesturland Reykjavík Kvennaiisti Alþýðubandalag Þjóðvaki Aiþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur 42% 42% 38% 33% 17% hjá flokkum á í kjördæmum KJÓSENDUR yfirgefa Miðbæjarskólann í maí sl. eftir að hafa greitt atkvæði í alþingiskosningunum. fólkinu. Meðalaldur frambjóðenda Alþýðubandalags og óháðra var 43,3 ár og þar með lægstur, meðan meðalaldur Sjálfstæðisframbjóð- enda var hæstur eða 45,9 ár. 8% landsmanna eru sérfræðingar - 30% frambjóðenda fylla þann hóp Ef hugað er að skiptingu fram- bjóðenda annars vegar og lands- manna hins vegar eftir atvinnu- greinum er töluverður munur á. Hlutfallslega starfa margir fram- bjóðendur við landbúnað, opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og menningarstarfsemi, en fáir við iðn- að, mannvirkjagerð, verslun og við- gerðarstarfsemi, hótel, veitingahús, samgöngur og í heilbrigðisþjón- ustunni. Þó atvinnugreinaskipting sé allmismunandi eftir kjördæmum vegna ólíkra atvinnuhátta eftir landshlutum er hlutfall frambjóð- enda er starfa í iðnaði, mannvirkja- gerð, verslun, hótel- og veitinga- greinum og samgöngum gegnum- gangandi samt lágt, meðan hlut- fallslega margir frambjóðenda starfa í opinberri stjórnsýslu og við fræðslustarfsemi. Hát.t hlutfall þeirra sem koma úr opinberri stjórnsýslu stafar að hluta af því að eðlilega eru margir þingmenn meðal frambjóðenda, en þetta skýrir samt ekki allan mun- inn. Frambjóðendur endurspegla heldur ekki landsmenn að því er varðar skiptingu eftir starfsstéttum. Þannig eru 8% landsmanna stjórn- endur og embættismenn, en heil 30% frambjóðenda fylla þennan flokk. Þessi munur stafar að hluta til af þeim mörgu þingmönnum, sem eru í framboði. 26% frambjóðenda eru sérfræðingar, en þann -flokk fylla aðeins 13% landsmanna. Hins vegar koma tiltölulega fáir frambjóðendur úr röðum þjónustu- og verslunarfólks, eða sjö prósent frambjóðenda á móti 18% lands- manna. Aðeins 9% frambjóðenda koma úr röðum iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfs- fólks, meðan heil 32% landsmanna fylla þann flokk. Ofangreindur munur á skiptingu frambjóðenda og þjóðarinnar eftir starfsstéttum gildir að mestu um öll kjördæmi og alla stjórnmála- flokka, en samt er nokkur munur á flokkum að þessu leyti. Hlutfall stjórnenda og embættismanna er hæst hjá Sjálfstæðisflokki, því helmingur frambjóðenda fyllir þann flokk, meðan hlutfall þessa hóps er lægst hjá Þjóðvaka eða 17%. Munurinn stafar að --------- hluta af hve margir þing- menn eru í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, með- an það eru eðlilega fáir slíkir í framboði fyrir ný- burann Þjóðvaka. Sé litið á hlutfall sérfræðinga meðal frambjóðenda er hlutfall þeirra hæst hjá Kvennalista, 43%, en lægst hjá Sjálfstæðisflokki, 17%. Ef lagður er saman hópur stjórn- enda, embættismanna og sérfræð- inga meðal frambjóðenda þá hefur Sjálfstæðisflokkur hæst hlutfall þeirra, eða 67%, lægst er það hjá Þjóðvaka eða 45%, meðan hlutfallið hjá Alþýðuflokki, Framsóknar- flokki, Alþýðubandalagi og óháðum og Kvennalista er á bilinu 59-62%. Ef litið er á hlutfall þeirra þriggja stétta, sem fæstir frambjóðendur koma úr, nefnilega iðnaðarfólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks, er hlutfall frambjóðenda úr þessum stéttum hæst hjá Þjóð- vaka, 17%, en lægst hjá Kvennalista og Sjálfstæðisflokki, 3-4%. Hlutfall háskólamenntaðra frambjóðenda þrefait hærra en meðal landsmanna í skýrslunni er hugað að menntun frambjóðenda og þeim skipt í þrjú , menntunarstig, grunnmenntun, sem er skyldunám eða minna, starfs- og framhaldsmenntun, sem er meðal annars starfsmenntun í sérskólum á háskólastigi og háskólamenntun. I ljós kemur að frambjóðendur eru að jafnaði meira menntaðir en landsmenn almennt. 41% lands- manna á vinnualdri hafa aðeins grunnmenntun, en 22% frambjóð- enda. Hlutfall starfs- eða fram- haldsmenntunar er nokkum veginn það sama eða 48-49%, en heil 29% frambjóðenda hafa háskólamennt- un, meðan aðeins 11% landsmanna hafa slíka menntun. Ef aðeins er litið á þijú efstu sætin kemur í ljós að 41% frambjóðenda þar eru há- skólamenntaðir og aðeins sextán prósent eru með grunnmenntun. Með öðrum orðum raðast þeir há- skólamenntuðu gjaman í efstu sæt- in. Hlutfall frambjóðenda með grunnmenntun er lægst hjá Sjálf- stæðisflokki, 12%, en hæst hjá Þjóð- vaka eða 29%. Hvað háskólamennt- un snertir er hlutfall frambjóðenda með þá menntun langlægst hjá Þjóðvaka, 21%, en hæst hjá Kvenna- lista eða 42%. Flestir háskólamennt- aðir frambjóðendur eru í framboði í Reykjavík. Öfugt við það sem ger- ist meðal landsmanna þá eru fleiri konur en karlar í hópi frambjóðenda með háskólapróf. í Kosningaskýrslunni kemur einnig fram að 29% karlframbjóð- enda hafa hlotið menntun sína í lögum, viðskiptafræði eða hagfræði og 16% í raunvísindum, verkfræði eða tæknifræði. Háskólamenntaðir kvenframbjóðendur róa á önnur mið. 21% þeirra hafa lokið kennara- prófi og 23% prófi í félagsvísindum. Ef nota á tölurnar til að bregða upp svipmynd af flokkunum er myndin misskýr, eftir því hvaða flokkar eiga í hlut. Einna skörpust er myndin af Sjálfstæðisflokki, Kvennalista og Þjóðvaka að því leyti að frambjóðendur þessara flokka raðast gjarnan á hæsta og lægsta hlutfall þess, sem athugað er. Kvenframbjóðendur Sjálfstæðis- flokks eiga greinilega erfiðara upp- dráttar en í hinum flokkunum, því hlutfall þeirra er lægst þar, bæði almennt og eins hvað efstu sætin varðar. Frambjóðendur hans eru ívið eldri en frambjóðendur hinna flokkanna, hlutfall vinnandi fram- bjóðenda er hæst þar og rúmlega 7s hlutar frambjóðenda flokksins eru stjómendur, embættismenn eða sérfræðingar, meðan hlutfall þeirra sem aðeins hafa grunnmenntun er lægst og einnig deilir flokkurinn með Kvennalista lægstu hlutfalli iðnverkafólks og ósérhæfðs starfs- fólks. Flokkurinn bendir gjaman á að hann sé stærsti verkalýðsflokk- urinn. Það gildir kannski hvað kjós- endur varðar, en á ekki við um fram- bjóðendur. í Þjóðvaka er hæst hlutfall þeirra, sem hafa einungis grunnmenntun, og lægst hlutfall háskólamennt- aðra frambjóðenda. Þar er líka hæst hlutfall at- vinnulausra, hæst hlut- fall iðnverkafólks og ós- " érhæfðs starfsfólks og hlutfall stjórnmálamanna, og sérfræðinga. um öreigaflokk Frambjóðend- ur hlutfalls- lega mun menntaðri en þjóðin lægst embættismanna Ef enn má tala sæmir það heiti sér á Þjóðvaka. Hvorki Alþýðubandalag né Alþýðu- flokkur komast nálægt Þjóðvaka að þessu leyti og alls ekki Sjálf- stæðisflokkurinn. Kvennalistinn höfðar í málflutn- ingi sínum gjarnan til kvenna og þá kvenna sem standa höllum fæti eins og einstæðar mæður eða lítið menntaðar konur. Frambjóðendur Kvennalistans koma þó ekki úr þessum hópi, heldur er listinn skip- aður vel menntuðum konum og sér- fræðingum í ríkari mæli en aðrir listar. Spumingin er svo hvort fram- bjóðendur eiga að endurspegla þá hópa, sem flokkarnir höfða til. Því verður hvér og einn að svara fyrir sig, en Kosningaskýrslurnar veita umhugsunarefni fyrir þá, sem hafa gaman af að velta fyrir sér eðli flokkanna og frambjóðendum þeirra. Þrír forystumenn VMSÍ ekki á stjórnarfund ASÍ í mótmælaskyni Morgunblaðið/RAX MIKLAR deilur eru komnar upp innan verkalýðshreyfingarinnar vegna niðurstöðu launanefndar. Mið- stjórn ASI kom saman í gær og voru kjaramálin og sú gagnrýni sem forysta ASÍ hefur sætt að undan- fömu aðal umræðuefni fundarins. „Vildum ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð“ : [IfÍI mk ■ 11 Halldór Kristján Björnsson Gunnarsson " "7 * | Björn Benedikt Snæbjörasson Davíðsson ALLDÓR Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar, Krist- ján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og Bjöm Snæbjörnsson, formaður Einingar á Akureyri, mættu ekki á miðstjómarfund ASÍ í gær vegna þeirrar óánægju og gagnrýni sem kominn er upp innan Verkamannasambands- ins um afstöðu meirihluta ASÍ í launanefnd. „Ég tók mér frí ásamt fleiri V erkamannasambandsmönn- um. Við vildum ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð, þeir mega vera einir um hana,“ sagði Halldór Bjömsson, vara- formaður Dagsbrúnar. „Ég hafði ekki geð í mér til að fara á miðstjórnarfund- inn. Eftir að hafa verið út- nefndur lýðskrumari í sjón- varpinu í gær (þriðjudags- kvöld) af forseta Álþýðusam- bandsins, þá held ég að ég sé ekkert að blanda geði við hann á meðan ég er að jafna mig á þeim fréttum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Björn Snæbjörnsson segist ekki hafa séð ástæðu til að mæta á miðstjórnarfund hjá ASÍ vegna þess ágreinings sem upp er kominn. „Ég held að það hafi verið ágætt að menn ræddu niðurstöðu launanefndar án þess að við værum mikið að þvælast fyrir því,“ segir hann. Björn kvaðst þó ekki telja að risinn væri viðvar- andi ágreiningur innan verkalýðs- hreyfingarinnar en sagði að þetta hefðu verið táknræn mótmæli. Eiga ekki mikið erindi með málið inn á ASÍ-þing „Það er ekkert nýtt að menn greini á við afgreiðslu samninga. Það hafa orðið til allskonar „flóa- bandalög" af ýmsum tilefnum og ýmiss konar úthlaup úr ýmsum sam- böndum við afgreiðslu kjaramála á hveijum tíma,“ segir Benedikt Dav- íðsson, forseti ASI. „Auðvitað er það alltaf nokkurt áhyggjuefni þegar menn magna upp ágreining á for- sendum sem aðrir í hreyfingunni telja alrangar og beina síðan reiði sinni inn á við og að samtökunum, í stað þess að efla kraftana til þess að ná árangri gagnvart gagnaðilan- um,“ segir hann. Tveggja klukkustunda langar umræður fóru fram um kjaramálin og þær deilur sem upp hafa komið innan hreyfingarinnar á miðstjórn- arfundinum í gær. Þar lagði Bene- dikt fram sérstaka greinargerð sína vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið og varði afstöðu sína og Ingibjargar R. Guðmundsdóttur í launanefnd ASÍ og VSÍ/VMS. Talsmenn nokkurra verkalýðsfé- laga hafa lýst því yfir að ágreining- urinn sem nú er risinn verði meðal höfuðmála á Alþýðu- sambandsþingi I vor. Aðspurð- ur hvort vænta megi uppgjörs á þinginu segir Benedikt: „Það er vel líklegt að mikil umræða verði um kjaramálin á þinginu í vor en ég sé ekki að það sé neitt tilefni til einhvers uppgjörs út af þessu þar. Þeg- ar menn, sem hafa haft uppi hæsta gagnrýni á störf launa- nefndarinnar, telja sig ekki einu sinni hafa tilefni til þess að mæta þar sem þeir eru rétt kjörnir, eins og í miðstjórn, til að fjalla um málið, þá finnst mér ákaflega ólíklegt að þeir hafi mikið erindi með það inn á Alþýðusambandsþing," segir Benedikt. Búist við allsherjar- atkvæðagreiðslu í Dagsbrún Stjórn og trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar kemur saman kl. 11 í dag og kl. 13 verður hald- inn félagsfundur í Bíóborginni um niðurstöðu launanefndar og uppsögn samninga. Allar líkur eru á að viðhöfð verði skrifleg allsherjaratkvæða- greiðsla meðal félagsmanna í Dagsbrún á föstudag og laug- ardag um tillögu launanefndar og hvort félagið stendur við uppsögn samninga. Forystu- menn innan Dagsbrúnar segja að tímamörk þau sem vinnuveitendur hafa sett félögunum til að aftur- kalla uppsögn samninga, sem er til 8. desember, sé ósvífin og ætla að hafa þau að engu. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur verður með félagsfund i Félagsbíói í kvöld þar sem fram fei skrifleg atkvæðagreiðsla um tillögu launanefndar og áskorun VSÍ á fé- lagið að draga uppsögn samninga til baka. Bjöm Snæbjörnsson sagði að Ein- ing ætlaði að sjá til hver yrði niður- staðan hjá öðram verkalýðsfélögmr á næstu dögum áður en ákvörðui yrði tekin um framhaldið en félagií ákvað í fyrrakvöld að halda uppsögr kjarasamninga til streitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.