Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 41
s MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 41 AÐSENDAR GREINAR Fjártjón og vátryggingaiðgj öld Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins í gær, miðvikudag, er birt frétt um viðbrögð íslensku vátryggingafélag- anna við tillögum Gunnlaugs Cla- essens hæstaréttardómara og Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um breytingar á skaðabótalögunum. Er þar staðhæft að tillögurnar muni hafa í för með sér verulega hækkun á vátryggingaiðgjöldum í bílatrygg- ingum. Astæða er til að gera nokkr- ar athugasemdir við þessi viðbrögð. Fyrst verður að taka fram eftir- farandi: Það er meginatriði í skaða- bótarétti, að sá maður sem fyrir tjóni verður með þeim hætti að ann- ar aðili ber skaðabótaábyrgð á tjón- Lækkun örorku vegna fjárhagslegs örorku- mats mun vega þyngra í heildardæminu, segir Jón Steinar Gunn- laugsson, en sú hækk- un bóta, sem felst í til- lögum um breytingu á skaðabótakröfum. inu, fái allt fjártjón sitt bætt. Verk- efni löggjafar, sem fjallar um bætur fyrir líkamstjón á hendur skaða- bótaskyldum aðila, er því að ákveða hvað þurfi til að koma til að um fuliar fjártjónsbætur verði að ræða. Þar skipta hugleiðingar um iðgjöld í vátryggingum engu máli. Þeir sem vilja mótmæla lagareglu um fullar bætur fyrir fjártjón með því að vá- tryggingaiðgjöld á sviði ábyrgðar- trygginga muni hækka við lögleið- ingu slíkrar reglu, eru í reynd að krefjast þess, að tjónþolar niður- greiði iðgjöld með hluta af tjónbót- um sínum. Það er því nauðsynlegt að sleppa alveg vangaveltum um fjárhæð vátryggingaiðgjalda þegar fjallað er um efnisreglur í skaða- bótarétti. Almennar skaðabótaregl- ur eiga heldur ekki bara við kröfur sem vátryggingafélög ábyrgjast, heidur skaðabótakröfur almennt. Spádómar vátryggingafélaganna um að vátryggingaiðgjöld þurfi að hækka eru heldur ekki efnislega sannfærandi. Minnt skal á, að með hinum nýju skaðabótalögum voru tekin upp svokölluð fjárhagsleg ör- orkumöt, þar sem lagður skyldi haldbetri mælikvarði en áður á ör- orkutjón. Lítil reynsla er ennþá kom- in á lögin. Engu að síður er ljóst af störfum örorkunefndar fram til þessa, að örorkan lækkar verulega 9 ETIENNE AIGNER » 4- PRIVATE NUMBER WOMEN í fjöldanum öllum af smærri málunum. Mín tilfinning er, að sú lækkun muni vega mun þyngra í heildardæm- inu en sú hækkun bóta sem felst í tillögunum um breytingu á skaða- bótalögunum. Að auki skal minnt á að iðgjöld í bflatryggingum lækk- uðu ekkert, þó að skaðabætur til tjónþol- anna væru stórlega lækkaðar, fyrst með svonefndum verklags- reglum vátryggingafé- Jón Steinar Gunnlaugsson laga i nóvember 1991 og síðan með gildistöku skaðabótalaganna á árinu 1993. Það er skrítið að birta útreikn- inga á þörf fyrir hækk- un iðgjalda á þeim grundvelli sem hér um ræðir. Tillögur þeirra Gunnlaugs og Gests eru afar vel unnar. Þeim fylgir ítarleg greinargerð, þar sem m.a. er sýnt fram á, að reiknireglur dönsku skaðabótalaganna, sem voru fyrirmyndin að hinum íslensku lögum, voru byggðar á þeirri for- sendu, að unnt sé að hafa yfir 15% raunvexti af tjónbótum vegna fram- tíðartjóns. Byggðist hin danska lagasetning á sínum tíma á ruglingi milli nafnvaxta og raunvaxta, sem við íslendingar höfum fyrir löngu skilið, að ekki er það sama á verð- bólgutímum. Dönsku reglumar hafa hlotið verðskuldaða gagnrýni af þessum sökum þar í landi. Þær aðferðir sem tillögur Gunn- laugs og Gests byggjast á við út- reikning framtíðartjóns er sú sama og notuð er í rétti allra Evrópuríkja að Danmörku undanskilinni. Þessar aðferðir fela í sér eins góða útreikn- inga á fjártjóni vegna örorku og menn hafa talið unnt að gera. Fyrir því öllu er gerð góð grein í skýrslu tvímenninganna. Vilji menn mót- mæla þessum aðferðum, þurfa þeir að færa fram marktæk rök fyrir mótmælum sínum. Það hefur enginn gert. Það er afar brýnt að þegar í stað verði ráðist í þær breytingar á skaðabótalögunum, sem þeir Gunn- laugur og Gestur hafa lagt til. Með- an það er ekki gert verður flest það fólk sem slasast á líkamá sínum, þannig að til fjárhagslegrar örorku leiðir, að sæta verulega skertum bótum. Við svo búið má ekki standa iengur. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. tónlist í Japis Tríó Nordica "Trfóið nálgast Clöru Schumann með miklum kærleik, Felix Mendelson með djúpum tilfinningum og Franz Berwald með ögrandi snilli. Alveg framúrskarandi diskur!" Stig Jacobsson-Svenska Dagbladet 08.10.1995 Einar Kristjánsson - Ó leyf mér þig að leiða "Á þessari tvöföldu geislaplötu leiðir Einar Kristjánsson ykkur inní heim hinna rammfslensku, blíðu en í senn kraftmiklu laga eins og Hamraborgin, Bikarinn og Gígjan. Einnig er aö fmna ertend Ijóö og aríur á safninu. Ákaflega vandaö minningarverk." Serenade - Pétur Jónasson, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir "Serenade inniheldur franska og spænska tónlist fyrir flautur og gítar. Verkin á plötunni eru flest frá árunum í kringum aldamótin síðustu og er þar að finna margar perlur franskra og spænskra tónbókmennta m.a. eftir Ravel, Satie og Rodrigo." Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon "Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari hafa starfaö lengi saman. Á þessari geislaplötu er að finna þverskurð af því besta sem félagarnir hafa haft á efnisskránni hjá sér i gegnum tíðina." Jónas Ingimundarson - Við slaghörpuna "Jónas Ingimundarson píanóleikari fer næmum fingrum um slaghörpuna og flytur fjölmörg sígild pfanóverk. Platan var tekin upp í Listasafni Kópavogs í júnf á þessu ári þar sem hann. er nú með tónleikaröð undir sama nafni. Hér er að finna eitthvað fyrir alla." Steinunn Bima Ragnarsdóttir - Píanó ‘Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytur píanókonsert í a-moll op.16 eftir Grieg ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, svítu úr Pétri Gaut eftir Grieg og Kinderszenen op.15 eftir Schumann. Rómantískur, vandaður og hrifandi geisladiskur sem unnendur sígildrar tónlistar ættu ekki að láta fram hjá sér fara." Sinfónfuhljómsveit íslands: Jón Leifs Saga Symphony (Söguhetjur) "Jón Leifs samdi Sögusinfóníuna (Söguhetjur) á árunum 1941 og 1942. í fyrsta skipti hefur verkiö nú verið tekið upp í heild sinni og er á þessari geislaplötu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjóm Osmo Vanska." Sigurður Bragason og Vovka Ashkenazy - Ljóöakvöld "Sigurður Bragason baritónsöngvari og Vavka Ashkenazy píanóleikari flytja verk eftir Chopin, Rachmaninov, Ravel og Rubenstein. Á plötunni er að finna sígilda tónlist á heimsmælikvarða." 8RAHMS * SCHUMANN 6001FRANZSON ■ GfSRIT SCHUIi «*8iF fW Krístinn Árnason - Barríos/Tárrega "Svo lók tæknin í höndum gítarieikarans að maður varð varla var við hana; túlkunin var í fyrirrúmi, mjúk streymandi, plastísk og gegn músíkölsk..." Mbl. 05.09.1995 - Ríkharðurörn Pálsson Guðni Fransson og Gerrit Schuil - Ðrahms/Schumann "Magnaö hárómantískt tónverk f tilfinningarikum flutningi Guðna Franssonar klarfnettuleikara og Gerrit Schuil píanóleikara. Sóriega vönduð geislaplata." Ævintýraóperan Sónata "Ævintýraóperan Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasöóttur er fyrir fólk á öllum aldri. Tónlistin er grípandi og flýgur frjáls upp i hæðir innsæis...' I Japis Brautarholti 2, sérverslun með Uassíska tónlist Sendum ( póstkröfu xAo cnnn Sendum í póstkröfu sími 5Ó2-52Q0 Brautarholii 2 oq Krinqlunni sími 502 5200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.