Morgunblaðið - 16.12.1995, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C
288. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR16. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Leita sól-
kerfa á
júmbóþotu
London. Daily Telegraph.
BANDARÍSKA geimferðastofnunin
NASA hyggst verða sér úti um gamla
júmbóþotu, skera þriggja metra
breitt gat á þakið, setja þar út
stjörnukíki og fljúga henni um heið-
hvolfíð í leit að öðrum sólkerfum.
Gert er ráð fyrir að þotan verði á
lofti 8-14 stundir í senn og hægt
verður að stunda rannsóknir hvar
sem er yfír jarðarkringlunni þar sem
júmbótþota getur athafnað sig á
hundruðum flugvalla um heim allan.
Skynjarar sjónaukans geta séð
mjög kalda hluti úti í geimnum sem
eru aðeins nokkrum gráðum fyrir
ofan alkul og útilokað er að fínna
með sjónaukum ájörðu niðri. Ástæð-
an er sú að júmbóþotan mun að jafn-
aði fljúga í 41.000 feta hæð eða ofar
99% allrar vatnsgufu andrúmslofts-
ins sem gleypir í sig innrauða geislun.
Sjónaukinn á að geta leitað reiki-
stjama í öðmm sólkerfum og rann-
sakað andrúmsloft þeirra með mæl-
ingum á innrauðri útgeislun þeirra
er þær fara framhjá sól sinni. Næmni
sjónaukans verður nógu mikil til þess
að fylgjast megi með myndun stjama
og fínna afar daufar halastjömur á
hringferð um stjörnur í órafjarlægð.
-----» » ♦-----
Verkföllin
leysast upp
Parfs. Reuter.
FRANSKIR járnbrautastarfsmenn
samþykktu í gær að aflýsa verkfalli
sem staðið hefur í 22 daga.
Sömuleiðis aflýstu verkamenn í
þjónustu hins opinbera aðgerðum frá
og með morgundeginum. Þá benti
allt til þess að verkfall strætisvagna-
stjóra og starfsmanna neðanjarðar-
lestanna í París væri að leysast upp
og líka verkfall starfsmanna orku-
veitna og fjarskiptafyrirtækja.
Borís Jeltsín reynir að stöðva sókn kommúnista í sjónvarpsávarpi
Skorar á Rússa að hafna
„öflum fortíðarinnar“
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
ávarpaði rússnesku þjóðina í gær og
skoraði á hana að afstýra því að
„öfl fortíðarinnar" kæmust til valda
í þingkosningunum á morgun. Hann
vísaði þar til kommúnista sem voru
alráðir í Rússlandi í 70 ár og eru
taldir verða öflugastir á þinginu eft-
ir kosningamar.
„Hættulegast af öllu er að fulltrú-
ar nokkurra flokka vilja færa landið
aftur til fortíðarinnar," sagði Jeltsín
í 12 mínútna sjónvarpsávarpi. „Það
væru hörmuleg mistök.“
Ávarpið var tekið upp á heilsu-
hæli þar sem Jeltsín hefur verið und-
ir eftirliti lækna vegna vægs hjarta-
áfalls fyrir tæpum tveimur mánuð-
um. Tæknimenn sjónvarpsins urðu
að vera með sóttvarnagrímur fyrir
andlitinu vegna hættu á að forsetinn
smitaðist af flensu. Auðséð var að
Jeltsín hefur grennst og aðstoðar-
menn segja að hann hafí lést um tíu
kíló frá því hann veiktist 26. október.
Stuðningur við Tsjernomyrdín
„Þið ættuð ekki að leyfa öflum
fortíðarinnar að komast aftur til
valda,“ sagði Jeltsín og vísaði til
kommúnista án þess þó að nefna þá.
Af orðum hans mátti ráða að forset-
inn væri að reyna að koma flokki
Viktors Tsjernomyrdíns forsætisráð-
herra til hjálpar á síðustu stundu.
Hann nefndi aldrei flokkinn í ræðu
sinni en notaði helsta vígorð hans:
„Stöðugleiki og sættir á sameigin-
legu heimili okkar - Rússlandi."
Jeltsín gagnrýndi einnig Alexand-
er Lebed hershöfðingja, sem vill að
ríkið gegni stærra hlutverki í efna-
hag landsins. „Hvorki miðstýring né
strangt verðlagseftirlit getur orðið
til bjargar. Efnahagur þessa lands
Reuter
TÆKNIMAÐUR setur hljóðnema á Borís Jeltsín, forseta Rússlands, fyrir sjónvarpsávarp hans í gær.
Tæknimaðurinn er með sóttvarnagrímu fyrir andlitinu vegna hættu á að forsetinn smitist af flensu.
hefur aldrei þrifíst með tilskipunum.
Hann verður ekki bættur með tilskip-
unum hershöfðingja."
Atök í Tsjetsjníju
Um 104 milljónir manna eru á
kjörskrá og kosið verður á 11 tíma-
beltum í þessu víðfeðmasta landi
heims. Kosningar eru jafnvel ráð-
gerðar í Tsjetsjníju, þar sem átök
blossuðu upp í gær milli rússneskra
hermanna og tsjetsjenskra aðskiln-
aðarsinna í tveimur bæjum. Samhliða
þingkosningunum eiga Tsjetsjenar
að kjósa nýjan leiðtoga héraðsins,
en búist er við að kjörsóknin verði
mjög lítil.
Annars staðar er búist við allt að
65% kjörsókn, en hún var um 50%
í siðustu kosningum til Dúmunnar
árið 1993. Slæmt veður og jafnvel
flensufaraldur gætu þó sett strik í
reikninginn. Skoðanakannanir sem
gerðar hafa verið eru mjög óáreiðan-
legar, en þær benda þó allar til þess
að kommúnistar verði öflugastir á
þinginu eftir kosningarnar. Leiðtog-
ar þeirra sögðust í gær vissir um að
fara með sigur af hólmi. Valentín
Kúptsov, varaformaður flokksins,
kvaðst búast við því að flokkurinn
yrði stærstur í 70 af 89 héruðum
og lýðveldum Rússlands.
■ Vesturlöndum kennt um/24
■ Ollum brögðum beitt/43
Reuter
Fögnuður í Nablus
Evrópumyntin
kölluð Evró
Madríd. Reuter.
Fótbolti í
uppnámi
BÚAST má við mikilli óvissu,
hræringum og ókyrrð á knatt-
spyrnumarkaði Evrópu vegna
úrskurðar Evrópudómstólsins í
gær um að vinnulöggjöfin og
reglur Evrópusambandsins
(ESB) um atvinnustarfsemi
ættu við um atvinnuknatt-
spyrnu.
Dómur gekk Belganum Jean-
Marc Bosman í hag í máli sem
hann flutti gegn því fyrirkomu-
lagi sem viðgengist hefur í Evr-
ópu í sambandi við kaup og
sölu knattspyrnumanna.
Samkvæmt því er félögum
óheimilt að krefjast sölugjalda
fyrir leikmenn eftir að samning-
ur þeirra er runninn út. Er leik-
maðurinn þá frjáls ferða sinna
og félagið getur ekki stöðvað
hann.
■ Éger mjögþreyttur/Cl
GÍFURLEGUR fögnuður ríkti i
borginni Nablus á Vesturbakkan-
um er Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO), tók við völdum í gær. Við
það tækifæri hóf hann kosninga-
baráttu sína vegna forsetakosn-
inga Palestinumanna, sem ráð-
gerðar eru 20. janúar nk. „Leyfið
þið mér að bjóða mig fram?“
spurði Arafat. Hann hafði tæplega
sleppt orðinu er þúsundir borg-
arbúa hrópuðu samþykki sitt svo
að undir tók í borginni. Myndin
var tekin er Arafat kom til Nablus
en honum var fagnað mjög.
HIN sameiginlega mynt Evrópuríkja
verður kölluð Evró og hún verður
tekin upp 1. janúar 1999, samkvæmt
ákvörðun fundar leiðtoga aðildar-
ríkja Evrópusambandsins, sem hófst
í Madríd í gær.
Leiðtogar ríkjanna fimmtán sam-
þykktu einum rómi að Efnahags- og
myntbandalag Evrópu (EMU) gengi
í gildi i ársbyijun 1999. Ákveðið
verður snemma á árinu 1998 hvaða
ríki uppfylla skilyrði fyrir þátttöku
og stuðzt við hagtölur ársins 1997.
Þremur árum eftir að EMU tekur
gildi, árið 2002, mun Evró-mynt og
-seðlar verða sett í umferð meðal
almennings í aðildarríkjum mynt-
bandalagsins. Sex mánuðum síðar
falla núverandi gjaldmiðlar úr gildi.
Síðdegis í gær ákváðu leiðtogarnir
að ríkjaráðstefna ESB, sem á að
endurskoða stofnanauppbyggingu og
ákvarðanatöku sambandsins tii að
búa það undir stækkun til austurs
og suðurs, skyldi hefjast í Tórínó á
Italíu 29. marz á næsta ári.
Leiðtogarnir ákváðu, að á grund-
velli sérstaks mats á stöðu einstakra
ríkja í Mið- og Áustur-Evrópu um
mitt ár 1997 yrði afstaða tekin til
þess hvenær aðildarviðræður við þau
hæfust. Það opnar möguleika á því
að viðræður við þau, sem stæðust
kröfur, heíjist sex mánuðum eftir
að ríkjaráðstefnunni lýkur, á sama
tíma og viðræður hefjast við Möltu
og Kýpur.
I dag inunu leiðtogarnir eiga fund
með leiðtogum ellefu ríkja, sem sótt
hafa um aðild að Evrópusambandinu;
Möltu, Kýpur, Póllands, Ungveija-
lands, Tékklands, Slóvakíu, Rúme-
níu, Búlgaríu, Eistlands, Lettlands
og Litháens.
■ Leiðtogafundur/20/22