Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Síldarviðræðurnar í Færeyjum
Tillögiir Rússa gætu
einangrað Norðmenn
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði í gær að þáttaskil
hefðu orðið í viðræðum um norsk-
íslenska síldarstofninn í Færeyjum,
en þeim lauk í gær án niðurstöðu.
Hann kvað Rússa hafa lagt fram
tillögur, sem einangruðu Norðmenn
í viðræðunum, og hafði hörð orð
um afdráttarleysi Norðmanna í síld-
armálinu.
Halldór sagði á hádegisfundi,
sem fulltrúaráð framsóknarfélaga í
Reykjavík hélt í gær, að hér væri
á ferð eitt mikilvægasta utanríkis-
mál okkar í langan tíma og samn-
ingar um sfldina hefðu verið erfiðir.
Hann hefði lagt sig fram um að
knýja fram lausn, en yrði að játa
vonbrigði.
Norðmenn ósveigjan-
AcieíSgn Halldórs voru samninga-
viðræðumar um síldveiðar í Bar-
entshafí á góðri leið þegar kröfur
Evrópusambandsins settu strik í
reikninginn. Norðmenn hefðu orðið
hræddir og nú væri hann ekki bjart-
sýnn.
Mikilvægasta utanríkismálið í langan
tíma, segir Halldór Ásgrímsson
„Norðmenn eru nú mjög ósveigj-
anlegir," sagði Halldór. „Ef þeir
ætla að^koma fram með þessum
hætti verður engin lausn.“
Norðmenn vilja miða við þá skipt-
ingu afla, sem hefur verið undan-
farið, og telja sig eiga rétt á lang-
stærstum hluta hans. íslendingar
og Færeyingar hafa staðið saman
í viðræðunum og í gærmorgun
skildi í fyrsta sinn milli Rússa og
Norðmanna. Halldór sagði að Rúss-
ar hefðu boðið að hver þjóð veiddi
70% af þeirri síld, sem hún hefði
veitt í fyrra. Þá veiddu íslendingar
um 170 þúsund tonn, en Norðmenn
um 550 þúsund tonn. Norðmenn
hafa nú boðið íslendingum sýnu
minna en veiddist á síðasta ári.
„Klókt útspil Rússa“
„Þetta er klókt útspil Rússa,“
sagði Halldór. „Ef Norðmenn
hafna þessu, einangrast þeir.“
Halldór kvað þannig fara fyrir
þeim kröfuhörðu ög.óbilgjörnu og
sagði gleðitíðindi ef Norðmenn ein-
angruðust. Þá myndu þeir ef til
vill átta sig.
„í vor blöskraði Færeyingum af-
staða Norðmanna," sagði Halldór.
„Þeir sáu að Norðmenn vildu ekki
taka eitt einasta tillit til þeirra hags-
muna.“
Móta ekki eigin stefnu
Utanríkisráðherra sagði að oft
gætti „gassagangs“ í sjávarútvegs-
málum á íslandi, en hér væru einn-
ig hógvær öfl, sem vildu málamiðl-
un, og væri hann í þeim hópi. „En
það eru takmörk fyrir því hvað má
bjóða sanngjörnu fólki,“ sagði Hall-
dór. Hann kvað Rússa hafa sýnt
meiri skilning í viðræðunum, en
Norðmenn. Samskipti sín við Bjorn
Tore Godal, utanríkisráðherra
Norðmanna, hefðu verið með ágæt-
um, en norska sjávarútvegsráðu-
neytið væri í gíslingu norskra út-
gerðarmanna og því væru Norð-
menn að sigla þessu máli í strand.
Halldór tók sem dæmi að væri
íslenska ríkið sífellt að semja fyrir
Landssamband íslenskra útvegs-
manna (LÍÚ) myndi svipuð staða
koma upp hér og nú væri í Noregi,
en norska sjávarútvegsráðuneytið
virtist ekki hafa burði til að móta
eigin stefnu.
Guðmundur Eiríksson, þjóðrétt-
arfræðingur utanríkisráðunejdis-
ins, fór fyrir íslensku viðræðunefnd-
inni í síldarviðræðum Færeyinga,
íslendinga, Norðmanna og Rússa í
Þórshöfn í Færeyjum. Auk Guð-
mundar sátu í nefndinni Árni Kol-
beinsson, ráðuneytisstjóri í sjávar-
útvegsráðuneytinu, Albert Jónsson,
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu,
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, Kristján Ragnars-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, og
Sævar Gunnarsson, forseti Sjó-
mannasambands íslands.
Árni Johnsen
alþingismaður
Skert flug-
málaáætlun
væri stórslys
ÁRNI Johnsen þingmaður Sjálfstæð-
isflokks sagði í umræðum um fjár-
lagafrumvarpið að það yrði stórslys
ef fyrirhugaður niðurskurður á flug-
málaáætlun næði fram að ganga.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
og frumvarpi um ráðstafanir í ríkis-
fjármálum er gert ráð fyrir því að
af tæplega 400 milljónum, sem
markaðir tekjustofnar flugmála-
áætlunar eru taldir skila, verði 190
milljónum varið til rekstrar flug-
valla. í fjárlögum 1995 var 30 millj-
ónum af tekjustofnunum varið til
rekstrar.
Árni, sem situr í fjárlaganefnd
Alþingis og Flugráði, sagðist vona
að menn tækju þann pól í hæðina á
næstu dögum að tryggja að flug-
málaáætlun gangi fram þar sem
ekki væri svigrúm til að kroppa í
hana.
Árni sagði að Reykjavíkurflug-
völlur væri móðurskip flugsam-
gangna íslendinga. Ef flugmálaá-
ætlun stæði óbreytt yrði hægt að
byggja flugvöllinn eins og þyrfti með
tilliti til öryggisreglna á 2-3 árum,
þótt framkvæmdirnar yrðu greiddar
á 8-10 árum. Jafnframt þessu þyrfti
að leggja lokahönd á frágang ýmissa
flugvalla úti á landi.
Andlát
HALLDOR ÞORMAR
JÓNSSON
HALLDÓR Þormar
Jónsson, sýsiumaður á
Sauðárkróki, er látinn
á 67. aldursári.
Halldór fæddist á Mel
í Staðarhreppi, Skaga-
Ijarðarsýslu, 19. nóv-
ember árið 1929. Sonur
hjónanna Ingibjargar
Magnúsdóttur hús-
freyju og Jóns Eyþórs
Jónassonar bónda.
Stúdentsprófí lauk Hall-
dór frá MA árið 1950
og embættisprófí í lög-
fræði frá HÍ árið 1957.
Hann varð héraðsdóms-
lögmaður árið 1961.
Halldór var framkvæmdastjóri hjá
Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi
1957 til 1960, framkvæmdastjóri hjá
Verslunarfélagi Skagfirðinga 1961
til 1974 og framkvæmdastjóri Fiski-
vers Sauðárkróks hf. 1960 til 1962.
Hann var fulltrúi sýslumannsins á
Sauðárkróki 1964 til
1980. Settur bæjarfóg-
eti í Siglufirði 1976 til
1977 og skipaður bæj-
arfógeti í Siglufirði
1980. Hann var skipað-
ur sýslumaður í Skaga-
firði og bæjarfógeti á
Sauðárkróki 1982 og
sýslumaður á Sauðár-
króki frá 1992.
Halldór gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörf-
um og var m.a. forseti
bæjarstjórnar Sauðár-
króks 1970 til 1974.
Hann var formaður yf-
irkjörstjórnar Norður-
landskjördæmis vestra frá árinu
1983 og sat á Alþingi sem varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins á Norð-
urlandi vestra í maí árið 1972.
Eftirlifandi eiginkona Halldórs er
Aðalheiður Ormsdóttir og eignuðust
þau fjögur börn.
Agreiningnr Statoil og útgerðar
færeyska togarans Sambro
Statoil fellur frá kröf-
um og greiðir kostnað
TOGARINN Sambro, sem kyrrsettur
var í Vestmannaeyjum si. sumar,
getur væntanlega haldið frá landi
innan skamms. Togarinn hefur legið
við bryggju í Eyjum í nær 160 daga,
eða síðan færeyskt dótturfyrirtæki
norska ríkisolíufyrirtækisins Statoil
krafðist kyrrsetningar hans.
Að sögn Jóns Haukssonar, lög-
manns útgerðar Sambro, hefur
Statoil nú fallið frá kyrrsetningar-
kröfu sinni. „Við sömdum um að
Statoil greiddi kostnað, til dæmis
hafnargjöld og eftirlitskostnað, en
enn hefur ekki náðst samkomulag
um málskostnað. Eg vænti þess að
úrskurðað verði um hann í Héraðs-
dómi Suðurlands á næstunni."
Ágreiningur var um hvort útgerð
skipsins hefði staðið í skilum með
afborganir af láni til Statoil, sem
Iánaði tugi milljóna króna til að
hægt væri að útbúa skipið til veiða.
Var togarinn dreginn til hafnar í
Vestmannaeyjum með bilaða vél í
júní sl. og kyrrsettur í kjölfarið.
Sambro er í eigu Færeyinga, en
er skráður í Belize. Áhöfnin, sem var
færeysk, hélt til síns heima sl. sum-
ar, eftir að sýslumaður samþykkti
vörslusviptingu. Að sögn Jóns Hauks-
sonar er skipið enn við bryggju á
kostnað Statoil, en hafnargjöld eru
um 1.600 kr. á sólarhring.
„Þegar viðgerðum verður að fullu
lokið og búið er að fínna nýja áhöfn,
má gera ráð fyrir að skipið fari úr
höfn,“ sagði Jón Hauksson.
Málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur selt fyrir milljón á uppboði
Myndlista-
markaður-
inn sagður
að glæðast
MÁLVERK eftir Júlíönu
Sveinsdóttur var slegið á 850
þúsund krónur á listmunaupp-
boði Gallerís Borgar á fimmtu-
dag, en með 20% uppboðsgjaldi
þarf kaupandinn að greiða
1.020.000 krónur fyrir verkið.
Verkið sem er stórt, 138 x 98
cm, var metið á 800.000-
1.000.000 og kveðst Pétur Þór
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Gallerís Borgar telja verðið
vera mjög viðunandi. Lítið sé
til af módelmyndum eftir Júlí-
önu og verkið sé málað snemma
á ferli hennar sem listamanns.
Mikines kom á óvart
„í heildina var uppboðið
óvenju gott og mér virðist sem
málverkamarkaðurinn sé að
taka við sér aftur, eftir nokk-
urra ára lægð. Eitt af þeim
verkum sem komu á óvart í
sölu var verk eftir færeyska
meistarann Mikines, en hún var
metin á 400-600 þúsund krónur
en seldist á 750 þúsund krónur
fyrir uppboðsgjald, eða alls á
900 þúsund krónur, sem er
miklu hærra en við reiknuðum
með,“ segir Pétur.
Hann segir að seinasta upp-
boð, sem haldið var skömmu
eftir að snjóflóðið féll á Flat-
eyri, hafi verið óvenju slakt og
hann telji að í krónum talið sé
uppboðið nú allt að 50-60%
betra með tilliti til sölu.
„Andrúmsloftið á uppboðinu
á fimmtudag minnti um margt
á lok seinasta áratugar þegar
kaupgetan var mikil og áhug-
inn sömuleiðis. Húsið var troð-
fullt og fyrirtæki sem hafa ekki
keypt verk að neinu ráði síðan
MÁLVERK Júlíönu Sveinsdóttur sem seldist á uppboðinu sýnir
nakið módel, og er myndin merkt listakonunni.
1987-1989 eru komin á stjá að
nýju, og sömuleiðis afkasta-
miklir safnarar sem seldu á
krepputímanum en eru byijaðir
að kaupa aftur. Mér finnst
margt benda til þess að fólk sé
að rísa upp úr kreppuhugarfar-
inu,“ segir Pétur.
Mikið úrval af meisturum
Á uppboðinu var talsvert úr-
val verka eftir Jóhannes Kjarv-
al, Ásgrím Jópsson, Þorvald
Skúlason, Jón Stefánsson og
fleiri meistara íslenskrar mynd-
listarsögu, en lítið af verkum
eftir yngri myndlistarmenn.
Pétur segir að þessi verk hafi
safnast sarnan á talsverðum
tíma, en auk þess sé vei\jan sú
aðí desemberkomijafnangóð j
verk í sölu. Yfirleitt séu einka-
aðilar að selja.
„Oft eru þetta dánarbú, því
að þegar nokkrir erfingjar eru
um t.d. eitt Kjarvalsverk er
besta lausnin oft sú að selja það
á almennu uppboði. Einnig
skiptir fólk oft búum við skiln-
að, sem leiðir til sömu niður-
stöðu,“ segir hann.
Gallerí Borg hefur nú ákveð-
ið að flytja sig um set og opnar
innan skamms í Aðalstræti 6,
þar sem Morgunblaðið var áður
til húsa.