Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 FRÉTTIR Þjóðhagsstofnun segir bjartara framundan í efnahagsmálum en verið hafi um langt skeið Meiri liagvöxtur og aukin þjóðarútgjöld 27 milljarða aukning einkaneyslu á tveimur árum Þjóðhagshorfur hafa breyst umtalsvert frá því er þjóðhagsáætlun var lögð fram í haust, m.a. vegna framkvæmda við stækkun álvers og uppbóta á kjarasamninga. Þetta leiðir að mati Þjóðhagsstofnunar til þess, að horf- ur eru á 3,2% hagvexti á næsta ári og spáð er aukinni verðbólgu eða 2,7%. „ÁÆTLANIR um framleiðslu og útgjöld á næsta ári benda til að nú sé bjartara framundan í íslenskum efnahagsmálum en verið hefur um langt skeið. Að öllu samanlögðu má ætla að horfur utan lands og innan gefí færi á 3,2% hagvexti á næsta ári. Þjóðartekjur eru taldar aukast meir, eða um 3,7% vegna viðskiptakjarabata," segir í lauslega endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóð- hagsstofnunar sem kynnt var í gær. „Þjóðarútgjöld hafa að undan- fömu aukist hraðar en gert var ráð fyrir. Áætlað er að þjóðarútgjöld í heild aukist um 4,9% á þessu ári og 5,6% á því næsta. Álframkvæmd- imar vega þungt á næsta ári en jafnframt er mikill vöxtur í útgjöld- um til einkaneyslu. Talið er að þau aukist um 5,5% á þessu ári og 4,2% á næsta ári. Þetta samsvarar um 15 milljarða króna aukningu fyrra árið og 12 milljarða hið síðara," segir spá Þjóðhagsstofnunar. Viðskiptajöfnuður snýst í 7,3 milljarða halla Viðskiptajöfnuður verður ekki jafnhagstæður og áður var gert ráð fyrir en talið er að hann verði með um 2 milljarða kr. afgangi á þessu ári og 7,3 milljarða halla á því næsta. í þjóðhagsáætiun í haust var gert ráð fyrir afgangi á viðskipta- jöfnuði bæði árin. „Horfurnar sem við blasa í þjóð- arbúskapnum kalla á aðhaldssama efnahagsstjórn á næstu misserum til að koma í veg fyrir að þensla myndist og til að tryggja viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er sérstaklega mikilvægt á meðan framkvæmdir standa yfir vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Ef af frekari fram- kvæmdum verður á sviði stóriðju á næstunni er brýnt að svigrúm verði skapað fyrir þær með því að draga úr opinberum framkvæmdum eftir því sem kostur er,“ segir í spá Þjóð- hagsstofnunar. Stofnunin leggur ekki mat á hugsanlega tekjuaukningu ríkis- sjóðs á næsta ári en skv. upplýsing- um Jóns Kristjánssonar, formanns fjárlaganefndar, munu sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar þó hafa veitt nefndinni þær upplýsingar að gera mætti ráð fyrir að tekjuaukning vegna álversframkvæmdanna einna nemi á bilinu 600-800 millj. kr. Jón tók undir skoðun Þjóðhags- stofnunar um aðhaldsama efna- hagsstjórn og sagði betri efnahags- horfur á næsta ári ekki þýða að fjár- laganefnd myndi taka upp pyngjuna fyrir þriðju umræðu um íjárlaga- frumvarpið. Minni útflutningur í ár en reiknað var með Á árinu sem nú er að ljúka er útflutningur vöru og þjónustu talinn aukast um 0,3% frá árinu á undan MORGUNBLAÐIÐ Þjóðhagsstofnun: Lausleg endurskoðun þjóðhagsáætlunar ► Magnbreytingar frá fyrra ári Þjóðhagsáætlun Endurskoðuö áætlun 1996 1996 Millj. kr Einkaneysla 3,0 4,2 295.167 Fjárfesting 3,5 16,3 85.023 Verg landsframleiðsla 2,0 3,2 487.454 Viðskiptajöftruður, hlutfall af VLF 0,7 -1.5 -7257 Atvinnuleysi, hlutfall af mannafla 4,8 4,4 Verðbólga, % meðalhækkun 2,5 2,7 Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann 1,8 3,5 en í þjóðhagsáætlun var reiknað með 3,2%'aukningu. Minni útflutn- ingur stafar af samdrætti í sjávar- afurðaframleiðslu. Annar. vöruút- flutningur eykst hins vegar verulega eða um 14,5%. Þjóðhagsstofnun stendur við fyrri spár sínar um verð- bólgu á þessu ári sem hún telur að verði um 1,6% milli ára. Þar sem laun hækka að meðaltali um 5,5% milli áranna 1994 og 1995 eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 4% frá seinasta ári, en í fyrri áætlun var gert ráð fyrir 3,5% kaupmáttaraukningu. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þessu ári aukist um 4,9% samanbor- ið við 3,9% í þjóðhagsáætlun, eink- um vegna meiri útgjalda til einka- neyslu og samneyslu en búist var við. Þá lítur úr fyrir að viðskiptajöfn- uður verði hagstæður um 2 milljarða kr. á þessu ári í stað 4/7 milljarða skv. þjóðhagsáætlun. Ástæðan er annars vegar minni útflutningur og hins vegar mikill innflutningur vöru og þjónustu sem talinn er aukast um 7% milli áranna 1994 og 1995. Þannig jókst t.d. innflutningur fólksbíla um 24% á fyrstu tíu mán- uðum ársins. Fjárfesting atvinnuvega gaéti aukist um 13 milljarða Þjóðhagsstofnun bendir á að auk álversframkvæmda sé gert ráð fyrir framkvæmdum við Hvalfjarðargöng .á næsta ári og aukinni fjárfestingu innlendra atvinnugreina. Reiknað er með að atvinnuvegafjárfesting aukist um 32,5% milli áranna 1995 og 1996 en hún samsvarar 13 miilj- arða aukningu. Einkaneysla er talin verða 4,2% meiri en á þessu ári og samneysla 2% meiri. Þjóðarútgjöld í heild eru talin verða 5,6% meiri en í ár. Ef þessar áætlanir ganga eftir verður þetta mesta aukning þjóðar- útgjalda á einu ári frá 1987. Stofnunin gerir ráð fyrir að at- vinnuleysi minnki úr 5% í ár í 4,4% á næsta ári. Einnig er spáð að neysluverð hækki um 2,7% milli ára en aukning verðbólgu stafar bæði af launaþróun og vaxandi eftirspurn og umsvifum. „Rétt er að fylgjast vel með þróun verðlags á næstunni því samkvæmt þessum áætlunum verður verðbólga á næsta ári í efri mörkum þess sem telja má viðun- andi,“ segir Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun telur áhyggju- efni að viðskiptajöfnuður verður mun óhagstæðari en reiknað var með í þjóðhagsáætlun. Þá bendir hún sérstaklega á að vænlegasta leiðin til að varðveita stöðugleika nú þegar umsvif í þjóðarbúskapnum aukast verulega sé aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum. Síðasti þáttur Bingólottós í kvöld Stjoniandiim býðst til aðtaka við PÁLL Halldórsson hyggst láta af for- mennsku í Bandalagi háskólamanna-BHMR á aðalfundi samtakanna í lok mars og verður þá kjörinn nýr formaður. „Það er ósköp einföld ástæða fyrir því,“ sagði Páll í gær. „Það segir í lögum bandalagsins að enginn skuli sitja lengur en í átta ár, eða fjögur kjörtímabil, en einnig verður mér alltaf erfiðara og erfið- ara að sinna þessu eins og skyldi og sinna minni vinnu sómasamlega um leið.“ Páll sagði að BHMR hefði vaxið mik- ið á undanfömum árum og væri nú að nálgast meira það markmið að verða bandalag háskóla- manna. Áður hefðu fé- lagar mest verið starfs- menn ríkis eða sveit- arfélaga, en nú fjölgaði starfsmönnum á al- mennum markaði innan vébanda samtakanna. Páll er jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu íslands og hef- ur verið formaður BHMR frá árinu 1988. Stöð 2 býður áskrif- endum í Eyjum til skrafs og ráðagerða Fá sama kynningar- tilboð eftir útþenslu STÖÐ 2 hefur ákveðið að bjóða áskrifendum sínum í Vestmannaeyj- um til skrafs og ráðagerða vegna óánægju þeirra með að áskrifendur Stöðvar 2 á Faxaflóasvæðinu fengu Sýn og Fjölvarp án endurgjalds. Mun markaðsstjóri fyrirtækisins vera til viðtals í tvo tíma í dag í þessum tií- gangi. Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri Is- lenska útvarpsfélagsins, segir að verði viðtökur góðar á Sýn og Pjöl- varpi á Faxaflóasvæðinu, muni félag- ið kanna möguleika á stækkun út- sendingarsvæðis. Takist það muni áskrifendum Stöðvar 2 á þeim svæð- um einnig verða gert samskonar kynningartilboð og áskrifendur á Faxaflóasvæðinu njóta nú. Hlé á BBC-Prime Áhorfendur Fjölvarps hafa veitt því athygli að útsendingar á BBC- Prime hafa fallið niður að undan- förnu, og segir Jafet þetta hlé stafa af óviðráðanlegum tæknilegum ástæðum. „BBC-Prime er ekki send út núna vegna erfiðleika í gervihnattamót- töku og útsendingar Sýnar eru komnar þar í staðinn. Þetta eru hins vegar tímabundnir erfíðleikar og ég á von á að ekki líði meira en vika eða hálfur mánuður þangað til BBC- Prime komi á skjáinn að nýju,“ seg- ir hann. AKVEÐIÐ hefur verið að leggja niður Bingólottó-þættina, sem ver- ið hafa á dagskrá Stöðvar 2 á laug- ardagskvöldum. í kvöld verður sýndur síðasti þátturinn í þeirri þáttaröð, sem verið er að sýna, að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðs- sonar, forstjóra Happdrættis DAS, en þættirnir eru á vegum happ- drættisins. Ingvi Hrafn Jónsson, stjórnandi þáttarins, hefur boðið stjórn DAS að taka við rekstri Bingólóttósins og markaðssetn- ingu. Samdráttur „Samningi milli Stöðvar 2 og Happdrættis DAS hefur verið sagt upp af hálfu Stöðvar 2,“ sagði Sigurður. Hann sagði að sam- komulag hefði ekki tekist um út- sendingartíma. Lagt hafi verið til að útsendingar yrðu kl. 18 á laug- ardögum en það gat happdrættið ekki fallist á. „Að sama skapi er salan að dragast saman,“ sagði hann. „Framan af gekk þetta þokkalega og lofaði góðu þar til í haust þegar Kínó og Happ í hendi komu inn þá fundum við fyrir sam- drætti.“ Trú á Bingólottó Ingvi Hrafn Jónsson, stjórnandi þáttanna, sagðist hafa óbilandi trú á Bingólottói, sem framtíðarfjöl- skylduefni í sjónvarpi og að hann hafi boðið stjórn DAS að taka yfir rekstur og markaðssetningu. „Ég stefni að útsendingu 11. febrúar næstkomandi," sagði hann. „Ég lít þannig á að öll sam- keppni sé til góða en auðvitað verður að bregðast við henni, sem ég tel a_ð ekki hafi verið gert nægi- lega. Ég hef, sem starfsmaður Stöðvar 2, aðeins haft með stjórn- un þáttarins að gera, en ekki far- ið leynt með þá skoðun mína gagn- vart samstarfsmönnum hjá Happ- drætti DAS, að það þyrfti meiri ferskleika og kraft í markaðssetn- ingu og fjölbreytni í vinningum og uppbyggingu þáttarins og þá auðvitað sérstaklega eftir að Kínó og Happ í hendi komu til sögunn- ar.“ Ingvar sagðist hafa lagt hug- myndina fyrir hjá Stöð 2 og að hún hafi fengið jákvæðar undir- tektir og að stjórn DAS myndi einnig skoða hana þegar ákvörðun yrði tekin um framhaldið. 19711 LARUS Þ VALDIMARSS0N, framkvamdastjori llllL I IuUuJl Iu/U KRISTJAN KRISUANSSON, 10GGILTUR FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Óvenju hagstæð eignaskipti Glæsilegt timburhús, ein hæð, 160 fm, á úrvalsstað I Mosfellsbæ, eins og nýtt. Góður bílskúr, tæpir 40 fm. Stór ræktuð eignarlóö. Margs- konar eignaskipti. Skammt frá Hótel Sögu Stór og góð 3ja herb. íb. á 4. hæð við Hjarðarhaga. Langtímalán. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Skammt frá Hlemmtorgi - ódýr íb. Lftil en góð 2ja herb. íb. í reisul. steinhúsi. Verð aðeins kr. 3,8 millj. Hlunnindi - laxveiði - skotveiði Fjársterkir kaupendur, þ.á m. gamlir og góðir viðskiptamenn, óska eftir hlunnindajörð. Vinsamlega leitið nánari uppl. • • • Opiðídag kl. 10-12. Ath. breyttan opnunartíma. Lítil risibúð óskast íHlfðunum. Lætur af for- mennsku í BHMR Páll Halldórsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.