Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 14
14 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
V-
■ . ■:
' ■■ : ■ ■■
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
Selurinn
Kobbi
SELURINN Kobbi lét ekki
athygli barnanna í Húsdýra-
garðinum á sig fá og hélt
áfram að fylgjast með leikj-
um þriggja félaga sinna þeg-
ar ljósmyndara bar að garði
fyrir skömmu. Eins og sjá
má er Kobbi ekki illa haldinn
enda verða selir að halda
ákveðnu spiklagi til að koma
í veg fyrir að þeim verði kalt
í sjónum. I Húsdýragarðinum
eru þeir hins vegar í fersk-
vatni og eru fóðraðir á loðnu
í síld kl. 11 og 16 á hveijum
degi.
Gauti Gunnarsson, yfir-
dýrahirðir, segir að matar-
tími selanna sé ein eftirlætis
skemmtun gestanna.
Fjórir selir eru í Húsdýra-
garðinum og eru þeir allir
um fimm ára eða frekar ung-
ir ef miðað er við ævi sela.
Elsta rannsóknastofuhúsið að Keldum
Endurnýjað fyrir
50milljónir
ELSTA rannsóknastofuhúsið á
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að
Keldum var tekið formlega í notk-
un á ný eftir gagngerar endurbæt-
ur fyrir skömmu. Kostnaður við
þessar endurbætur á húsa- og
tækjakosti stofnunarinnar, sem
hrundið var af stað 1992, nemur
um 50 milljónum króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tilraunastöðinni er stefnt að því
að ráðast næst í viðgerðir á Rann-
sóknahúsi II og endurbætur á
krufningsstofu.
Aðstaða til útflutnings
Rannsóknastofuhúsið var reist
árið 1948 og verður þar m.a. til
húsa stjórnunarsvið, afgreiðsla og
aðstaða fyrir starfsfólk, auk þess
sem mikil umskipti verða á að-
stöðu fyrir eitt meginsvið þjón-
usturannsókna Tilraunastöðvar-
innar, þ.e. bakteríufræði, og einn-
ig nátengdu starfsviði sem er
framleiðsla og þróun á bóluefni.
Með endurbótunum skapast
einnig aðstaða til að vinna að
breytingum á þeim bóluefnum
sem framleidd eru fyrir innan-
landsmarkað, jafnframt sem
vænta má að hægt verði að taka
upp útflutning á mótefnasermi
sem hófst fyrir nokkrum árum
en hefur legið niðri meðan á end-
urbótum stóð.
Umboðsmaður Alþingis um staðfestingu Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs á synjun um atvinnuleysisbætur
Grundvöllur akvörðun-
ar ekki fullnægjandi
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að
stjóm Atvinnuleysistryggingarsjóðs
hafi staðið með ófullnægjandi hætti
að því að staðfesta synjun úthlutunar-
nefndar Iðju, félags verksmiðjufólks,
á greiðslu atvinnuleysisbóta til manns
vegna þess að hann hafnaði atvinnu-
tilboði. Er því jafnframt beint til
stjómar sjóðsins að taka málið til
meðferðar á ný komi fram ósk þar um.
Málsatvik eru þau að kærandi var
tekinn út af skrá um atvinnulausa
og synjað um atvinnuleysisbætur eft-
ir að hann ásamt fleirum hafði fengið
ábendingu um laust starf hjá kexverk-
smiðju. Viðkomandi skaut málinu til
stjómar Atvinnuleysistryggingarsjóðs
og kom þar fram að hann hefði haft
samband við verksmiðjuna út af starf-
inu, en talið að annar hefði fengið
starfíð, þar sem fleiri en hann sóttu
um það.
Fékk ekki að koma að
andmælum
í áliti umboðsmanns kemur fram
að manninum hafi ekki verið gefinn
kostur á að koma að andmælum sín-
um við greinargerð úthlutunamefnd-
ar Iðju eða koma að frekari upplýsing-
um um málsatvik er stjórn Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs hefði lagt grein-
argerðina til grundvallar því að við-
komandi hefði hafnað vinnu og ætti
þar af leiðandi ekki rétt á atvinnuleys-
isbótum.
„Er ástæða til að gagnrýna þessa
málsmeðferð, þar sem greinargerðin
byggði að stórum hluta á frásögn
eins starfsmanns úthlutunamefnd-
arinnar," ségir í áliti umboðsmanns.
Jafnframt segir að stjóm sjóðsins
hafí láðst að sjá til þess, að aflað
yrði vottorðs frá vinnumiðlun Reykja-
víkur um atvinnuleysi viðkomandi og
síðan segir í úrskurði umboðsmanns:
„Það er því skoðun mín, að stjórn
Atvinnuleysistryggingasjóðs hafi ekki
vandað meðferð málsins sem skyldi
og ekki lagt fullnægjandi grundvöll
að þeirri ákvörðun, að staðfesta synj-
un úthlutunarnefndar Iðju, félags
verksmiðjufólks, um greiðslu atvinnu-
leysisbóta."
Verkfræðistofnun HÍ með umfangsmiklar jarðskjálftamælingar í Reykjavík
Átta skjálftar
mælst frá 1990
ALLS hafa mælst átta jarðskjálftar
á mælakerfi Verkfræðistofnunar HÍ
í Reykjavík á tímabilinu 1990 til
1995. Þrír þessara skjálfta voru yfir
4 stig á Richterkvarða og stærstur
þeirra var 4,7 stig á Richter, með
upptök sín nálægt Kleifarvatni.
Auk ofangreindra skjálfta hafa
mælst þrír skjálftar, 4 stig á Richter
eða meira, með nemum á áttundu
og fjórtándu hæð í Húsi verslunar-
innar. í þessum skjálftum var hreyf-
ing í undirstöðum byggingarinnar
undir viðmiðunarmörkum mælanna
þar. Mestur þessara skjálfta var 5,3
stig á Richter og voru upptök hans
úti í sjó á skjálftasvæði Norður-
lands. Vegna fjarlægðar voru áhrif
hans hins vegar óveruleg að sögn
Bjarna Bessasonar verkfræðings hjá
Verkfræðistofnun HÍ, sem skráði
þessa skjálfta.
Eðli stórra skjálfta kannað
Stofnunin hefur annast umfangs-
miklar jarðskjálftamælingar á Suð-
urlandi, Norðurlandi og í Reykjavík
um talsvert skeið. Fyrstu mælarnir
voru settir upp í Reykjavík árið 1982
og eru nú staðsettir á fjórum stöð-
um; í Foldaskóla, húsi Verkfræði-
deildar HÍ, Húsi verslunarinnar og
einni af dælustöðvum Vatnsveitu
Reykjavíkur.
„Tilgangur mælinganna er að afla
gagna um eðli stórra jarðskjálfta,
kanna viðbrögð bygginga við skjálft-
um og er markmiðið að kanna hönn-
unarforsendur mannvirkja og skapa
traustan grundvöll fyrir áhættu-
greiningu og áhættustjórnun," segir
Bjarni.
„Það er ekkert launungarmál að
menn búast við stórum skjálfta á
Suðurlandi og þegar hann kemur
er það skylda okkar að safna upp-
lýsingum um hversu stór hann er
og hversu mikil áhrif hans verða,
sérstakiega með tilliti til mann-
virkja. Síðan er hinn möguleikinn
að nota minni skjálfta og heimiidir
til að spá í hver hættan er og gera
eins konar áhættumat fyrir Selfoss
og aðra þéttbýliskjarna á Suður-
landi, á sama hætt og gert er varð-
andi snjóflóð. Fjármagn liggur hins
Jarðskjálftamælanet Verkfræðistofnunar
Mælir á jarðvegsstíflu
▼ Mælir í vatnsaflsstöð
• Mællr í jörðu
♦ Mælirábrú
■ Mælir í skrifstalubyggingu
vegar ekki laust fyrir til þessara
rannsókna."
Efling fyrirhuguð.
Annars vegar er um að ræða
mælanet sem ætlað er að skrá yfir-
borðshröðun í stærri skjálftum og
hins vegar fjölrása mælikerfi í
nokkrum stærri mannvirkjum á
svæðinu, sem ætlað er að skrá hreyf-
ingar þeirra í skjálftum. Mæligögn
frá þessum kerfum hafa verið notuð
til að þróa verkfræðileg líkön af jarð-
skjálftum og áhrifum þeirra á mann-
virki.
Landsvirkjun fjármagnar veruleg-
an hluta jarðskjálftamælinga stofn-
unarinnar, en einnig koma til framlög
frá Reykjavíkurborg, Vegagerðinni
og Verkfræðistofnun. Nú er fyrirhug-
uð endurnýjun á samningi um jarð-
skjálftamælingar á milli Reykjavíkur-
borgar og Verkfræðistofnunar og
mun stofnunin leggja áherslu á að
efla mælingar í kjölfarið og auka
sjálfvirkni í mælikerfi sinu.
Taldi 18
undirí
garðinum
FUGLAVERNDARFÉLAG íslands
gekkst fyrir garðfuglakönnun síðast-
liðinn vetur og sáust alls 36 fuglateg-
undir í könnuninni sem 23 félagsmenn
tóku þátt í. Flestar tegundirnar sáust
hjá athuganda í Reykjavík, alls 18.
í garði á Húsavík sáust 16 tegund-
ir og á tveimur stöðum sáust 15 fugla-
tegundir. Fæstar tegundir sáust í
garði við nýbyggt hús í Grafarvogi
en aðeins snjótittilingur heimsótti
þann garð. Snjótittlingur sást í görð-
um allra þátttakenda og skógarþröst
sáu allir nema einn. Þriðja algengasta
tegundin var stari og auðnutittilingur
kom þar næst á eftir. Margir flæking-
ar sáust í görðunum, alls 13 tegundir.
Ólafur Einarsson líffræðingur sem
á sæti í stjóm Fuglavemdarfélagsins
segir að fleiri tegundir hafi fundist
en menn hefðu átt von á. Töluverður
fjöldi vaðfugla hefði sést í görðum,
þ.á m. heiðlóa, stelkur, tjaldur og
hrossagaukur. Könnunin var gerð í
október og fram að apríl. Samskonar
könnun stendur nú yfir. Ólafur segir
að þetta sé eina skipulagða könnunin
á þessu sviði og þjóni hún bæði fræði-
legum tilgangi og sé til skemmtunar.