Morgunblaðið - 16.12.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 19
VIÐSKIPTI
Microsoft og NBC
koma á fót fréttarás
New York. Reuter.
BILL GATES, hinn kunni hugbún-
aðarjöfur, og NBC-sjónvarpið hafa
skýrt frá samkomulagi um að
koma á fót kaplarás til að senda
út fréttir allan sólarhringinn og
beintengdri tölvuþjónustu.
Microsoft-fyrirtæki Gates og
NBC munu eiga jafnan hlut í
fréttarásinni, sem mun keppa við
CNN-sjónvarpið (Cable News
Network) sem hefur verið allsráð-
andi á þessu sviði í 15 ár.
NBC og Microsoft munu koma
á fót tveimur sameignarfyrirtækj-
um til að dreifa fréttum allan sólar-
hringinn í kaplasjónvarpi og með
beinlínuþjónustu.
Microsoft ver 220 milljónum
dollara á næstu fimm árum til
kaplasjónvarpsfyrirtækisins
MSNBC Cable, sem tekur til starfa
innan sex mánaða á svokallaðri
America’s Talking kaplarás NBC.
Fyrirtækin munu veija öðrum
200 milljónum dollara á næstu
fimm árum til að þróa fréttarásina.
Hitt sameignarfyrirtækið verður
nefnt MSNBC Online.
Gagnvirk tækni
Gates sagði í sjónvarpssendingu
frá Hong Kong að með samvinnu
sinni sýndu fyrirtækin áhuga á að
nota gagnvirkni í sjónvarpsfrétta-
flutningi. Forstjóri NBC, Bob
Wright, sagði að NBC mundi
stjórna kaplakerfinu og fyrirtækin
mundu hafa með sér samvinnu um
stjórn á gagnvirka kerfínu.
Fréttaþjónustan verður þróuð til
að sameina fréttasendingar með
sjónvarpi, kaplakerfi og alnetinu
að því er segir í fréttatilkynningu.
NBC mun leggja til alþjóðlegt
fréttanet, viðskiptafréttakerfi,
tengsl á ótal stöðum og milljónir
áhorfenda. Microsoft leggur til
tækni, hugbúnaðarþekkingu, vöru-
merki og tengsl við notendur ein-
menningstölva, segir i tilkynning-
unni.
Áhorfendur geta horft á fréttir
NBC til að fylgjast með því helzta
sem er að gerast í heiminum, stillt
á kaplarásina til að fá fréttirnar
brotnar til mergjar og smellt á
Microsoft til að fá rækilegri upplýs-
ingar allt eftir hvað notendur óska
sér, segir einnig í tilkynningunni.
Grandi hf. með nýtt
upplýsingakerfi
FRÁ undirritun samninga Granda og Skyggnis, f.v. Halldór
Lúðvígsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Skyggnis, Torfi Þ.
Þorsteinsson, vinnslustjóri frystiskipa Granda, Stefán B. Stefáns-
son, fjármálafulltrúi Granda og Hjörtur Grétarsson, tölvufull-
trúi Granda.
GRANDI hf. og Faxamjöl hf. hafa
valið upplýsingakerfið Fjölni sem
heildarhugbúnaðarlausn fyrir alla
starfsemi sína, bæði til lands og
sjávar. Það er hugbúnaðarfyrir-
tækið Skyggnir hf. sem mun sjá
um uppsetningu, aðlögun og þró-
un kerfisins hjá Granda hf. og
Faxamjöli hf. en samningur milli
fyrirtækjanna var undirritaður
fyrir skömmu, að því er segir í
frétt.
Um er að ræða stærsta samning
sem Skyggnir hf. hefur gert frá
því að fyrirtækið var stofnað í
apríl síðastliðnum. Skyggnir er
söluaðili fyrir Fjölni og sérhæfir
sig m.a. í þróun og þjónustu við
ýmis sérkerfi í Fjölni, s.s. fram-
leiðslukerfi, gæðakerfi og lausnir
fyrir sveitarfélög. Skyggnir býður
viðskiptavinum sínum einnig
lausnir í Lotus Notes hópvinnu-
kerfinu. Hjá Skyggni starfa nú 15
manns við þróun og þjónustu við
upplýsingakerfi og hefur starfs-
mannafjöldi fyrirtækisins tvöfald-
ast frá því í maí sl.
Grandi hf. og Faxamjöl hf. mun
m.a. taka í notkun Útvegsbankann
sem er heildarlausn fyrir rekstur
sjávarútvegsfyrirtæýa. Uppsetn-
ing nýja upplýsingakerfisins fer
fram í áfóngum og verða fyrstu
hlutar þess teknir i notkun um
næstu áramót. í síðasta áfangan-
um verður Fjölni skipt út fyrir
upplýsingakerfið Navision Fin-
ancials sem er arftaki Fjölnis í
Windows umhverfinu. Navision
Financials er skrifað frá grunni
fyrir Windows95 og verður sett
formlega á markað hérlendis
snemma á árinu 1996.
Eitt af meginmarkmiðum
Granda með kaupum á nýju upp-
lýsingakerfi er að bæta upplýs-
ingaflæði og úrvinnslu með því
að færa skráningar nær uppruna
sínum, fækka tvískráningum og
sameina kerfi. Fyrirtækið leitaði
í senn eftir heilsteyptu og sveigj-
anlegu upplýsingakerfi sem stutt
er af öflugum þjónustuaðila.
Meðal annarra notenda Fjölnis
eru Þormóður rammi hf, Sigurður
Ágústsson hf. og Frosti hf., segir
ennfremur í frétt fyrirtækjanna.
Sparisjóður
Þórshafnar
Nýr spari-
sjóðssijóri
tekinn við
SPARISJÓÐSSTJÓRI Sparisjóðs
Þórshafnar sagði í síðustu viku
starfi sinu lausu með ósk um að
láta þegar af störfum og varð stjórn
sparisjóðsins við þeirri beiðni.
Ragnhildur Karlsdóttir, fulltrúi
sparisjóðsstjóra, hefur tekið við
störfum sem sparisjóðsstjóri og
mun sinna þeim þar til annað verð-
ur ákveðið, að því er segir í frétt
frá sparisjóðnum.
Kristín Kristjánsdóttir, stjórnar-
formaður sparisjóðsins, vildi lítið tjá
sig um þetta mál í samtali við
Morgunblaðið og sagði aðeins að
trúnaðarbrestur hefði orðið á milli
stjórnar og sparisjóðsstjóra.
Reyktur lax og graflax er herramanns matur.
Ljúffengur lax með graflaxsósu gefur fyrirheit um ógleymanlega
máltíð. Notaðu því aðeins fyrsta flokks hráefni og bjóddu gestum
„ , , þínum að gœða sér á góðum laxi um jólin.
°g graflax
í bitum
og sneiðum.
/
Reyktur lax og graflax
í heilum og hálfum flökum.
Graflaxsósa,
250 og 125 ml
í nýjum umbúðum.
ISLENSK
MATVÆLI
Gott í bobi